Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 22
f34 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 Fólk í fréttum Þorsteinn Már Baldvinsson i Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja á Akureyri, er einn af stjómarmönnum í hinu nýja eignarhaldsfélagi, Orca, sem nýverið eignaðist 28% hlut í FBA. Starfsferill Þorsteinn er fæddur 7.10. 1952 á Akureyri og ólst hann þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. - árið 1973. Stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1973- 74 og lauk prófl þaðan 1974. Þorsteinn lagði stund á verkfræðinám við Háskóla íslands 1974- 75 og skipaverkfræðinám við v Norges Tekniske Högskole í Þrándheimi 1975-80 er hann lauk prófi. Þorsteinn var verkfræðingur hjá Félagi dráttarbrauta og skipasmiða 1980-81. Hann var svo framk væmdastj ór i Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur 1981-83. Þorsteinn hefur verið framkvæmdastjóri Samheija á Akureyri frá 1983. Hann situr í stjóm Olís og LÍÚ. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 26.4. 1983 Helgu Steinunni Guðmundsdóttur, f. 19.9. 1953, húsfreyju og uppeldisráðgjafa. Foreldrar hennar: Einar Guðmundur Vilhjálmsson, f. 19.2. 1933, útibússtjóri Landsbanka íslands á Ámesi, og k.h., Erna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 3.9. 1934. Böm Þorsteins og Helgu: Katla, f. 12.10. 1982, og Baldvin, f. 22.11. 1983. Systkini Þorsteins: Margrét, f. 3.11. 1956, íþróttakennari, maki Ingi Garðar Bjömsson hagfræðingur, þau eiga 3 börn; Finnbogi A., f. 1.11. 1961, maki Anna Jóna Guðmundsdóttir, f. 6.7. 1962, barn þeirra: Björg, f. 29.1. 1988. Þau eru búsett í Þýskalandi. Foreldrar Þorsteins: Baldvin Þorvaldur Þorsteinsson, f. 4.9. 1928, d. 21.12. 1991, skipstjóri og hafnarvörður á Akureyri, og k.h. Björg Finnbogadóttir, f. 25.5. 1928, húsfreyja á Akureyri. Ætt Foreldrar Baldvins: Þorsteinn Vilhjálmsson, f. 9.11. 1894, d. 23.7. 1959, bóndi í Hléskógum í Grýtubakkahreppi, síðar fiskmatsmaður í Hrísey á Eyjafirði, síðast búsettur á Akureyri, og k.h. Margrét Baldvinsdóttir ljósmóðir, f. 25.10. 1891, d. 6.10. 1963. Foreldrar Bjargar: Finnbogi Þorleifsson, f. 19.11. 1889, d. 13.8. 1961, útgerðarmaður og skipstjóri á Eskifirði, og k.h. Dórothea Kristjánsdóttir, f. 14.12. 1893, d. 6.3. 1965, húsfreyja. Þorsteinn Már Baldvinsson. Sviðsljós íslandspóstur hefur tekið fram hjólin að nýju og ekki annað að sjá en pósturinn geti borið heil býsn af bréfum í einni ferð. DV-mynd S Sendlar óskast á afgreiðslu blaðsins á aldrinum 13-15 ára. Vinnutími kl. 13-18. Mjög hentugur vinnutími með skólanum. Upplýsingar í síma 550 5000. Askrifendur aukaafslátt af smáauglýsingum a\\t mil/í him, 'Os Smáauglýsingar 550 5000 Káitir krakkar í heimsókn hjá Tígra Þessi myndarlegi hópur barna af leikjanámskeiði í Tónabæ heimsótti DV í gær í fylgd leiðbeinenda sinna. Börnunum var kynnt barnaefni DV en hápunktur heimsóknarinnar var þegar Tígri, lukkudýr Krakkaklúbbs DV, brá á leik. DV-mynd Pjetur haustuörurnar komnar Opið: Mánud-fimmtud. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-18 Sunnudaga 12-17 Til hamingju með afmælið 18. ágúst 95 ára Guðmundur O. Thorlacius, Nýlendugötu 20, Reykjavík. 90 ára Ingibjörg Jónsdóttir, Furugrund 75, Kópavogi. 85 ára Jónatan Guðmundsson, Eiðismýri 30, Seltjarnaraesi. 80 ára Björg V. Ásmundsdóttir, Lindargötu 61, Reykjavík. Karl Ágúst Bjarnason, Smyrlabjörgum 2, A-Skaftafs. Kári Elías Karlsson, Víðilundi 24, Akureyri. 75 ára Guðbjörg H. Beck, Hamraborg 36, Kópavogi. Sveinbjörg Rósantsdóttir, Skarðshlíð llg, Akureyri. 70 ára Guðrún Albertsdóttir, Víghólastíg 17, Kópavogi. Ingólfur Reimarsson, Innri-Kleif, Breiðdalsvík. Margrét Albertsdóttir, Austurbyggð 5, Akureyri. Oddný Jónsdóttir, Helgamagrastræti 53, Akureyri. Ragnar Guðmundsson, Hraunbæ 52, Reykjavík. 60 ára Árni Jóhannesson, Dalbraut 34, Bíldudal. Árni Sigurjónsson, Leifshúsi, Akureyri. Guðmimdur Guðlaugsson, Beykilundi 12, Akureyri. Heiðar Valdimarsson, Sörlaskjóli 50, Reykjavík. Hjalti Bjömsson, Skúlagötu 19, Borgarnesi. Jón Ægir Guðmundsson, Dalseli 17, Reykjavík. Karl Bergsson, VíðivöOum 25, Selfossi. Ragnar H. Bjarnason, BirkOundi 8, Akureyri. Svana Jónsdóttir, Heiðarbraut 60, Akranesi. Trausti Marinósson, Hásteinsvegi 64, Vestmeyjum. Valborg Guðmundsdóttir, Dalalandi 9, Reykjavík. 50 ára Anna K. Marteinsdóttir, HávaOagötu 51, Reykjavík. Brynjar Sigtryggsson, Heiðarhomi 8, Keflavík. Finnur Sigurgeirsson, Snorrabraut 35, Reykjavík. Guðrún Sveinbjömsdóttir, Króksseli, Skagaströnd. Hlíf Kristófersdóttir, Fannáfold 115, Reykjavík. Hulda Pétursdóttir, Álfheimum 46, Reykjavík. Ingibjörg Ingólfsdóttir, Hálsum, Borgarf. Jón Hartmann, Álfholti 14a, Hafnarfirði. 40 ára Guöbjörg Inga Kagnarstíottir, Lyngholti 3, Dalvík. HaUa Eiríksdóttir, Lagarási 20, EgOsstöðum. Heiða Hilmarsdóttir, Drafnarbraut 6, Dalvík. Helena Björk Hannesdóttir, Borgargerði 2, Stöðvarfirði. Ingimar HaUgr. Victorsson, Tómasarhaga 41, Reykjav. Jónmundur Ólason, Skarðshömrum, Borgarf. Konráð Þór Sigurðsson, Hlíðarvegi 48, Ólafsfirði. Kristín Guðný Sigurðardóttir, Þórólfsgötu lOa, Borgam. Ólafur Ásgeirsson, Traðarlandi 6, Reykjavík. Steinunn H. Jóhannsdóttir, AsparfeUi 8, Rvík. Sverrir Kristfinnsson, Jóraseli 10, Reykjavík. Þorsteinn Marel Júlíusson, Akurholti 8, Mosfellsbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.