Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 Fréttir Maðurinn sem hvarf sporlaust að morgni 6. apríl frá Hotel Montana i London: Ragnar Sigurjónsson orð- inn fjárþurfi í Taílandi /i u ■iM'nirparsas ? /heyrð: ÍWk haaum.* —1 Kj*nar hnföl fram að pA(M JohnMon tóaroflUinwflur, mMS iktol ofl Ijóamyfid w^na hv«rt» nijwi 8lgurJ6n»*arw, fyrtf fr»m»n l49f»oluttMln* I tUP»lr>0Mn I LOfufcm. Hi A OÖiUetiá p r6k hnfgo *6 pv( «5 Ul«ndinBur:r.n Itufl dkv.öfö af ÍMtta riöf oð láU »lg hv*rf», «n k<Mð«t MfW v»rC« »4 ranoMka *4ra ta nínjítu. DVi»ynttJon«Oi Peter Johnston. loyreglumaður í Loncton, rannsakar hvari Ragnars Sigurjónssonan Óneitanlega líkur á hvarfi af áseflu ráði - segir það auðvelt að fara upp í lest til Frakklands og láta sig hveria sporlaust biir'.r.n cffr. prtójudvtnn ð. spr:'.. .V» t»!iir,-. ratl v!4 Cíirt vfö- mað «ór I fcrðinnl. !»i líjisur »kk»n W «r*. roMidur UigrBgtmrjScr íaifa vuarj um hvað varC ftí r \ ikvcðíC að Kagr-ar N'leel skiptnnwnn Ra«nars tun vlS vtlaa fyrlr um aí hnrr. haít vo:kst ytra. Ilver er þin •.Ull.-_-.tnB um hwð v«6 Inum." V uir.t/róMiu'.ður i skrc-Air- tur..“ .««5; Jðlinaion. „Mnginn þelrra -VÆ vUjw tu5 Haow ótt'. íutm- cf Ragtvuif t tpturr. i Lcnttcr, ikylðu himut hnfjr RaKiur. Ilaim Atll oð «'.pt mKurltt fyjUkytóullf.-' «a«ir Jnhr.- JJin •.Sf5i---JnB «-þrssi'Þuð t-ru /\uðvdt flð kOíTIBSt í DV í maí kom fram hjá lögreglunni í London að hvarf Ragnars væri engin tilviljun. Ragnar Sigurjónsson, 57 ára fisk- útflytjandi úr Garðabæ, dvelur nú í Taílandi eftir að hans hafði verið saknað og hann ekki haft samband við sína nánustu í þrjá og hálfan mánuð - frá 6. apríl þegar hann hvarf sporlaust af Hotel Montana í Kensington í London. Ragnar hringdi fyrst í dóttur sína sem býr á meginlandi Evrópu í fyrra- dag. Eftir það tal- aði hann við eig- inkonu sína hér heima. Þetta var það fyrsta sem fjölskyldan heyrði i manninum frá því hann hvarf. Samkvæmt upplýsingum DV er Ragnar orðinn fjárþurfl - það er ástæðan fyrir því að hann hafði samband. Ekki er talið ólíklegt að hann hyggi á heimferð, samkvæmt heimildum DV. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort Ragnar , hafi verið í Taílandi allan þann tíma sem hans hefur verið saknað. „Við töluðum við manninn í dag (í gær). Vissulega höfum við eytt miklum tíma í rannsókn þessa máls. En það amar ekkert að mann- inum. Þess vegna erum við hættir með þetta mál,“ sagði Graham Coll- ins, rannsóknarlögreglumaður í London við DV. Eins og fram kom í DV í byrjun maí taldi lögreglan i London líkur benda til að Ragnar hefði látið sig hverfa af ásettu ráði. Hann fór tfl Bretlands á föstudaginn langa en nokkrum dögum áður sat hann i rétt- arhaldi i Hafnarfirði þar sem tekið var fyrir 4ra milljóna króna fjársvika- mál á hendur honum. Þá kom Níger- íumaðurinn Noel Chuckvukere fyrir dóminn og bar vitni á þá leið að Ragnar hefði blekkt sig til að greiða sér 15 þúsund sterlingspund og 33 þúsund Bandaríkjadali fyrir 1000 sekki af þorskhausum inn á reikning Ragnars í Hamborg - en síðan hafi Ragnar engar vörur sent. Noel sagði að Ragnar hefði blekkt sig með því að fara með sig á þurrfiskverkunar- staði í Hafnarfirði og Reykjavík til að sýna væntanlegar vörur. Eig- endur þessara staða stað- festu báðir við DV að Ragnar hefði komið með Nígeríumanninn. Hins vegar hefði ekki verið samið um nein viðskipti. Þegar Ragnar kom fyr- ir dóm í lok mars hafði sakamálið gegn honum staðið yflr í meira en ár - án þess að fjölskylda hans hefði um það nokkra vit- neskju. Fyrirtæki Ragn- ars, Eyfell, var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir nokkrum árum. Aðalsteinn Sæmunds- son hjá Þurrkhöflinni í Hafnarflrði segist hafa tapað um 5 mifljónum króna á viðskiptum sínum við Ragnar í byrjun áratugarins. Á síðasta ári hafi hann tapað sem nem- ur andvirði tveggja gáma af þurrkuð- um þorskhausum - Ragnar hafi selt öðrum útflytjendum vörurnar og fengið þær staðgreiddar í Sparisjóðs- bankanum. -Ótt Ragnar Sigurjónsson. ÍÚ, Skeifan og Sýn undir Noröurljós hf.: Meiri vaxtarmöguleik- ar með sameiningu - segir Jón Ólafsson, stærsti hluthafinn Forstjóri Leifsstöðvar: Málið í skoðun Benedikt Ásgeirsson, skrif- stofustjóri i utanríkisráðuneyt- inu, veit ekki hvenær ráðið verð- ur í starf forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem auglýst var laust til umsóknar 30. mars sl. Samkvæmt auglýsingunni átti að ráða í stöðuna frá 15. maí en enn hefur enginn verið ráðinn. Þegar DV náði tali af Benedikt í gær eft- ir tilraunir í tvo daga svaraði Benedikt spurningum blaðsins á þessa leið: Hver tekur ákvörðun um að fresta því að ráða forstjóra? „Málið er enn í athugun." Af hverju hefur því verið frestað? „Málið er enn í skoðun og ég hef engu við það að bæta." Hver ákvað fyrir hönd utanrík- isráðuneytisins að fresta málinu? „Málið er enn í skoðun. Ráð- herra tekur endanlega ákvörðun um hver verður ráðinn." Tók hann ákvörðun um að fresta því að ráða í starfið? „Málið er enn í skoðun." -hb Norðurljós hf„ öflugasta fyrirtæki landsins í upplýsinga- og afþreyingar- iðnaði, varð til í gær þegar íslenska út- varpsfélagið, Skífan og Sýn sameinuð- ust undir einum hatti. Þar með sam- einast sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2, Sýn, Bíórásin og Fjölvarp, útvarps- stöðvamar Bylgjan, Mónó og Stjaman, og Skifan sem dreifir og framleiðir tón- listarefni fyrir íslenskan og erlendan markað. Skífan dreiflr einnig kvik- myndum, myndböndum, hugbúnaði og tölvuleikjum, rekur ijórar smásölu- verslanir, Hljóðfærahúsið, kvikmynda- húsið Regnbogann og tvö hljóðver. Norðurljós eiga enn fremur um 35% hlutafjár í garskiptafyrirtækinu Tal, sem jafnframt á netþjónustufyrirtækið Islandia Intemet. Ráðgert að sefja fyrirtækið á hluta- bréfamarkað á næsta ári. „Vaxtarmögu- leikar félaganna þegar þau era sameinuð undir einum hatti em 10-12% meiri held- ur en ef þau störfuðu hvert í sínu lagi. Félagið verður líka nógu stórt til að fara á erlendan hlutabréfamarkað og getur um leið tekist á við stærri og meira krefjandi verkefni en áður. Þannig getum við bmgðist við sífeflt meiri samkeppni að utan. En grunnur- inn að þessu öflu er afar hagstæð Qár- mögnun sem aftur sýnir hvers við eram megnug," segir Jón Ólafsson, stjómarformaður og stærsti hluthafi Norðurljósa, við DV. Jón á meira en helming hlutaflár í Norðurljósum. Kaupþing á 15% hlut og mun annast markaðsfærslu félagsins á næsta ári. DNIB-bankinn, Chase Manhattan, ABM Amro og Landsbankinn annast endurflármögnun nýja félagsins, sem mun hafa um 4,6 mifljarða veltu á ár- inu og 350 starfsmenn. Hlutafé er 1,6 milljarðar en Kaupþing metur mark- aðsvirði þess 7 mifljarða króna. Þar með er fyrirtækið komið í hóp stærstu fyrirtækja landsins. Forstjóri Norður- ljósa er Hreggviður Jónsson. -HLH Jón Ólafsson. Fyrsta skóflustunga tekin að hestamiðstöð íshesta: Blað brotið í sögu hestaferða á fslandi - segir Einar Bollason. Heildarkostnaður um 60 milljónir Fyrirtækið íshestar hefur ákveðið að byggja hestamiðstöð i Hafnarflrði og tók Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra fyrstu skóflustunguna í gær. Stefnt er að fjölnota afþreyingarmið- stöð þar sem boðið verður upp á hesta- ferðir, hestasýningar, reiðnámskeið, hestasölu og gönguferðir. Einnig er verið að skoða möguleika á hjóla- og bátsferðum, svo dæmi sé tekið. 25.000 gestir á ári eftir nokkur ár Hestamiðstöðin mun verða hesthús fyrir 54 hesta, hlaða, saggeymsla og að- staða til að setja hópa á bak innan- dyra. Búningsherbergi verða fyrir gesti með göllum, stígvélum og hjálm- um og aðgengi að stöðinni verður gott. Reiknað er með um 14-15.000 gestum í miðstöðina árið 2000 og að ijöldinn fari í 25.000 manns árið 2003. Stöðin verður afhent til notkunar i lok þessa árs og verður fullkláruð 1. febrúar árið 2000. HeUdarkostnaður við bygginguna er áæflaður um 60 miUjónir. Einar BoUa- son er framkvæmdastjóri íshesta. „Með byggingu þessarar hestamið- stöðvar er brotið blað í sögu þessa þátt- ar ferðaþjónustu á íslandi. Er það sér- staklega með tUliti tU þess að hér verð- ur boðið upp á huggulega aðstöðu í fal- legu umhverfi og náum við þannig tU stærri hóps. Má þar nefna tíl dæmis erlenda gesti sem ekki em á höttunum eftir miklum svaðilfömm því þessi að- staða gefur kost á að fara í aUan útbún- að í góðu umhverfi o.s.frv. Markmið okkar er að hesturinn á íslandi gegni sama hlutverki og ffllinn á Indlandi, þ.e. að ferðamenn geti ekki hugsað sér að koma hingað án þess að sjá og reyna íslenska hestinn," segir Einar. -hdm Guðni Agústsson landbunaðarraðherra tekur her fyrstu skoflustunguna að nýrri hestamiðstöð íshesta í Hafnarfirði. DV-mynd E.ÓI. Stuttar fréttir i>v Stórmeistaraeinvígi Stórmeistar- arnir Friðrik Ólafsson og Bent Larsen eigast við í skák í Kaup- mannahöfn 20. ágúst nk. TUefn- ið er 100 ára af- mæli Skáksam- bands Norðurlandanna sem stofnað var í Tívolí í Kaupmannahöfn þar sem stórmeistararnir munu tefla. Síðasta einvígi þeirra Friðriks og Larsens var árið 1955 í Reykjavík en þá sigraði Larsen. Morgunblaðið sagði frá. Tveir slasaðir Tveir voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri eftir árekstur tveggja bUa á mótum E yj afj aröarbrau tar eystri og Leiruvegar i gærkvöld. Hvor- ugur meiddist þó alvarlega. Vís- ir.is greindi frá. Dánartíðni ekki lækkað Dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins hefur ekki lækkað hér á landi þrátt fyrir að sjúkdómurinn sé greindur fyrr. Ástæðan fyrir þessu mun vera aukið nýgengi sjúkdómsins. RÚV greindi frá. Vann 9 milljónir Dagur greindi frá því að kaup- andi lottómiða hjá Ak-inn á Akur- eyri sl. laugardag hefði dottið í lukkupottinn því hann hafði allar tölur réttar í fjórföldum potti. Hann vann einn tæplega 9 milljónir króna en hefur ekki enn vitjað vinnmgsins. Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri íslenskrar get- spár, sagði í samtali við blaðið að það hefði aðeins tvisvar sinnum í sögu fyrirtækisins gerst að einhver vitjaði ekki vinningsins. Ráðherraval Samkvæmt nýjustu skoð- anakönnun Gallups eru tæplega 62 pró- sent lands- manna ánægð með ráðherra- val Sjálfstæðis- flokksins og tæplega 50 prósent með ráðherraval Framsóknar- flokksins. Af einstökum ráðherr- um eru 15,6 prósent óánægð með Árna M. Mathiesen en 17,2 pró- sent með Pál Pétursson. Stangast á við lög Kennarasamband íslands telur að rekstur einkaaðUa á grann- skólum sé ólöglegur. Bæjaryfir- völd í Hafnarfirði hafa kannað hvort unnt sé að bjóða út rekstur grunnskóla sem rísa á í Áslandi. Það telur Kennarasambandið að stangist á við grunnskólalög. Byggðakvóta úthlutað Byggðastofnun kom saman á fundi á Sauðárkróki í gær og fjaU- aði um úthlutun á 1500 þorskígildistonnum af þorskkvóta. Úthlutun verður afgreidd endan- lega á fundi í dag en búist er við að kvótanum verði úthlutað mest tU Vesfjarða og Austflarða. Útimessa Morgunblaðið greindi frá því að útimessa yrði haldinn í Nes- kirkju nk. sunnudag. Kirkjan hef- ur verið lokuð í sumar vegna breytinga. Kirkjan verður opnuð á ný 19. september þegar nýtt org- el sem verið er að setja upp verð- ur helgað. Heimsækir Kanada Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Islands, fer um helgina í op- inbera heimsókn til Kanada og Bandaríkjanna. Þar heimsækir hann byggðir ís- lenskra landnema í Kanada og tek- ur þátt í hátíðarhöldum á íslend- ingadeginum í Norður-Dakóta. For- setinn mun enn fremur fara á heimaslóðir Stephans G. Stephans- sonar skálds þar sem tónleikar verða haldnir forsetanum tU heið- urs. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.