Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 Messur X ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarnes- kirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DIGRANESKIRKJA: Sumar- ferð Safnaðarfélags Digranes- kirkju verður sunnudaginn 25. júlí. Farið verður austur að Skógum undir Eyjafjöllum. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 9. Kvöldsöngur fellur niður. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Prest- ur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Sr. Bjarni Karlsson prédikar. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10.15. Org- anisti Öm Falkner. Guðmundur Óskar Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Hreinn Hákonarson. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Org- anisti Bjarni Jónatansson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRlMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sögustund fyrir börnin. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Sigurður Pálsson. Orgeltónleikar kl. 20.30. Susan Landale organisti frá Skotlandi. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Skirn og ferming. Fermdur verður Eyjólfur Svansson, Blönduhlíð 25. Organisti Hall- dór Óskarsson. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. María Ágústsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Kirkja og safnaðarheimili verða lokuð til 10. ágúst vegna sumar- leyfa starfsfólks. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 20.30. Sögustund fyrir bömin í umsjá Hjördísar Kristinsdótt- ur meðan á prédikun og altaris- göngu stendur. Kór Laugarnes- kirkju syngur. Organisti Bjami Jónatansson. Prestur sr. Bjami Karlsson. Heitt kakó eða kaffi á eftir. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Prestur sr. Halldór Reynisson. Organisti Reynir Jónasson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Morgunbænir þriðjudaga til föstudaga kl. 10.00. SELTJARNARNESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Org- anisti Sigrún Steingrimsdóttir. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa verður sunnudag kl. 17. Tónlist- arstund fyrir messu hefst kl. 16.40. Fyrir messunar og í mess- unni verða flutt tónlistaratriði úr dagskrá helgarinnar á vegum sumartónleikanna, auk þess sem flutt veröur stólvers úr fomu sönghandriti. Organisti Guðjón Halldór Óskarsson. Prestur sr. Guðmundur Óli Ólafsson. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáaugiýsingar r»s»a 550 5000 Afmæli_____________________ Guðrún L. Gísladóttir Guðrún Liija Gísladóttir húsmóð- ir, Logafold 76, Reykjavík, er níræð í dag. Starfsferill Guðrún Lilja fæddist á Hell- issandi en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk barnaskólaprófi og stundaði síðan ýmis störf á unglingsárunum, s.s. í kaupavinnu, síldarsöltun og við fiskvinnslu. Fimm síðustu árin áður en Guðrún Lilja gifti sig vann hún eldhússtörf hjá Jóni Magnús- syni yfirfiskmatsmanni og k.h., Ingibjörgu Isaksdóttur í Lindar- brekku í Reykjavík þar sem nú er Vesturvallagata. Guðrún Lilja var húsmóðir í Reykjavík fyrstu tíu hjúskaparárin og síðan húsfreyja að Höfðabrekku í Mýrdal til 1969. Hún flutti þá aftur til Reykjavíkur þar sem hún bjó fyrst hjá dóttur sinni og tengdasyni en hefur síðan haldið sameiginlegt heimili með þeim. Hún starfaði um skeið hjá efnaverksmiðjunni Val og við ræstingar hjá Landsbankanum. Guðrún Lilja starfaði með kvenfé- laginu í Vík í Mýrdal um árabil en hún hefur verið heiðursfélagi þess frá 1969. Fjölskylda Guðrún Lilja giftist 11.11.1933 Ás- geiri Ragnari Þorsteinssyni, f. 5.9. 1908, d. 9.9. 1998, skip- stjóra, bónda, banka- starfsmanni og rithöf- undi. Hann var sonur Þorsteins Mikaels Ás- geirssonar, bátaformanns og verkamanns á ísafirði og í Reykjavík, og Rebekku Bjarnadóttur, húsmóður og sauma- konu. Ásgeir Ragnar og Guðrún Lilja skildu. Börn Guðrúnar Lilju og Ásgeirs Ragnars eru Reynir, f. 16.1. 1934, lög- regluvarðstjóri í Vík í Mýrdal, kvæntur Edith D. Ragnarsson, for- stöðumanni farfuglaheimilisins Reynisbrekku, og eiga þau fimm börn og sautján barnabörn; Þor- steinn Viðar, f. 1.10.1936, starfsmað- ur við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, búsettur á Akranesi, en kona hans er Erna Elíasdóttir, starfsmaður hjá Rauða krossi ís- lands, og eiga þau fjögur börn, eitt fósturbarn og sjö barnaböm; Valdís, f. 26.10. 1939, forvörður og kaupmað- ur i Reykjavík, og á hún þrjú börn, þar af tvö með fyrrv. maka, Eysteini F. Arasyni, og eru barnabörn henn- ar þrjú; Björk, f. 17.5. 1944, d. 6.7. 1963; Guðrún Salome, f. 23.7. 1945, ferðaþjónustubóndi í Efrivík í Land- broti, en maður hennar er Hörður Davíðsson ferðaþjónustubóndi og eiga þau fjögur börn og níu barnabörn; ína Sóley, f. 24.5. 1947, myndlistar- kennari í Reykjavík, en maður hennar er Guð- mundur Bogason, leigu- bifreiðastjóri og grafísk- ur hönnuður, og eiga þau tvö börn auk þess sem hún á þrjú börn með fyrrv. maka, ísleifl Guð- mannssyni. Systkini Guðrúnar Lilju: Björn Vernharður Júlíus Gíslason, f. 30.6. 1906, d. 31.12. 1987, bifreiðarstjóri í Reykja- vík; Árni Breiðfjörð Gíslason, f. 18.8.1913, bifreiðarstjóri á Akranesi; Ólafia Kristín Gísladóttir, f. 23.6. 1916, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar Lilju voru Gísli Ámason, f. 22.11. 1881, d. 12.7. 1959, sjómaður og verkamaður í Reykjavík, og k.h., Kristjánsína Bjarnadóttir, f. 23.3. 1888, d. 7.5. 1969, húsmóðir og verkakona. Ætt Gísli var sonur Áma Gíslasonar sjómanns. Kristjánsína var dóttir Bjarna Kristjánssonar og Guðrúnar Gisla- dóttur að Kverná í Eyrarsveit. Guðrún Lilja tekur á móti gestum að heimili sínu laugard. 24.7. eftir kl. 16.00. Guðrún Lilja Gísladóttir. Helgi G. Ingimundarson Helgi G. Ingimundar- son, fyrrv. skrifstofu- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Hjallaseli 55, Reykjavík, er sjötugur i dag. Starfsferill Helgi fæddist í Grinda- vík. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1950, stund- aði nám í verkfræði við HÍ 1951-52 og lauk við- skiptafræðinám frá HÍ 1956. Helgi var hljómlistarmaður á námsárunum 1946-53. Hann var fulltrúi og síðar skrifstofustjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1956-89. Þá rak hann eigin útgerð á árunum 1972-73. Helgi var fundarritari á aðalfund- um Sölumiðstöðvarinnar í mörg ár. Hann sat fundi sem varamaður Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins og Verðlagsráðs sjávarútvegsins fyrir hönd Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna 1965-85. Helgi sat í stjórn Taflfé- lags Reykjavíkur 1958-60, í kjaranefnd Verslunar- mannafélags Reykjavík- ur 1970-80, í kjararann- sóknamefnd Bandalags háskólamenntaðra manna á sama tíma, i stjóm Keilufélags Reykja- víkur 1985-87 og í stjóm Lífeyrissjóðsins Skjaldar 1986-95. Fjölskylda Helgi kvæntist 21.11. 1953 Bimu Þórðardóttur, f. 10.6. 1933, d. 17.8. 1990, húsmóður. Hún var dóttir Þórðar Stefánssonar, f. 15.6. 1892, d. 9.11. 1980, útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum, og k.h., Katrínar Guð- mundsdóttur, f. 23.10. 1892, d. 28.11. 1974, húsmóður. Börn Helga og Birnu eru Rósa Ei- ríka, f. 20.3. 1954, ráðgjafi í Reykja- vík, en maður hennar er Gunnar Kjartan Rósinkranz verkfræðingur; Þóra, f. 19.2. 1956, skrifstofumaður í Reykjavík; Ingimundur, f. 17.4. 1962, framkvæmdastjóri í Reykjavík, en kona hans er Svanhildur Péturs- dóttir skrifstofumaður. Systir Helga er Rósa Eiríka, f. 28.5. 1932, húsmóðir í Baltimore í Bandaríkjunum, gift Halldóri Þor- steinssyni yfirflugvirkja. Foreldrar Helga voru Ingimundur Guðmundsson, f. 12.11. 1892, d. 19.9. 1979, verslunarmaður í Grindavík og síðar í Reykjavík, og Guðmunda Eiríksdóttir, f. 24.10. 1908, d. 8.2. 1974, húsmóðir. Ætt Ingimundur var sonur Guðmund- ar Ólafssonar, sjómanns í Grinda- vík, og Helgu Ólafsdóttur húsmóð- ur. Guðmunda var dóttir Eiríks Guðmundssonar, sjómanns í Grindavík, og Rósu Samúelsdóttur húsmóður. Helgi Guðmundur Ingimundarson. Gullbrúðkaup Egill Egilsson og Magnfríður Ingimundar- dóttir Hjónin Egíll Egilsson og Magnfríður G. Ingimundardóttir, til heimilis að Álfaskeiði 70, Hafnarfirði, eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau verða að heiman. Auður G. Yngvadóttir Auður Guðný Yngva- dóttir, húsmóðir og starfsmaður við mötu- neyti í Hrafnagilsskóla og við Hótel Vin, til heimilis að Hólshúsum, Eyjafjarð- arsveit, verður fertug á mánudaginn. Starfsferill Auður fæddist að Ási í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Hún stundaði nám við hússtjórnarskóla í Noregi. Auður var landvörður í Jökulsár- gljúfrum og hefur stundað ýmis störf, s.s. verslunarstörf, fisk- vinnslu og ræstingar en sl. þrjú ár hefur hún starfað við mötuneyti Hrafnagilsskóla á vetuma og við Hótel Vin á sama stað á sumrin. Fjölskylda Maður Auðar er Helgi Hinrik Schiöth, f. 16.5. 1964, en þau hófu sambúð 1986. Hann er sonur Reynis Helga Schiöth flugvallarstarfs- manns og Þuríðar Jónu Schiöth, húsmóður og kennara. Börn Auðar og Helga Hinriks era Brynjar Gauti Schiöth, f. 11.11. 1987; Hafsteinn Ingi Schiöth, f. 24.10. 1989; Þorvaldur Yngvi Schiöth, f. 31.3. 1993. Hálfbróðir Auðar, sam- mæðra, er Nikulás Smári Steingrímsson, f. 30.11. 1945, búsettur í Englandi. Albræður Auðar eru Þor- valdur, f. 30.2. 1950, húsa- smiður á Húsavík;Axel Jóhannes, f. 13.1.1955, bóndi í Eyja- fjarðarsveit; Kristinn Sigurður, f. 4.6. 1957, bóndi í Kelduhverfi; Ás- geir, f. 3.3. 1967, húsvörður í Eyja- fjarðarsveit. Foreldrar Auðar: Yngvi Örn Ax- elsson, f. 15.11. 1921, d. 24.4. 1998, bóndi að Ási í Kelduhverfi, og Mar- grét Nikulásdóttir, f. 11.1. 1925, hús- móðir. Auður og Helgi Hinrik taka á móti ættingjum og vinum í íslandsbænum við Hrafnagil laugard. 24.7. kl. 20.00. Auður Guðný Yngvadóttir. I>V Tll hamingju með afmælið 23. júlí 95 ára Guðrún Jónsdóttir, Nesi, Rangárvallahreppi. 80 ára Friðbjörn Þórhallsson, Kirkjugötu 3, Hofsósi. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Hjallalundi 15 E, Akureyri. Ólöf Konráðsdóttir, Skólavörðustíg 31, Reykjavík. 75 ára Einar Einarsson, Hverfisgötu 28, Reykjavík. Hákon Elías Kristjánsson, Þverholti 30, Reykjavík. Magnús Snæbjörnsson, Arnarsíðu 2 G, Akureyri. Sigurður Jónsson, Ystafelli II, Ljósavatnshreppi. 70 ára * Elsa Friðriksdóttir, Skúlagötu 40 A, Reykjavik. Guðjón Simon Bjömsson, Hamragerði 14, Akureyri. Hildur Guðný Ásvaldsdóttir, Gautlöndum I, Reykjahlíð. Kristján Sæþórsson, Hjarðarhóli 8, Húsavík. 60 ára Birgir Friðriksson, Fitjabraut 6 A, Njarðvík. Erna Geirmundsdóttir, Kárastíg 9, Hofsósi. Snæbjörn Kristjánsson, Æsufelli 4, Reykjavík. Sveinn Gunnar Hálfdánarson, Kveldúlfsgötu 16, Borgarnesi. Sveinn Sigurjónsson, Þverárkoti, Reykjavík. Sveinn Steinar Guðjónsson, Njálsgötu 74, Reykjavík. 50 ára Birna Margrét Guðjónsdóttir, Skeiðarvogi 35, Reykjavík. Guðbjörn Guðbjörnsson, Klébergi 14, Þorlákshöfn. Jónína Kristbjörg Pálsdóttir, Kjarrhólma 4, Kópavogi. Kristinn Björnsson, Hlíðarbæ 6, Hvalfjarðarstrandarhreppi. Sigurður Hlöðversson, Suðurgötu 91, Siglufirði. Örlygur Sveinsson, Skarðsbraut 7, Akranesi. 40 ára Árný Jóna Jóhannesdóttir, Fannafold 48, Reykjavík. Björk Elva Brjánsdóttir, Kringlumýri 14, Akureyri. Friðmar Pétursson, Eikjuvogi 24, Reykjavík. Hermann Alfreðsson, Laugalæk 24, Reykjavík. Hermann Hansson, Dofraborgum 32, Reykjavík. Hreinn Þorkelsson, Villingaholtsskóla, Villingaholtshreppi. Ingþór Sigurjón Sævarsson, Lágengi 24, Selfossi. Margrét Lilja Reynisdóttir, Austurgötu 38, Hafnarfirði. Sigrún Arngrímsdóttir, Garðarsbraut 81, Húsavík. Súsanna Þ. Jónsdóttir, Bólstaðarhlíð 30, Reykjavík. Svava Lilja Magnúsdóttir, Mánagötu 6, Hvammstanga. Svavar Þór Jóhannesson, Laugamesvegi 100, Reykjavík. Teresa Zawisza, Karmelitaklaustrinu, Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.