Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 12
30 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 t: Sport___________________________ dv KR-ingar eftirsóttir Leikmenn íslands- og bikarmeistara KR í knattspymu eru eftirsóttir þessa dagana. Nokkur erlend félög hafa sett sig í samband við vesturbæjarliðið og spurst fyrir um leik- menn, með kaup eða leigu í huga. Þýska C-deildarliðið Bayer Uerdingen hefur mikinn áhuga á að leigja vamar- mennina Bjama Þorsteinsson og Sigurð Örn Jónsson í vet- ur, norska liðið Brann er með Guðmund Benediktsson í sigtinu og þá vill þjálfari ónefhds liðs í Hollandi leigja fimm leikmenn KR fram til vors. -GH Hjörtur á leið til ÍA Hjörtur Hjartarson knattspyrnumaður er að öllum líkindum á leiðinni frá Skallagrími til Akumesinga. Hann hefur átt í viðræðum við Skagamenn og samkvæmt heimildum DV mun hann fljótlega ganga frá samningi við félagið. Hjörtur lék mjög vel í framlínunni hjá Skallagrimi í 1. deildinni í sumar og varð markakóngur deildarinnar með 18 mörk. -GH Frakki í Snæfell Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfuknattleik á von á liðs- styrk í vikunni en á fóstudag er væntanlegur í Stykkishólm- inn franskur miðherji, David Colbos að nafni. Hann verður til reynslu fyrst um sinn, félagaskipti hafa verið frágengin en hann verður ekki löglegur fyrr en eftir einn mánuð. Colbos er hávaxinn, 2,05 metrar á hæð, og gæti því reynst mikill styrkur. Hann lék síðast í Rúmeníu með Dinamo Búkarest en spilaði áður í neðri deildum í Frakklandi. -vs Skjern, lið Arons Kristjáns- sonar, sigraði hollenska liðið Horn Sittard, 31-26, í fyrri viðureign liðanna í und- ankeppni meistaradeildarinnar í handknattleik í Danmörku á laugardaginn. Aron átti góðan leik og skoraði 6 mörk. Barcelona varð fyrst liða til að tryggja sér sæti í meistara- deildinni með tveimur yfir- burðasigrum, 40-13 og 28-14, gegn Port Burgas fráBúlgaríu um helgina. Önnur stórlið eins og Kiel, Fotex Veszprém og Badel Zagreb unnu auðvelda sigra og eiga sæti í deildinni vist. Þá er Sandefjord frá Nor- egi komið þangað eftir tvo sigra á Red Boys frá Lúxem- borg, 34-24 og 43-15. Ómar Jóhannsson var í gær ráöinn þjálfari knattspyrnuliðs Víðis úr Garði til tveggja ára en Víðismenn féllu úr 1. deild- inni á dögunum. Ómar hefur þjáifað Hauka undanfarin flög- ur ár en áður lið HK og ÍBV. Baráttan um sænska meist- aratitilinn galopnaðist i gær þegar AIK tapaði, 0-1, fyrir Halmstad. AIK er með 46 stig, Haimstad 43 og Háls- ingborg er með 42 stig og á leik til góða. Einar Brekkan lék í 60 minút- ur með Örebro sem tapaöi 2-1 fyrir Trelleborg. Spánveijinn Sergio Garcia sigraði á sterku golfmóti sem lauk i Þýska- landi i gær. Garcia lék á 277 höggum eins og írinn Padraig Harrington og Bretinn Ian Woosnam en Garcia tryggði sér sigur á 2. holu í bráða- bana. Spánverjinn Jose Rivero, Bret- inn Peter Baker og Þjóðverjinn Alex Cejka komu næstir á 278 höggum. Sigurganga KR hélt áfram á lokahófinu: Lið ársins íþróttafréttamenn völdu lið ársins í karla- og kvennaflokki á lokahófi KSÍ. Karlar: Birkir Kristinsson, ÍBV, Þormóður Egilsson, KR, Bjami Þorsteinsson, KR, Hlynur Stefánsson, ÍBV, Hlynur Birgis- son, Leiftri, Sigursteinn Gísla- son, KR, Guðmundur Benedikts- son, KR, Jóhannes Harðarson, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Guðmundur Benediktsson og Grétar Hjartarson - best og efnilegust. DV-myndir E.ÓI. Sendur heim í dag? Samkvæmt heimildum DV verður Ryan Williams, banda- ríski leikmaður- inn hjá úrvals- deildarliði Tinda- stóls í körfuknatt- leik, sendur heim, jafnvel strax í dag. Williams hefur engan veginn staðið undir væntingum. Sauðkrækingar munu hafa mik- inn hug á að fá í staðinn Keith Vassell, fyrrum leikmann og þjálfara KR. -VS - Guðmundur og Guðlaug kjörin leikmenn ársins Bretinn Greg Rusdeski haföi betur gegn Þjóðverjanum Tommy Haas i úrslitum á atvinnumannamóti í tennis sem lauk í Múnchen i gær. Rusdeski sigraði, 6-3, 6-A, 6-7 og 7-6, og hlaut 90 milijónir króna í verðlaun sem er hæsta verðlaunafé sem veitt hefur verið á tennismóti fyrr og síðar. Bandarísku systurnar Serena og Venus Williams léku til úrslita í kvennaflokki og þar hafði hin 18 ára gamla Serena betur gegn systur sinn sem er 15 mánuðum eldri. Serena sigraði, 6-1, 3-6 og 6-3, og fékk 60 milijónir króna fyrir sigurinn. Brann komst í gær í úrslit norsku bikarkeppninnar í knattspymu með því að sigra Molde, 4-8, i framlengd- um leik. Brann komst í 2-0, lengi 2-3 undir en jafnaði á lokamínútunni, 3-3. Per Ove Ludvigsen skoraði sig- urmarkiö þegar 10 mínútur voru eftir af framlengingunni. Brann mætir ný- krýndum meisturum Rosenborg í úr- slitaleiknum. Hrafnhildur Skúladóttir, landsliðs- kona í handknattleik, hefur ekki get- að'leikið með FH í fyrstu tveimur umferðum íslandsmótsins í hand- knattleik vegna meiðsla. Hrafnhildur, sem kom til FHfrá Noregi í sumar, verður nær örugglega ekki með þegar FH tekur á móti Val annað kvöld. -GH/VS KR-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni þegar vertíðarlok knatt- spymufólks voru haldin hátíðleg á Broadway á laugardagskvöldið. Hinir fjórföldu meistarar karla og kvenna áttu þrjá af fjórum sigurveg- urum kvöldsins í kjöri leikmanna. Guðmundur Benediktsson var kjörinn leikmaður ársins í karla- flokki. Hann átti tvímælalaust besta tímabil sitt með KR og naut sín vel í nýrri stöðu sem sóknartengiliður. Guðmundur skoraði 9 mörk og lagði annaö eins upp. Guðlaug Jónsdóttir var kjörin leikmaður ársins í kvennaflokki í annað skipti en hún hlaut titilinn einnig 1995. Guðlaug var fremst í flokki í ósigrandi KR-liði á árinu og varð þriðja markahæst í deildinni með 12 mörk. Grétar Hjartarson úr Grindavík var kjörinn efnilegasti leikmaður úrvalsdeildar karla. Hann skoraði 10 mörk og var þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar og sló í gegn í fyrsta 21 árs landsleik sínum. Guðrún Gunnarsdóttir úr KR var kjörin efnilegust í úrvalsdeild kvenna. Hún lék stórt hlutverk í KR-liðinu í sumar þrátt fyrir ungan aldur og spilaði bæði með 21 árs og 18 ára landsliðum Islands, auk þess sem hún var valin í A-landsliðshóp- inn. Þetta er annað árið í röð sem KR vinnur tvöfcddan sigur i kjörinu því í fyrra voru David Winnie og Olga Færseth leikmenn ársins. KR átti besta leikmann í kvennaflokki þriðja árið í röð. -VS ÍA, ívar Ingimarsson, ÍBV, Grét- ar Hjartarson, Grindavík, Bjarki Gunnlaugsson, KR. Konur: Þóra B. Helgadóttir, Breiðabliki, Sigrún Óttarsdóttir, Breiðabliki, Guðrún Sóley Gunn- arsdóttir, KR, Auður Skúladótt- ir, Stjörnunni, Rósa Júlía Stein- þórsdóttir, Val, Ásthildur Helga- dóttir, KR, Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki, Guðrún Jóna Krist- jánsdóttir, KR, Guðlaug Jóns- dóttir, KR, Rakel Ögmundsdótt- ir, Breiðabliki, Ásgerður Ingi- bergsdóttir, Val. Kristinn Jakobsson var kjör- inn dómari ársins af leikmönn- um og er það í þriðja sinn sem hann hlýtur þennan titil. Breiðablik hlaut háttvísiverðlaunin í kvennaflokki og KR í karlaflokki og ein- staklingsverðlaunin fengu Rakel Ög- mundsdóttir, Breiðabliki, og Þor- móður Egilsson, KR. -GH Lið ársins í úrvalsdeild kvenna ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur sem Lið ársins í úrvalsdeild karla. Eiginkonur Birkis tók við viðurkenningu Ásthildar Helgadóttur. og Bjarka tóku við þeirra viðurkenningum. íslandsmótið í kumite: Ingólfur vann tvöfalt Ingólfur Snorrason frá Selfossi vann tvöfaldan sigur á íslandsmótinu í kumite, bardagahlutanum af karate, sem fram fór í íþróttahúsi Hagaskóla á laugardaginn. Ingólfúr sigraði Bjarka Birgisson, KFR, í úrslitaviðureign í opnum flokki og hann sigraði enn fremur í +80 kg flokki þriðja árið í röð. Glæsilegur árangur Ingólfs sem gat ekkert æft í sex vikur fyrir mótið vegna bijóskloss í baki og er langt frá því að vera í fúllu keppnisformi. Edda Lúvísa Blöndal úr Þórshamri sigraði Sólveigu Kristu Einarsdótt- ur, Þórshamri, í úrslitum í opnum flokki kvenna og varð því íslandsmeist- ari sjötta árið í röð. Gunnlaugur Sigurðsson, Haukum, sigraði í -65 kg flokki, Halldór Svav- arsson, Fylki, í -73 kg flokki, Jón Ingi Þoiwaldsson, Þórshamri, i -80 kg flokki og sveit Þórshamars sigraði í liðakeppni. -VS Ingólfur Snorrason varð tvöfaldur meistari. Rosenborg meistari - endasprettur Ríkharðs dugði ekki til Rosenborg varð í gær norskur meistari í knatt- spymu 8. árið í röð með 3-2 sigri á Viking frá Stavangri. Mörk Vikings komu á síðustu þremur mínútum leiksins. Ríkharður Daða- son kom inn á sem vara- maður 25 mínútum fyrir leikslok og fyrst minnkaði hann muninn í 3-1 og lagði síðan upp annað mark mínútu síðar. Auð- un Helgason lék allan leik- inn með Viking en Ámi Gautur Arason var ekki í marki Rosenborgar. Tryggvi Guðmundsson átti góðan leik með Tromsö sem vann Bodö/Glimt úti, 1-3. Heiðar Helguson og Rúnar Kristinsson náðu sér hins vegar ekki á strik meö Lilleström sem tapaði 3-1 gegn Válerenga. Aðrir íslendingar komu ekki við sögu um helgina. Kongsvinger er fallið eftir 1-2 ósigur gegn Skeid. Strömsgodset tap- aði, 2-5, fyrir Moss. Rosenborg er með 56 stig, Brann 46, Lilleström 45, Molde 41, Tromsö 40, Stabæk 37 og Viking 36 stig. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.