Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 JOV Ummæli ' Menningar- vitar og aðrir hálfvitar „Reykvíkingar eru að leysa Parísar- búa af hólmi sem nætur- verðir norður- álfu og jafn- vel alls ; heimsins. Þessu nýja hlutverki fylgja að sjálfsögðu næt- urgalar og aðrir fagurgalar á sama hátt og hlutverki menningarborgar 2000 fylgja bæði menningarvitar og aðr- ir hálfvitar.“ Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi. Fólk í sparifötum „Borginni er stjórnað af fólki sem er fætt og uppalið í sparifötunum og þekkir ekki annan veruleika." Jón Kjartansson, tormaöur Leigjendasamtakanna, ÍDV. Sölumenn fjármagnsins „Ég veit að það er ekki i tisku að tala um höft og hömlur. En maður fer að spyrja sig hvort ekki sé nauðsynlegt að setja sölu- mönnum fjármagnsins ein- hverjar skorður hvað varðar | gylliboð í auglýsingum og aðgang að fölki.“ Örn Bárður Jónsson prest- ur, í DV. Gos og fréttamenn „Ég held að menn hér hafi ekkert verið famir að grípa til sérstakra ráðstafana, f enda reiknaði enginn með gosi nema íféttamenn." Jóhannes Kristjánsson, Höfðabrekku, skammt austan Víkur, í Morgun- blaðinu. Lagaforngripur „Þessi forngripur hefur staðist allar til- raunir til breyt- inga í skjóli j tregðulögmála sem einkenna meðal annars landbúnaðar- ráðuneytið.“ Hjörleifur Guttormsson, I fyrrv. alþingismaður, í DV. Jón Runólfsson, nýráðinn umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn: Frá Akranesi til Kaupmannahafnar „Þetta er mjög spennandi fyrir mig að taka við þessu starfi. Hér á Akranesi hef ég verið mikið í félags- lífinu, verið undanfarin ár formaður íþróttabandalag Akraness svo þann hluta starfsins við Jónshús þekki ég vel, auk þess bjó ég nokkur ár í Kaupmannahöfn, var þar við þjálfun og tók mikinn þátt í félagsstarfi í borginni svo borgin sjálf er ekki ný fyrir mig en það verða viðbrigði að fara frá Akranesi til Kaupmanna- hafnar," segir Jón Runólfsson sem ráðinn hefur verið umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn og tekur hann við starfínu 1. _____________ september. Umsjónarmaður Jónshúss er nýtt starf: „Það felst fyrst og fremst í því að hafa umsjón með eigum Alþingis, sem er Jónshús og fræðimannsíbúð, sem er í nágrenninu. Þá er hlutverk umsjónarmannsins að hlúa að því fé- lagsstarfi sem fram fer hjá íslending- um sem búa í Kaupmannahöfn, hjálpa til að semja dagskrá fyrir hús- ið og sjá um að öll aðstaða sé fyrir hendi sem til þarf. i Jónshúsi er alltaf mikið um að vera. Starfið er nýtt svo ég kem til með að móta það að einhverju leyti. í gegnum árin hafa það verið sendiráðsprestur og ýmsir aðilar sem hafa haft umsjón með húsinu." Jón kemur til með að búa í Jónshúsi: „Það er vart hægt að hugsa sér betri búsetu í Kaup- mannahöfn og þetta verður ör- ugglega mjög gaman fyrir mig og eigin- konu mína, DV-mynd DVO Ingu Harðardóttur, sem eins og ég hefur mikið staðið í félagslífi, bæði í Kaupmannahöfn og á Akranesi og við vonumst til að efla félagsstarflð sem mest.“ Jón segir að íþróttir hafi fylgt hon- um frá bamsaldri og að hann verði aldrei laus við þann áhuga: „íþrótta- bandalag Akraness, sem ég veiti for- mennsku, er langstærstu félaga- samtökin á Akranesi, enda íþróttir og íþróttaáhugi ríkt í Akumesing- um. Það eru fjórtán „<uf v félög sem eru und- ' Maður dagsins ir hatti Iþrótta- bandalags Akra- ness og þótt knatt- spyrnan sé mest áberandi þá er öfl- ugt starf í öðrum íþróttum, meðal annars í golfi, bad- minton, körfubolta og sundi. Þá má ekki gleyma öllum sem trimma og stunda líkamsrækt að einhverju leyti. Sjálfúr er ég í trimmklúbbi sem æfir líkamsæfmgar og hleypur eldsnemma á morgana." Jón segir að þar sem bæði hann og Inga hafi verið lengi á kafi í íþróttmálum þá komi það örugglega af sjálfu sér að íþróttirnar eigi eftir að vera ofarlega í huga hans áfram þegar til Kaup- mannahafnar kemur. Inga er formaður íþróttafélagsins Þjóts, sem er íþróttafélag fatl- aðra, auk þess sem hún hefur kennt við Fjöl- brautaskóla Vest- urlands. Þau eiga þrjú uppkomin börn sem ekki munu fylgja þeim til Kaupmannahafn- ar en sjálfsagt verða heimsóknir til foreldra tíðar. -HK Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er einn fjórmenninganna í Bragarbót. Bragarbót í ; Kaffileikhúsinu í kvöld verða flutt íslensk þjóðlög í KaffOeikhúsinu í þeim búningi sem þjóðlaga- hópurinn Brag- arbót imyndar sér að hafi átt sér stað hjá forfeðrum vorum. Sum lögin verða flutt án undir- leiks, til dæmis fimmundarsöngv- amir séríslensku og stemmurnar (kvæðalögin), en annað verður flutt með hljóð- færaslætti. ís- lenska fiðlan, harpa, munn- gígja, fiðla, gítar og tromma koma þar við sögu. Þjóðlagahópinn Bragarbót skipa Kristín Á. Ólafsdóttir, söng- og leikkona, Ólina Þor- varðardóttir, kvæðakona og þjóðfræðingur, KK (Kristján Kristjánsson), farandsöngvari og tónlistarmað- ur, og Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmaður. Tónleikamir hefiast kl. 21. Skemmtanir Myndgátan Heldur þræðinum Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Unnur Vilhelms- dóttir leika tríó-tónlist á Kirkjubaej- arklaustri á morgun Óbó, fagott og píanó Tríó-tónleikar verða haldnir í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri á morgun kl. 17. Flytjendur eru Eydís Franz- dóttir, óbó, Kristín Mjöll Jakobs- dóttir, fagott, og Unnur Vilhelms- dóttir, píanó, og em tónleikarnir liður í tónleikaferð tríósins um landið. í ágúst halda þær stöllur síðan í tónleikaferð um Bandarík- in og Kanada. Efnisskrá tónleikanna er í anda sumars; létt og skemmtileg. Leik- in verða þrjú tríó, það fyrsta eftir Madeleina Dring sem þekkt var fyrir heillandi tónlist. Nýtt verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjöms- son verður flutt en það var samið sérstaklega ----------------- fym tríóið. Tónleikar Þnðja verkið er svo franskt, eftir Jean Frangais. Tónleikunum lýkur svo á íslenskum söngperlum eftir Sig- fús Halldórsson, Sigvalda Kalda- lóns og fleiri. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson stundaði nám í tónsmíðum við Tónlistarskólann í Reykjavík og við Tónlistarskólann í Utrecht í Hollandi. hann starfar sem tón- skáld og kennari í Reykjavík. Meðal verka hans eru kammer-, hljómsveitar- og kórverk ásamt tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús. Bridge Finnland var með 8 stiga forystu i eldri flokki Norðurlandamótsins í sveitakeppni þegar þessar línur voru skrifaðar. Finnland var með 108 stig að loknum 6 umferðum, ís- land með 101 og Danir í þriðja sæti með 94 stig. Sveit Noregs vann nauman sigur á íslandi í 6. umferð, 16-14. Norðmenn græddu vel á þessu spili i síðari hálfleik. Frí- mann Stefánsson og Páll Þórsson höfðu sagt sig upp í 4 hjörtu á hend- ur AV eftir spaðaopnun norðurs. Sá samningur litrn ekki illa út en leg- an er óhagstæð og norður leyfði sér að dobla. Sagnhafi fékk 8 slagi og Norðmenn skráðu 300 í sinn dálk. Sagnir voru furðulegar í opnum sal. Norður gjafari og enginn á hættu: 4 ÁDG9 * 97 * KG76 * K108 Norður austur suður vestur Sigurbj. Sundkl. Guðm. Hakkebo 1 4 pass 1 grand 2 ♦ 2 ♦ dobl p/h Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvort vestur (Hakkebo) tók ranga sögn úr sagnboxinu, eða hvort hann hafi verið í tilraunastarfsemi. En eitt er víst, tígulsögnin heppnaðist vel. Austur (Sund- klakk) ákvað að dobla til refsingar, þó að hann ætti ágætis tígulstuðn- ing. Austur spilaði út tígli og Sigur- birni brá þegar hann leit blindan augum. Hann ákvað að fara upp með ásinn og vestur trompaði. Hann spilaði strax trompi og Sigurbjörn komst ekki hjá því að fara tvo niður. Hann gaf 2 slagi á tígul og 5 á tromp. Þegar Hakkebo var spurður að loknu spili um merkingu sagnarinnar, sagði hann að hún hefði átt að vísa á út- spil. ísak Örn Sigurðsson Sigurbjörn Haraldsson 4 107 4» DG86542 ♦ - * D942

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.