Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 Spurningin Hvert er uppáhalds- sjónvarpsefni þitt? Guðrún Lilja Magnúsdóttir nemi: Ellen. Edda Bjamadóttir nemi: Fréttim- ar. Helga Hlín Bjarnadóttir nemi: Ég horfi ekki á sjónvarp. Friðrik Amþórsson nemi: Netið á ríkissjónvarpinu. Ásrún Lára Arnþórsdóttir nemi: Vinir á Stöð 2. Dröfn Friðriksdóttir ritari og Rebekka Arnþórsdóttir. Derrick. Lesendur Náttú r ugri pasafn- ið í Laugardalinn Guðmundur Gunn- arsson, form. RSÍ, skrifar: Allir sem að uppeldi barna koma þekkja hversu mikilvægt er að kynna þeim umhverfi okkar. Bæði náttúruna og umgengni við hana og þær lifandi verur sem við deilum jörð- inni með. í dag er ís- lenskt þjóðfélag orðið þannig að barn getur alist upp á götum borg- ar án þess að kynnast þessum mikilvægu at- riðum. Þetta er aftur á móti ákaflega mikil- vægur þáttur til þess að búa þessa væntanlegu ráðamenn þjóðarinnar undir að geta af þekk- ingu og skilningi tekið ákvarðanir og varðveitt það umhverfi sem er okkur svo dýrmætt. Fyrir ekki svo mörgum árum áttu flest íslensk börn kost á þvi að fara í sveit um lengri eða skemmri tíma. Reyndar er ekki langt siðan bónda- býli voru innan borgarmarkanna. Þá voru margir aðrir hlutir ofar í hugum íbúa Reykjavíkur en hús- Reykjavíkurbarna til þess að kynnast y ís- lenskri náttúru og ís- lenskum húsdýrum. í stað þess á að reisa stórt mannvirki þar sem tölvuleikir og er- lendar kvikmyndir með sinni tilbúnu imyndun- arveröld eiga að koma í staðinn. Náttúrugripa- safnið hefur um ára- tuga skeið búið við nauman húsakost. Þetta safn er nauðsynlegur þáttur í skólagöngu bamanna okkar, sama má segja um húsdýra- garðinn. Mikið lifandis skelfing væri nú mikið eðlilegra að stjórnendur Reykjavíkurborgar reistu nú á þessari lóð veglegt hús yfir Nátt- úrugripasafnið í tengsl- um við húsdýragarðinn og grasagarðinn í Laug- ardal. Nóg er nú af landsvæðum undir tölvuleikja- og kvikmyndahús og bilastæði sem þeim fylgja, t.d. á svæði sem sami einstaklingur og ætlar að byggja umrætt hús keypti nýverið á miðju Reykjavíkursvæð- inu. Bréfritari telur eölilegt að stjórnendur Reykjavíkurborgar reisi veglegt hús yfir Náttúrugripasafnið í tengslum við Húsdýragarð- inn og Grasagarðinn í Laugardal. - Úr Náttúrugripasafni íslands við Hverfisgötu. dýragarður, grasagarður, græn svæði og náttúmgripasafn. í dag eru allt önnur viðhorf. Það er því ákaflega erfitt að skilja og ég get reyndar ómögulega sætt mig við að þeir sem stjóma Reykjavíkurborg ætli sér að þrengja möguleika Nýr Reykjavíkurflugvöllur - í óþökk flestra Reykvíkinga Egill skrifar: Ég er sannfærður um að mikil alda mótmæla á eftir að rísa hér í borginni gegn þeirri gerræðislegu ákvörðun borgarstjórnarinnar að láta byggja nýjan flugvöll í Vatns- mýrinni í stað þess sem nú er bú- inn að syngja sitt síðasta með tilliti til öryggis og aðstöðu allrar. Reikna ég með að þessi ranga ákvörðun eigi jafnvel fleiri and- stæðinga en sú að byggja í Laugar- dalnum. Það vakti athygli að eng- inn frá borgarstjóm Reykjavíkur var viðstaddur undirritun samn- ings Flugmálastjórnar, samgöngu- ráðherra og ístaks um framkvæmd- irnar á Reykjavíkurflugvelli. Er borgarstjórn e.t.v. farin að óttast af- leiðingarnar? Sterk rök hafa ávallt mælt með flutningi alls flugs frá Reykjavík til Keflavíkur. Hafa margir dreifbýlis- menn, t.d. á Akureyri og í ferða- mannaþjónstu, látið í ljós óskir um að geta flogið beint til og frá Kefla- vík er þeir fara utan í stað þess að þurfa að gista tvær nætur í borg- inni með ómældum kostnaði. Og þvi skyldu erlendir ferðamenn ekki eiga kost á því að fljúga beint til Akureyrar, Mývatns eða annarra staða norðanlands óg austan? Samgönguráðherra er sleginn mikilli blindu að sjá ekki hversu röngum málstað hann þjónar með milljarða króna fjáraustri til að gera nýjan flugvöU í Vatnsmýr- inni. Trúarbrögðin og 21. öldin Einar Ingvi Magnússon skrifar: Kristniboð hefur verið stundað í margar aldir um allan heim. Nú nálgast sá tími þegar ekki verður lengur boðuð trú heldur frelsun undan trú og hjálpræði, frá tál- sýn trúarbragð- anna. Það kann að virðast fjarstætt og iUtrúanlegt fyr- ir fólk sem fórnað hefur lífi sínu, kröftum og fjármunum fyrir trúna. Nútímatækni er að opna augu fólks. Fomsögur aftan úr grárri forneskju um guði frá himnum, á eldlegum vögnum og sem bjuggu á stjörnunum kaUast orðið í dag fljúg- andi furðuhlutir og geimverur. Við gerum okkur ljóst að við höfum dýrkað manneskjur annarra pláneta fjarlægra sólkerfa sem heimsóttu jörð á forsögulegum tíma. Við höfum gert þær að guðum og tækni þeirra að helgigripum og skartgripum. Hátalarar sem héngu á eyrnasneplum guðanna era fyrir- myndir þær sem fínar frúr setja í eyrun og kaUa eymalokka, svo eitt- hvað sé nefnt. Á 21. öldinni losum við okkur við trúarbrögðin. Vísindamenn verða að vísu of lærðir til að viðurkenna hátæknissamfélög annarra sólkerfa þótt þeir fagni trúarbragðadauðan- um og prestastéttin og sauðahús þeirra of trúuð. Staðeyndimar verð- ur erfitt að viðurkenna í fyrstu. Al- menningur mun hins vegar verða opnari, enda færri kenningarhindr- anir í vegi hans. Fyrir forfallna trúarbragðaiðk- endur mætti opna eins konar „af- kristnunarmiðstöðvar" sem kalla mætti kirkjur til málamiðlunar, eins konar raunsæiskirkjumið- stöðvar. Fólki þessu yrði kennt að áxla ábyrgð og takast á við lífið. Himnaríki og helvíti yrði afgreitt í eitt skipti fyrir öU og dauðinn loks viðurkenndur sem kærkominn kulnun eftir miskunnarlausa til- veru. Guðstrúarruglið yrði úr sög- unni og fólk yrð loks frjálst eftir ánauð villutrúar og mannfrelsis- hafta trúarbragða og kirkju. Einar Ingvi Magnússon. Hvar á „slömm- ið“ að vera? Adda hringdi: Ég heyrði viðtal við forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins í há- degisútvarpi sl. miðvikudag þar sem hann kvartar mjög undan bjórbúUu einni á Laugavegi, í næsta nágrenni Tryggingastofn- unar. Gaf forstjórinn ófagrar lýs- ingar á staðnum og viðskiptum starfsfólks við hann, sukki og Hlri umgengni í umhverfinu og öðra eftir því. í svari sem talsmaður Reykjavíkurborgar gaf kom svo fram getuleysi borgarinnar tU að spoma við svona rekstri og spurði sem svo hvar þetta fólk sem sækti stað þennan ætti þá að vera. Þetta er annars góð spurn- ing: Hvar á „slömmið" í Reykja- vík að vera? Viljum við kannski ekkert af því vita að hér eins og í öðrum borgum eru fátækt og ólifnaður komin til að vera. - Nema borgin taki í taumana. Krabbamein í mönnum og - dýrum Sólveig Vagnsdóttir skrifar: Maður hlustar ekki svo sjaldan á umræður og viðtöl í sjónvarpi, oft við lækna eða fræga vísinda- menn, um orsakir krabbameins í mönnum. Eru þá reykingar ekki undanskildar sem orsakavaldur- inn. Nú segja vísindamenn að dýrin, ekki sist gömul dýr, deyi af völdum krabbameins. Ekki reykja dýrin en deyja samt af völdum krabbans! EinkennUegt, ekki satt? Og nú er það nýjasta að sums staðar er farið að draga sjúklinga í dilka þannig að þeir sem reykja eru settir aftast á biðlista tU að komast í aðgerðir á sjúkrahúsum. Það er ekki öll vit- leysan eins, og kannski eins gott. Póstmiðstöð flytur Karólina hringdi: Það er mikiU ami að því fyrir þá mörgu sem skiptu við pósthús- ið í Ármúla 25 að þurfa nú að fara niður á Grensásveg 9 tU viðskipt- anna. í Ánnúlanum voru næg bílastæði og aðstaðan hin besta fyrir viðskiptavini. Á Grensás- vegi 9 eru nánast engin bílastæði og erfitt að komast að húsinu vegna gifurlegrar umferðar um Grensásveginn. Þessir flutningar eru líka Ula auglýstir og skilti við Ármúla 25 var ekki sjáanlegt þeg- ar ég ók þarna að síðast. Mér flnnst iUa staðið að þessum flutn- ingum hjá íslandspósti, það verð ég að segja. Viðskipti við íbúöaleigu- miðlun Þessi pistiU barst frá húsnæðis- lausum höfuðborgarbúa: Ég get ekki orða bundist yflr óheyrilega lélegri þjónustu hjá íbúðaleigunni, Laugvegi 3. Fyrir 5000 kr. hefði maður nú haldiö að þjónustan yrði viðun- andi. Því fer þó íjarri. Engan eig- inlegan íbúðalista er að fá, svör við því hvaða íbúðir séu á skrá eru loðin - ef símanum er þá yfir- leitt svarað - og sjaldnast eru uppgefln símanúmer hjá eigend- um þeirra íbúða sem miðlunin kveðst hafa undir höndum. Fyrir stuttu sá ég auglýst að umrædd miðlun hefði lausar nokkrar tveggja herbergja íbúðir á 101 svæði - og að þær væru aðeins fyrir skráða. í snarhasti hringdi ég og mér til mikiUar undrunar var svarað. Konan á hinum enda línunnar svaraði fyrirspum minni um íbúðimar á þann veg að eitthvað hlyti að hafa verið Ula að auglýsingunni staðið því engar íbúðir væru lausar á umræddu svæði! Mér féllust hendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.