Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 Fréttir i>v Harðvítugri kosningabaráttu formannsefna SUS að ljúka: Stormur í vatnsglasi - persónulegt hnútukast og þjark um fulltrúa muni hvemig menn uppliföu þetta sem nafla alheimsins. Síðan hafi þetta „liðið hjá“. Menn hafi getað brosað hver til annars eftir að stormurinn var genginn yfir. Ekki sé verið að gera lítið úr frambjóð- endum og þeirra fólki, svona sé lifið og sagan endurtaki sig. Þá er uppi kenning um að hörö kosningabarátta sé í kringum ann- an hvern formann sem kjörinn er. Annars sé logn. Ef litið er á söguna þá fór kjör Ásdísar Höllu Bragadótt- ur fram með friði og spekt. Þar áður áttust við Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi og Jónas Friðrik Jónsson lögfræðingur. Þá var hart deilt vegna vals á þingfulltrúum. Á undan þeim varð Davíð Stefánsson formaður. Það fór hljóðlega fram. Sama er ekki hægt að segja um Árna Sigfússon og Sigurbjöm Magnússon sem háðu harða bar- áttu. Samstaða var um Vilhjálm Eg- ilsson. Hins vegar var mikil barátta í kingum kjör Geirs Haarde. Enn harðari vora átökin þegar þeir átt- ust við Jón Magnússon og Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson. Þá var einnig deilt um meint svindl á fulltrúum. Sem sagt, gömul saga og ný. Hver þekkir hvern Að mati viðmælenda DV, sem hafa fylgst með átökunum nú, snú- ast þau mikið um hver þekkir hvem í hreyfmgunni, hverjir séu vinir og skólafélagar. Einnig örli á þeirri hugsun að það séu framtíðar- leiðtogar í samfélaginu sem verið er að berjast um. Því sé ekki endilega uppi ágreiningur um málefni heldur menn. Sá sem tapar eigi minni lík- ur á pólitískri framtíð,en hinn sem vinnur. Hörð barátta feli í sér löng- un til að feta í fótspor Geirs Hall- grímssonar, Friðriks Sophussonar, Geirs Haarde og allra hinna. Vestmannaeyjar vettvangur formannskosninga í SUS. Harðvítug kosningabarátta hefur verið háð undanfarnar vikur vegna kjörs formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna. Það fer fram á 35. þingi SUS sem haldið verður nú um helgina í Vestmannaeyjum. Tveir berjast um formannsstólinn, þeir Jónas Þór Guðmundsson og Sigurð- ur Kári Kristjánsson. Jónas Þór býr í Hafnarfirði en kemur áður frá Ak- ureyri. Sigurður Kári er fæddur og uppalinn í Breiðholtinu en hefur nú flutt sig um set í miðbæ Reykjavík- ur. Báðir frambjóðendur hafa ýmsa öfluga stuðningsmenn að baki. í liði Sigurðar Kára má t.d. nefna Ingva Hrafn Óskarsson, formann Heimdallar, Rúnar FTey Gíslason leikara, Ásdísi Höllu Bragadóttur og Gísla Martein Baldursson, frétta- mann RÚV. Sá síðastnefndi mun þó ekki sækja sambandsþingið í Eyjum því Bogi Ágústsson fréttastjóri vill ekki að fréttamenn séu að vasast op- inberlega í kosningabaráttu um leið og þeir gegna starfi á fréttastofunni. Áð baki Jónasi Þór standa menn eins og Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi, Þórlindur Kjartans- son, forystumaður í Vöku, og Ár- mann K. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Það vekur nokkra athygli að Ásdís Halla Bragadóttir, fráfarandi formaður, skuli ekki styðja Jónas Þór, þar sem hann hefur verið varaformaður hennar sl. tvö ár og studdi hana dyggilega í kosningum og starfi. Ef til vill er hún ein- ungis að launa Sigurði Kára greiðann en hann var kosn- ingastjóri fyrir hana í síðustu kosningum. megin:Það eru fulltrúar aðildarfélaga Sambands ungra sjálf- stæðismanna sem kjósa nýj- an formann sambandsins. Þeir eru ýmist valdir af stjórnum félag- anna eða félagsfundum. Reglan er: einn fulltrúi á þing fyrir hverja tutt- ugu félagsmenn. Og það er einmitt þetta val sem hefur hleypt öllu í bál og brand svo að ásakanir ganga á víxl. Stuðningsmenn Sigurðar Kára ásaka Jónasarmenn fyrir að hafa flutt lögheimili sinna manna og komið þeim með þeim hætti á full- trúalista. Jónasarmenn ásaka stuðnings- menn Sigurðar Kára um að nýta sér ítök sín í Heimdalli. Sigurður Kári komi inn stuðningsmönnum sínum sem aldrei hafi komið nálægt flokksstarfinu. Ötulir starfsmenn lendi hins vegar á varamanna- bekknum séu þeir ekki „réttum megin.“ Stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna kom saman til að fara yfir fulltrúalistana í fyrrakvöld. Ekki tókst að ljúka því verki. Mikil átök urðu á fundinum sem leiddu til þess að honum varð að fresta. Honum verður fram haldið á þinginu í Eyj- um. Þar á að reyna til þrautar að leiða málin til lykta. Stuðnings- menn Sigurðar Kára vilja koma því til leiðar að SUS-stjórnin gefi ekki út kjörbréf til „flutningsfulltrú- anna“ nema sann- að sé að þeir hafi breytt búsetu og tilkynnt það fyrir 13. ágúst, eins og reglur segja til um. Ef stjórnin færi að þessu myndu Jónasar Þórs menn líklega kæra það. Þeir telja að þá yrði að efna yrði til nýs þings. Óánægðir frambjóðendur Frambjóðendurnir tveir eru óá- nægðir með kosningabaráttuna. Jónas Þór segir að meiri áherslu hefði þurft að leggja á „málefnalega og uppbyggilega umræðu en þjarka minna um fulltrúaval og persónu- legt hnútukast." Eftir þetta þing verði menn að setjast niður og fara vandlega yfir það með hvaða hætti sé hægt að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Sigurður Kári segist vera óhress með hvemig kosningabaráttan hafi þróast. Hann hefði kosið að hún væri á „málefnalegu plani". Nauð- synlegt sé að endurskoða gildandi Sigurður Kári Kristjánsson. kosningareglur til að koma í veg fyrir erjur af þessu tagi. Það sé „sorglegt" að staðan sé orðin þessi, að umræðan snúist um þingfulltrúa en ekki hvor frambjóðandinn sé Fréttaljós Jóhanna S. Sigþórsdóttir hæfari til að leiða sambandið. Bar- áttan sé afar óheppileg. „Hún skað- ar bæði sambandið og flokkinn," segir hann. Gömul saga og ný Viðmælendur DV, sem allir hafa tekið þátt í kosningabaráttu um SUS-formann fyrr á árum, segja.að þessi hasar nú sé „nýr stormur í vatnsglasi“. Þeir sem reynsluna hafi Jónas Þór Guðmundsson. Haustslátrun að hefjast - en mannafla skortir DV, Hólmavik: Áætlað er að um nítján þúsund fjár verði lógað í sláturhúsi Norð- vesturbandalagsins á Hólmavik á hausti komanda sem er svipaður fiöldi og þar var slátrað á síðasta hausti. Þetta sláturhús er eitt þriggja sem tilheyra Vestfiarða- kjálkanum og nú em starftækt. Hin eru í Króksfiarðarnesi og á Óspakseyri. Að sögn Jóns Vil- hjálmssonar, nýs verkstjóra slátur- hússins á Hólmavík, horfir þung- lega með að fá vinnuafl en um 70 manns þarf til vinnu ef vel á að vera. Enn sem komið er hefur að- eins einn lofað að vinna allan tím- ann en á milli 20 og 30 nokkuð eða eins mikið og þeir hafa tök á. Bændur hafa í gegnum tíðina ver- ið drýgstir við að leggja lið, enda þeirra hagsmunir mestir. Þeir eru nú venju fremur margir í fram- kvæmdum ýmiss konar, svo reskjast þeir rétt eins og fólk ann- arra stétta og endumýjun er full- hægfará. Það er þvi nokkuð ljóst að í þeirri þenslu sem alls staðar er verður sláturvinnan þeim erfiö sem þar koma til með að vinna, enda ýmis önnur störf að fá sem léttari era og jafnvel betur greitt fyrir. Áformað er að slátran hefiist í annarri viku september. -Guðfinnur Flótti Eftir að Garðar Valdimarsson lét af starfi ríkisskattstjóra og Indriði H. Þorláksson var skipaður í hans stað um síðustu áramót hefur mikið borið á uppsögnum lykOstarfsmanna emb- ættisins. Nú síðast sögðu upp störfum Ragnar Gunnarsson, forstöðumaður eftir- litsskrifstofu, og Lisa Yoder, lögfræðingur alþjóðaskrifstofu, en áður höfðu látið af störfum Guðrún H. Brynleifsdóttir vararíkisskatt- stjóri, Vala Valtýsdóttir, forstöðu- maður virðisaukaskattsdeOdar, og Árni Harðarson, verkefnisstjóri skatteftirlitsins. Þykir brotthvarf svo margra yfirmanna á jafnskömmum tíma mikO blóðtaka fyrb embættið... Maddaman er reið Breyting hefur orðið á grænni um- hverfisverndarímynd Framsóknar- flokksins frá því í tíð Eysteins Jóns- sonar og Steingríms Hermannsson- ar. Nú vilja foringjarnir, þeir Hall- dór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson, virkja austur á Fljóts- dal og drekkja þar Eyjabökkunnm og fleiri ósnortnum náttúruperlum og skal ekkert um- hverfismat koma í veg fyrir það. Þetta hugnast ekki öOum framsóknarmönnum. Sigmar B. Hauksson, framsóknarmaður og landsþekktur útivistarmaður, ver Eyjabakkana með oddi og egg og hef- ur með andstöðu sinni við virkjunar- fyrirætlanir foringjanna i flokknum bakað sér gremju þeirra og Sigmar verið markvisst útOokaður frá öflu nefndastarfi og bitlingum á vegum flokksins að undanfómu. Flokksfé- lagi Sigmars, orðheppinn húmoristi, segir viö Sandkom að staða Sigmars í flokknum sé sú sama og prestsins sem prestsmaddaman stóð að því að halda fram hjá sér. Hún reiddist heiftarlega, rak klerk út úr svefnhúsi þeirra og skipaði honum tfl svefns úti í hundakofa. Framsóknarmaddaman sé öskureið... Snara í hengds manns húsi Á þingflokksfundi Framsóknar- flokksins nýlega var rætt um hverjum flokkurinn ætti að tefla fram í nefnd- ir á vegum flokksins, m.a. útvarpsráð. Þegar nafn Sigmars B. Haukssonar var nefnt töldu ein- hverjn sig sjá þess merki að blóðþrýst- ingur Halldórs Ás- grímssonar for- manns hækkaði mjög snögglega. Við það varð dauðaþögn drykklanga stund í þingflokksherberginu eins og nefnd hefði verið snara i hengds manns húsi. Enginn þorði að taka tO máls og horfðu menn í gaupnir sér og biðu þess að formaðurinn jafnaði sig. Eftir atvikið er þingmönnum orðið það ljóst að farsælast er að láta eins og Sigmar þessi sé ekki tO... Olöglegur? í vikunni háðu Old Boys-lið Fram og ÍR knattspymuleik en sem kunnugt er þurfa menn að hafa náð ákveðnum aldri tO að komast í þessi gamlingjalið. í leiknum var hart tekist á og svo fór að eftir að síðari hálf- leikur var nýhafinn lá einn leikmaðurinn, ísak Örn Sigurðsson blaðamaður, í valn- um, fótbrotinn. KaO- aður var tO sjúkra- bfll og læknir og þeg- ar hann og sjúkraflutninga- menn voru að stumra yfir hinum fót- brotna og spyrja hann að nafni og kennitölu, sem hinn þjáði knatt- spymumaöur stundi upp, heyrðist ein- um leikmanninum í Úði andstæðing- anna ekki betur en ísak væri enn of ungur tO að mega taka þátt í leik gaml- ingja og bæði leikmaður og leikurinn því ólöglegur. Við nánari athugun kom þó í ljós að svo reyndist ekki vera... Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.