Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 Spurningin Finnst þér að eigi að vera frjálst hvenær skemmtistaðir eru opnir? Þórunn Sverrsidóttir leikskóla- kennari: Já, það finnst mér Björn Ingi Hilmarsson leikari: Já, kannski jafnvel. Arngeir Heiðar Hauksson tónlist- armaður: Já, það viljum við öll. Þóra Passauer tækniteiknari: Þetta á að vera frjálst. Björn Gunnlaugsson barþjónn: Nei, ég verð einhvern tímann að geta sofið. Ásta Sighvats Ólafsdóttir leik- kona: Já, ég hugsa það. Lesendur Laugardalnum verði bjargað í fjölskyldugarðinum í Laugardal. - Verður hann senn umkringdur stórhýs- um og hundruðum bílastæða? Erna Einarsdóttir skrifar: Við hjónin keyptum ung íbúð í Ljósheimablokkunum og hófum bú- skap. Fljótlega komu börnin eins og gengur. Gönguferðir með vagn í Laugardalinn, síðan kerru og svo vagn og lítið skokkandi barn. Við fylgdumst með síðasta ábúandanum í Laugardalnum að störfum og dýr- unum hans. Gamli Farmallinn hans gafst upp og smátt og smátt sáum við búið leggjast af. En í staðinn óx Grasgarðurinn, íþróttamannvirki spruttu upp, fjöl- skyldu- og húsdýragarðurinn kom með mikið líf í dalinn, og alltaf er verið að bæta einhverju við sem gerir Laugardalinn að útivistar- og gróðurparadís. Við erum nú flutt með börnin i Kópavoginn en komum af og til i dalinn okkar til að njóta alls þess sem hann hefur upp á að bjóða. Við sjáum líka að Laugardalurinn býr yfir endalausum möguleikum sem útivistarsvæði framtíðarinnar. I gærkvöldi birtist borgarstjórinn í Reykjavík á skjánum og sagði að nánast væri búið að ganga frá út- hlutun á mörg þúsund fermetra lóð- um undir stórhýsi Landsímans og bíóhöll (fyrir Jón Ólafsson?), ásamt bílastæðum fyrir 600 bíla í Laugar- dalnum okkar. Þetta má bara aldrei verða! Reykjavík er höfuðborg íslands en ekki einkamál Ingibjargar Sólrúnar og kosningasjóðs R-listans. Sagt er að Jón Ólafsson bíókóngur hafi styrkt sjóði R-listans og þegar hann skipti um innréttingar í plötubúð sinni í fyrra, var borgarstjórinn í Reykjavík mættur þar til að skála með Jóni. Er virkilega svo komið, að menn geti keypt sér land í úti- vistarparadís höfuborgarinnar með þvi að styrkja kosningasjóði? Æ sér gjöf til gjalda, stendur þar. Fólk á höfuðborgarsvæðinu, og reyndar íslendingar almennt, munu vonandi koma í veg fyrir að Laugar- dalurinn verði ristur holundarsári í því, er virðist pólitísku bitlinga- sukki. Fréttaauki Sjónvarps um Kötlugos - gagnslaust glamur að venju Sigurjón Ólafsson skrifar: Það hefur sýnt sig í viðtölum við vísindamenn hér á landi að þeir geta ekki spáð neitt um framhaldið á óróanum á Suðurlandi nú, frekar en endranær. Sjónvarpsstöðvarnar gera þó vel í því að halda málinu vakandi og ná viðtölum við hina og þessa „fræðinga", og með myndum frá svæðinu er hægt að upplýsa al- menning hvernig ástandið er frá degi til dags. Og það er líka það eina bitastæða í öllum fréttaflutningn- um. En myndirnar verða helst að vera frá því svæði sem almenningur á leið um svo að hann átti sig á að- stæðum. Það eru því aðallega hinar „lif- andi“ myndir sem fólk hefur áhuga á, ekki uppi á jökli, heldur í alfara- leið, Margir eiga leið um þessar slóðir og geta þá metið sjálfir hvort þeir hafa hug á að aka þarna um, fresta fór eða fara lengri hringinn ef menn ætla lengra austur á landið. Það var því gagnslaust glamur að venju, sem birtist í fréttaauka í Sjónvarpinu sl. þriðjudagskvöld með viðtali við vísindamanninn. Stöðugur fréttaflutningur með myndum er það eina sem við áhorf- endur sækjumst eftir, við látum sér- fræðingunum eftir fræðilegar en oftast vafasamar og óáreiðanlegar bollaleggingar um Kötlugos fyrr eða síðar. Sykurát I barnauppeldinu Foreldri skrifar: (endurbirt vegna brottfaUs hluta þess í fyrri birtingu) í uppeldi er til margra hluta að líta, og er sælgætisát einn sá þáttur sem bömin eru fljót að tileinka sér. Og ekki furða miðað við hvað þess- ari óhollu vörutegund er haldið að þeim í tíma og ótíma. Er fólki ekki nærtæk sú hugsun að betra sé að halda sælgætinu frá börnunum í uppeldi þeirra í byrjun og sleppa þannig frá hinum alþekkta sjoppu- gráti, sem brotnar sem brimalda á foreldrum? í mínu tilviki fékk barn- ið mitt ekki að bragða sælgæti fyrstu 3 árin og þóttum við foreldr- arnir hin verstu ómenni að banna ættingjum og vinum að bjóða barni okkar þessa sjálfsögðu næringu að þeirra mati. Barnið kvartaði hins vegar ekki því það hafði ekki smakkað herlegheitin enn. þjónusta allan sólarhringinn H H H H Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Bréfritari mælir með minnkun gosdrykkja og sælgætis í barnaveislum. „Er fólki ekki nærtæk sú hugsun að betra sé að halda sælgætinu frá börnunum í uppeldi þeirra í byrjun," segir m.a. í bréfinu. Einu barnaafmæli man ég þó eft- ir, þegar þorstinn sótti að eftir af- mælistertuna, og ég leitaði að ís- lensku mjólkinni okkar í öllu gos- drykkjahafmu og bað því í sakleysi minu um þann góða drykk. En ónei, enginn hafði gert ráð fyrir svo hall- ærislegum veigum á borðið nema gegn séróskum. Og boðið endaði með því að stórum sælgætispoka var dreift til hvers og eins. Ekki náði nokkur krakkinn að torga heilum poka. Ég spyr; hvers vegna ekki poppkorn eða eitthvað heilslusamlegra? Ég er viss um að ekkert krakk- anna hefði kvartað. Popp- korn enda við- tekin af flestum, ekki síst krökk- um. Sjálfur var ég sælgætisgrís og gikkur á fiestan mat, og er enn gikkur, en vandi mig þó að mestu af sætindum og finn mikinn mun bæði á þreki, atorku og skapi, enda var ég ofvirkur eða slappur sitt á hvað, og fór það eftir sykurskammtinum í hvert skipti. Ég vil því beina því til foreldra að sýna börnum þá ást í byrjun að sleppa sætindum að mestu, þótt ég sé ekki að mæla með öfgum. Það er ekki harðneskja held- ur fyrirhyggja, því að það borgar sig fyrir alla aðila þegar upp er staðið. Sérstaklega börnin. Kaffi París svarar Söru Starfsfólk Kaffi París sendir þessar línur: Vegna lesendabréfs frá Söru í DV sl. miðvikudag. Starfsfólki Kaffi París þykir leitt að þú skyldir ekki fá góðar móttökur eða góða þjón- ustu þegar þú komst til okkar. Við biðjumst afsökunar og munum leið- rétta það sem þú bentir á í bréfinu. Virðingarfyllst, Starfsfólk Kaffi París. Bílaleiguverð á Spáni og hér Selma hringdi: Ég las bréf í DV sl. mánudag um verðlag á bílaleigubílum hér og á Spáni og verðlagið borið saman. Sagt var að bílaleigubíll gæti kostað hér um 12.000 kr. á sólarhring, en á Spáni, þar sem bréfritari hafði verið á ferðalagi, um 9000 peseta eða um 4.500 ísl. krónur. Þetta nær auðvitað engri átt með verðlagið hér á landi í þessum geira eða öðrum sem snúa að ferðalögum. Ég var á ferðalagi á Spáni nú fyrir skömmu og þar var tekinn bílaleigubíll í viku fyrir 20.000 peseta eða um 10 þús. kr. ísl. - stór bíll með loftkælingu og öllum öðrmn þægindum. í þessum dúr eru bílaleiguverð á Spáni, og raunar víð- ar nema hér. „Fjölskylduhátíð“ á Akureyri Sigurður Jónsson hringdi: Ég kvíði fyrir næstu „fjölskyldu- hátíð“ á Akureyri sem er orðin lítið annað en samfelld drykkjuhátíð dag og nótt þann tíma sem hún stendur yfir. „Þetta fór úr böndunum", er eina svarið sem fæst frá aðstandend- mn þessara hátíða nyrðra. Pollamót- ið var þarna um daginn og ég var staddur þar á meðal. Þetta var stanslaus drykkja og í miðbænum stóð hún yfir til kl. 6 um morgun- inn. Það stóðst á endum, því þá komu götuhreinsunarmenn á vett- vang. Það er slæmt að Akureyri skuli vera að fá á sig óorð vegna þessara drykkjuláta - eins og gaman var nú að koma til Akureyrar að sumarlagi hér áður fyrr. Klósettrúllan á skjánum Guðjón Sigurðsson hringdi: Eins og stundum áður þótti mér ástæða til að bíða eftir íslenskri kvik- mynd, þótt stuttmynd væri af því að ekkert annað sem ég hafði áhuga á var nú á dagskrá Sjónvarpsins í gær- kvöld (þriðjud. 20. þ.m.). Myndin hét í draumi sérhvers manns og var byggð á samnefndri smásögu eins af skáld- unum okkar. Myndin hefði getað ver- ið góð því efniviðurinn var hnyttinn og skiljanlegur. En hvílíkt afhroð á skjánum! Mannaskítur, mannræfill í breiðu rúmi og hann ógeðslegur. Og fyrr en varði var þetta búið, það sagði klósettrúllan sem taldi upp herskar- ann sem að verkinu stóð, og við greið- um með sköttunum. Þetta var þó sannarlega í anda Ríkissjónvarpsins. Ég vil það burt úr mínu lífi, þoli ekki lengur nauðungaráskriftina. Slæleg þjónusta íbúöalánasjóðs S.B. skrifar: Ég get ekki sagt farir mínar slétt- ar af viðskiptum mínum við íbúða- lánasjóð. Þann 21. apríl samþykkti ég tilboð í íbúð mína á Akureyri sem ég á. Þann 18. júní skrifaði ég undir kaupsamning vegna íbúðarinnar. í dag er 20. júli, og ekkert farið að bóla á neinu frá þessari stofnun. Liðnir eru 3 mánuðir síðan ég seldi íbúðina og alltaf stendur á íbúða- lánasjóði. Svo er sagt í fjölmiðlum að þetta taki ekki nema 2 vikur. Fólkið sem keypti af mér var búið að fá vil- yrði fyrir lánunum í maí, en þeir sendu ekki pappírana til Akureyrar fyrr en farið var að reka á eftir þeim. Þetta er hræðileg þjónusta. Mikil mistök voru að færa þetta frá Veðdeild Landsbankans, þar fékk fólk góða þjónustu, því starfsfólkið kunni orðið sitt fag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.