Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Vísbending um vonda þróun Athyglisverð þróun matvöruverðs frá iiðnu hausti var kynnt með samanburði verðkannana í DV í gær. Blaðið hefur reglulega kannað matvöruverð í stórmörkuðum enda mikilvægt að neytendur fylgist vel með vöruverði. Vegna stöðugleika í verðlagi og lágrar verðbólgu hér- lendis undanfarin ár verður allur samanburður auðveld- ari. Verðskyn neytenda er því annað og betra en þegar verðbólgan var mikil og verðhækkanir daglegt brauð Undanfarin ár hefur samkeppni á matvörumarkaði verið hörð. Hún leiddi tvímælalaust til lægra vöruverðs og var neytendum því til hagsbóta. Peningar heimilanna nýttust betur. Samkeppni fyrirtækja á þessum markaði jók því kaupmátt almennings til viðbótar við umsamdar kjarabætur á vinnumarkaði. Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi þessara fyr- irtækja undanfarna mánuði. Þótt fyrirtækin séu áfram rekin undir eigin nafni hefur einingum fækkað með sam- runa keðjanna og breytinga innan þeirra. í verslana- keðju Baugs var Hagkaupi skipt upp í Hagkaup og Ný- kaup auk þess sem Baugur keypti verslanakeðjuna 10-11. Milli þessara fyrirtækja var áður hörð samkeppni. Nettó, lágvöruverðsverslun KEA á Akureyri, kom inn á höfuð- borgarmarkaðinn í samkeppni við lágvöruverðsverslan- ir Bónuss. Þá sameinuðust verslanir Nóatúns og Kaupfé- lags Árnesinga í eignarhaldsfélagi. Nóatún hefur verið sterkt á höfuðborgarsvæðinu og kaupfélagið rekur marg- ar verslarnir á Suðurlandi. Samkeppnisyfirvöld hafa, eft- ir athugun, ekki gripið inn í þetta sameiningarferli á matvörumarkaðnum. í könnun þeirri sem DV birti í gær var kannað verð á tólf matvörutegundum í sjö stórmörkuðum á höfuðborg- arsvæðinu, Bónusi, Fjarðarkaupum, Hagkaupi, Nettó, Nóatúni, Nýkaupi og 10-11. Verðið var síðan borið sam- an við verð á sömu vörutegundum í sömu verslunum í verðkönnun sem tekin var í september sl. Þótt ekki sé al- hæft um verðþróun í mörkuðunum hlýtur þessi verð- könnun að gefa vísbendingu og hún sýnir talsverða hækkun vöruverðs, einkum í lágvöruverðsverslununum tveimur, Bónusi og Nettó. Það skal þó tekið fram að þær eru enn lægstar í heildina, svo umtalsverðu nemur. Matvörukarfan í Bónusi hefur hækkað frá því í sept- ember um 16,4 prósent. Sama karfa hefur hækkað um 12,6 prósent á þessu tímabili í Nettó. Verðhækkunin í öðrum verslunum er minni, 10,6 prósent í 10-11, í Hag- kaupi hækkaði verðið um 10, 2 prósent, í Nýkaupi um 8,7 prósent, í Fjarðarkaupum um 7,6 prósent og minnst hef- ur verðið hækkað hlutfallslega í Nóatúni eða sem nemur 5,5 prósentum frá því í september. Til samanburðar skal þess getið að vísitala neysluverðs frá því í september í fyrra og þar til nú í júlí hefur hækk- að um 3,4 prósent. Verðlag í stórmörkuðum virðist því á talsverðri uppleið á þessu tímabili miðað við könnun blaðsins að teknu tilliti til vístiölubreytingar. Það á eink- um við um lágvöruverðsmarkaðina. Bilið milli Bónuss og Nettó og annarra stórmarkaða hefur minnkað. Þessa þróun þarf að skoða nánar en haldi hún áfram sækir almenningur ekki hagsbætur og kaupmáttaraukn- ingu í formi lágs matvöruverðs sem fyrrum. Það er áhyggjuefni, hvort sem rekja má þá þróun til samþjöpp- unar á markaðnum eða annars. Þessa vísbendingu hljóta forráðamenn stórmarkað- anna að taka alvarlega. Verðþróunin bendir til þess að slaknað hafi á því aðhaldi sem sýnt var þegar samkeppn- in var sem hörðust. Jónas Haraldsson : i 1 jjsir í jyr | M Spyrja mætti hvort kirkjan sem stofnun hljóti eðli sínu samkvæmt að aðhyllast aðra söguskoðun en viðtekin er á öðrum bæjum, segir m.a. í grein.. Heilög saga og vanheilög? finna margvíslegar helgisögur og þjóðsög- ur í bland við sagn- fræðilegri texta. Helstu leiðtogar is- lensku þjóðkirkjunnar í lok 20. aldar aðhyllast augljóslega söguskoð- un Gunnlaugs á Þing- eyrum. Þeir virðast líta svo á að allar skráðar sagnir af upp- tökum kristni í land- inu séu jafntraustar, óháð aldri þeirra, stil, frásagnarhætti og bók- menntaflokki þeirra rita sem þær eru sóttar til. Af þeim sökum eru t.d. helgisagnir af „Þeir gudfræöingar eru væntan- lega vandfundnir innan þjóðkirkj- unnar sem ekki telja að túlka þurfí bækur Biblíunnar með hlið- sjón af aðstæðum og viðhorfum sem ríktu á ritunartíma þeirra. íslenska miðaldatexta virðast sumir þeirra á hinn bóginn að- eins áræða að túlka á bókstaf- legan hátt. “ Á því kristnihá- tíðarári sem nú stendur yfir er eðli- legt að forystumönn- um þjóðkirkjunnar sé tíðrætt um 1000 ára sögu kristni i landinu. Þá er skilj- anlegt að þeim sé upphafsskeið kristnisögunnar sér- staklega hugstætt. Það er hins vegar verðugt athugunar- efni að skoða hvern- ig þeir umgangast þennan mikilvæga kafla í sögu kirkju og þjóðar. Tvær stefnur Á miðöldum komu fram a.m.k. tvær stefnur í ís- lenskri kristnisögu- ritun. Má kenna aðra við Ara fróða og íslendingabók en hina við Gunnlaug Leifsson munk á Þingeyrum. Kemur sá skóli nú best fram í Flateyjarbók. Stefna Ara fróða fólst í því „að hafa heldur það sem sannara reyndist". fslendingabók er því allt í senn, gagnrýnin, hlutlæg og hlutlaus, jafnvel á nútímamælikvarða. Markmið Gunnlaugs Leifssonar virðist fremur hafa falist í þvi að skrá allar tiltækar sögur og sagnir af upphafi kristni og kirkju i land- inu, burtséð frá heimildargildi, í það minnsta eins og það er metið nú á dögum. í ritum sem mótuð eru af þessari stefnu ægir því sam- an efni af ólíkum toga. Þar er að kristniboði Þorvaldar víðfórla i Húnaþingi taldar jafngildar mun „sagnfræðilegri" frásögum af Þangbrandi. Sögutúlkun þeirra brýtur því bæði í bága við heim- ildarýni Ara prests hins fróða og kirkjusagnfræðinga á 20. öld þótt þar sé ólíku saman að jafna. Vekur spurningar Þessi kirkjulega sögutúlkun vekur óhjákvæmilega spurningar um hvort til sé tvenns konar saga: Heilög saga sem hæfir hátíðlegum tækifærum og segir frá helgum at- burðum á helgan hátt og svo önn- ur vanheilög saga til hverdags- brúks. Eins mætti spyrja hvort kirkjan sem stofnun hljóti eðli sínu samkvæmt að aðhyllast aðra söguskoðun en viðtekin er á öðr- um bæjum. Hér er með öðrum orðum spurt hvort það sé eitthvað í hugmynda- heimi eða heimsmynd kirkjunnar enn í dag sem sé ósamræmanlegt einföldum grundvallarreglum al- mennrar heimildarýni. Spuming- in kann að virðast sérhæfð en hún snýst í raun um samræmið eða ósamræmið milli trúar og vísinda. Þurfi kirkjan á heilagri sögu að halda þarfnast hún einnig heilagr- ar læknisfræði, líffræði, hagfræði o.s.frv. Það sem sérstaklega vekur at- hygli við hina flötu söguskoðun kirkjuleiðtoganna er að málsvarar hennar nálgast íslenskar fornbók- menntir af mun meiri varúð en helgar ritningar Gamla og Nýja testamentisins. Þeir guðfræðingar eru væntan- lega vandfundnir innan þjóðkirkj- unnar sem ekki telja að túlka þurfi bækur Biblíunnar með hlið- sjón af aðstæðum og viðhorfum sem ríktu á ritunartíma þeirra. fs- lenska miðaldatexta virðast sumir þeirra á hinn bóginn aðeins áræða að túlka á bókstaflegan hátt. Þegar öllu er á botninn hvolft er ólíklegt að þetta stafi af sérstakri, kirkjulegri sögusýn. Líklegra er að hér eins og svo oft í lífinu ger- ist það að bókstafstrú með öllum sínum kostum og göllum taki ein- faldlega við þar sem þekkinguna - í þessu tilviki hina sögulegu þekk- ingu - þrýtur. Hjalti Hugason Skoðanir annarra Utboð á kennslu „Hafnarfjarðarbær hefur lagt fram tillögu til um- sagnar hjá menntamálaráðuneytinu og Kennarasam- bandinu um að bjóða út kennslu í grunnskólanum í Áslandi, sem taka á tii starfa árið 2000 ... í fljótu bragði virðast grundvallarrökin með og á móti slíku fyrirkomulagi í rekstri skóla vera ljós. Það hefur sýnt sig að líklegra er að einkaaðilar rati hagkvæm- ari leiðir í rekstri en opinberir aðilar, auk þess sem aukinni ábyrgð fylgir oft meiri metnaður ... Sú til- raun sem Hafnarfjarðarbær hefur í huga er afar hnýsileg og gæti varpað nýju ljósi á íslenskt skóla- starf. Reynslan af henni gæti vafalaust nýst við upp- byggingu á nýrri skólastefnu.“ Úr forystugreinum Mbl. 22. júlí. Gróðrarstía lögbrota „Þær skuggahliðarnar sem gjarnan fylgja rekstri nektardansstaða eru auðvitað alþekktar í nágranna- löndunum. Þar tengjast nektarbúllur oft með einum eða öðrum hætti vændi og fikniefnum, þótt auðvitað sé allur gangur á því hvort þeir sem reka staðinn séu sjálfir líka á kafi í þeim sora. Það er einfeldn- ingslegt að trúa því að íslendingar einir þjóða þurfi ekki að hafa áhyggjur af að ólögleg viðskipti muni þrífast kringum slika staði. Auðvitað verður að reikna með því að hérlendar nektarbúllur geti orðið gróðrarstía lögbrota, og við þeirri hættu verða yfir- völd að bregðast áður en í óefni er komið.“ Elías Snæland Jónsson í Degi 22. júlí. Vökustríðið í Grjótaþorpinu „Ég skil ekki þegar tveir þekktir og mætir menn, sem maður skyldi halda að væru upplýstir nútima- menn ... skjóta yfir markið í greinum sínum ... Það er auðvitað ekki nokkur hemja ef íbúar Grjótaþorps geta ekki sofið fyrir hávaða, og eitthvað verður að gera í því... Grjótaþorpið er eins og vin í borginni, þar ríkir merkilegur þorpsbragur sem maður kynn- ist ekki fyrr en maður flytur þangað, en á þeim tíma sem ég bjó þar voru engir skemmtistaðir, en þrátt fyrir það var stanslaus hávaði um helgar og angist- arveinin á sínum stað ... En það hlýtur að vera hægt að lækka hávaðann öðruvísi en með útúrsnúningum og hroka og ódýrum bröndurum." Elísabet Jökulsdóttir í pistli sínum Svefnfriöur eöa vökustríð í Mbl. 22. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.