Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Side 13
FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999
13
Loftið yfir miðborg
Reykjavíkur
Að undanfórnu hafa
skipulagsyfirvöld stað-
ið fyrir kynningu á
nýju deiliskipulagi fyr-
ir miðborg Reykjavík-
ur. Haldinn var opinn
fundur í ráðhúsinu og
ljóst var að fjölmennið
á fundinum kom ráða-
mönnum á óvart. Áhug-
inn á skipulagsþróun
höfuðborgarinnar fer
ört vaxandi og almenn-
ingur gerir sér betur
grein fyrir því en áður,
með hvaða hætti borg-
arskipulagið mótar dag-
legt líf Ibúanna.
Fyrir nokkrum mán-
uðum voru stofnuð
Samtök um betri byggð
sem hafa á stefnuskrá
sinni að stuðla að aukinni fræðslu
og lýðræðislegri umræðu um
skipulagsmál með framtíðarþróun
alls höfuðborgarsvæðisins fyrir
augum. Samtök um betri byggð
vilja horfa lengra ffam í tímann
en til loka núverandi skipulags-
tímabils 2016 enda er það svo að
flest meiri háttar mannvirki sem
nú eru að rísa munu standa hálfa
til heila öld, sum miklu lengur ef
vel er að verki staðið.
Og eins og fram hef-
ur komið í fréttum
hefur borgarstjóri
hótað Faxamjöli
missi starfsleyfis
haldi þeir áfram að
úða ýldulykt yfir
íbúana og ofurlitlar
hávaðatakmarkanir
hafa verið settar á
flugið.
Atkvæða-
greiðsla um
flugvöllinn
Á fundinum í ráð-
húsinu kom fram
sú hugmynd að
efna bæri til al-
mennrar atkvæða-
greiðslu um Reykja-
víkurflugvöll vegna
legu hans við miðborgarmörkin
sem auk neikvæðra áhrifa í núinu
hindrar eðlilegan vöxt og þróun
höfuðborgarinnar í framtíðinni.
Borgarstjóri taldi slíka atkvæða-
greiðslu koma til greina væru
nógu skýrir valkostir í boði. Flutn-
ingur á miðstöð innanlandflugsins
Kjallarinn
Steinunn
Jóhannesdóttir
rithöfundur
Lofthelgi miðborgarinnar
Á borgarafundinum í ráðhúsinu
höfðu almennir fundarmenn fátt
að athuga við tillögur ráðamanna
um miðborgarskipulag sem þröngt
skilgreint nær yfir Laugaveginn
og næsta nágrenni hans, Kvosina
og hafnarsvæðið. Það sem brann á
almenningi var lofthelgi miðborg-
arinnar og fjölþætt mengunaráhrif
frá tvenns konar atvinnustarfsemi
alveg við miðborgarmörkin, ann-
ars vegar frá Faxamjöli, sem hafði
dagana fyrir fundinn verið staðið
að því að bræða úldinn fisk svo
fnykurinn olli íbúum og almenn-
um vegfarendum velgju, og hins
vegar frá flugvellinum sem er
mesti hávaða- og hættuvaldur á
svæðinu.
Greinarhöfundur leggur áherslu á að nýbyggingu Reykjavíkurflugvallar verði frestað og kannaður verði vilji al-
mennings í allsherjar atkvæðagreiðslu á því hvort halda eigi flugvellinum inni í miðri borg.
til Keflavíkur væri t.d. aðeins
raunhæfur valkostur að því gefnu
að samgöngur við höfuðborgina
yrðu stórlega bættar, m.a. með
tvöföldun Reykjanesbrautar.
Alþingismaður áttar sig.
í sjónvarpsfréttum skömmu síð-
ar kvaðst Kristján Pálsson þing-
maður Reyknesinga styðja þá hug-
• mynd að miðstöð innanlandsflugs-
ins yrði flutt til Keflavikur og þeir
miklu fjármunir sem nú stendur
tii að leggja í endurbyggingu
Reykjavíkurflugvallar væru í stað-
inn settir í tvöföldun Reykjanes-
brautar. Stjórnarþingmaðurinn
áttaði sig auk þess á hversu dýr-
mætt framtíðarland fyrir höfuö-
borgina losnar við það að vöilur-
inn fari úr Vatnsmýrinni.
Helgi Hjörvar, forseti borgai'-
stjórnar, kallar það bruðl og sóun
á almannfé að
ætla sér að reka
tvo alþjóðlega
flugvelli og tvær
stórar flugstöðv-
ar með 45 km
millibili. Ég
skora á þessa
áhrifamenn að
beita sér fyrir
því, hvorn á sín-
um heimavelli,
að nýbyggingu
Reykjavíkurflug-
vallar verði
frestað á meðan umhverflsmat fari
fram vegna starfsemi og staðsetn-
ingar hans inni í miðri byggð. Síð-
an verði vilji almennings kannað-
ur í allsherjar atkvæðagreiðslu.
Þannig hreinsast loftið.
Steinunn Jóhannesdóttir
„Á fundinum í ráðhúsinu kom
fram sú hugmynd að efna bæri til
almennrar atkvæðagreiðslu um
Reykjavíkurflugvöll vegna legu
hans við miðborgarmörkin sem
auk neikvæðra áhrifa í núinu
hindrar eðlilegan vöxt og þróun
höfuðborgarinnar í framtíðinni.“
Clintonkenningin
Ekki er annað að sjá en Banda-
ríkjastjóm sé að koma sér upp
nýrri allsherjarstefnu í alþjóða-
málum, eins konar Monroekenn-
ingu nýrrar aldar, sem muni móta
samskipti rikja á næstunni, a.m.k.
meðan ekkert annað riki eða rikja-
samtök em nógu öflug til að and-
æfa. Sú stefna, sem kalla má Clint-
onkenninguna, er í því fólgin að
Bandaríkin áskilja sér rétt til
hernaðaríhlutunar án tillits til
sjálfstæðis og sjálfsákvörðunar-
réttar ríkja, hvenær sem þeim
hentar og hvar sem er.
í þessu felst að Bandaríkin
hunsa Sameinuðu þjóðimar og Ör-
yggisráðið og nota mannúðarsjón-
armið sem yfirskin til hemaðar í
eigin þágu, hvenær sem fært þyk-
ir. Þetta sást síðast í Kosovo, þar
sem NATO tókst að gera slæmt
ástand óbærilegt. Raunar bæði í
Kosovo og Serbíu, en friðaði sam-
visku sjónvarpsáhorfenda.
Sama hefur gerst á Haiti, þar
sem ekkert hefur breyst til hins
betra. Þetta sést líka í látlausum
loftárásum á írak, án nokkurs um-
boðs SÞ. Enn fremur hefur þessi
hugsunarháttur Clintons forseta
þegar haft áhrif í þá átt að breyta
eðli NATO. Þessi stefna, ef fylgt
verður, mun hafa viðtækar afleið-
ingar. Bandaríkin em nú á há-
punkti valda sinna og áhrifa, en
allar leiðir frá toppnum liggja nið-
ur á við.
Tvöfalt siðgæði
Það kann að virðast gott og
blessað að
Bandaríkin taki
að sér eins kon-
ar löggæsluhlut-
verk til að
stöðva ranglæti
og blóðsúthell-
ingar vegna trú-
arbragða- eða
þjóðemisstríða.
En ekki er við
því að búast að
önnur ríki utan
NATO taki þessu til lengdar.
Mörgum ríkjum finnst sér ógnað.
Þetta á ekki síst við um Rússa, þar
sem tugir þjóðarbrota búa og
Balkanstríðin eru aðeins barna-
leikur hjá þvi sem þar
gæti gerst. Forsmekk-
urinn var Tsjetsjenía.
Ekki hugnast þetta
Kinverjum með sín
vandamál í Tíbet og
Taívan sem Banda-
ríkjamenn styðja bæði
gegn ráðamönnum í
Peking. Að ekki sé
minnst á Afríku. Það
gilda augljóslega önn-
ur siðferðissjónarmið
um Afríku en Evrópu,
eins og Afríkuþjóðir
og bandarískir blökku-
menn hafa margbent
á. í Sierra Leone hefur
hálf milljón farist í
þjóðemisátökum án
þess að á það sé
minnst í Bandaríkjun-
um. Hvað um Kongó? Eritreu og
Eþíópíu? Angola? Þessi ríki em
ekki til hvað Bandaríkin varðar,
eftir að leppstríðum þar við Sovét-
ríkin lauk með kalda stríðinu.
Viðbrögð
Þessi stefna, ef fylgt verður, kall-
ar á meiri óstöðugleika í heimin-
um, ekki minni. Ríki sem fylgst
hafa með valdbeitingu Bandaríkja-
manna munu kosta kapps að vig-
væðast, þetta mun herða á vopna-
kapphlaupinu. Ekki síst munu fjöl-
mörg ríki, sem ekki
viija eiga þetta yflr
höfði sér, leitast við
að koma sér upp
kjarnavopnum. Nú
þegar er stórhættu-
legt ástand milli Ind-
lands og Pakistans,
sem bæði eiga kjama-
vopn, og bæði búa við
miklar trúarbragða-
og þjóðemiserjur. Það
er of stór biti fyrir
Bandaríkin. íran á
ekki langt í land með
kjamavopn.
Allt er þetta háska-
legt heimsfriðnum.
Einhliða íhlutanir
þar sem bandarísk-
um gildum er
þröngvað upp á fram-
andi þjóðir eru óraunhæfar draum-
sýnir sem auka aðeins á togstreitu
en draga ekki úr henni. Þetta eiga
Bandaríkjamenn enn þá ólært. Ein-
hliða hernaðarárásir munu til
lengri tíma litið fella Bandaríkin af
þeim háa siðferðislega stalli sem
þau hafa sett sig á. Þetta er ófrið-
vænleg þróun, og ef arftakar Clint-
ons halda henni áfram verður ótví-
rætt siðferðislegt forystuhlutverk
Bandaríkjanna í heiminum ekki
lengi ótvírætt.
Gunnar Eyþórsson
„Einhliða íhlutanir þar sem banda-
rískum gildum er þröngvað upp á
framandi þjóðir eru óraunhæfar
draumsýnir sem auka aðeins á
togstreitu en draga ekki úr henni.
Þetta eiga Bandaríkjamenn enn
þá ólært.“
Kjallarinn
Gunnar
Eyþórsson
blaðamaður
Með og
á móti
Á að endurskoða gildandi
reglur um nektardans-
meyjar?
Lög um atvinnuréttindi útlendinga
gera ráð fyrir því að ákveðnar starf-
stéttir, þar á meðal nektardansmeyjar,
séu undanþegnar kröfum um atvinnu-
leyfi í allt að fjórar vikur. Fram hefur
komiö hjá Páli Péturssyni félagsmála-
ráðherra að ástæða sé til þess að end-
urskoða undanþágur nektardansmeyj-
anna til þess að dvelja hér á landi í
fjórar vikur á þeim forsendum að þær
séu listamenn vegna tengsla sumra
þeirra við fíkniefnaheiminn.
Víða pottur
brotinn
„Já, það held ég tvímælalaust
þvi eins og nú hagar til eru kröf-
urnar engar gagnvart þessari
stétt. Reynslan sýnir okkur að það
er víða pottur
brotinn í rekstri
þessara staða og
má í því sam-
bandi nefna að
lögreglan hefur
ítrekað þurft að
hafa afskipti af
þessum stöðum,
rekstur stað-
anna hefur lent
á borði skattayf-
irvalda og ráðn-
ingarkjör dans-
meyjanna er oft á tíðum óljós. Nú
bætist það við að fíkniefnin virð-
ast eiga greiðan aðgang að stöðum
sem þessum. Það eru gerðar kröf-
ur um viss atriði þegar önnur at-
vinnuleyfi eru veitt og því finnst
mér óeðlilegt að það sama gildi
ekki um þessa starfstétt. Mér
finnst það því á engan hátt óeðli-
legt að þessi mál séu tekin til
skoðunar. Þessa undanþágu varð-
andi nektardansmeyjamar ber að
endurskoða í ijósi þess sem nú er
að gerast. Það verður einfaldlega
að tryggja það að starfsemi þess-
ara skemmtistaða falli undir lög
og rétt enda hlýtur það að vera
öllum til góða.“
Gissur Pétursson,
forstööumaður
Vinnumálastofnun-
Tvö skemmd
epli
„Það segir sig sjálft að við get-
um ekki dæmt heilan kassa af epl-
um eingöngu vegna þess að tvö
þeirra eru skemmd. Það er náttúr-
lega mjög leið-
inlegt að svona
mál komi upp
en þau tengjast
ekkert frekar
nektardans-
meyjum en öðr-
um. Félags-
málaráðherra
sagði að það
hefðu verið
teknar fjórar
dansmeyjar á
árinu en ég held að þær hafi nú
bara verið þrjár. Þær tengdust
engum klúbbi, þær voru ekkert að
dansa heldur voru þær bara eins
og aðrir útlendingar héma. Það
gefur augaleið aö það era miklir
fordómar gagnvart skemmtistöð-
um sem bjóða upp á þessa þjón-
ustu og menn era fljótir til með
stórar yfirlýsingar án þess að
þeim fyigi hugsun. Ég held að það
sé ekki rétt að reyna að bendla
þessar konur við fikniefnaheim-
inn frekar en aðrar. Ég hef verið
með erlendar dansmeyjar og
aldrei lent í neinum vandræðum
meö þær og hef ekkert nema gott
um þær að segja.“ -þor
Olafur Már Jóhann-
essori, eigandi
Þórskaffls.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er vak-
in á því aö ekki er tekið við grein-
um í blaðið nema þær berist á
stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski
eða á Netinu. DV áskilur sér rétt
til að birta aðsent efni á stafrænu
formi og í gagnabönkum.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@ff.is