Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999
21
DV
Sport
Bland 1 P oka
Wilson Kipketer og Gabriela Szabo
færðust einu skrefi nær guUpottinum í
frjálsum íþróttum þegar þau báru sigur
úr býtum í sínum greinum á gullmóti i
frjálsum íþróttum í Belgíu um helgina.
Kipketer kom fyrstur i mark í 800 m
hlaupi á 1:42,27 mín. og Szabo sigraði í
3000 metra hlaupi á 8:25,82 mín. Síðasta
gullmótið fer fram í Berlín á morgun og
vinni þau greinar sínar þar skipta þau
80 milljónum króna á miili sín.
Charles Barkley ætlar að framlengja
samning sinn við Houston Rockets í
NBA-deildinni um eitt ár en kappinn
var að hugleiða að leggja skóna á hill-
una. Næsta timabil verður það 16. í röð-
inni hjá Barkley í NBA en hann er 36
ára gamall.
Manchester Vnited hefur boðið Inter
470 milljónir króna í franska vamar-
manninn Michael Silvester. Sir Alex
Ferguson, stjóri United, er bjartsýnn á
að geta gengið frá kaupum á leikmann-
inum i þessari viku.
Michael Klim bætti í gær heimsmetið i
50 metra flugsundi á ástralska meistara-
mótinu í sundi í 25 metra laug. Klim
synti vegalengdina á 23,21 sekúndu og
bætti met Króatans Milos Milosevics,
23,30 sek., sem hann setti í desember síð-
astliðnum.
Á kastmóti FH náði Norðmaðurinn
Eivind Smörgras lengsta kasti Norður-
landabúa á þessu ári þegar hann kastaði
kringlunni 64,20 metra. Óöinn Þor-
steinsson úr ÍR kastaði 54,50 m, Jón B.
Bragason, HSS, 48,06 m, Stefún R.
Jónsson, Breiðabliki, bætti sinn besta
árangur þegar hann kastaði 46,30 m og Jón
Þ. Heióarsson, USAH, kastaði 40,30 m.
Ásdis Hjálmarsdóttir úr Ármanni
bætti 31 árs gamalt met Ingibjargar
Guðmundsdóttur í telpnaflokki þegar
hún kastaði 35,06 metra en gamla metið
var 34,64 metrar.
Afturelding tryggöi sér í gær sigur í 3.
deild karla í knattspyrnu með því að
sigra KÍB, 2-0, i úrslitaleik á Varmár-
velli. Ragnar Egilsson og Þorvaldur
Árnason (bróðir Sumarliða) skoruðu
mörk Mosfellinga í leiknum en bæði liö-
in munu leika í 2. deild á næsta tímabili.
í leik um þriðja sætið hafði Njarðvík
betur gegn Huginn/Höttur, 3-2.
Guðrún Arnardóttir varð í 3. sæti í 400
metra grindahlaupi á Grand
Prix móti í frjálsum íþrótt-
um á Ítalíu í gær. Guðrún
kom í mark á 55,65 sekúnd-
um. Jekaterina Bak-
hvalova frá Rússlandi sigr-
aði i hlaupinu á 55,36 sek.
og í öðru sæti varð Debbie Ann Parris
frá Jamaíka á 55,49 sekúndum.
-GH
Edda Lúvísa Blöndal vann til silf-
urverðlauna í opnum flokki á enska
meistaramótinu í karate sem fram
fór í Crystal Palace um helgina en
mótið er taliö með þeim sterkari í
heiminum. Edda lagði Gitte Hel-
mund margfaldan Norðurlanda-
meistara á leið sinni í úr-
slitaglímuna en þar tapaði hún fyr-
ir Aalders frá Hollandi.
Þetta voru ekki einu verðlaun Is-
lendinga á mótinu því Bjarki Birgis-
son vann brons í -70 kg flokknum.
-GH
ÞÝSKALAND
Bad Schwartau - Lemgo........17-29
Minden - Flensburg..........22-28
Eisenach - Nettelstedt......26-23
Gummersbach - Wetzlar........19-21
Essen - Willstátt...........31-25
Magdeburg - Grosswallstadt . . 28-15
Kiel - Schutterwald ........34-24
Nordhorn - Dormagen ........28-17
Frankfurt - Wuppertal ......27-21
Kiel 3 3 0 0 93-67 6
Nordhorn 3 3 0 0 85-64 6
Lemgo 3 3 0 0 77-61 6
Flensburg 3 3 0 0 86-72 6
Magdeburg 3 2 0 1 80-61 4
Essen 2 2 0 0 60-47 4
Minden 3 2 0 1 82-75 4
Grosswallst. 3 2 0 1 69-68 4
Frankfurt 3 1 0 2 70-68 2
Eisenach 3 1 0 2 77-79 2
Wuppertal 3 1 0 2 68-74 2
Wetzlar 3 1 0 2 69-79 2
Nettelstedt 3 1 0 2 68-82 2
Dormagen 3 0 1 2 61-75 1
Schutterw. 3 0 1 2 71-86 1
Gummersb. 2 0 0 2 42^19 0
Wfflstatt 3 0 0 3 65-89 0
B. Schwartau3 0 0 3 57-84 0
Stórleikur
Guðmundar
Opin æfing hjá
landsliðinu
Almenningi gefst í kvöld kost-
ur á að fylgjast með æfingu A-
landsliðsins í knattspymu en lið-
ið er sem kunnugt að búa sig
undir stórleikinn gegn Úkraínu í
undankeppni EM á miðvikudag-
inn.
Æfingin hefst klukkan 18 á
aðalleikvangi Laugardalsvallar.
Böm og fullorðnir geta þar séð
Guðjón Þórðarson landsliðsþjálf-
ara stjóma æfingu sinna manna
og þá gefst fólki kostur á að hitta
landsliðsmennina og fá eigin-
handaráritanir.
-GH
. DEILD KARLA
Fylkir 16 13 0 3 37-19 39
ÍR 16 8 2 6 44-31 26
Dalvik 16 7 3 6 26-34 24
Stjarnan 16 7 2 7 30-28 23
FH 16 6 4 6 35-28 22
Skallagr. 16 7 1 8 34-33 22
Þróttur, R. 16 6 2 8 24-25 20
Víðir 16 6 2 8 27-40 20
KA 16 5 4 7 23-24 19
KVA 16 4 2 10 26-44 14
Markahæstir:
Hjörtur Hjartarson, Skallagrími . 17
Atli Viðar Bjömsson, Dalvik .... 11
Sævar Þór Gislason, ÍR..........11
Hörður Magnússon, FH............11
Hreinn Hringsson, Þrótti........10
Björgvin Sigurbergsson og Herborg Arnarsdóttir fögnuðu sigri á sjötta og síðasta stigamótinu í golfi í Grafarholti í gær.
Á minni myndinni eru stigameistarar GSÍ í ár, Ragnhildur Sigurðardóttir og Örn Ævar Hjartarson. DV-mynd E.ÓI.
Örn Ævar Hjartarson og Ragnhildur Sigurðardóttir:
Stigameistarar
Örn Ævar Hjartarson, GS, og
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, eru
stigameistarar Golfsambands ís-
lands árið 1999 en sjötta og síðasta
stigamót ársins fór fram í Grafar-
holti í gær. Aðeins voru leiknir
tveir hringir í Grafarholti í stað
þriggja en fyrsti hringurinn á laug-
ardaginn var felldur niður vegna
veðurs.
Meistari án þess að spila
Örn fagnaði stigameistaratitli
sínum án þess að keppa en hann er
farinn til Bandaríkjanna í nám.
Helgi Birkir Þórisson, GK, átti alla
möguleika á að skjótast fram úr
Erni en honum tókst ekki vel upp
og endaði í 9. sæti á 157 höggum og
varð því 10 stigum á eftir Emi í
stigakeppninni.
íslandsmeistarinn Björgvin Sig-
urbergsson, GK, sigraði á mótinu í
Grafarholti í gær en hann lauk
keppni á 145 höggum, þremur högg-
um á undan Haraldi H. Heimissyni,
GR, sem lék á 148 höggum. Björgvin
sló mjög vel og lék á pari vailarins,
í gær eða 71 höggi.
Björgvin átti ekki möguleika á að
vinna stigameistaratitilinn því
hann var aðeins með á fjórum mót-
um af sex.
Úrslitin á lokamótinu:
Björgvin Sigurbergsson, GK........144
Haraldur H. Heimisson, GR.........148
Öm Sölvi Halldórsson, GR..........151
Þorsteinn Hallgrimsson, GR........152
Auöunn Einarsson, GÍ..............153
Kristinn Ámason, GR ..............155
Davíð Jónsson, GS.................155
Lokastaðan :
Öm Ævar Hjartarson, GS ...........382
Helgi B. Þórisson, GK ............372
Haraldur H. Heimisson, GR.........344
Július Hallgrímsson, GV...........340
Kristinn Árnason, GR .............337
Auöunn Einarsson, GÍ..............329
Þorsteinn Hallgrimsson, GR........328
Örn Sölvi Halldórsson, GR.........324
Björgvin Þorsteinsson, GA.........310
Davíð Jónsson, GS.................300
Ólöf ekki með í gær
Herborg Arnardóttir, GR, fagnaði
sigri á lokamótinu. Herborg lék á
samtals 158 höggum og tókst að
hrista Ragnhildi Sigurðardóttur af
sér með góðri spilamennsku á síðari
9 holunum í gær.
íslandsmeistarinn Ólöf María
keppti ekki i gær en hún boðaði for-
föll rétt fyrir mótið og missti þar
með af öðru stigamótinu í sumar.
Úrslitin á lokamótinu:
Herborg Arnardóttir, GR............158
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR .... 162
Kolbún Sól Ingólfsdóttir, GK ......170
Þórdís Geirsdóttir, GK.............182
Lokastaðan:
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR . .. .393
Herborg Amardóttir, GR.............325
Ólöf María Jónsdóttir, GK..........316
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, GK .... 245
Kristín Elsa Erlendsdóttir, GK .... 231
-GH
Guðmundur Hrafnkelsson átti stór-
leik i marki nýliða Nordhorn sem
vann Dormagen létt og er enn með
fullt hús stiga. Guðmundur varöi
meðal annars 3 vitaköst. Róbert Sig-
hvatsson skoraði 4 mörk fyrir Dor-
magen og Daói Hafþórsson 2.
Róbert Julian Duranona var
markahæstur i liði Eisenach með 7
mörk gegn Nettelstedt.
Sigurður Bjarnason var marka-
hæstur hjá Wetzlar með 6 mörk þeg-
ar lið hans fékk sín fyrstu stig með
góðum útisigri á Gummersbach.
Gústaf Bjarnason var markahæstur
hjá Wfflstátt með 7 mörk en það
dugði skammt gegn Essen. Magnús
Sigurðsson gerði 1 mark fyrir Wffl-
státt og Patrekur Jóhannesson 2 fyr-
ir Essen.
Heiðmar Felixson og Valdimar
Grimsson gerðu 3 mörk hvor fyrir
Wuppertal i ósigrinum í Frankfurt.
Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk
fyrir Magdeburg, annað úr vítakasti,
þegar lið hans burstaði Grosswall-
stadt. -VS
1. deild kvenna í knattspyrnu:
Þór/KA í úrvalsdeildina
- FH mætir Grindavík um laust sæti
Sameiginlegt lið Þórs og KA tryggði sér í gær sæti í úrvalsdeild
kvenna í knattspyrnu en úrslitakeppni 1. deildar lauk í gær. Þór/KA
gerði 1-1 jafntefli gegn Sindra í gær og FH lagði RKV, 3-1. Lokastaðan í
úrslitakeppninni varð sú að Þór/KA hlaut 5 stig, FH og Sindri 4 og RKV
3. FH náði öðru sætinu á markatölu. Markatala FH-liðsins var 6-7 en hjá
Sindra 4-5 svo tæpara gat það ekki verið.
FH mætir Grindavík í aukaleikjum um laust sæti í úrvalsdeildinni en
Grindvíkingar höfnuðu í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar sem lauk í
gær. Fyrri leikurinn verður í Grindvík 11. september og sá síðari í
Kaplakrika 14. september. -GH
Karate:
Edda Lúvísa
tók silfrið
Hjörtur a skotskónum
1- 0 Ivar Ö. Benediktsson (18.)
2- 0 Hjörtur Hjartarson (37.)
2- 1 Kristján Svavarsson (52.)
3- 1 Hjörtur Hjartarson (70.)
4- 1 Hjörtur Hjartarson (85.)
5- 1 Emil Sigurðsson (89.)
5-2 Andri Þórhallsson (90.)
Skallagrímur vann mikilvægan sigur
í botnbaráttunni þegar hann lagði
KVA í miklum baráttu- og markaleik.
Amgrímur Amarson var maðurinn á
bak við fjögur mörk heimamanna en
Hjörtur Hjartarson var á skotskónum
eins og áður í sumar.
Maður leiksins: Hjörtur
Hjartarson, Skallagrími. -EP
Komnir í toppbaráttuna
0-1 Atli Viðar Bjömsson (32.)
„Ég held að við höfúm tryggt sæti okkar í
deildinni með þessum sigri og það sem meira
er, við em komnir i toppbaráttuna. Þvi held ég
að enginn hafi reiknað með fyrir mót,“ sagði
hinn stórefhilegi Atii V. Bjömsson sem
tryggði Dalvíkingum sætan sigur á Stjörn-
unni. Baráttuglaðir Dalvíkingar léku af skyn-
semi en þeir áttu ekki í teljandi vandræðum
með að stöðva hugmyndasnauðan sóknarleik
heimamanna sem misstu Boban Ritic út af
með rautt spjald á 75. mín.
Maður leiksins: Atli V. Bjömsson, Dalvík.
-GH