Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 5 Fréttir Fjölmenni á tööu- gjöldum á Hellu Rauöisandur á Baröaströnd - eftirsóttur af athafnafólki úr Reykjavík. Reykvískt athafnafólk tekur stefnuna á Vestfirði: Af sólarströnd á Barðaströnd „Þetta verður ef til vill til þess að liðið fyrir sunnan fari að sjá að líf og landshagir hér fyrir vestan sé ein- hvers virði,“ sagði Ólöf Matthíasdótt- ir, bóndi á Melnesi og Stökkum á Rauðasandi í Barðastrandarsýslu, um háværan orðróm í sveitinni þess efn- is að reykvískt athafhafólk sé að kaupa allar falar jarðir í sveitinni - sé búiö að fá nóg af sólarströndum og vilji nú á Barðaströnd. Verið er að ganga frá sölu á Saurbæ á Rauða- sandi sem Eyrarsparisjóður á Pat- reksfirði eignaðist á uppboði og í bæ- inn Fossá á hafa borist tilboð að sunnan: „Það er komið tilboð í Saurbæ en ég get á þessari stundu ekki upplýst hver kaupandinn er,“ sagði Hilmar Jónsson sparisjóðsstjóri í gær. „Það er í sjálfu sér ekkert leyndarmál en verður ekki upplýst fyrr en skrifað hefur verið undir kaupsamning." Heimamenn þykjast vita hvaða ná- granna þeir eru að fá þótt þeir séu ekki alveg vissir um hver sé að kaupa hvaða jörð en meðal væntaniegra kaupenda eru nefndir Rannveig Rist, forstjóri ál- félagsins, Jóhannes í Bónusi, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, og félagi hans, Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Ég hef nú búið hér í 32 ár og ætla suður á mölina eins og allir,“ sagði Stella Jónsdóttir, húsfreyja á Fossá en hún og bóndi hennar eru nú að skoða tilboð i jörðina. Fossá er næsti bær við Flókalund að sunnanverðu og voru settar rúmar 16 milljónir á jörðina. „Ég veit ekki hvort Jóhannes í Bónusi er að falast eftir jörðinni enda er mér sama hver kaupir. Hér er fallegt en engin laxveiöiá," sagði Stella á Fossá. Á Eyri við Kollafiörð hafa Wathne- systur komið sér fyrir og Laugaból í Amarfirði var selt undir sumarhúsa- lóðir í fyrra. „Við höfum fengið að slá túnin á Saurbæ og mjólka þar kýr sem við keyptum. Eftir krókaleiðum fengum við þau skilaboð frá væntanlegum eiganda að við mættum alveg halda áfram að slá túnin og nota fiósið hon- um að meinalausu þannig að það er alveg ljóst að hér fer kaupandi sem vill eiga góð samskipti við væntan- lega nágranna sína,“ sagði Ólöf hús- freyja á Melnesi og Stökkum en 10 kílómetrar eru á milli bæjanna tveggja. Mitt á milli liggur svo Saur- bær sem svo mjög hefur verið sótt í að undanfómu. -EIR - Jón Ársæll í falMífarstökki Töðugjaldahátíð var haldin um síðastliðna helgi á Gaddstaðaflöt- um við Hellu 6. árið í röð. Hátíðin á orðið sér fastan sess aðra helgi frá verslunarmannahelgi og kem- ur fólk vfða að til að skemmta sér og sínum. Hátíðin hófst á fostudagskvöldið og stóð alla helgina. Rigning setti aðeins strik í dagskrána um mið- bik laugardagsins en hátíðargestir létu það ekki á sig fá. Seinnipart- inn stytti svo upp og á brekkusöng og skemmtun um kvöldið töldu að- standendur hátíðarinnar að hafi verið hátt í 5000 manns. Fallhlífarstökkssýningu var frestað þar til á sunnudag. Á með- al stökkvara var sjónvarpsmaður- inn Jón Ársæll Þórðarson sem stökk sitt fyrsta fallhlífarstökk og var farþegi með öðrum reyndari. Þegar Jón var lentur veitti hann viðurkenningar Töðugjaldahátíðar og Sunnlenska fréttablaðsins, alls fimm talsins, og í ár fengu þær: fyrir atvinnumál Þórir N. Kjart- ansson í Vík, fyrir umhverfismál Magnús Runóífsson, Hvolsvelli, fyrir menningarmál Hildur Há- konardóttir, Selfossi, og frumkvöð- ull ársins var valinn Már Sigurðs- son, Geysi. Fimmtu verðlaunin eru síðan heimshomið. Þau eru veitt þeim einstaklingi sem hefur staðið sig best á innlendum og er- lendum vettvangi og í ár hlaut þau Sigurbjörn Bárðarson hestamað- ur. -NH Magnús hvala- vinur bjargar lundapysju Nú stendur lundapysjutíminn yfir í Vestmannaeyjum og krakkar rjúka út á kvöldin til að safna þeim í kassa. Farið er með pysjurnar niður í fiöru og þeim sleppt. Þessar björgunaraðgerðir eru hluti af lífínu í Eyjum en hing- að til hafa pysjur ekki þekkst á Reykjavíkursvæðinu - þangað til í gær. Magnús Skarphéðinsson, hvalavinur og formaður músa- vinafélagsins, fann þá eina limda- pysju á Skólavörðustígnum og kom með á DV. Pysjan var hálf- horuð en Magnús var ekki klár á því hvað ætti að gera við hana. En eftir leiðbeiningar Eyjamanns á ritstjóm fór hann með hana niður i fiöru og sleppti henni. -EIS Ræða Davíðs í Hóladómkirkju: Vill ekki ræða málið við DV Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur ekki gefið skýringar á því hvort skírskotun hafi verið í orðum hans á Hólahátíð í síðustu viku til kaupa eignarhaldsfélagsins Orca S.A. á hlutabréfum í FBA. DV leitaði eftir samtali við Davíð um ræðu hans í Hólakirkju um sölu hlutabréfa í fyrr- um ríkisbönkum og hvort hann óttað- ist að ítök tiltekinna einstaklinga í fiármálastofnunum hér á landi sköp- uðu slika hættu sem hann hefur gefið í skyn. Síðdegis i gær bárust þau boð frá forsætisráðuneytinu að Davíö óskaði ekki eftir samtali um málið. í umtalaðri ræðu forsætisráðherra í Hóladómkirkju sagði hann m.a. þetta: „Fargi var létt af frjálshuga fólki um allan heim þegar múrinn féll og kommúnisminn flaut yfir hrunið steypuvirkið og fiaraði út. En það mikla land Rússland með öllum sin- um náttúrukynstrum og -kostum fær ekki notið sín því stjórnkerfið og efnahagslífið nær ekki að þroskast og virðist um þessar mundir einkum lúta lögmálum glæpalýðs og eitur- lyfiabaróna. Blóðpeningar þeirra flæða um Evrópu og skapa þar ótta og öryggisleysi. Menn sem engar leik- reglur virða leitast við að þvo illa fengið fé sitt í fiármálakerfum þjóð- anna. Margir stjómmálaforingar í Evrópu telja þetta mestu ógnun sem nú sé við að eiga á Vesturlöndum. Við íslendingar, sem svo nýlega höf- um opnað okkar hagkerfi, þurfum að gæta þess að verða ekki leiksoppur slíkra afla. Efnahagskerfið verður að vera opið og einfalt en jafnframt gagnsætt og byggt á trausti. Lykilorð- ið er traust." -SÁ Magnús Skarphéðinsson, hvala- og músavinur, með lundapysju sem hann fann á Skólavörðustígnum í gær. DV-mynd Pjetur Norðurál við Grundartanga: Öryggisráðstafanir vegna gasleka Brotin var rúða í skartgripaverslun Jóns og Óskars og stolið einhverj- um verðmætum. Glerið, sem er þykkt öryggisgler með sérfilmu yfir, var brotið og þjófarnir hafa teygt sig inn eftir ránsfeng. Gasleki kom upp í gær f gastanki sem var utandyra við Norðurál við Grundartanga. í tankinum var fljótandi gas sem er hættulegt ef eldur kemur að því. íöryggisskyni var svæðið girt af og byggingin sem næst er tankinum rýmd. Slökkvilið og lögregla voru látin vita og voru í viðbragðsstöðu. Gasfélagið var einnig verið látið vitakom það og tæmdi tankinn. Ekki er talið að nein hætta hafi verið á ferðum en við slíka atburði fer öryggisáætlun álversins í gang. Ragnar Guðmundsson, fiármála- stjóri Norðuráls, sagði í samtali við Vísi.is að öryggisloki á tankin- um hefði gefið sig en búnaðurinn hefði verið skoðaður síðast í gær morgun og þá verið í lagi. Ekkert tjón varð vegna atviks- ins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.