Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 Sport DV Hvað finnst þér? Hvernig fer landsleikur Frakklands og íslands í undankeppni EM um næstu helgi? (Spurt í lokahófi KSÍ) Sigurlin Jónsdóttir: Ég held að íslendingar vinni þennan leik. Ég spái 1-0 og það verður Ríkharður Daðason sem skorar markið. Magnús Orri Schram: Ég held að fslendingar fari með sigur af hólmi, 1-0. Rúnar Kristinsson skorar markið eftir sendingu frá Brynjari. Hjálmar Hallgrimsson: Ég held að þetta verði þungur róður fyrir okkur og Frakkarnir vinna þetta, 2-0. Rósa Júlía Steinþórsdóttir: Frakkarnir vinna þennan leik, 1-0, og það verður Zinedine Zidane sem skorar sigurmarkið. Kristín Delia Howser: Þetta verður baráttuleikur tveggja góðra liða og ég held að jafntefli verði niðurstaðan. Ég tippa á 0-0. Pippen í Portland Scottie Pippen, körfuboltasnillingur og margfaldur meistari með Chicago Bulls, gekk um helgina til liðs við Portland Trail Blazers eftir aðeins eitt tímabil í röðum Houston Rockets. í staðinn fær Houston sex leikmenn frá Portland, þá Walt Williams, Kelvin Cato, Stacey Augmon, Carlos Rogers, Ed Gray og Brian Shaw. Pippen fann sig aldrei með Houston síðasta vetur og þá átti hann í útistöðum við Charles Barkley. í viðtali í síðustu viku sagði Pippen að Barkley væri feitur og eig- ingjam en Barkley hafði áður lýst yfir miklum vonbrigðum með frammi- stöðu Pippens með liðinu. -VS Birkir átti stórleik Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspymu, átti stórleik með hinu nýja liði sínu, Lustenau, gegn Bregenz í austurrísku A- deildinni á laugardag. Birkir varði hvað eftir annað úr dauðafærum en átti ekki möguleika á að koma í veg fyrir tvö mörk og Bregenz vann 2-0. Birkir er sem kunnugt er í láni hjá Lustenau næstu vikur vegna meiðsla markvarðar liðsins. Lustenau er i 8. sæti af 10 liðum í deildinni meö 14 stig en fyrir neðan em Bregenz með 11 stig og LASK með 9 stig. -VS ManudagSVIÓtaljð Guðrún Sóley Gunnarsdóttir pg unnusti hennar, Benedetto Vaíur Nardini. halda hér saman á verðlaunagripunum sem Guðrún fékk fyrir að vera valin efnilegsti leikmaðurinn í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. DV-mynd E.ÓI Guðrún Sóley Gunnarsdóttir valin efnilegasta knattspyrnukona landsins: Var með strákunum KR-ingurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir var valin efnileg- asti leikmaðurinn í kvennaflokki á lokahófi knattspyrnufólks sem haldið var á Broadway á laugar- dagskvöldið. Guðrún lék mjög vel i vörninni meö meistaraliði KR í sumar og það kom ekki á óvart að Þórður Lárusson landsliðsþjálfari skyldi velja hana í landsliðshóp- inn sem lék gegn Ítalíu á dögunum en hún hefur leikið bæði með U-18 og U-20 ára landsliðunum í sumar. En kom það Sóleyju á óvart að hreppa titilinn efnilegasti leikmaðurinn? ,,Ég bjóst alveg við því að fá eitt- hvaö af atkvæðum en ég átti ekki von á því að verða fyrir valinu. Það var að sjálfsögðu mjög gaman að hreppa þennan titil. Þetta er bú- ið að vera frábært sumar fyrir okkur KR-inga. Við höfum unnið allt og þú getur rétt ímyndað þér hvað það hefur verið mikil ánægja á mínu heimili." - Hverju þakkar þú þennan góða árangur ykkar KR-stelpna í sumar? „Ég þakka þaö fyrst og fremst að við höfum haft mjög sterkan og góðan leikmannahóp og einnig höfðum við mjög góðan þjálfara í sumar. Það hefur verið góð upp- bygging hjá KR síðustu árin og hún er svo sannarlega farin að skila sér. - Hvenær byrjaðir þú að æfa knattspyrnu? „Ég var 7 ára gömul þegar ég byrjaöi að æfa. Fyrst spilaði ég með strákunum í 7. flokki. Ég fór með bróður mínum, sem er einu ári eldri en ég, á æfingar og æfði með honum. Ég held aö ég hafi verið 10 ára þegar ég byfjaöi svo að æfa með stelpunum. Ég er bara í fótboltanum i dag en þegar ég var yngri var ég á kafi í öllu. Ég var í körfubolta, fimleikum og ballett." Guðrún Sóley, sem er nýorðin 18 ára, stundar nám við Menntskól- ann í Reykjavík. Hún býr í for- eldrahúsum á Seltjarnarnesi en hún er gallharður KR-ingur eins og foreldrar hennar, Sigrún og Gunnar Guðmundsson sem fyrir nokkrum árum var formaður knattspyrnudeildar KR. „Mamma og pabbi ýttu mér í fót- boltann. Ég vildi í fyrstu ekki fara en svo fannst mér þetta mjög gam- an og hélt því áfram. Ég er búin að spila meö meistaraflokknum síð- ustu tvö árin. Ég var í liðinu í fyrra og gekk ágætlega en í sumar hefur mér gengið allt í haginn. Ég var auðvitað mjög ánægð þegar ég var valin í landsliðið. Ég fékk að vísu ekki að spila en það var mjög gaman að fá að kynnast þessu og stefnan er að komast í liðið. Mér finnst kvennafótboltinn sífellt vera í framfór hér á landi. Stelp- urnar byrja miklu fyrr að æfa en áður og það skilar sér með betri tækni. Ég held að ég geti fullyrt að í dag eru fleiri stelpur að æfa en áður og það er mjög ánægjulegt. - Hver eru framtíðaráformin? „Ég stefni að því að fara til Bandaríkjanna þegar ég er búin með skólann hér heima eftir tvö ár. Þar langar mig að fara í há- skólanám og spila knattspyrnu líkt og Áshildur Helgadóttir hefur ver- ið að gera. Ég er ekki búin að ákveöa í hvaða nám ég ætla en ætli það verði viðskiptafræöi eða hagfræði." Guðrún á unnusta og sá heppni heitir Benedetto Valur Nardini. „Við höfum verið saman í tæp tvö ár. Hann er mjög áhugasamur um fótboltann hjá mér og hann tekur fullan þátt í þessu. Hann mætir á alla leiki og hvetur mig til dáða,“ sagði Guðrún að lokum. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.