Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 4
Stórtónleikar í Reykjavík: Robbie í Höllinni og Rammstein og Jose Carreras árið 2000? Sykurpúðinn sem varð að nágla, hann Robbie Williams, spilar í Laugardalshöll 17. sept- ember nk. eins og alkunna er. Það er Hanson-gengið sem klikk- I aði á Stóns sem stend- ur fyrir hingað- 1 komu popp- I arans. pRobbie er á I fljúgandi | fart um I stjörnu- ' heiminn þessi misserin, spilaði m.a. á Hróarskelduhátíðinni þar sem fjölmargir íslendingar frelsuðust til rokktrúar á hann. Nú gengur það hæst í slúðurblöðunum að hann og Madonna séu vinir, jafnvel góðir vinir, eftir að Robbie hætti með All Saints-pí- unni sinni. Því hefur m.a.s. heyrst fleygt að þessi stórstirni hyggi á barneignir saman. Héðan mun Robbie fara á túr um Banda- ríkin með gæðastimpil Madonnu á rassinum og hver veit nema hann meiki það feitt þar eins og annars staðar. Að vanda ganga svo ýmsar sög- ur um bæinn um erlendar hljóm- sveitir sem hingað eru væntan- legar. Orðrómur hefur m.a. verið uppi um að Fatboy Slim, Jamiroquai, Suede og Red Hot Chili Peppers eigi að mæta á klakann á árinu en þetta er allt tóm þvæla eftir því sem Fókus fréttir. Einnig hefur heyrst orðrómur um að Chemical Brothers muni spila hér í haust, sem væri feitur biti, og Fókusi hefur ekki enn tekist að afsanna þann orðróm. Þeir sem eru framsýnastir eru famir að spá í tónleika- hald fyrir næsta ár og er líklegt að það verði blómlegt, enda Reykja- vík menn- ingarborg. Það mun nokkuð sennilegt að þá troði m.a. hinir mjög svo ólíku listamenn Rammstein og Jose Carreras upp hér. degi meðhöndiar hann dýrmætasta útlitsvopn ótal manna og ef honum mistekst fær hann súrar kveðjur það sem eftir er. Ingvi Örn Þorsteinsson rekur hárgreiðslustofuna Animal, sem er á efri hæð verslunarinnar Spútnik, við Hverfisgötu. Hann er búinn að vera í bransanum í nokkur ár að aflan, ekki spi iin „Bransinn hérna er ekki harður og það er ekkert mál að komast inn í hann. Ef menn geta klippt þá komast þeir að. Prófskírteini skipta ekki miklu máli, bara hend- urnar og það sem þú getur gert með þeim. Ef þú ert klár að klippa þá geturðu fengið vinnu hvar sem er. Síðan er bara að sjá hvort ann- ar hver maður gangi út með tæjur á hausnum og tár í augunum," seg- ir Ingvi Öm Þorsteinsson, aðal- klippari á Animal. Vil fá að ráða Eru íslendingar ekki fremstir í hárniöurskuröi eins og öllu ööru sem viö tökum okkur fyrir hendur? „Ahh, flestir hérna heima eru alltaf með sömu gömlu lummum- ar. Einstaka aðilar gera eitthvað af viti. Hins vegar er hártískan héma almennt jafn meðvituð og fatatískan. Fólk spáir endalaust í útlitið. Menn líta í erlend blöð og á uppáhaldsgaurinn eða gelluna. Svo em náttúrulega týpur sem eru alltaf eins og hinir, hermi- krákurnar. Það eru alltaf þrjár til fjórar klippingar sem maður klippir tíu sinnum á dag, sem eru þvílíkt í tísku.“ Hvaó er þá í tísku núna? „Sítt að aftan, ekki spurning. Ég klippti einn þannig núna um dag- inn. Það er alltaf einn og einn sem fílar það. Mér finnst að allir ættu að vera með sítt að aftan, ég flla það. Því miður er ég óvart ekki með nógu mikið hár.“ Hvernig er meö þessar hárkeppn- ir, veröuröu ekki aö taka þátt til að veröa ekki útskúfaóur úr samfélag- inu? Ég læt það nú vera. Það eru ekki margir sem standa framarlega hérna. Sýningarnar eru ekki sterk- ar og það er alltaf sama fólkið sem er að taka þátt í þessu. Þetta er allt saman voðalega slappt. Ég hef eng- an áhuga á að keppa.“ Hvernig er besta háriö? „Hárið sem ég fæ að ráða hvern- ig lítur út. Hárið á þeim sem eru tilbúnir að ganga langt. Ég myndi til dæmis klippa slatta af þér ef ég mætti ráða. Hárið lýsir oft persón- unni. Oftast dettur það samt inn í afganginn af stælnum á viðkom- andi manni/konu og er þá einn af sterkustu þáttunum." Verð hobbý-bóndi Uppáhaldslúkk? „Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifinn af pönkinu og öllu í sambandi við það. Sjúskaða, illa klippta hárið, það er flott. Það á að leyfa hárinu að vera frjálst. Stífgelaða hárið, þetta blauta, grjótharða lúkk er vonlaust. Þá ættu menn frekar að nota vax. Aflitun er heldur ekki flott, hún er oftast klisjukennd, þó svo að það sé hægt að spila flott með hana. Þá finnst mér líka að dreddar og fléttur eigi heima á svörtu fólki. Ég er líka hrifmn af sköllum, bæði snoðuðum og náttúru." Er þaö ekki bara af því aö þú ert sjálfur aó fá skalla? „Ég myndi nú ekki segja það. Kollvikin eru rétt aðeins byrjuð að færa sig upp á skaftið." Er líf klipparans fint? „Það er mjög flnt að vera klipp- ari. Maður er alltaf að spá og spekúlera hvert sem maður fer. Ég sé oft flottustu ^ hárgreiðslumar úti á götu, þegar ég er spásserandi niður Laugaveginn." Hvað tekur viö í framtíöinni? „Kærastan mín, Sigríður, er í guðfræði og þegar hún er búin að klára ætlum við að flytja út á land með dóttur okkar, ísoldi Gná. Þar ætla ég að gerast hobbý-bóndi og vera með fullt af hestum. Síðan hef ég Land Rover úti í hlöðu sem ég dunda mér við að gera upp allan dag- inn. Þá verður gott að lifa.“ -hvs -Vty f Ó k U S 30. júlí 1999 NÚ EfeT hú SVOnA ÚTI VISTA.R.TÝ PA . AUTAF UTI AB SKOKRA 06 SVOWA , (IGYklR. ERUt 06 G«ÆNMETlS A.TA 06 AU.T fAO... EN NÓ ERT t>ú 6ELÞUR., ER þAO ERRI ÞÁLDIÍ) Pl RRANOI ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.