Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 Sport unglinga Margir sterkir árgangar að koma upp í kvennknattspyrnunni í Eyjum: - settu mikinn svip á fótboltasumarið 1999 Eyjum 1QQQ I sem leikur með meistaraflokki ÍBV. Við æfum vel og leggjum okkur líka alltaf fram leikjum, eða eiginlega alltaf,“ segir Thelma. Skemmtileg og fjörugur þjálfari Er Iris strangur þjálfari? „Iris er skemmtileg og fjörug en alls ekki ströng. Hún er líka að kenna okkur margt sem hún hefur lært í meistaraflokki." Það þarf ekki að spyrja Thelmu um helsta áhugamálið, það er fótbolti og aftur fótbolti. Hún heldur með United Manchester United í enska boltanum og ifc, Beckham er hennar maður. Ik Thelma spilar frammi en skorar hún Ijfe grimmt? „Það er misjafnt en við sem erum frammi skorum allar nokkuð jafnt. Sjálf m hef ég skorað mest 11 mörk í einum » leik.“ Ekki segist Thelma muna eftir m einum leik frekar en öðrum. En hver 1 finnst henni skemmtilegasti áfanginn í M boltanum? „Það var að vinna 'W Íslandsmótið," svarar hún hiklaust. Jjl Ekkert að reka á eftir þeim gf Hvað gerir fyrirliðinn? „Hann tekur á ilt móti bikarnum, tekur í höndina á Jjr dómaranum og stjórnar upphitun. Ég er |f ekkert frekar að reka á eftir í leikjum en W hinar. Þær eru allar að drífa liðið áfram.“ Hvað með framtíðina? „Mig langar að komast út og gerast atvinnumaður en því miður er ekkert kvennalið hjá United," sagði þessa bráðfríska stelpa að lokum. -ÓG Islandsmeistarar 4. flokks kvenna 1999: Aftari röð frá vinstri: Iris Sæmundsdóttir þjálfari, Inga Osk Guðmundsdóttir, María Guðjónsdóttir, Karítas Þórarinsdóttir, Anna Fríða Stefánsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Hallgrímur Heimisson lukkutröll, Silja Rós Guðjónsdóttir, Theima Sigurðardóttir fyrirliði og Ásta Björk Guðnadóttir. Á myndina vantar Margréti Láru Viðarsdóttur og Bergiindi Stefánsdóttur. DV-myndir Ómar Thelma Sigurðar- **" dóttir, fyrirliði 4. flokks ÍBV, með hluta af bikurunum sem liðið fékk síðastliðið sumar. Heildsöludrelfing: Ógúst Armann Lltsölustaáir: fíxel O Vestmannaeyjum • Markið fírmúla • Marabon Kringlunn/ Katra Dalvik • Vinnufatabúáin Laugavegi • Kaupfélag Skagfirðinga • fíustfirsku fílpamir Egilsstöðum • Siglóspart Sig/ufirði • Kaupfélag Húnvetninga Ekki eru allar verslanirnar með öll vörunúmer Kvennaknattspyman í Vest- mannaeyjum er á mikiHi uppleið þessa daganna og ÍBV varð í ár þriðja sinn íslandsmeistari á 3 árum. 1997 vann 5. flokkur fyrsta ís- landsmeistaratitil félagsins í kvennaflokki eftir sameiningu Þórs og Týs. I fyrra varð 2. flokkur Is- landsmeistari og í ár unnu Eyja- stúlkur glæsilegasta sigur liðs á ís- Umsjón Óskar Ó. Jónsson landsmóti í 4. flokki kvenna frá því að fyrst var keppt þar 1990. 122-8 Markatala Eyjastúlkna í 4. flokki kvenna í sumar en þær skoruðu yfir 10 mörk að meðaltali í ellefu leikjum sínum i sumar á Islandsmóti sem allir unnust glæsilega. -ÓÓJ Auk sigursins í 4. flokki enduðu 3. flokkur og 2. flokkur í öðru sæti í sumar, þriðji flokkur eftir mikla dramatík og framlengingu gegn KR í úrslitaleik. 2. flokkur byrjaði sumarið vel og vann 10 fyrstu leikina en missti dampinn í 2 síðustu leikjunum og tit- ilinn til Vals á endasprettinum. Það er frábært hjá Eyjastúlkum að vera meðal þeirra tveggja bestu i þremur elstu flokkunum en alls náðu þessir þrír flokkar 82,4% sigurhlut- falli í sumar, skoruðu yfir 6 mörk að meðaltali í leik og töpuðu aðeins 6 af 37 leikjum. Auk árangurs í elstu flokkunum eru 5. og 6. flokkur ÍBV farnir að láta á sér bera og urðu mjög sigursælir á Gull- og silfurmótinu, sem og fleiri mótum í sumar. Það er því ekki lengi að bíða að ÍBV gæti farið að taka titla í meistaraflokki, umgjörðin og starfið í kringum kvennaknatt- spymuna í Eyjum boðar ekkert ann- að lífleg fótboltaár í Eyjum og sigur- sæl ár í upphafi nýrrar aldar. -ÓÓJ Thelma, fyrirliði 4. flokks IBV: Sterkar sameinaðar DV, Vestmannaeyjum: Thelma Sigurðardóttir er fyrirliði Islandsmeistara IBV í 4. flokki en sá flokkur hefur náð einstæðum árangri síðastliðin ár. Hún er 13 ára og hefur leikið fótbolta frá því hún var fimm ára. Sumarið í sumar er það fjórða án taps hjá þessum fræknu Eyjastúlkum. Thelma þakkar þennan glæsilega árangur því að íþróttafélögin tvö í Eyjum, Þór og Týr, sem sá um yngri flokkana, voru fyrir fjórum árum sameinuð undir merki ÍBV. „Ég spilaði með Þór og okkur gekk þokkalega en eftir að við sameinuðumst undir merkjum-ÍBV höfum við ekki tapað leik. Þennan tíma höfum við líka haft sama þjálfarann, hana írisi Sæmundsdóttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.