Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 27 Sport Hestamolar Hinn kunni knapi, Sigurbjöm Báröarson, lenti i al- varlegu slysi á fjórhjóli 17. september síðastliöinn og óvissa var um það hvort hann færi á bak aftur. Félag- ar hans í hestamennskunni hafa haft af þessu áhyggj- ur. Nú ríkir meiri bjartsýni í hesthúsum Sigurbjöms en hann fer eftir máltæki sem segir að timinn lækni öll sár. „Nú er það síminn sem er þarfasti þjóninn en ekki hesturinn," segir Sigurbjöm. „Ég þarf að liggja nánast ailan daginn en má hvorki sitja uppi né vinda upp á bolinn. Ég fer í langa göngutúra þrisvar á dag spennt- ur í miklu og stóru belti. Fríða, konan mín, spennir beltið á mig þar sem ég ligg og svo er ég reistur á fæt- ur eins og simastaur. Þannig get ég labbað og fer í langa göngutúra til að hressa mig og eins til að fá súr- efni í beinin en læknar segja það nauðsynlegt til að efla batann. Það sem gerðist var að hryggjarliður brotnaði óreglulega þar sem brjósk og bein mætast. Fyrst var það ótti um að þetta færi á skrið en nú er ég kominn yfír mestu hættuna og verð bara að bíða rólegur eftir bata. Ég á ekki nema þennan eina hrygg og má ekki ofbjóða honum. Það er fyrst eftir fjórar vikur sem tek- in verður ákvörðun um hvort ég fer í sjúkraþjáifun og eftir aðrar fjórar vikur verður tekin ákvörðun um hvort ég megi aftur fara á bak en það lítur ekki út fyr- ir að ég geri það meira á þessu ári. Þess í stað ligg ég undir sæng og brugga launráð og skipulegg næsta ár. Nú var komið að Röðli Aldrei hefur sami hesturinn sigrað í 150 metra skeiði á veðreiðunum. Nú var komið að Röðli frá Stafholtsveggj- um og Guðmundi Jónssyni sem fóru á 14,83 sek. Ölver frá Stokkseyri og Sigurður V. Matthíasson komu næst- ir á 15,02 sek. og Þormóður rammi og Jón Gíslason voru þriðju á 15,04 sek. Logi Laxdal hefur sigrað í mörgum skeiðspretta veðreiðanna og nú sigr- uðu hann og Óðinn frá Efsta-Dal í 250 metra skeiði annað skiptið í röð og fóru á 23,57 sek. Framtíð frá Runnum og Sveinn Ragnarsson fóru á 23,69 sek. og Hófur frá Efsta-Dal og Jón Gíslason á 25,49 sek. -EJ Guðmundur Jónsson og Röðuli sigruðu í 250 metra skeiði. DV-mynd EJ Það eru þvílíkar hernaðaraðgerðir í gangi og ég mun örugglega koma sterkur til leiks að þessu loknu. Það er alveg Ijóst að ef ég get ekki set- ið eðlilega á hestum mun ég láta gera sér- staka grind fyrir mig og stend þá á haus ef með þarf. Á þessum tíma árs hef ég yfirleitt verið í Ameríku, Þýskalandi og Norðurlöndunum í reiðkennslu og markaðssetningu og að skoða og kaupa hross hér heima. Þetta verður allt að bíða. Eins hægir á framkvæmdum á Oddhóli. Ég kaupi í staðinn hesta gegnum síma. Ég hef áður keypt óséða hesta og líkað vel. Má þar nefna Garp frá Oddsstöðum og Odd frá Blönduósi. Það eru innsýn og þekking sem munu nýtast mér * vel. Nú get ég sinnt fjölskyidunni , betur en fyrr og nota tækifærið og hlýði börnunum yfir heima- námið. Þetta er þó ekki allt svart- ' nætti því Jón Ingvar Ragnarsson læknir sagði að ég megi hafa sam- neyti við kvenfólk og hefur reyndar hvatt mig til þess,“ segir Sigurbjöm Bárðarson knapi. Fjórðu veðreiðar Fáks: Búið Fjórðu og síðustu veðreiðar Fáks voru haldnar í gær á Víði- völlum. Þó svo að veður hafi verið gott eru margir hestanna farnir að fá vetrarhár og slappast í keppnishörkunni. í 350 metra stökki hafa Vinur frá Stóra-Fljóti og Stígur Sæland verið ósigrandi og með sigri í gær kom fjórði sigurspretturinn í röð og var tíminn 25,75 sek. Kósi frá Efri-Þverá og Sigurþór Sigurðs- son komu næstir á 26,04 sek. og Andri frá Skarði og Sigfús B. Sigfússon í þriðja sæti á 26,10 sek. I 800 metra stökki sigraðu Lýsingur frá Brekku og Stígur Sæland i þriðja skiptið í röð og hefur Stígur setið sjö sigur- spretti af átta mögulegum í stökkgreinunum. Tíminn var 62,06 sek. Trausti frá Hvítárholti og Sigurður St. Pálsson voru í öðru sæti á 62,11 sek. og Leiser frá Skálakoti og Sigurbjörn Bárðarson mun hvorki sitja fjórhjól né hest næstu vikurnar en hann stefnir að því að ná fullum bata og vera kominn i söðulinn snemma á næsta ári. DV-mynd EJ. - tíminn læknar öll sár, segir Sigurbjörn Bárðarson Töluvert hefur verið um að kvik- myndatökumenn frá útlöndum hafi komið til Islands i sumar. I síðustu viku komu til landsins kvikmynda- tökumenn frá sjónvarpsstöðinni Arts and Entertainment Network (A&E) í Bandarikjunum. Þeir fóru i Vestur- Húnavatnssýslu að mynda hross á af- rétti, smölun og rekstur þeirra og stóðréttirnar i Víðidalstungu. Upptökur þessar eru hluti af sér- stökum árþús- undamótaþætti stöðvarinnar um hross og hrifn- ingu mannsins af hestinum í gegnum tíðina. Tökurnar eru styrktar af ís- lensk-ameríska hestaráðinu og hefur Hulda G. Geirsdóttir, mark- aðsfulltrúi Félags hrossabænda, séð um allan undirbúning hér á landi ásamt heimamönnum í Vestur-Húna- vatnssýslu. Harka hefur fcerst í veðreiðar Fáks og voru lagðar fram þrjár kærur i gær þar sem knapar kærðu að keyrt hefði verið inn í hest sem þeir voru með. Oft er erfitt að taka á þessum málum þegar sex hestar eru í braut- inni í einu og allir á fleygiferð en það er ljóst að betur þarf að fylgjast með því sem gerist í og við ræsinguna. Eins hefur töluvert borið á óhemju- legum hvatningum i stökkgreinunum og þar þarf einnig að taka til hend- inni. / Colorado í Bandaríkjunum var ný- lega haldin árleg sýning og keppni ganghestakynja sem nefnist Gaited Horse Expo og kom íslenski hestur- inn þar fram í keppni í fyrsta sinn í eigin keppnisgreinum. Keppt var í tölti og tjórgangi, fyrir bæði minna og meira vana knapa, auk þess sem margir islensku hestanna tóku þátt í opnum flokkum þar sem ganghesta- kynin kepptu innbyrðis. Rikissjónvarpiö (RÚV) mun sýna klukkutímamynd um heimsmeist- aramótið í Þýska- landi sunnudags- kvöldið 10. októ- ber næstkom- andi. Sveinn Sveinsson hjá Plús Film mynd- aöi mótið fyrir RÚV og munu þeir íslendingar sem ekki komust á mótið sjá glæsilega tilburði liðs- manna íslenska landsliðsins. Þáttur sjónvarpsstöóvarinnar Arts and Entertainment Network (A&E) í Bandaríkjunum mun fjalla um hross og hestamennsku frá ýmsum sjónar- hornum og fram koma Monty Ro- berts og Pat Parelli sem eru meðal allra fremstu tamningamanna í svokölluðum náttúrlegum tamninga- aðferðum. Kvikmyndatökumennirnir eru með nýjan upptökubúnað sem býður upp á áhrifamiklar tökur á breiðtjaldsformi og stóðu tökurnar yfir i þijá daga. Dan Slott í New York hefur fengið stóðhestinn Þröst frá Skeljabrekku lánaðan til afnota tímabundið. Þröst- ur mun þó ekki sinna skyldustörfum á kynbótavettvangi heldur er ætlunin að nota þennan glæsilega stóðhest við kvikmyndatökur á búgarði hans. Eins og íslendingum er kunnugt var Discovery-sjónvarpsstöðin hér á landi fyrir skemmstu og mun einnig mynda íslenska hestinn á hinum fal- lega búgarði Dans, Mill Farm í New York-fylki. Aörar stöövar, t.d. A&E, hafa einnig í hyggju að mynda hjá Dan og mun Þröstur líklega leika þar stórt hlut- verk. Annars er Þröstur í eigu Péturs Jökuls Hákonarsonar og fjölskyldu og hefur verið á búgarði þeirra í Kentucky-fyiki undanfarna mánuði. Á Gaited Horse Expo-sýningunni í Bandaríkjunum var íslenska hesta- kynið kynnt og geröi mikla lukku eins og svo oft áður. íslenski hestur- inn stóð sig einnig vel í keppni við önnur kyn og voru dómarar sýning- arinnar sem komu úr annars konar hestamennsku mjög hrifnir af is- lensku hestunum og þá sérstaklega þeim reglum og skala sem íslenski hesturinn er dæmdur eftir en önnur ganghestakyn eru yfirleitt dæmd af einum manni, án sérstakra reglna eða skala, og því getur einstaklings- smekkurinn og geðþótti átt stóran þátt í úrslitum. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.