Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 28
 Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 FRETTASKOTIÐ sIminn sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 íHfcr Stjórnarfundur Neytendasamtakanna í gærkvöld: Sofa á hug- búnaðarmáli „Gagnvart mínum hlutum og hugbúnaðarmálum samtakanna var ákveðið að sofa á málinu og því vís- að til framkvæmdastjórnar hvort ætti að biðja mig afsökunar í sam- bandi við fullyrðingar um að hug- búnaður samtakanna sé í lagi þegar fyrir liggur bréf frá varaformannin- unm að hann sé ekki í lagi,“ sagði Vilhjáhnm- Ingi Árnason, stjómar- maður í Neytendasamtökunum, í samtali við DV í morgun. Á sínum tíma var Vilhjálmi Inga vísað úr framkvæmdastjórn Neyt- endasamtakanna eftir að hann hafði fullyrt að hugbúnaður sem Neyt- endasamtökin nota á skrifstofu Hrifinn af hafísnum íslenski skipstjórinn Sigurður Pét- ursson söðlaði heldur betur um þegar hann yfirgaf alsnægtimar á íslandi og flutti til Kuumiit við Ammassal'ik-fjörð á Grænlandi. Á þessu harðbýla svæði rær hann til fiskjar á plastbátnum Leifi Eirikssyni og þarf oftar en ekki að mjaka sér á milli ísjakanna. Skips- höfnin á Odinkovu hefur nú haldið úti mótmælastöðu við Eimskip og stjóm- arráðið um hríð þar sem íslendingar gera hróp að þeim og útlendingar for- vitnast um hagi þeirra. Kínverska stjömuspekin byggir á tólf dýrum sem mættu til veislu sem Búdda hélt þeim og maðurinn tekur persónuleika sinn frá þeim, m.a. þekktir íslendingar. sinni og útibúum væri stolinn. Vil- hjálmur segir það staðfest að hann hafi haft rétt fyrir sér og hafi síðan annar hugbúnaður verið keyptm' fyrir brot af eðlilegu verði. Komið hafi síðan í ljós að þessi nýkeypti hugbúnaður var líka ólöglegur. Hann hefur því farið fram á að verða beðinn afsökunar. Á stjómarfundi Neytendasamtak- anna sem haldinn var í gær var tek- in fyrir deila Jóhannesar Gunnars- sonar, formanns samtakanna og Jóns Magnússonar varaformanns vegna viðbragða Jóhannesar við kamfylóbakteríum i kjúklingum frá kjúklingabúi í Rangárvallasýslu. Jó- hannes krafðist í nafni Neytenda- samtakanna að afurðir frá um- ræddu búi yrðu innkallaðar. Á fundinum í gær viðurkenndi Jó- Stjóm Sambands ungra sjálfstæð- ismanna mun koma saman til fund- ar á morgun, laugardag. Þar verður reynt að leiða til lykta deilumál það sem upp er komið vegna flutnings lögheimilis allmargra þingfulltrúa á þingi SUS. Átök urðu á fundi stjóm- arinnar í vikunni vegna þessa. Fundinum var frestað, en ákveðið hannes að eftir á að hyggja hefði verið betri kostur ef hann hefði boð- að til fúndar framkvæmdastjómar vegna kamfýlóbaktermálsins í upp- hafi. Sú staðreynd að svo varð ekki hafi valdið óþarfa tortryggni. Rik samstaða í málinu og skyldum mál- um sé hins vegar nauðsynleg og eft- ir fundinn í gærkvöldi sagði Jó- hannes að stjórnarfundurinn hafi staðfest að slík samstaða er fyrir hendi. Því dragi hann með ánægju til baka ummæli sem hann hafi gef- ið í hita leiksins um að Jón Magnús- son varaformaður taki afstöðu með einum framleiðanda. „Ég dreg ekki í efa að hann taki afstöðu með neyt- endum í þessu eins og öðram mál- um,“ sagði Jóhannes, eftir fundinn við Vísi.is. að halda honum fram á þingi SUS sem hefst í Vestmannaeyjum kl. 17 í dag. Stjómin hefur enn ekki gefið út kjörbréf til þeirra fulltrúa sem flutt hafa lögheimili sitt, í þeim tilvikum þar sem ekki þykir sannað að þeir hafi farið að gildandi reglum SUS. -JSS Siv Friðleifsdóttir: Hef aldrei skipt um skoðun - Ólafur lá veikur heima í rúmi „Ég hef aldrei skipt um skoðun varðandi umhverf- ismat á Fljótsdalsvirkjun. Staðhæfingar annarra þar um eru einfaldlega rang- ar,“ sagði Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra þar sem hún var stödd í Fær- eyjum i morgun. „Á kjör- dæmisþingi Framsóknar- flokksins síðastliðið haust vora 250 manns til vitnis um að ég sagði ekki orð um Fljótsdalsvirkjun. Siv Friðleifsdóttir. heim Ólafur Magnússon úr Sól í Hvalfirði sem hefur sakað mig um tvöfeldni í þessu máli var ekki á kjördæmis- þinginu því hann lá veikur heima í rúmi. Ég hef stutt og styð stefnu Alþingis og ríkisstjómar um að Fljóts- dalsvikrjun fari ekki í um- hverfismat," sagði Sifv Frið- elifsdóttir sem væntanleg er frá Færeyjum í kvöld. -EIR -SA SUS-þing í dag: Fulltrúar án kjörbréfs Þau eru mörg, handtökin sem vinna þarf í Húsdýragarðinum í Reykjavík á hverjum degi. M.a. þarf að fóðra alla ibúa hans. Hér er verið að gefa selun- um smáglaðning, sem þeir kunna sýnilega að meta. DV-mynd ingó íslensk stúlka látin á Spáni 18 ára íslensk stúlka fannst látin í herbergi sínu á hóteli á Benidorm á Spáni í gærmorgun. Dánarorsök er ókunn enn þá. Hins vegar er ekki talið að lát hennar hafi borið að með voveiflegum hætti. Spænsk yf- irvöld fara með málið sem stendur. Stúlkan var í hópi nemenda héðan að heiman. -Ótt Veðrið á morgun: Hlýjast á Austurlandi Á morgun, laugardag, er búist við suðvestanátt, 8-13 m/s norð- vestan til en 5-8 m/s í öðrum landshlutum. Súld verður öðra hverju vestanlands en skýjað með köflum austan til. Hiti verður á bilinu 10-15 stig, hlýjast á Austur- landi. Veðriö í dag er á bls. 29. Ml € úrboltar Múrfestingar IJJJJJH J VM -A ifil m a Smiðjuvegur 5 200 Kóp. Sími: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.