Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Side 2
20 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 Sport Hvað fmnst þér? Hvað þurfti til að vinna Hólmavíkurrallið? Aðstoðarökumenn spurðir að rallinu loknu á Hólmavík á laugardaginn. Jóhannes Jóhannesson sigurvegari. „Skoða sérleiðimar mjög vel.“ Geir Ó. Hjartarson sem varð annar: „Fullt af æfingu.“ Ágúst Guðmundsson sem varð þriðji: „Ákveðni, heppni og öflugt farartæki." ísak Guðjónsson semféll úr fyrsta sœti á síðustu leið: „Heppni." Vala í vandræðum Heimasigur Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie sýndi frá- bæra takta á heimavelli á lokahringnum þegar hann sigraði á sterku móti atvinnumanna i Loch Lomond í Skotlandi um helgina. Montgomerie lék síðasta hringinn á 64 höggum eða 7 undir pari vallarins og tryggði sér sinn fyrsta titil á heimavelli og sinn þriðja sigur á á þessu ári. Montgomerie lauk keppni á 268 höggum. Spánverjinn ungi, Sergio Garcia, sem sigraði á opna írska mótinu á dögunum, kom næst- ur ásamt Svíunum Michael Jonzon og Mats Lanner en þeir léku all- ir á 271 höggi. í næstu sætum á eftir komu Jesper Pamevik, Svíþjóð, og Lee Westwood, Bretlandi, en þeir léku á 272 höggum. -GH Ragnhildur er hér með dætrum sfnum, Hildi Kristínu og Lilju. Þær ætla að feta í fótspor móður sinnar enda byrjaðar að munda golfkylfurnar. DV-mynd Teitur Vala Flosadóttir sigraði í stangarstökki á Eyrasundsleikunum sem fram fóm í Svíþjóð um helgina. Vala náði sér hins vegar ekki vel á strik og stökk aðeins 4,05 metra sem er langt frá hennar besta. „Þetta er alls ekki nógu gott hjá Völu. Hún er þung og hefur veriö það nokkuð lengi. Ég held samt að þetta hljóti að fara að koma hjá henni,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson landsliðsþjálfari í samtali við DV. Vala keppir á móti í Halmstad um næstu helgi og kem- ur svo heim og tekur þátt í meistaramótinu um aðra helgi. -GH Ragnhildur Sigurðardóttir, íslandsmeistari í golfi: „Mér hefur gengið nokkuð vel í sumar. Ég var fyrr í gang í vor en oft áður. Ég tók þátt í tveimur mót- um erlendis í vor, í Skotlandi og Frakklandi, og mér gekk sérlega vel á mótinu í Skotlandi. Þá hef ég unn- ið tvö af þeim þremur stigamótum sem haldin hafa verið í sumar svo ég get ekki verið annað en sátt við mína frammistööu," sagði Ragnhild- ur Sigurðardóttir í stuttu spjalli við DV en Ragnhildur er án efa fremsti kvenkylfmgur landsins og hefur verið í fremstu röð um árabil. Ragn- hildur er núverandi íslandsmeistari í greininni og tókst fyrst íslenskra kvenna að komast niður í 0 í forgjöf. - Hvaða markmið settir þú þér fyrir þetta tímabil? „Ég setti mér það markmið að reyna að lækka mig í forgjöf. Ég veit að það er mjög erfitt þar sem ég er með 0 en mér finnst gaman að stefna að því. Ég þarf aö leika á pari og helst aö fá einhverja hringi und- ir parinu á mótum til að eiga mögu- leika á að lækka mig. Nú svo stefni ég auðvitað á að verja íslandsmeist- aratitilinn á landsmótinu þó svo ég sé ekkert að hugsa um það núna heldur einbeiti ég mér að æfingun- um og að reyna að bæta mig. - Hvemig stendiu- íslenskt golf í dag? „Breiddin hefur aukist til muna. Það eru margar stelpur að koma upp og forgjöfin að lækka hjá svo mörgum, sem er frábært. Það hafa orðið miklar framfarir í golfinu hér heima. Karlaliðið hefur lengi verið gott. í því hafa verið menn með 0 í forgjöf og undir því og við konum- ar erum sífellt að bæta okkur. Ég er komin í 0 í forgjöf, Ólöf María er með 2 og Kristín Erla, ung stúlka frá Akureyri, er með 4. Þá eru mjög ungar stelpur komnar með lága for- gjöf svo ég get ekki litiö nema björt- um augum til framtíöarinnar." - Hefur ekki kitlað þig að kom- ast út í atvinnumennskuna? „Maður veit að til þess að verða betri í íþróttinni þarf maður að komast erlendis. Ég sagði við sjálfa mig i vor að ef ég bætti mig í sum- ar væri allt opið hjá mér hvað varð- aði atvinnumennsku. Ég er hins vegar með fóldskyldu svo ég veit að það verður ekki auðvelt nema að til komi styrktaraöilar. Það kitlar mig hins vegar mikið að prófa þetta og sjá hvort maður eigi einhverja möguleika." - Hvenæar byrjaðir þú að æfa golf? „Ég byrjaði árið 1983 en þá var ég 13 ára gömul. Mér gekk mjög vel fyrstu árin enda breiddin á þeim árum ekki mikU í kvennagolfmu. TU marks um það varð ég íslands- meistari árið 1985 þá aöeins 15 ára gömul og með 11 í forgjöf. Það stóð mér nálægt að byrja í golfinu enda búa foreldrar mínir i Grafarholtinu, nánast við hliö golf- vallarins. Bróðir minn byrjaði að vinna á golfveUinum og ég stuttu seinna og í framhaldinu byrjuðum viö að æfa íþróttina. Pabbi hefur ekki verið í golfinu en mamma byrj- aði á því að draga fyrir okkur pok- ann og svo fékk hún bakteríuna. í dag er hún gjörsamlega óstöðvandi. Bróðir minn, Sigurður, hætti I golf- inu og sneri sér að hestamennsk- unni og í dag er það hans aðalá- hugamál og atvinna. Það var mjög gaman í fyrra en þá tókst okkur systkinunum að verða bæði íslands- meistarar, ég í golfinu og Siggi í hestunum. Og það munaði reyndar minnstu að bróður okkar, Einari, tækist líka að verða Islandsmeistari í mótokrossi en hann var hárs- breidd frá titlinum." - Áttu önnur áhugamál en golfið? „Ég hef verið svolítið í hestunum og þá aðaUega yfir vetrartímann. Ég á ekki langt að sækja áhugann á hestunum enda er maðurinn minn tamningamaður og saman eigum við mn 10 hross. Ég hef keppt á nokkrum minni hestamótum og á meira að segja nokkrar medalíur." Ragnhildur er gift Þorvaldi Frið- bjömssyni, dýrahirði í húsdýra- garðinum, og saman eiga þau dæt- umar Hildi Kristínu og Lilju sem eru 7 ára og 5 ára. Ragnhildur segir að stelpumar séu aðeins byrjaðar að munda golfkylfurnar. „Það er engin pressa frá mér. Ég ætla að láta stelpumar alveg ráða því sjálfar hvað þær gera í framtíðinni en ég reikna fastlega með því að ann- að hvort golfið eða hestamir verði of- arlega á dagskránni hjá þeim,“ sagði Ragnhildur. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.