Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 17
Föstudagur 30. júlí •Klúbbar Vegamót, auðvitað! Nú er Pétur Sturlu með grúvt fönk við allra hæfi. Hlustið. Gumml Gonzalez heldur uppi ágætu múddi á gólfi Lelkhúskjallarans. Nökkvi og Ákl eru í rifandi fílingi á Skuggan- um t kvöld. Trobbi þar eins og alltaf. Einn stærsti og flott- ps asti dansviðburður __ ársins er á Thomsen alla helgina. Rnustu plötusnúðarnir ham- ast eins og vitleys- ingar á törnteibúllun- um. Þessir verða boði: Herb Legowltz, Al- fred More, Þossi, Frímann, Grétar, Rampage, Flngerprint, Andrés, Tommi, Reynir, Bjössi, Arnar og BIx. Það kostar þúsundkall inn. •Krár Blístrandi æðakollur skemmta i Reykjavík i kvöld, á Café Amsterdam. Svo er þandið rok- ið út á land. danshátíö mam t/ Gaukurinn fagnar þvt að vandræða- gemsarnir eru farnir úr þæn- um og lofar næði og góðri fönkveislu með Funkmaster 2000. DJ Sammi básúnisti úr Jagúar er einnig við höndina. Hersveitin stormar inn á Fógeta og fyllir upp í afþreyingartómarúm höfuðborgarinnar þessa helgina. Vel til fundið. Hægt er að fylgjast með tuörusparki á tveimur risaskjám á Café Hafnarfirði. Svo er Itka diskó til klukkan þrjú. Blues Express umverpist yfir t Kókos og verð- ur með glaum á Grand Rokk. Gott að tefla undir þessari tegund hávaða. Kannski er best að telja upp meðlimi: Matthías Stefánsson, gttar, Ingvi Rafn Ingvason, trommur og söng- ur, Tómas Malmberg, söngur, og Hafsteinn Valgarösson sem spilar á bassa að þessu sinni. Sælusveitin er laus við sveitasæluna og hang- ir bara inni á Gullöld við mengaöar Elliöaárnar og er t stuði. Var ekki brennivtnsflaskan á 740, Níels? Torfi Ólafsson trúbbi er á Rauða IJóninu. Furstarnlr og hinn snaggaralegi Geiri Smart halda þræði inni á Naustkrá enda með heil- steypta efnisskrá. Alltaf gaman á Café Rom- ance, sérstak- lega þegar Ali- son Sumner kemst t al- gleymisástand viö flygilinn. KOS er á útopnu á Fjörukránnl. Leynifjelagið hefur Kaffi Reykjavík á valdi um helgina Suðuriands- Skjálfti Sviti, flautur og slitnir skór. Skjálfti ‘99 er danshátíð ársins með hnausþykkri dagskrá plötu- snúða og skemmtikrafta. Skjálftamenn segja markmiðið vera að halda siðmenntaða sam- komu fyrir fólk sem gerir kröfur til tónlistarinnar sem það hlust- ar á og bjóða upp á það besta og nýjasta sem er að gerast í heimi rafrænnar tónlistar hér á landi, sem og erlendis. Þeir bjóða upp á tvo franska plötusnúða, DJ Erik Rug (aka Dirty Jesus) ogDJ Kontrol (aka Pure Science). Hinn franski Erik Rug er vægast sagt stórt nafn í bransanum og ekki alls ókunnugur spilun þar sem hann er heimalningur á klúbbum á borð við Rex Club í París og Robodisco í Manchest- er. Hinn enski Kontrol er ný- stirni i drum n’ bass-bransanum og spáð miklum frama. Hann spilar á bestu klúbbunum í Bret- landi, t.d. Pure Science og Pulse, og gefur út hjá heitustu fyrir- tækjunum - mikið böss í kring- um hann. Þar með er dagskráin ekki aldeilis upptalin, vesturbæ- ingarnir í Quarashi slefa í hljóðnemana, Northern Light Orchestra snýr tökkum, gusgusararnir Alfred More og MC Daníel Ágúst teknóast og Herb Legowitz grúfar. Afgang- urinn af öllum bestu plötusnúð- um skersins er einnig á svæð- inu: Margeir, Andrés, Árni E. og DJ Rampage fjórdekkast, Rauða stjarnan Þossi, Habit, Polaroid og Röddin Jón Atli. Herlegheitin eru haldin á skemmtistaðnum Ingólfshvoli, 5 min. fyrir utan Selfoss. Skjálfta- menn segjast ætla að umturna húsinu með stjarnfræðilega öfl- ugu hljóð- og ljósakerfi. Næg tjaldstæði eru þarna beint við hliðina á og stöðugar sætaferðir eru frá BSÍ, enda er svæðið ein- ungis 30 mínútna akstur frá Reykjavikinni. Armband sem gildir á öll 3 kvöldin kostar 2900 kr. og miði á eitt kvöld 1500 kr. Öllum danstónlistarunnendum og partídýrum er ráðlagt að mæta. sínu. Gott mál, ætti að falla í kramið hjá hin- um háþróuðu norsku túristum. Doppóttlr sokkar á Kringlukránni. Jughghg en það nafn! /me throws up. ©Bö 11 Opiö frá 22 til núll þrjú á Næturgalanum. Anna Vllhjálms og Hilmar Sverrisson sjá til þess að ykkur langar ekki rassgat út úr bæn- um. Til hvers líka aö vera skrönglast í umferð- arteppu langt út á land þegar aðalstuðið er við þröskuldinn heima? •Klassík Síðustu tónlelkarnir í sumartónleikasyrþunni við Mývatn verða í Reykjahlíöarkirkju klukkan 21. Tjarnarkvartettinn fær það hlutverk aö Ijúka einstaklega góðri dagskrá, m.a. með lög- um við Ijóð eftir Davíð Stefánsson og Jónas Hallgrímsson. Vonandi gleypa þau ekki neinar mýflugur á meðan. „Ég átti að vera að vinna alla helgina en fannst það dálítið stift og fékk mig þvi lausa á sunnu- daginn. Mér fannst ég eiga það inni enda hef ég verið að vinna um síðustu verslunar- mannahelgar. Ég á frí í kvöld og hef hugsað mér að njóta lífsins, skrepp kannski í bíó - Notting Hill sýnist mér vera besti kosturinn - eða fara út að labba. Á sunnudaginn ætla ég að vera með fjölskyldunni og vinum mínum. Svo les ég örugglega mikið eins og vanalega. Ég er alltaf með nokkrar bækur í gangi, núna t.d. leikrit Samuels Beckets og heimildarskáldsögu um Elísa- betu fyrstu. Það er nú einu sinni versl- unarmannahelgi og því skipti ég líklega yfír í eitthvert léttmeti, kaupi mér kannski Hallo eða Paris Match." •Sveitin Stórhljómsveit- in Skítamórall heldur uppi stuðinu í Miö- garði, Skaga- firðl. Þar verða allir slagararnir og miklu meira til. Það er alla vega hægt að bóka að enginn verður svikinn, hvaö stuðið varðar, á balli meö Móralnum. Innansveitarmenn (strákar af Króknum) dj-a í pásum. Flðringurinn er staddur á hinu sérstaka festi- vali „Undir Bláhimni" en þar fá allir að vera með í tónlistarsköpuninni. Félagsheimilið Ár- nes í Gnúpverjahreppi er undirlagt af þessu. Það er gott tjaldstæöi, sundlaug, heitir pottar, knattspyrnuvöllur og margt fleira skemmtó. Auk Rðringsins og Bjögga Gisla eru þarna hetjur á borð við KK, Bubba, Bjartmar, Súkkat, Eyjólf Krlstjáns, Ólaf Þórðarson, Slg- urö Gröndal, Wilmu Young, BJörn Thoroddsen og Kuran Swlng. Einhvern tíma í fjarlægri framtíð rýnir einhver sagnfræðingur, sem er að gera úttekt á því hvernig fjallað var í fjölmiðlum um frjálsan af- greiðslutíma veitingastaða, í þetta gamla guln- aða Fókuseintak, sér þessa örgrein og spyr sig: „Hvernig gat blaðamaðurinn vitaö að ég myndi iesa þetta?" 5 plötusnúðar, að sögn þeir bestu á landinu, spila á Ráðhúskaffi und- ir nafninu Blóð & Svltl. House, hip-hop, techno, breakbeat, drum'n bass og allt þaö besta úr dansheiminum. Grúvað verður fram eftir því afgreiðslutíminn er frjáls. Þarna hef- urðu það, sagnfræðingur, við erum öll mjög upptekin af þessu! Á móti sól leikur fyrir börn og bind- indispostula í Galta- læk. Við kjafti. höldum Rúnar Júl er að sjálf- sögðu á ferðinni. Hann og Slggi D. stilla upp f Réttinni við Úthlíð í Biskupstungum og bíða svo átekta. Jú, það heyrast drunur í fjarska, stefnir í fullt hús. SSSól, Ensími og Víkingabandið frá Færeyjum leika í Herjólfsdal, Vestmannaeyjum. Dansleik- ur þessi stendur til klukkan fimm f fyrramáliö. Mannakorn, Rut og Maggi og að sjálfsögðu Dirty Jesus hamrar skífurnar aö hætti Parísarbúa í reiöhöllinni Ingólfshvoli um helgina. Hallbjörn sjálfur og Lukkulákarnir. Þetta er tímið sem pípar á ykkur ef þið hættiö ykkur á kántrfhátfðina á Skagaströnd. „Já, kántríhátíö þá, sem þú ert kominn á...“ Karma sér um poppið á Mjólkurgleöl SÁÁ- fólks að Stapafelll í Dölum. Þarna verða allir sem eru búnir að fatta að áfengi er enginn gleðigjafi f Iffi þeirra. Menn verða því á lífsgleð- inni einni og sumir kannski á hnefanum. Hafrót hippaband er á Ránni í Keflavík alla þessa helgi. Gúdd tæms bad tæms! Sóldögg er á Slglufirði f kvöld. Á I f a b o r g- arsjens hefur verið við lýði síðustu 10 ár en fariö frekar leynt. Þessi hátið er haldin af Feröamálahópi Borgarfjarðar eystra og Fjarðarborg. Klukkan 20 f kvöld hefst hagyrðlngamót í Fjarðarborg og stjórnar því Jóhannes Kristjánsson eftirherma (nóg að gera hjá þér, Jóhannes). Dómnefnd velur og verðlaunar bestu botna við þennan fyrrpart: „Þegar færist fjör f leik / flýgur tfminn hratt". Hmm, hmmm, „Komdu nú í stóran sleik / og sjúgðu mig svo gratt". Klukkan ellefu hefst svo skeggjaö harmónikuball þar sem Örvar Krlstjánsson fer fyrir lýðnum. Land & synir koma fram á svokölluöu Frelsls- balll í KA-helmillnu á Akureyri. 16 ára og eldri komast inn. Geirmundar-sveiflan fær sess á Hótel Kiðagili þvi köngurinn sjálfur er mættur. Lifi kóngurinn! Halló Akureyri heldur áfram af fuilum krafti. Grúppan sem ætlaði sér að vera í pásu í sumar, | Sálln hans Jóns míns. getur ekki á sér setið og dúndrar prógrammi sínu á gesti Sjallans. Láttu mig vera! Hljómsveitin Elnn og sjötfu skemmtir á gleði- húsinu Við Polllnn á Akureyri. Gjeðveikt! Hljómsveitin - ekki panhópurinn - Hot and Sweet (vonandi eru þeir ekki með Islenskt brennivfn sem sponsor) leikur fyrir dansi í Búð- arklettl í Borgarnesi. Pottþétt skemmtun fyrir nærsveitunga sem nenna ekki á útihátfð eöa þá sem eru einmana í Munaðarnesi. V* =Fokus mælir með ©L e i k h ú s Llght nights er skemmtilegur möguleiki f ís- lensku leikhúslífi, nú þegar öll hin leikhúsin eru f dróma. Þó sýningunum sé kannski helst beint að túristum, leikið á ensku og svona, er samt bráðgaman fyrir íslendinga að mæta og upplifa þetta. Draugar, forynjur og hverskyns kynjaverur vaða þarna um sali og gefa áhorf- andanum til kynna hvernig íslensk þjóöarsáj.. leit út fyrr á öldum. Sýnt er í TjarnarbíóV fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöld klukkan 21. Reykjavík: Austurstræti 3, Sudurlandsbr. 46, Esso-stööin Ártúnshöföa & Kringlunni. Hafnarfjörður: Esso-stöðin, tækjargötu 46, Esso-stöðin, Reykjavikurvegi 54. Keflavik: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1. «SUBWflY* Ferskleiki er okkar bra^tk Stendur þu fyrir einhverju? Sttmlu upply,slnt].ii l p m.ul tokúSKÍlOWis i:. Li\ þþU iiill'O JÚ 30. júlí 1999 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.