Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 28
Flugvöllurinn:
Andóf áfram
„Andófið heldur áfram með þeim
brögðum sem til eru,“ sagði Einar
Karl Haraldsson í Samtökum um betri
byggð vegna und-
irritunar samn-
inga um uppbygg-
ingu Reykjavíkur-
flugvallar.
Emar Karl
minnti á grein
borgarstjóra í dag-
blöðum fyrir
nokkru. Þar hefði
komið fram sú
skoðun hennar að
þetta mál gæti hentað til allsheijarat-
kvæðagreiðslu í Reykjavík.
„Ef Reykvíkingar vilja ekki völlinn
geta þessir menn staðið uppi með að
vera búnir að ausa fé í hann en verða
svo reknir til Keflavíkur eftir nokkur
ár. Það er mjög mikilvægt að kanna
’Vflja borgarbúa í þessu máli.“
Einar Karl sagði ekkert að því að
laga flugvöllinn þannig að hann væri
ekki lífshættulegur. „En það er út í
hött að ætla að fara að festa hann til
næstu hálfrar aldar, eins og allt bend-
ir til.“ -JSS
Einar Karl
aldsson.
Egilsstaöir:
Hrafn ræðst
_ á fólk
Hrafn flaug inn á sambýli fatlaðra
á Egilsstöðum á dögunum og settist
þar á rúmstokka vistmönnum til
skelfingar. Þurfti bæjarstarfsmenn
til að fjarlægja hrafninn. Þá hefur
hrafninn heimsótt sundlaugina á Eg-
ilsstöðum og synt þar um, án þess þó
aö ónáða sundgesti. Fyrir síðustu
helgi færði hann sig upp á skaftið og
fór að stinga sér ofan í höfuð vegfar-
enda þannig að þeir þurftu sumir
hverjir að flýja inn í hús.
Hrafn þessi hefur haldið td á bæn-
um Þrepi í Eiðaþinghá, að sögn
heimamanna, en að öðru leyti er ekki
vitað um uppruna hans. Ekki hefur
sést til hrafnsins á Egilsstöðum nú í
nokkra daga og vona íbúar að hann
■ «tefi yfirgefið bæinn endanlega. -EIR
Breyting háð
Alþingi
„Mat á umhverfisáhrifum þarna fer
ekki fram nema að Alþingi breyti af-
stöðu sinni eða með öðrum orðum
taki til baka það leyfi sem veitt hefur
verið. Það mun skapa skaðabóta-
skyldu gagnvart Landsvirkjun og ég
mun ekki beita mér fyrir því,“ sagði
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra
við DV í morgun.
Finnur sagði að afstaða hans til
vikjunar á Austurlandi væri óbreytt
eftir skoðunarferð um Eyjabakka. Al-
þingi hefði ákveðið að þama yrði
'virkjað. Höfuðatriði væri að skapa
sátt um þá niðurstöðu. -SÁ
MA EKKI NOTA
,KRUMMAÍ ANDÓFI9?J
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1999
Laugardalurinn:
10 þúsund
undirskriftir
Rúmlega tíu þúsund staðfestar
undirskriftir þeirra sem mótmæla
byggingaráformum í Laugardalnum
eru komnar í hús
hjá samtökunum
Vemdum Laug-
ardalinn. Undir-
skriftarlistar
liggja frammi á
flestöllum bens-
ínstöðvum í borg-
inni, auk þess
sem gera má
grein fyrir af-
stöðu sinni um
Intemetið. Skúli
Skúli Víkingsson.
Inga Ragnarsdóttir myndhöggvari og tveir starfsmenn Sorpu unnu í gær að því að koma fyrir þessum fimm mynd-
verkum við Ánanaust í Reykjavík. Myndverkin tilheyra myndlistarsýningu í tengslum við menningarnótt sem nefn-
ist Firma 99. Átta fyrirtæki í borginni hafa fengið jafnmarga myndlistarmenn til að vinna myndverk, tengd starfsemii
þeirra, og þessum fimm verkum er ætlað að sýna fiokkað rusl sem er verðmæti í sjálfu sér. DV-mynd S
Víkingsson jarð-
ffæðingur er formaður samtakanna
Vemdum Laugardalinn.
“Það er verið að keppast við að
koma út listum og safna þeim síöan
saman. Undirtektirnar eru stórkost-
legar og það virðist í rauninni ekki
ráðrúm til þess að hafa undan að
telja," sagöi Skúlí við DV í morgun.
Hann sagði að undirskriftasöfnunin
stæði út þessa og næstu viku. Allt
kapp sé lagt á að henni verði lokið í
byrjun september, áður en frestm-
til að gera athugasemdir við skipu-
lag Laugardalsins rennur út. -SÁ
Óvíst um eignarhald eystri hluta Eyjabakkasvæðisins:
Þarf eignardómsmál
segir fyrrverandi oddviti í Fljótsdalshreppi
„Eg tel að það þyrfti að höfða
eignardómsmál til að fá úr því
skorið hver á réttinn til Eyja-
bakkasvæðisins austan Jök-
ulsár,“ sagði Hjörtur E. Kjerúlf á
Hrafnkelsstöðum í Fljótsdals-
hreppi. Hjörtur var oddviti í 17 ár
en hefur nýlega látið af því emb-
ætti. Sem kunnugt er fer Eyja-
bakkasvæðið undir vatn verði af
framkvæmdum við Fljótsdals-
virkjun. Það er innan marka
Fljótsdalshrepps og hefur verið
notað sem afréttur.
„Það finnast engin gögn um
hver á umrætt svæði þótt langlík-
legast sé að jörðin Glúmsstaðir
eigi það. Það fínnast að visu eng-
in bréf um að Glúmsstaðir hafi
keypt það eða eignast á annan
hátt. En þetta svæði hefur alltaf
verið talið til Glúmsstaða. í fom-
um máldögum og sóknarlýsingum
sem menn hafa verið að kynna
sér, er alltaf talað um að Glúms-
staðir eigi allt fram til jökla. Því
er langlíklegast að þeir myndu
vinna mál sem eigandinn myndi
trúlega fara í, yrði farið að virkja,
til þess að skapa sér bótarétt á
hendur virkjunaraðila."
Um hugsanlegar bætur til sveit-
arfélagsins vegna virkjunarfram-
kvæmda sagði Hjörtur að trúlega
yrði aldrei samið um uppgræðslu
túna í stað þess sem færi undir
vatn. Nú væri nánast of mikið af
túnum í Fljótsdalshreppi. Hins
vegar sagði haim það sína skoðun
að til greina kæmi uppgræðsla
beitarlands. Hann sagði erfitt fyr-
ir sveitarfélagið sem slíkt að ætla
að fara fram á háar fjárhæðir.
Hreppurinn ætti ekki landið aust-
an Jökulsár og allt svæðið vestan
hennar væri I eigu ríkisins.
„Við vonumst auðvitað til að
Landsvirkjun myndi bæta fyrir
það rask sem hlytist af virkjunar-
firamkvæmdum. Hugmyndin hef-
ur verið að fara fram á einhverjar
bætur. Með tilkbmu virkjunar
verður Jökulsá tekin úr farvegi
sínum. Hún er sauðfjárvarnarlína
og það er skylda virkjunaraðilans
að halda henni lokaðri með girð-
ingum.“
-JSS
Frá Eyjabökkum.
DV-mynd Snorri
Veðrið á morgun:
Skýjað
vestanlands
Vestan- og suðvestanátt, 10-15
m/s, verður norðvestan til en 5-8
sunnan og austan til, skýjað að
mestu á Vesturlandi en annars
léttskýjað. Hiti verður 9 til 15 stig,
hlýjast um landið austanvert.
Veðrið í dag er á bls. 37.
15
filt -d rboltar Múrfestingar m
wh y ífii m *
Smiðjuvegur 5 200 Kóp. Sími: 535 1200