Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 Fréttir________________________________________pv Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur Fangelsismálastofnunar: Fangar verða að bera sig eftir hjálpinni Erlendur Baldursson afbrotafræðingur - hjálpin á Litla-Hrauni er fyrir hendi, vilji menn í raun og veru láta af fíkniefna- eða áfengisneyslu. „Þeir menn eru til sem gera allt til að útvega sér dóp, með gestum eða hjá samföngum og kalla síðan á hjálp af því að þeir séu að drukkna í dópi. En hvað gerum við i því? Við reynum í fyrsta lagi að passa upp á að dópið berist ekki inn í fangelsið, það gengur svona og svona og það kemst upp um smygltilraunir af og til og stundum finnst dóp,“ sagði Erlendur Baldursson, af- brotafræðingur hjá Fangelsis- málastofnun, í gær. Fangi á Litla Hrauni kvartaði yfir því í DV í gær að neyðarópi hans væri ekki sinnt í fangelsinu. Erlendur segir allt reynt til að hjálpa föngum út úr eitrinu. „í öðru lagi bjóðum við upp á þrautþjálfaðan sálfræðing í fullu starfi í fangelsinu sjálfu, auk þess sem sálfræðingur úr Reykjavík kemur af og til austur en þá þarf að óska eftir viðtali við hann. Auk þessa erum við með heimilislækni sem er á Selfossi, sem upplýsir menn um dóp og AIDS. Haldnir eru AA-fundir í fangelsinu, sem sumir hafa þvi miður ekki sinnt sem skyldi, en aðrir betur,“ sagði Erlendur. Geta lokið afplánun hjá SÁÁ Erlendur segir að samstarfíð við SÁÁ sé sérlega gott. Föngum er boðið upp á að ljúka afplánun í meðferð hjá SÁÁ síðustu 6 vikurn- ar, eigi þeir við áfengisvandamál að stríða. Fangarnir verða að fara fram á þetta sjálfir. Fangar komast strax inn á meðferðarstofnun, með- an fólk úti í bæ þarf oft að bíða eft- ir plássi. Þetta styttir í raun dóm- inn en þeir eru eins og aðrir á meðferðarstofnunum SÁÁ undir húsaga þar. Bregðist það verða fangarnir að snúa aftur til fangels- ins. Ráðgjafl frá SÁÁ hefur komið í fangelsið að Litla-Hrauni og boð- ið upp á meðferðarviðtöl. Ekki all- ir sem þurftu slíkra viðtala við hafa mætt þar. „Auðvitað má deila um hvort þessi úrræði eru næg. En mín reynsla er nú sú að sú aðstoð sem er í boði nýtist aldrei alveg öllum. Við höfum sent allt að 40 fanga sem voru að ljúka afplánun í með- ferð hjá SÁÁ. Um það bil þrír af hverjum fjórum föngum ljúka með- ferðinni en Qórð- ungur fer aftur í fangelsið, þeir hafa ekki farið eftir þeim reglum sem gilda í meðferð- inni,“ sagði Er- lendur. Hjálp til staðar Þá hefur um það bil 60 föngum á ári verið gefinn kostur á að afplána síð- ustu mánuði refsi- vistar hjá Félaga- samtökunum Vernd á Laugateigi 19 í Reykjavík. Þar er í gangi viss dag- skrá og menn verða að vera án áfengis þar. Sagði Erlendur að þetta starf hefði gengið afar vel og um 90% hafa lokið afþlánun þar. „Auðvitað væri æskilegt að fangelsi væru betrunar- stofnanir en svo er hvergi þar sem ég hef farið og það er víða. En ef menn eru með heilsu- farsleg vandamál, sálfræðiieg, geð- ræn, áfengisvandamál eða vanda- mál með flkniefni, þá eigum við að hjálpa þeim án tillits til hvort þeir koma aftur eða ekki. En þá verða menn að bera sig eftir hjálpinni, hún er til staðar,“ sagði Erlendur. -JBP Erlendur Baldursson. Lögmaðurur Christophers Bundehs: Vill ógildingu á höfnun dvalarleyfis - vísar til mannúðarsjónarmiða Mál Christophers Bundehs, blökkumannsins frá Sierra Leone sem var synjað um landvistarleyfi á íslandi þann 13. apríl sl., er enn að velkjast í dómskerfinu. Tómas Jóns- son, lögmaður Christo- phers hér á landi, krafð- ist þess, með ítarlegri greinargerð til dóms- málaráðherra 29. júní, að ákvörðun Útlendingaeft- irlitsins yrði felld úr gildi. Mál Christophers er allt hið undarlegasta. Þann 20. ágúst 1996 féllst Héraðsdómur Reykjavík- ur á framsalskröfu finnska ríkisins á hendur Christopher vegna óskil- orðsbundins fangelsis- dóms sem hann hafði hlotið þar í landi, að honum fjarstöddum, 27. apríl 1993. Þann dóm fékk Christopher fyrst að vita um er hann var handtekinn í júní 1996 vegna meints lögbrots á ísafirði, sem hann var reyndar hreinsaður af með lögreglurannsókn. I greinargerð Tómasar segir m.a. að hinn finnski fangelsisdómur hafi vægast sagt verið byggður á hæpn- um forsendum og haft í för með sér hörmulegar afleiðingar fyrir kær- anda. Það sé heitasta ósk hans að hann fái að dvelja hér á íslandi, með íslenskri unnustu sinni, ná heilsu Christopher Bundeh. og gerast hér nýtur þjóðfélagsþegn, sem hann var áður en íslenska rík- ið framseldi hann til Finnlands. í kröfu Tómasar Jónssonar er m.a. vísað til mannúðarsjónarmiða. Christopher hafi vegna meints glæps síns verið hrakinn frá Finnlandi 1. júlí 1992, þar sem hann hafði stundað nám, og líf hans þar með lagt í rúst. Eftir að hafa komið und- ir sig fótunum hér á landi var líf hans öðru sinni lagt í rúst, fjórum árum síðar, er hann var framseldur til Finnlands til afplánunar refsingar- innar. í finnska fangels- inu var aðbúnaður mjög slæmur, sem leiddi til þess að Christopher sýktist af berkl- um. Þannig hefur, auk afplánunar á vafasömum dóm, heilsa hans verið eyðilögð. Meðferð máls Christophers var kærð til mannréttindanefndar Evr- ópuráðsins 1996 sem vísaöi málinu frá á þeim forsendum að hann hafi ekki nýtt sér alla möguleika finnska réttarkerfisins. Hins vegar er þá ekki tekið með í dæmið að Christopher var aldrei gefinn kost- ur á því, heldur þvingaður til að yf- irgefa Finnland 1. júlí 1992. Þá hefur Hæstiréttur Finnlands einnig hafn- að endurupptöku málsins. -HKr. Slegið var upp hátíð fyrir krakka á smíðavöllum Reykjavíkurborgar á mið- vikudag. Um 100 krakkar úr ýmsum áttum skemmtu sér vel við smíðar, pulsuát og kassabflarallí. Þessir stóðu sig vel á heimasmíðuðum kassabíl. DV-mynd Teitur sandkorn Forystuskipti Ófarir Samfylkingarinnar í skoð- anakönnun Gallup þykja undirstrika slappa forystu hreyfmgarinnar. Mar- grét Frímannsdóttir hefur ekki náð flugi sem talsmaður hennar en í und- irbúningi er að kalla Jón Baldvin Hanni- balsson endanlega heim til að taka við henni. Rannveig Guðmundsdóttir þykir líka mjög veik sem formaður þingfLokksins og undir hennar stjórn féll hann al- gjörlega í skuggann á vinstri-grœnum á sumarþinginu. Vaxandi líkur eru því taldar á að skipt verði formann þingflokksins seinna og Guðmund- ur Árni Stefánsson taki við af Rannveigu. En hann er í sókn innan hreyfingarinnar og talinn njóta mun meiri stuðnings en Rannveig í þing- flokknum. Það kann því að verða hlutskipti fjandvinanna Jóns Bald- vins og Guðmundar Áma að snúa bökum saman og lyfta Samfylking- unni úr rústunum... Ómar ráðinn Snillingamir í utanríkisráðuneyt- inu sitja sveittir um þessar mundir yfir því hvernig hægt verði að ráða Ómar Kristjánsson í starf forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar svo að lítið beri á. Enn sem komið er hefur Hall- dór Ásgrímsson ekki lagt í að ráða flokks- bróður sinn í stöð- una en nú er jafnvel talið að ráðuneytið muni finna algjör- lega nýja leið tO að koma honum fyrir þannig að enginn kom- ist að. Ungir framsóknarmenn fylgjast spenntir með gangi mála svo þeir læri af hvemig á að koma ótrúlegustu flokksfélögum í góða stóla hjá hinu op- inbera... Séní fær stól Á annað ár er nú liðið frá því að Steingrímur Hermannsson var og hét seðlabankastjóri. Fljótlega eftir að ráðherrar koma heim úr sumarbú- stöðum sínum er gert ráð fyrir að gengið verði frá ráðn- ingu Halldórs Guð- bjarnasonar, fyrr- um stjórnarfor- manns Lindar hf., sem skilaði tapi upp á 900 milljónir króna, í hans stað enda segir sagan að sjálfstæðis- menn hafi loks fall- ist á að viðskiptaséníið fái stólinn. Þá heyrist það hærra með hverjum deg- inum að Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, snúi aftur til starfa sinna sem ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu og Landsbank- inn fái ekki síðri mann í staðinn, Kjartan Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins... Hátekjumaður Bretinn Kio Alexander Briggs var sýknaður í Hæstarétti íslands í síðustu viku eins og þekkt er orðið. Eftir fremur klaufalegan úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Kio var dæmdur snerist málið heldur hratt til betri vegar fyrir ferðamanninn frá Spáni. Nú er rætt um að þegar Kio fer fram á skaðabætur vegna þess tíma sem hann sat í fangelsi hér á landi geti orðið um töluverðar upphæðir fyrir ríkið að ræöa. Miðað er við vinnutap auk skaðabóta af öðru tagi og sé tekið mið ’af því að Kio er sjómaður að upplagi og há- setahluturinn eftir túr um 400.000 krónrn- geti hann hugsanlega fengið um 5 milljónir i vasann... Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.