Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds. Varhugaverð baráttuaðferð Kröftug og á stundum harðskeytt kjarabarátta kenn- ara hefur staðið árum saman og tekið á sig margar myndir. Kennarar telja sig hafa dregist aftur úr sam- bærilegum stéttum og beita ýmsum meðulum til þess að rétta þann hlut. Kjarabarátta þeirra hefur einnig breyst eftir að grunnskólarnir fluttust frá ríkinu til sveitarfélaganna sem um leið urðu vinnuveitendur kennaranna. Stutt kennaraverkfall var haustið 1997 en tveimur árum áður stóð verkfall kennara í sex vikur. Svo langt verkfall hefur alvarleg áhrif á skólastarfið, nemendur og fjölskyldur. Sú staðreynd að kennarar eru svo mjög með hugann bundinn við kjarabaráttuna hefur einnig áhrif á starf þeirra og nemendur um leið, sem og allt skólastarfið. Kennarar standa betur að vígi í baráttu sinni en áður var. Góðæri í samfélaginu og mikið framboð á vinnu veldur því að þeir geta leitað annarra starfa en kennslu- starfa. Síðustu misseri hafa kennarar því beitt fjölda- uppsögnum sem lið í kjarabaráttunni. Með þvi móti setja þeir mikla pressu á einstakar sveitarstjórnir. Skólamálin eru með viðkvæmustu en um leið mikil- vægustu málaflokkum á hverjum stað. Þessi baráttuað- ferð hefur skilað kennurum staðbundum árangri og um leið rekið fleyg í samráð sveitarfélaga um kjör kennara. Kennarar eru ekki einir um þessa baráttuaðferð. Heil- brigðisstéttir hafa og beitt fjöldauppsögnum til þess að auka þrýsting á viðsemjendur. Barátta þessara stétta op- inberra starfsmanna stafar af óánægju með kjör, ekki síst í samanburði við stöðuna á hinum almenna mark- aði. Það er eðlilegt að leita kjarabóta en í þeim efnum sem í öðrum samskiptum í samfélaginu verður að fylgja leikreglum. Fjöldauppsagnir í kjarabaráttu eru vafa- samt tæki og varhugavert. Karl Björnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, orðar það svo í viðtali við dagblaðið Dag að ógeðfellt sé að nota hópuppsagnir sem kjarabaráttutæki þegar í gildi séu samningar milli aðila. Kennarar og sveitarfélögin, viðsemjendur þeirra, gengu frá kjarasamningi haustið 1997. Eins og þá kom fram í fréttum náðu kennarar fram talsverðum kjara- bótum og laun þeirra hækkuðu hlutfallslega meira en laun þeirra sem á undan sömdu. Þrátt fyrir það var blendið hljóð í kennurum og margir þeirra töldu árang- urinn ekki ásættanlegan. Meirihlutinn samþykkti þó kjarasamningana og sú samþykkt gildir þar til samn- ingar losna. Þegar að því kemur geta kennarar beitt viðurkenndum aðferðum til þess að bæta kjör sin. Vel er hugsanlegt að breyta formi kjarasamninga kennara og sveitarfélaga fyrir næstu samninga. Launa- nefnd sveitarfélaga hefur haft umboð til heildarkjara- samninga. Það er í valdi einstakra sveitarfélaga hvort þau fara þá leið eða taka samningagerðina heim í hér- að. Formaður launanefndarinnar bendir réttilega á að núverandi fyrirkomulag hefur ekki haldið. Það verður því að bæta eða finna annað. Grundvallaratriði er hins vegar að samningar séu virtir. Kennarar og viðsemjendur þeirra gerðu með sér kjarasamning. Ekki er hægt að lita á hópuppsagnir á samningstímabilinu öðruvísi en sem griðrof. Sam- þykktur kjarasamningur felur í sér réttindi og skyldur sem báðir aðilar verða að virða. „Agaleysið sem felst í vanvirðu samninga eru vond skilaboð inn í allt þjóðfé- lagið,“ segir formaður launanefndar sveitarfélaga. Það mat er rétt. Jónas Haraldsson Álag á starfsfólk barna- og unglingageðdeildar Landspítalans er mikið en þrátt fyrir vaxandi ásókn í þjónustu deildarinnar hefur tekist að halda biðlistum í horfinu með auknum afköstum. - í húsakynnum unglingageðdeild- arinnar á Kleifarvegi. Landspítalinn: Efling barna- og ung- lingageðdeildar Á undanförnum misserum hefur málefni barna- og unglingageðdeild- ar Landspítalans oft borið á góma enda um að ræða einn af mikilvæg- ustu þáttunum í starfsemi sjúkra- hússins. Álag á þessa deild hefur aukist á undan- fórnum árum og fer vaxandi. Það á sér auðvitað margar orsakir. Þjóðfélag okkar hefur tekið hröð- um breytingum, íjölskylda og heimili hafa verið að breytast og margar þessara breytinga hafa áhrif á börnin, ungu kynslóðina sem er að vaxa úr grasi. í mörgum tilvikum vinna foreldrarnir báðir úti og ekki bara það, amma og afi vinna úti líka. Stórfjölskyldan er nær horfm þegar amma og afi dvöldu á heimil- inu og umhverfi barnanna því allt annað. Öll þekkjum við einkenni nútíma þjóðfélags, streytan, hraðinn og kröfumar. Allt hefur þetta áhrif á börnin og unglingana. Ofvirkni virðist vaxandi vandamál og börnin sem við erum að ala upp við þessar aðstæður eignast síðan börn og aðstæður til þess að takast á við vandamálin geta verið erfiðar. Miðar á móti straumnum. Fjöldinn sem leitar til Barna- og unglingageð- deildar fer vaxandi. í því sambandi má nefna að skólarnir virðast vanbún- ir til að takast á við þetta viðfangsefni og hluti þeirra sjúklinga sem koma til deildarinnar ættu fremur erindi inn á Sálfræðideild skóla. Heilsugæslan og leikskól- amir þyrftu líka í vax- andi mæli að koma að þessu viðfangsefni. Álag á starfsfólk deildarinnar er því mikið en þrátt fyrir vaxandi ásókn í þjónustu deildarinnar hefur tekist að halda biðlistum í horflnu með auknum afköstum. Eigi að síð- ur eru þeir of langir og síðustu töl- ur sem ég hef undir höndum segja mér að um 90 bíði eftir aðstoð. Úrbætur Á síðasta stjómarfundi Land- spítalans ræddu Hannes Péturs- son prófessor og Þórunn Pálsdótt- ir hjúkrunarforstjóri úrbætur og nýjungar í starfsemi deildarinn- ar. Ákveðið var að koma á fót bráðamóttöku á Landspítala fyrir bráðveika unglinga þar sem frumgreining getur farið fram og jafnframt að göngudeildarteymi frá barna- og unglingageðdeild starfi á Landspítalanum. Hér er um afar mikilvæga þjónustu að ræða sem jafnframt mundi vinna með Barnaspítalanum. Ákveðið var að vinna að því að koma á hæfingarheimili fyrir unglinga í líkingu við þá starf- semi sem nú er á Kleifarvegi fyr- ir börn. En á Kleifarvegi hefur Landspítalinn rekið slíka þjón- ustu í vetur og virðist sú nýjung eiga mikinn rétt á sér SÁÁ er uppi með áform um sérstaka móttöku fyrir unglinga vegna vímuefna og samræming og samvinna þeirra aðila sem að þessum málum starfa er afar mikilvæg og má í því sambandi einnig nefna starfsemi Barna- vemdarstofu. Mikiö starf fyrir höndum Sem fyrr segir kalla þjóðfélags- breytingar á eflingu barna- og unglingageðdeildarinnar. Efling deildarinnar getur hjálpað mörg- um til að komast yfir erfiðleika á fyrstu æviárunum og auðveldað þeim að verða nýtir þjóðfélags- þegnar í framtíðinni. Ýmsir aðilar hafa styrkt deild- ina með myndarlegum fjárfram- lögum og það ber að þakka. Þarna er mikið starf fýrir höndum og áríðandi að vel takist til. Guðm. G. Þórarinsson Kjallarinn Guðm. G. Þórarinsson verkfræðingur „Fjöldinn sem leitar til barna- og unglingageddeildar fer vaxandi. í því sambandi má nefna að skól■ arnir virðast vanbúnir til að takast á við þetta viðfangsefni og hluti þeirra sjúklinga sem koma til deildarinnar ættu frem- ur erindi inn á sálfræðideild skóla.u Skoðanir annarra Verðhækkanir innan markanna „Af biturri reynslu gera menn sér grein fyrir þvi að ef verðbólgan fer af stað þá mun hún valda svo auknum kostnaði og óhagræði að erfitt verður að reka fyrirtæki með góðum árangri. Seðlabanki Is- lands hefur gripið til afar strangra úrræða í því skyni að reyna að draga úr verðbólguvaldandi of- þenslu ... Aðgerðir bankans gera það erfiðara og óhagstæðara að fjármagna fasteignaviðskipti með bankalánum og þegar heyrast merki þess að þetta sé farið að hafa áhrif... Það er því engin ástæða til að véfengja það mat sérfræðinga Seðlabankans og Þjóð- hagsstofnunar að verðhækkanir á þessu ári geti haldist innan eðlilegra marka.“ Margeir Pétursson í Viðskiptablaði Mbl. 15. júlí. Grenndarbúllur í Grjótaþorpi „Maður spyr: Hves vegna eiga íbúar Grjótaþorps- ins að þurfa að þola það að vera vakandi heilu og hálfu næturnar vegna hávaða og óláta frá skemmti- stað og nektarbúllu? Hvers vegna eiga þeir að þurfa að þola það að skítugir smokkar, sprautur og sprautu- nálar liggi eins og hráviði um allt að morgni hvers dags? í öðrum hverfum borgarinnar taka menn því ekki með þegjandi þögninni að börn og unglingar leiki sér innan um slíkan subbuskap. Hví skyldi ann- að gilda um Grjótaþorpið? íbúarnir gefa i skyn í bréfi til borgaryfirvalda að um vændi og hórmang geti ver- ið að ræða í tengslum við nektarbúlluna. Hafa að- dróttanir um vændi verið skoðaðar? Hefur það verið skoðað af alvöru?" Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar pistil um máliö i Dag 15. júlí. Bústýrurnar í Hlaðvarpanum „Það er nú gott til þess að vita að menn tapi ekki skopskyni sínu þótt stundum sé fjallað um alvarleg mál. Bústýrur Hlaðvarpans v/Vesturgötu skilja ekk- ert í þvi að íbúar Grjótaþorps skuli vera að amast við þeim mikla menningarauka er starfsemi hússins fylg- ir! ... íbúar Grjótaþorps sjá þetta kannski í svolítið öðru ljósi og helgarkveðja sú er borgaryfirvöld sendu okkur dagana 1. og 2. júlí sl. í formi leyfisveitinga til handa rekstraraðilum piaðvarpans v/Vesturgötu til tónleika- og dansleikjahalds var hreint fyrir neðan allar hellur ... Hér dugar ekkert annað en skýlaus aft- urköllun allra tón- og dansleikjahaldsleyfa er rekstr- araðilum Hlaðvarpans hafa verið veitt.“ Oddur Björnsson í opnu bréfi til forseta borgar- stjórnar Reykjavikur í Mbl. 15. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.