Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 Viðskipti Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ 590 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 501 m.kr. ... Mest með Marel, 129 m.kr., og hækkuðu bréfin um 23,5% ... Samherji og Eimskip 73 m.kr ... Flugleiðir 53 m.kr. ... Úrvalsvísitala hækkaði um 1,62% og er nú 1.288,5 sem er met ... Fiskiðjusamlag Húsavíkur lækkar um 10% ... Tæknival lækkar enn ... Afkoma fyrirtækja umfram væntingar - úrvalsvísitalan aldrei hærri Helstu hlutabréfavísitölur MNGVfSITÖLUR Lokagiidi Breyting í % frá: (verðvísitölur) 16.08.99 áramótum Úrvalsvisitala Aðallista L26&.0 15,53'/. Heildarvísitala Aðallista 12314 17,63% Heildarvístala Vaxtarlista L0794 7,95% Vísitala sjávarútvegs 104,4 8,60% Vísitala þjónustu og verslunar 1024 5,43% Vtsitala fjármila og trygginga 139,0 25,00% Visitala samgangna 150,4 14,35% Vísitala oliudreifingar 119,6 34,65% Vísitala iðnaðar og framleiðslu 1094 12,73% Vísitala byggingar- og verktakastarfsemi 147,6 47,66% Vísitala upplýsingatækni 1444 4440% Vísitala lyfiagreinar 111 7 1140% Vísitala hlutabréfasjóða og fiárfestingarf élaga 109,3 7,02% HeMktWÍ PT3 Hlutabréfaverð hefur tekið veruleg- an kipp undanfarið og viðskipti með bréf hafa verið verið með líflegasta móti. Allar helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað töluvert og svo virðist sem aukinnar bjartsýni gæti á hluta- bréfamarkaði. I Morgunkomi FBA í gær kom fram að þau milliuppgjör sem birst hafa undanfarið séu mun betri en markaðurinn hafi almennt bú- ist við og þau gefi nokkurt tilefiii til þjartsýni. Almennt má segja að af- koma fyrirtækja sé nokkuð yfir vænt- ingum og það hljóta vera góðar fréttir. Að mati FBA má draga þá ályktun, þrátt fyrir að nokkur fyrirtæki eigi eft- ir að skila milliuppgjöri, að fyrirtæki hafi náð að nýta sér hagstæðar ytri að- stæður og að hagræðingaraðgerðir síð- ustu ára séu að skila sér. Spennandi verður að sjá hvort fyrirtækjum tekst að nýta sér meðbyrinn með því að auka arðsemi enn meira á síðari hluta ársins. Hagnaður umfram væntingar í Morgunpunktum Kaupþings í gær er sagt að ef framhaldið verði eins gott og milliuppgjör- in gefi tilefni til að ætla megi segja að enn séu góðir hækkun- armöguleikar á hlutabréfamark- aði á seinni hluta ársins. Reyndar telja margir að verð, t.d. bankastofh- ana, sé nokkuð hátt en afkoma þeirra var langt umfram spár sérfræðinga. Hagnaður Bún- aðarbankans, Landsbankans og FBA var um og yfir 100 milljónum meiri gert var ráð fyrir en á móti kem- ur nokkuð óöryggi um framtíö í löggjöf um fjármálastofnannir. Úrvalsvísitalan aldrei hærri Úrvalsvísitalan fór 1.288,5 eftir að hafa hækkað um 1,619% í gær og hef- ur aldrei verið hærri. Helsta ástæðan er mikil hækkun á bréfum Marels, um 23,5%. Marel hf. birti milliuppgjör sitt i gær og var hagnaður 225 milljónir sem er miklu meira en sérfræðingar höfðu spáð. Viðskipti á VÞÍ með bréf Marels voru 129 miHjónir gær en nán- ar verður fiallað um milliuppgjör Mar- els í DV á morgunn. Þá voru mikil viðskipti með bréf annarra félaga og verulegar hækkanir voru í þeim viðskiptum i gær. Það rennir enn frekari stoðum undir að seinni hluti ársins verði bjartur. -bmg Mánaðarleg velta með hlutabréf á Verðbréfaþingi - milljónir króna Heimild: VÞÍ lr»T^ Dráttur á sölu ríkisbankanna neikvæður í ljósi umræðunnar um stofnun nýrra banka hér á landi ber að geta þess að þróun löggjafar um slíkar stofnanir, auk nýrrar tækni við rekstur þeirra, gerir aðgangstak- markanir að bankamarkaði mjög litlar. Þetta kom fram í Morgun- fréttum F&M í gær. í umræðu um stofnun nýrra banka þarf þó að gera greinarmun á eöli fiárfesting- arbanka og við- skiptabanka þar sem löggjöfin varðandi stofnun og stcufsemi við- skipabanka er mun stífari. Tómas Ottó Hansson, forstöðumaður rannsókna F&M, sagði í gær að verðmæti fiár- festingarbanka fælist fyrst og fremst í viðskiptasamböndum starfsmanna bankans, auk þekkingar starfs- manna og reynslu. „Óvissa um framtíðarfyrirkomulag á fiármála- markaði gerir verð þeirra banka sem þegar eru á markaði ótryggara. Miðað við háa verðlagningu á bönk- um í dag er ljóst að dráttur á sölu ríkisbanka og hugsanlegri samein- ingu fiármálafyrirtækja kann að leiða til lækkunar á verði þeirra," segir Tómas. -bmg Tómas Ottó Hansson for- stöðumaður rannsókna F&M. Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Sími: 568 5330 hllfi ll\x VVW Vfff lf * í<s/‘-\itfÍfji/ Lyfjaverslun íslands: Hagnaður í samræmi við áætlanir Hagnaður af rekstri Lyfiaverslunar íslands hf. var 37 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins sam- kvæmt árshlutareikningi 30. júní 1999. Niðurstaðan er í samræmi við rekstr- aráætlun ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 22 milljónum króna. Veltuaukning er 3% miðað við sama tímabil árið áður en veltan var 744 milljónir hjá móðurfélaginu og 817 hjá samstæðunni í heild á fyrri hluta árs- ins. Óreglulegar tekjur sem námu 28 milljónum króna eru vegna söluhagn- aðar af eigin bréfum félagsins. í lok júní nam eigið fé samstæðunn- ar 502 milljónum króna en var 560 milljónir í árslok 1998 og hafði því minnkað um 58 milljónir. Minnkun eigin fiár stafar af því að á tímabilinu var greiddur út arður í félaginu sem nemur 40,62% af nafnverði hlutafiár félagsins. Arðurinn sem var greiddur út í formi hlutabréfa í Delta hf. nam 122 milljónum króna. Eiginfiárhlutfall í lok júní var 43%, veltufiárhlutfall var 2,2 en veltufé fé frá rekstri nam 16 milljónum króna. Eftir sölu Lyfiaverslunar íslands á framleiðslu- og þróunardeild sinni til Delta hf. um síðustu áramót hefúr ver- ið unnið að eflingu markaðs- og dreif- ingarþáttar félagsins. Ein af niðurstöð- um þeirrar vinnu er aö Lyfiaverslunin mun taka við dreifingu á öllum fram- leiðsluvörum Delta hf. um næstu ára- mót. Hluthafar í félaginu eru nú um 1100 og er eignaraðild enn mjög dreifð. Aðeins einn hluthafi á yfir 10% hlut í félaginu. -bmg Hraðfrystihúsið með 43,6 milljóna hagnað - samruni við Gunnvöru leiðir til hagræðingar Gengisþróun Hraðfrystihússins hf. frá áramótum . Ástæöan fyrir skrykkjóttu gengi Hraöfrystihússins er 4,2 fyrst og fremst stopul viðskipti og lítil velta. Frá áramótum hafa viöskipti aöeins veriö 31,4 m.kr. 4,0 20.1. 1999 ---------------------------------------- -► 20.1. 1999 irsT*3 Hagnaður Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal var 43,6 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins 1999 en var 50 milijón- ir á sama tímabili 1998. Rekstrartekjur voru á tímabilinu 912 milljónir en voru 855 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir var kr. 147 miUjónir en var 134 milljónir á árinu 1998. Eigið fé Hraðfrystihússins hf. var 614 milljónir í lok timabilsins og eru það tæp 22% af niðurstööu efnahagsreikn- ings en var tæpt 21%. Pjárfestingar fé- lagsins á tímabilinu voru kr. 98 milljón- ir og skiptust þær þannig að endurbæt- ur á skipum námu 72 milljónum, endur- bætur á fasteignum 13,5 milljónum og nýjar vélar og tæki 11,9 milljónir. Veltu- fé frá rekstri nam 95 milljónum á tíma- bilinu en 80 milljónum árið áður. Veltu- fiárhlutfall félagsins var 1,3 í lok tíma- bilsins en var 1,39 á sama tíma árið áður. Félagið rekur bolfiskvinnslu í Hnífs- dal, rækjuverksmiðju í Súðavík og gerði út 5 skip og einn bát á tímabilinu, þar af voru tvö leiguskip. Tvö skipanna voru á bolfiskveiðum, tvö á ísrækjuveiðum, eitt á rækjufrystingu og bátur á rækju- veiðum i ísafiarðardjúpi. Sameining við Gunnvöru 30. júní síðastliðinn undirrituðu stjómir Hraðfrystihússins hf. og Gunnvarar hf. áætlun um sameiningu félaganna. Áætlunin gerir ráð fyrir að hluthafar í Gunnvöra fái eingöngu hlutabréf í Hraðfiystihúsinu hf. í stað hlutabréfa i Gunnvöru hf. Sameining- in mun gildi frá 1. janúar 1999 og munu skiptihlutfóllin byggjast á efna- hag í árslok 1998, að teknu tilliti til af- komu félaganna á tímabilinu janúar til maí 1999. Hluthafafundir verða vænt- anlega haldnir um mánaðamótin ágúst-september nk. þar sem samruni félaganna verður tekinn fyrir. Gert er ráð fyrir að sameining félaganna muni leiða til aukinnar hagræðingar í veið- um og vinnslu. -bmg Viðræðum Þormóðs ramma og Fiskiðjusamlagsins slitið Ekki náðist samkomulag milli Þormóðs ramma-Sæbergs hf. og Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. um að Þormóður rammi-Sæberg kæmi sem nýr hluthafi inn í FH með nýtt hlutafé. Þessum viðræðum hefur þvi verið hætt. Hlutabréf í Fiskiðjusam- laginu hafa hækkað verulega undan- farið, m.a. vegna þessa hugsanlega samnings. Því verður spennandi að sjá hvort þessi hækkun mun ganga til baka. Ringholm bjartsýnn Bosse Ringholm, fiármálaráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að ríkisstjómin spáði 3,5% hag- vexti á þessu ári. Fyrr á árinu var því spáð að hag- vöxtur yrði að- eins 2,2%. Breyt- ingin er einkum rakin til já- kvæðra efhahags- legra þátta á öllu Skandinavíusvæðinu sem aukið hafa efnahagsleg umsvif. Gúmmívinnslan kaupir Hjól- barðaþjónustu Einars Gúmmívinnslan hf. á Akureyri hefúr keypt Hjólbarðaþjónustu Ein- ars við Dalsbraut og mun taka við rekstrinum um næstu mánaðamót. Þetta kom fram á Viðskiptavefnum á Vísi í gær. Engar verulegar breyt- ingar eru fyrirhugaðar á rekstri Hjólbarðaþjónustu Einars þrátt fyrir breytingar á eignaraðild. Fyrirtækið verður áfram rekið undir sama nafni og starfsmannafiöldi verður óbreyttur. Neysluverðsvísitala hækkar í Bandaríkjunum Neysluverðsvísitala í Bandaríkj- unum hækkaði um 0,3% í júlí. Þessi hækkun er í samræmi við spár helstu sérfræðinga og rennir stoðum undir hugsanlega vaxtahækkun 24. ágúst. 2,2% verðbólga í Bretlandi Verðbólga í Bretlandi var óbreytt í júlí frá fyrra mánuði. Neysluverðs- vísitala lækkaði um 0,4% en vísitala neysluverðs jafngildir 2,2% verð- bólgu á ári. Þessi niðurstaða er inn- an við verðbólgumarkmið Englands- banka. Eichel lofar skattalækkun Hans Eichel, fiármálaráðherra Þýskalands, opnaði nýtt ráðuneyti í Berlín í gær og lofaöi um leið að flýta umfangs- miklum skgtt- breytingum. Hann sagðist myndu minnka rikisútgjöld, lækka fyrirtækja- skatta, skatta á bamafiölskyldur og leggja á umhverf- isskatta. Hins vegar neitaði hann því að hækka ætti dísilskatta. Eichel von- ast til að lækkun skatta í heild sinni verði um 1168 milljarðar íslenskra króna í fiárlögum fyrir árið 2000. Vaxtahræðsla í Þýskalandi Hlutabréf í Þýskalandi lækkuðu nokkuð i verði í gær og í fyrradag vegna hugsanlegrar vaxtahækkunn- ar i Bandaríkjunum. í fyrradag lækkuðu helstu vísitölur um 0,54% og í gær þegar DV fór í prentun höfðu bréf lækkað um 0,02%. ísrael nær sér á strik Eftir þriggja ára niðursveiflu virð- ist efnahagur ísraels vera vænkast þrátt fyrir að þjóðarframleiðsla hafi aðeins vaxið um 0,3% fyrstu sex mánuði þessa árs. Enginn vöxtur var fyrstu þijá mánuðina en á öðr- um ársfiórðungi óx landsframleiðsla um 1,7%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.