Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 7 DV Neytendur Bætt heilsa: Mataræðið skiptir miklu máli Góð heilsa er gulli betri en senni- lega kunna margir ekki að meta hana fyrrr en eitthvað bjátar á. Það er því betra að huga vel að heilsunni á með- an hún er enn í góðu lagi. Lykillinn að góðri heilsu felst m.a. í réttu mataræði. Hér á eftir fara nokkur ráð fyrir þá sem telja sig geta breytt mataræði sínu til hins betra og þar með stefiit að heil- brigðara lífi. Mikilvægt er þó að fara hægt af stað og koma sér upp einhvers konar langtímaáætlun. Matardagbók Fyrsta skrefið til bætts mataræð- is felst í því að halda svokallaða matardagbók. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyr- ir því hvað maður lætur ofan í sig dags daglega áður en hafíst er handa. Skynsam- legt er að skrifa niður dag hvem hvenær, hvað og hversu mikið borðað er. Einnig er ágætt að koma sér upp einhvers konar hungurmæli- kvarða og skrifa niður hversu svangur maður er í hvert skipti. Mikilvægt er að fylgjast vel með því hvenær mest er borðað. Er það e.t.v. þegar þú ert und- ir miklu álagi, ert langt niðri, þarfnast huggunar eða ert þú kannski einn af þeim sem maular heilan kartöfluflögu- poka fyrir framan sjónvarpið? Hægfara breytingar Með því að halda matardagbók kem- ur fólk sennilega auga á ýmsa ósiði sem það hefúr, s.s. of feitt fæði, of mik- ið af gosi, nammi o.s.frv. Þá er kannski freistandi að gera róttækar breytingar og strengja þess heit að borða bara gul- rætur og grænar baunir. En róttækar breytingar em ekki alltaf af hinu góða og geta verið mjög óraunhæfar. Ef fólk fylgir mjög strangri mataráætlun er líklegt að það skapi með sér svokallað „allt eða ekk- ert“-viðhorf. „Allt eða ekk- ert“-viðhorfið felur í sér að ef þú fellur í freistni og færð þér einn köku- bita þá sé áætl- unin hvort eð er farin til fland- ans og þá sé al- veg eins gott aö borða bara alla kökuna. Avextir og grænmeti eru hollur skyndibiti sem auðveldlega geta komið í stað óholls snakks. Enginn er fullkominn Það er mikilvægt því að stefna að framfórum en ekki fullkomn- un. Það er að segja að bæta mataræðið en ekki endilega gera það fullkomið. Best er að reyna að venja sig af einum eða tveimur ósiðum á viku. Minnka t.d. sætindaát og borða færri skyndi- bita. Það hljómar e.t.v. líka skynsamlegt að fækka hitaeiningunum sem inn- ið af léttjógúrt og grófri brauðsneið með tómöt- um og gúrkum. Matur er hins vegar mannsins megin og lífið er fullt af alls kyns veisluhöldum þar sem fólk kemur saman og gerir sér glaðan dag með mat ogtdrykk. En jafn- vel þótt þú sért að hugsa um línurnar er ekki ástæða til að lifa neinu meinlætalífl. Aðalmálið er að gæta hófs og detta ekki í gamla farið þótt þú látir einstaka sinn- um undan freistingum. Góð heilsa felst m.a. í hollu mataræði og hóflegri hreyfingu. byrtar eru á dag verulega en það getur haft öfug áhrif. Ef fólk borðar of fáar hitaeiningar reynir likaminn að nýta þær sem best og hægir á efnaskiptun- um. Fyrir flesta eru tólf hundruð hita- einingar á dag algert lágmark. Ekki sleppa úr máltíð og borðið oftar og minna í einu en áður. Ef ykkur langar í snakk á milli mála skuluð þið láta það eftir ykkur. Snakkið verður hins vegar að vera hollt, t.d. poppkom, gul- rætur eða vinber. Morgunstund gefur gull í mund í amstri hversdagsins freistast margir til að sleppa morgunverðinum. Það er hins vegar afar óskynsamlegt fyrir þá sem eru að hugsa um línum- ar. Morgunverðurinn getur nefnilega komið jafnvægi á matarlystina og komið í veg fyrir ofát seinna um dag- inn. Skynsamlegt er að borða u.þ.b. einn fjórða af allri þeirri fæðu sem þú neytir yfir daginn í morgunmat. Holl- ur morgunverður getur t.d. samanstað- Raunhæf markmið Mikilvægasti þáttur- inn i breyttu lifemi er að setja sér raunhæf markmið. Ef ætlunin er að léttast er t.d. ekki raunhæft að vonast til að losna við tíu kíló á mánuði, eins og sumir sölumenn megrunarvara fullyrða, þvi þessi kíló vom mun lengur að setjast á þig. Fyrir fólk í kjörþyngd er 1/2-1 kíló á viku hámark þess sem það getur los- að sig við að öllu eðlilegu. Þeir sem em yflr kjörþyngd geta i flestum tilfellum losnað við fleiri kíló á viku. Að sjálfsögðu er einnig mikilvægt að hreyfa sig og flnna einhvers konar líkamsrækt sem hentar hveiju sinni. Þá er bara að hefjast handa en muna jafnframt að sígandi lukka er best. -GLM |SJú geruinn við jafinvel errri betwr eri í íifrra. Mikið urvai &( vðrwrn ekkar í fireirt tóböerij verðj. Fijrstir fema, fifrstir (í\ (iriiisveit OÍís iýkuir firingferð siriinj urn iánclið í tjáldátseiunnj í MJ644 UugÁrd&gim 24. jðií. Þá verður beðið iipp í qrití&ðar SS pifisur 09 ís|(<3iit Ceke. Vjð tjciduiinó ciiui sem tii er. Mú rr\oet(k (kitír í iVljéddinúi! olís

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.