Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 Útlönd Geimferjan Columbia loks komin á loft Geimferjunni Columbiu var skotið upp á fjórða tímanum í morgun. Þar með hófst geimferð Ssögunnar vegna þess að kona, Eileen Coliins, er i fyrsta stjórnandi ustu þremur sólar- hringum hefur geimskotinu tvisvar verið frestað, fyrst vegna bilunar og í síðara skiptið vegna veðurs. í morgun gekk hins vegar allt upp og geimskotið var á áætlun. í áhöfn Columbiu era auk Eileen Collins þeir Jeffrey Ashby, Steven Hawley, Cady Coleman og Michael Tognini. Þeim er meöal annars ætlað að safna upplýsing- um um svarthol í geimnum. Það tók Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) 38 ár að hleypa konu í sæti stjórnanda. Sovétlýðveldið sendi fyrst konu, Valentinu Tereshkovu, í eins manns flaug árið 1963. Geimferjan er væntanleg til jarðar nk. þriðjudag. Farþegaþotu meö 517 manns rænt í Japan: Flugstjórinn var stunginn til bana Japönsk farþegaþota með 517 manns um borð lenti heilu og höldnu í Tokyo í morgun, nokkram mínútum eftir að flugræningi hafði sært flugstjórann til ólífís. Talið er að flugmaðurinn hafi lent vélinni á meðan flugstjórinn lá í blóði sínu eftir að hafa verið stunginn af flug- ræningjanum. Ekki var vitaö um ástæðu flug- ránsins í morgun en japanskir fjöl- miðlar greindu frá því að flugræn- inginn hefði krafist þess að flogið yrði til bandarískrar herstöðvar í vesturhluta Tokyo. Farþegaþotan, sem var frá flugfé- laginu All Nippon Airways, lenti á Hanedaflugvellinum rétt rúmri klukkustund eftir að hún tók sig á loft frá Tokyo til Sapporo. Talsmaður japanska samgöngu- ráðuneytisins sagði í morgun að svo hefði virst sem flugmanninum hefði tekist að yfirbuga flugræningjann eftir að hafa áður verið sparkað út út flugstjómarklefanum. Aðrir emb- ættismenn sögðu hins vegar enn óljóst hvernig atburðarásin í flug- vélinni hefði verið. Farþegar greindu frá þvi að mað- ur með hvíta hanska og í röndóttri skyrtu hefði skyndilega birst fram- arlega í flugvélinni og neytt flug- freyju til að opna dyrnar að flug- stjórnarklefanum. Flugstjórinn, sem síðar dó af stungusárum á hálsi og úlnliðum, gat gert flugumferöarstjórum á Hanedaflugvellinum viðvart. Þegar lögreglumenn flugvaliarins gengu um borð til að handtaka flug- ræningjann héldu fjórir, þar á með- al flugmaðurinn, honum fóstum við sæti flugstjórans. Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, baðst afsökunar á flugrán- inu og hét nákvæmri rannsókn. Embættismenn hétu því að herða þegar í stað eftirlit á flugvöllum. Bandaríska herstöðin, sem flug- ræninginn er sagður hafa krafist að flogið yrði til, hefur verið deiluefhi að undanfómu. Stöðin er stærsta herstöð Bandaríkjanna í Asíu. Sig- urvegarinn í borgarstjómarkosn- ingunum í Tokyo í apríl síðastliðn- um, Ishihara, hefur krafist þess að Japanir fái yfirráð yfir herstöðinni svo að hægt verði að breyta henni í alþjóðlegan flugvöll eða hún verði að minnsta kosti notuð af bæði Japönum og Bandaríkjunum í öðr- um tilgangi en hernaðarlegum. úrual af fatnaði íyrir alla aldurshópa TaxaTen 8 JH 1 R z X o —1 LU O R m r* 7* O Z z Opið: mán-flm 10-18 fS 10-19 Lau 10-18 Su 12-17 Stuðningsmaður Hamasskæruliða veifar Kóraninum þegar hann mætir í fjöldabrúðkaup félaga sinna. Fánar múslíma og Hamashreyfingarinnar blöktu við athöfn í gær þar sem 101 Hamasskæruliði gekk í hjónaband. Simamynd Reuter Með feigðarblóð í æðum agi Barak hittir Arafat á ný Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, ætla að hittast á ný á morgun. Þetta verður annar fundur þeirra frá því að Barak tók við völdum í ísrael og kynnti þær friðaráætlanir sem hann lof- aði í kosningabaráttunni. Forsætisráðherra Spánar, José Maria Aznar, sem í gær hitti Barak í Jerúsalem, færði honum skilaboð frá Sýrlandi og forseta þess, Hafez al-Assad. Aznar tjáði fréttamönnum í Jerúsalem að sér virtist Sem mjög jákvæð sam- skipti heföu átt sér stað milli ísra- ela og Sýrlendinga. Barak stað- festi í fyrradag að friðarviðræöur við Sýrlendinga gætu hafist innan fárra vikna. Friðarviðræður milli Sýrlendinga og ísraela fóru út um þúfur 1996 þegar Sýrlendingar kröfðust þess að ísraelar afhentu allar Gólanhæðimar. Stuttar fréttir :ov Mótmæli í Peking Um 100 áhangendur Falun gong trúarhreyfmgarinnar í Peking söfnuðust saman í morgun þrátt fyrir að stjórnvöld hefðu bannað hreyfinguna. Gegn Milosevic Júgóslavneski herforinginn Momcilo Perisic, sem var rekinn i nóvember í fyrra eftir að hafa gagnrýnt árásina á Frelsisher Kosovo auk þess sem hann gagn- rýndi flokk eigin- konu Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta, krefst nú afsagnar forsetans og stjómar hans. Barnaníðingar Barnaníðingar víða um heim þykjast vera starfsmenn hjálparstofnana til þess að komast í sambönd viö börn. Bresk lögregluyfirvöld greindu frá þessu í gær. Coca Cola rannsakað Fulltrúar Evrópusambandsins, ESB, leituðu í gær á skrifstofum Coca Cola í nokkram löndum. Fyrirtækið er grunað um ólögleg- ar áðferðir við að útiloka kepp- endur frá markaönum. Jerry Springer á þing Jerry Springer, sem margir þekkja úr samnefhdum spjallþátt- um, íhugar nú að bjóða sig til öld- ungardeildar bandariska þings- ins. Fjöldi aðdáenda Springers hefur lagt hart að honum að fara í framboð. Bjartsýnn á frið Bandaríski sáttasemjarinn Geor- ge Mitchell, sem nú tekur þátt i friðarviðræðum á N-írlandi, kvaðst í gær bjartsýnn á að friður kæmist á. Hann varaði þó við því að það gæti tekið langan tíma. Gerry Ad- ams, leiðtogi Sinn Féin, var hins vegar svartsýnn að loknum fundi sínum með Tony Blair. Hann sagði friðarsam-komulagið í hættu vegna stífni Sambandssinna. Mitchell tilkynnti í gær að formleg endurskoðun friðarsamkomulags- ins hæfist 6. september. Börn berjast Talið er að minnsta sex þúsund böm, yngri en 18 ára, berjist nú í sveitum marxískra skæruliöa í Columbíu. Þar með teljast bömin fimmtungur alls skæruliðahersins. CIA valdi skotmarkið Leyniþjónusta Bandaríkja- manna, CLA, valdi aðeins eitt skotmark í loftárásum NATO á Júgóslavíu. Árásin sem CIA lagði til leiddi til þess að sendiráð Kína í Belgrad var sprengt upp. Þetta viðurkenndi George Tenet, yfir- maður CLA, í gær og sagði árás- ina hafa verið mistök enda hefði það ekki verið áætlun leyniþjón- ustunnar að skjóta á Kínverja heldur á byggingu sem reyndist í 300 metra fjarlægð. Börn deyja úr hita Tvö böm hafa látist af völdum hita undanfama daga í borginni Memphis í Bandaríkjunum. Böm- in, sem voru tveggja ára, höfðu verið skilin eftir, hvort í sínum bilnum, í marga klukkutíma. Tæplega fjörtíu stiga lofthiti í svo langan tíma varð þeim um megn. Heimsækir Kosovo Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsæka Kosovo í næstu viku. Að sögn talsmanns ráðuneytisins mun Albright hitta emb- ættismenn í hérað- inu auk þess að sækja heim herlið Bandarikjamanna sem hefur aö- setur í Pristinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.