Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 24
36 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 TY\7 nn Ummæli Útsala var það, heillin „Göngum hægar um þær gleðidyr að efna til útsölu ríkiseigna - svo mikil hækkun hefur orð- ið á hlutabréfum FBA frá því ríkið seldi, að útsala var það, heillin." Sighvatur Björg- vinsson alþingismaður, í Morgunblaðinu. Vandræðagangurinn á Laugaveginum „Það er enginn annar en borg- arstjóri sem ber ábyrgð á þessum vandræðagangi sem verið hefur í byggingarmálum i borginni að undanfórnu. R-listinn er búinn að hræra svo í kerfrnu að starfs- fólk veit ekki lengur hvernig það á að afgreiða mál.“ Jón Sigurjónsson, gullsmiður á Laugaveginum, í DV. íslensk mafía? „Það er eitthvað sem ég þekki ekki ef þeir eru hluti af einhverri mafiu. Ég man ekki betur en að einn þeirra hafi verið aðstoðar- maður Davíðs.“ Jón Kristjánsson alþingismaður vegna ummaela Davíðs Odddsonar, í Degi. GSM og sálimar „Við erum aö keppa um sál- imar á allt öðrum forsendum en Landssiminn. Við þurfum ekki GSM-síma til að ná sam- bandi upp.“ Bjarni Grímsson, framkvæmda- stjóri Kristnitökuhátíðar, i Degi. Ringlaður ráðherra „Hún hefur algerlega snúist um 180 gráður frá því að þessi ágæti þingmaður var að beijast fyrir því að fá sem flest at- kvæði í átökum um varafor- mannsembætti i Framsóknar- flokksins." Össur Skarphéðinsson um Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra, í DV. : Þjóðleg skítalykt „Það verður trúlega ekki mik- ið mál að fá þennan sýningar- skála til að bera sig. Fnykur af frönskum og gos í kóki eru orð- in að þjóðlegri skítalykt sem um- lykur landið. Með því að bæta við þetta spilakössum getur skál- inn malað gull og hættum svo bara þessu menningarkjaftæði." Kjartan Guðjónsson myndlist- armaður um örlög Listaskálans í Hveragerði, í Morgunblaðinu. Friðbert Pálsson hjá Góðum stundum: JMikil áhætta liggur í kvikmyndakaupum Um síðustu helgi dreifði nýtt kvik- myndadreifmgarfyrirtæki, Góðar stundir ehf., sinni fyrstu kvikmynd hér á landi. Var það myndin Allt um móður mina sem spænski leikstjór- inn Pedro Almodóvar leikstýrir. Er um að ræða margverðlaunaða kvik- mynd og fékk Almodóvar meðal ann- ars verðlaun fyrir hana sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes: „Margir vildu nú meina að myndin hefði átt að fá gullpálmann og - - •, j var almennt bú- ist við því,“ segir Friðbert Pálsson, stofnandi Góðra stunda, en hann hefur mikla reynslu í íslenskri bíó- menningu, var forstjóri Há- skólabíós um tveggja áratuga skeið. Friðbert segist nota reynslu sína til að velja og hafna: „Þetta er áhættu- samur bisness og það tekur sinn tíma að koma þessu af stað. Ég stofnaði fyrirtækið um síðustu áramót og það er fyrst núna sem ég er að sýna fyrstu kvikmyndina. í raun er þessi bransi eins og að fara í spilavíti og velja eina tölu og sjá svo til hvort hún kemur upp. Ég kaupi sumar kvikmyndir fyr- ir fram og hluta af þeim kvikmyndum sem ég kaupi mun ég setja beint á myndband, enda mun fyrirtækið einnig Maður dagsins sinna myndbanda- markaðinum. Má nefna að á komandi Kvikmyndahátíð í Reykjavík á ég einar þrjár kvikmyndir sem þar verða sýndar og munu þær síðan síðar meir verða gefnar út á myndbandi. Eg kem til með að gefa út fleiri titla á mynd- bandi en þeim sem dreift er í kvik- myndahús. Svo er ég einnig með sjón- varpsréttinn og sel myndimar síðan áfram 1 sjónvarpið." Friðbert er spurður hvort hann sé ekki í beinni samkeppni við bíóin sjálf, sem eru einnig dreifingaraðilar: „Jú, að einhverju leyti, en segja má að Skífan sé einnig sjálfstæður dreif- ingaraðili sem selur í kvikmyndahús. Staðreyndin er að það eru of margir kvikmyndasalir í Reykjavík. Ég held __________ að nýtingin sé ekki nema um 15% á ári, þannig að það er ekki erfitt að ----------- semja um sýningu á kvikmynd og þótt ég hafi samið viö minn gamla vinnustað, Háskólabíó, um að sýna fyrstu kvikmyndina sem ég dreifi þá er ekki þar með sagt að ég geri það með næstu kvikmynd." Friðbert hefur þegar keypt nokkrar kvikmyndir sem hann ætlar að sýna í kvikmyndhúsum: „Næsta kvikmynd sem tekin verður til sýninga er danska kvikmyndin Síðasti söngur Mifúme (Mifume’s sidste sang) sem leikstýrt er af Sören Kragh-Jacobsen, ;n hún hlaut meðal annars silfur- bjöminn á Kvikmyndahátíðinni í Berlín, þá má nefna að ég er bú- inn að kaupa nýjustu kvik- mynd Roberts Di Niros, Flawless, sem Joel Schumacher leikstýrir og Under Suspicion með Gene Hackman og Morgan Free- man.“ -HK um þjóðsagna- persónu, stend- ur á hlaðinu við höfnina. Verkin eru unnin í grá- Sýningar Páll Guðmundsson sýnlr í Skagafirði. Höggmyndir í Skagafirði Þessa dagana stendur yfir sýning á höggmyndum eftir Pál Guðmundsson frá Húsa- felli í Lónkoti í Skagafírði. Flest verkin á sýningunni eru í stóra tjaldinu en eitt þeirra, sem er minnisvarði grýti úr Lón- kotsmöl, stuðla- berg frá Hofsósi og ýmiss konar grjót frá Húsafelli. Sýning- unni lýkur 29. ágúst. Málverk í Lóuhreiðri Edwin Kaaber sýnir um þessar mundir í veitinga- staðnum Lóuhreiðri í Kjör- garði við Laugaveg. Mynd- irnar eru unnar í oliu, akrýl og vatnsliti. Sýningin stendur fram í miðjan sept- ember. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2478: rÍL /»1> (ÞETTA , víkk/ oc. oxeYT/A>rí ] N \£’KK/‘ y f/£/'rr ANNAD-J - 'tA Rétt skal vera rétt Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Stefán Karl Stefánsson leikur eina hlutverkið í hádegisleikhúsi Iðnós. 1000 eyja sósa Iðnó hefur sýnt um skeið við miklar vinsældir í hádegisleik- húsinu 1000 eyja sósu eftir Hall- grím Helgason og eru næstu sýn- ingar í hádeginu á morgun og fostudag. Þetta er annað hádegis- leikritið sem Iðnó sýnir en bæði voru afrakstur verðlaunasam- keppni sem efnt var til. Aðeins einn leikari er í verk- inu, Stefán Karl Stefánsson, og leikur hann Sigurð Karl sem situr í flugvél á leiðinni til útlanda. Hann hefur tekið ákvörðun um aö yfírgefa konu-------------- sína og böm og LeÍkHÚS tekur það lítið nærri sér en styttir sér stundir með því að mala við óviljugan sætisfélaga sinn. Sigurður Karl er afskaplega þreytandi maður öllum öðrum en sjálfum sér. Hann æpir þegar honum dettur í hug, þvaðr- ar einhverja steypu og talar í far- síma þó að það sé bannað. Þær fjölmörgu skyldur sem hinn al- menni borgari þarf að eltast við á hveijum degi skipta hann litlu máli lengur. Bridge John Onstott í sveit Steves Beatt- ys missti af tækifæri á vinningi í þessu spil sem kom fyrir í úrslita- leik Spingold-sveitakeppninnar í Bandaríkjunum á dögunum. Til úr- slita í þeim leik spiluðu sveitir Nicks Nickells og Steves Beattys (mishermt var í dálkinum í síðustu viku að Nickell hefði spilaö við sveit Dicks Freemans í úrslitum, en Freeman er í sveit Nickells!). í lok- uðum sal höfðu sagnir endað í 5 hjörtum hjá Eisenberg og Hayden. Vömin tók slagina tvo á svörtu ás- ana og spilaði síðan áfram laufi. Sagnhafi þurfti að gera sér mat úr tíglinum til að öðlast von um vinn- ing en þegar ásinn lá fjórði úti varð sagnhafl að lokum einn niður. Ef sagnhafi hefði tekið áhættuna af því að trompa tígul í fjórða slag og svína hjartagosa hefði spilið unnist. Sagnir gengu þannig í opnum sal, austur gjafari og NS á hættu: ♦ 10 •» ÁG876 ♦ KG7632 * K 4 ÁKG86 M 2 ♦ D105 * ÁG98 4 9432 W K9543 - * 10632 Austur Suður Vestur Norður Onstott Rodwell Beatty Meckstr. 14 pass 24 dobl 4 4 p/h Útspil Rodwells var hjarta og Meckstroth átti fyrsta slaginn á hjartagosa. Næst koma spaðatía og Onstott tók slaginn á drottninguna í blindum. Nú gerði hann þau „mis- tök“ að spila laufdrottningunni, því hann taldi norður líklegan til að eiga lengd i litnum. Hann tók einu sinni spaða til viðbótar, lauf- gosa og gaf Rod- well síðan slag á lauftíuna. Rod- well spilaði hjarta á ás Meck- stroths og Ons- tott gerði heiðar- lega tilraun til að vinna spilið með því að henda tígli. Norður hefði undir venjulegum kringumstæðum verið endaspilað- ur, en Onstott var óheppinn þegar Meckstroth spilaði tígli og Rodwell var með eyðu í litnum. ísak Örn Sigurðsson 4 D75 * D10 ♦ Á984 4 D754

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.