Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Page 7
3t
„Ég fór að spá í hvað ég ætti
eiginlega að gera við líf mitt fyrst
ég kæmist ekki inn í Leiklistar-
skólann. Þegar ég er í öllum þess-
um vangaveltum þá hringir Gísli
Aifreðsson í mig og segir að ná-
ungi frá Selfossi, sem fengið hafði
inni i skólanum, hefði hætt við
og mér byðist því plássið hans.
Það má því segja að ég eigi ein-
hverjum Davið frá Selfossi starf
mitt sem leikari að þakka,“ segir
Halldór og segir að hann hafi
heldur betur orðið ánægður með
þessar fréttir enda orðinn heldur
betur þreyttur á þvi að vinna á
Dalbraut, heimili fyrir geðsjúka
unglinga.
Aldrei farið á Netið
Síðan Halldór kláraði Leiklist-
arskólann fyrir tveimur árum höf-
um við séð hann á ýmsum stöðum:
á fjölum Leikfélags Akureyrar, í
Greece og 1 sjónvarpinu, svo fátt
eitt sé nefnt.
En hver eru eiginlega framtíö-
arplönin?
„Tja, sem leikari þá getur mað-
ur ekki gert lengri plön fram í
timann en nokkra mánuði. Mað-
ur verður bara að sjá hvað býðst.
Ég ætla allavega bara að halda
áfiram að leika,“ segir Halldór al-
veg rólegur. Hann er meira að
segja svo rólegur að hann hefur
ekki enn þá kynnt sér hvað Inter-
netið er né hvað hann ætlar að
gera um aldamótin. Hann segist
ekki heldur eiga sér neina stærri
drauma, eins og að ferðast um
allan heiminn áður en hann
hrökkvi upp af. Hann er bara
ánægður á íslandi og er kominn
með íbúð, konu og bam, já, og
hest sem heitir Glaður.
Hvaö ertu annars að gera þegar
þú ert ekki í vinnunni?
„Ég á mér fjöldann allan af
áhugamálum og er algjör dellu-
kall. Ég er ágætisknapi og svo er
ég í briddsspilaklúbbi og finnst
líka gaman að veiða,“ segir Hall-
dór sem er 29 ára. Hann segist
einnig vera liðtækur í eldhúsinu
og eldi þá helst blautar kássur úr
því sem til er í ísskápnum.
Nú ertu farinn aö klæöa þig úr í
Borgarleikhúsinu, er ekki bara
nœsta skref aö skella sér í klám-
bransann?
„Ja, ég neita hvorki né játa.
Það er aldrei að vita hvað maður
gerir ef manni berst nógu freist-
andi tilboð,“ segir Halldór hugsi.
Hann verður allavega að sjá í föt-
um I leikritinu Djöflarnir eftir
Dostojevski sem verður fljótlega
sýnt í Borgarleikhúsinu.
-snæ
skorarann Zinedine Zidane í farar-
broddi. Samt eru þeir alltaf jafnmikið
að farast úr minnimáttarkennd, sýkt-
ir af krónisku nöldri og geta þar af
leiðandi ekki stillt sig um að kvarta
stöðugt yfir heimsmeisturunum.
Þeir vita áð þeir eru með gott lið,
en þeir vita líka að árangurinn er fall-
valtur. Þeir treysta sínum mönnum
illa til að halda dampi. Kannski þess
vegna er þeim svona mikið í mun að
láta aðeins sjá sig með stórþjóðum.
Þeim fmnst þeir aðeins eiga heima
þar á meðan þeir eru í hópi þeirra
bestu og myndu alveg geta hugsað sér
að sleppa við leiki á móti íslandi og
Armeníu. Þeir fara einfaldlega hjá sér
þegar þeir þurfa að leika við smálið
eins og ísland. Jafnvel liðsmennimir
verða vandræðalegir og tala um
mótheijann í hálfum hljóðum. Helst
reyna þeir að láta sem hann sé ekki
til. Þeir þora að vísu ekki að gera lít-
ið úr leikmnn, því þeir vita að úrslit-
in geta reynst örlagarík: Ef þeir kom-
ast ekki áfram verður það seint fyrir-
gefið. Þeir einfaldlega verða að vinna.
„Ég vil að allir séu sannfærðir um að
við munum vinna þennan leik,“ segir
Laurent Blanc. Þegar spurt er hvem-
ig svarar hann: „Með því að skora.
Með því að leiða leikinn og neyða ís-
lendingana til að spila á sem ein-
faldastan hátt.“ Franska landsliðið
býst greinilega ekki heldur við nein-
um stórleik. Við ættum hins vegar að
hugleiða það hvort ekki sé hægt að
ráða huldufólk fyrir leikmenn.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Verð frá 99,- kr.
Gríptu tækifærið og gerðu góð kaup!
MoM
MIÚSÍK & MYNDIR
MJÓDD / AUSTURSTRÆTI
...í Mjódd
30 stk. PlayStation
leikjatölvun fyrir aðeins
8.999,- kr.
í verslunum Músík & Mynda
dagana 7.-23. október
/\||t med afs/ætt/f
...í Austurstræti
Allar RAPP og DANS plötur með
25°/o afslætti
8. október 1999 fÓkUS