Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 15
Á höttunum eftir frábæru starfsfólki! Við leitum að fólki til starfa á nýjum og glæsilegum Pizza Hut veitingastað sem opnar í ágúst Kynntu þér málið! Vaktstjóri í eldhús Almenn verkstjórn í eldhúsi og yfirumsjón með daglegu birgðahaldi. Vaktstjóri þarf að vera skipulagður í vinnubrögðum og eiga gott með að umgangast samstarfsfólk. Reynsla af samskonar störfum æskileg. Veitingastjóri Yfirumsjón með rekstri staðarins. Skipulagshæfni nauðsynleg og viðkomandi þarf að eiga gott með að umgangast samstarfsfólk. Reynsla af sams konar störfum æskileg. Þjónusta í veitingasal (fullt starf eða hlutastarf) Þjónusta við viðskiptavini í veitingasal. Reynsla æskileg en mestu skiptir að hafa ánægju af því að umgangast annað fólk og veita góða þjónustu. Störf í eldhúsi (fullt starf eða hlutastarf) Öll almenn eldhússtörf, undirbúningur, framleiðsla, frágangur og þrif. Ekki er krafist sérmennturnar á matvælasviði en almennur áhugi á meðhöndlun matvæla er æskilegur. Bílstjórar í heimsendingar Þjónustulund og góð framkoma nauðsynleg. Umsækjendur verða að hafa bifreið til umráða. WiH Smith leikur Muhammad Ali Will Smith er einn allra vin- sælasti leikarinn í Hollywood í dag og þótt Wild Wild West hafi ekki fengið góðar viðtökur hefur hann ekki lækkað í verði. Nýlega var gengið frá því að hann fengi 20 milljónir dollara fyrir að leika Muhammad Ali í kvikmynd um ævi kappans sem byrja á að taka í haust. Þetta er í fyrsta sinn sem Smith kemst í 20 milljón dollara flokkinn þar sem fyrir eru Jim Carrey, Adam Sandler, John Travolta og Arnold Schwarzenegger. Og með þessum samningi er Will Smith orðinn hæst launaði svarti leikarinn frá upphafi. Leikstjóri myndarinnar, sem ekki hefur fengið endanlegt nafn, verður Barry Sonnenfeld (Men in Black, Wild Wild West) og er þetta þriðja mynd- in sem þeir gera saman. Sú Qórða verðin- gerð næsta sum- ar þegar framhaldið af Men in Black verður gert. Hryllingur um borð í Virus, sem Regnboginn frumsýn- ir í dag, segir frá flutningaskipinu Sea Star sem missir farm sinn í miklu óveðri á Kyrrahafmu. Eftir að storminum slotar rekst skipið á stórt rússneskt rannsóknarskip sem í fyrstu virðist mannlaust. Skipstjór- inn á Sjóstjömunni ákveður að taka skipið í tog, enda mikil björgunar- laun i boði fyrir að bjarga skipi af þessari stærð, og hluti áhafnarinnar er sendur um borð í ið. Ekki stendur öllum á sama um þessa ákvörðun, enda kemur fljótt í ljós að skipið haíði verið yfirgefið og öll ummerki þar bera vott um heift- arleg átök og blóðbað. Áhöfninni á Sjóstjörnunni tekst að koma raf- magni á og meira að segja koma vél- inni í gang en öllum tii furðu virðist sem skipið stýri sér sjálft og þýðir lítið að breyta stefnu þess. í einum afkima skipsins flnnst einn skipverji, stúlka, sem er stjörf af hræðslu. Segir hún frá því að einhver vera utan úr geimn- um hafl komist um borð og tekið alla stjórn og byrjað að framleiða vélmenni sem litu út eins og menn. í fyrstu er talið að þetta sé rugl í stúlkunni en brátt fara að gerast undar- legir atburðir. í aðalhlutverkum i Virus eru Jamie Lee Curtis, Donald Sutherland og Willi- am Baldwin. Leik- stjóri er John Bruno, þekktur höfundur kvikmyndabrellna sem meðal annars vann við The Abyss, Clifíhanger og True Lies. -HK Súkkulaðiboltinn Hugh Grant heillar stúlkur hvar sem er í heiminum. Jaoanskar stúlkur Pizza Hut býður upp á góða starfsaðstöðu hjá traustu fyrirtæki í fremstu röð í sinni atvinnugrein. Allir starfsmenn fá þjálfun í starfi samkvæmt þaulskipulögðu kerfi sem notað er um allan heim. Við óskum eftir að ráða hresst fólk, á öllum aldri, til að hjálpa okkur við að byggja enn betur upp þetta heimsfræga vörumerki á íslandi. Óhætt er að segja að flestar kon- ur heims hafi fallið fyrir Hugh Gr- ant í Four Weddings and a Funer- al. Það var eitthvað við strákslega tilburði hans og hversu brothætt- ur hann var sem höfðaði til kvenna, þá voru margar hrifnar af honum sem tákni um breska aristókratann. Áður en hinn vest- ræni heimur hafði fallið fyrir Hugh Grant höfðu japanskar kon- ur tekið hann upp á arma sína og þar i landi eru til vídeóspólur, Hugh Grant, volume 1 og volume 2, sem hafa selst í miiljónaupplagi en á þeim má sjá ýmis atriði úr kvikmyndum og sjónvarpsmynd- um sem hann hefur leikið í auk sjónvarpsviðtala. Fyrri spólan var komin á markaðinn í Japan áður en Four Weddings and a Funeral var frumsýnd. Eins og heyra má á tali Hugh Grant þá er hann háskólagenginn maður og ekki útskrifaður úr neinum venjulegum háskóla, heldur Oxford. Þar sté hann sín fyrstu skref á sviði í nemendaleik- húsi háskólans. Eftir að námi lauk stofnaði haim sinn eigin leik- flokk sem ferðaðist með klassísk verk um England. Segja má að hann hafi slegið í gegn sem leik- ari tuttugu og sjö ára gamall í sinni fyrstu kvikmynd, Maurice, sem James Ivory leikstýrði. Fyrir leik sinn í henni var hann valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíð- inni í Feneyjum. í kjölfarið lék hann í nokkrum breskum kvik- myndum sem sumar eru eftir- minnilegar en aðrar best geymdar í glatkistimni og áður en hann varð kvikmyndastjarna í Four Weddings and a Funeral hafði hann íeikið í úrvalsmyndum á borð við Bitter Moon (Polanski), The Remains of the Day og Impromtu, þar sem hann lék Umsóknareyðublöð liggja frammi á veitingastað okkar á Hótel Esju. Nánari upplýsingar veitir ]ón Garðar í síma 863 1112. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst næstkomandi. Byron lávarð. Frægðinni fylgja ýmsir fylgi- fiskar og eins gott að vera á varð- bergi. Þetta veit Hugh Grant i dag en hann fékk illilega að kenna á slúðurblöðum heimsins þegar hann var gripinn glóðvolgur á götu í Hollywood með vændiskon- unni Divine Brown. Sjaldan eða aldrei hefur kvikmyndastjarna verið tekin jafm'ækilega í karp- húsið og voru margir á því að fer- ill hans væri allur. Svo var þó ekki, aðdáendur hans stóðu með sínum manni, ekki síður en unnusta hans til margra ára, glæsipían Elizabeth Hurley. Segja má að það viðhorf sem Hugh Gr- ant hafði sjálfur til atburðarins hafl einnig hjálpað honum mikið, hann gerði óspart grín af sjálfúm sér í viðtölum og bjargaði þar með andlitinu. Þegar Jay Leno spurði hann í The Tónight Show hvort hann myndi aftur fá sér vændis- konu svaraði Hugh að bragði: „I’m not one to go around blowing my own horn“. -HK Er hann ekki alltaf sætastur? Hér á eftir fer listl yfir þær kvikmyndir sem Hugh Grant hefur leikið í: Maurice (1987), White Mischief (1988), Lair of the White Worm, The Dawning (1988), Rowing the Wind (1988), Till We Meet Again (1989), The Lady and the Hig- hwayman (1989), Impromptu (1990), Crossing the Line (1990), Our Sons (1991), Bitter Moon (1992), Night Train to Venice (1993), The Remains of the Day (1993), Four Weddings and a Funer- al (1994), Sirens (1994), Sense and Sensibility (1995), Restoration (1995), Nine Months (1995), The Englishman Who Went up a Hill but Came Down a Mountain (1995), An Awfully Big Adventure, Extreme Measure (1996), Notting Hill (1999). 30. júlí 1999 f Ó k U S 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.