Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Page 15
 Þrír kóngar slá í gegn Það er ekki alltaf sem saman fara í kvikmyndaheiminum góðir dómar gagnrýnenda og vinsældir hjá almenningi en um síðustu helgi var frumsýnd í Bandaríkjun- um myndin Three Kings sem varð önnur vinsælasta kvikmynd helg- arinnar. Hún halaði inn fjórtán milljónir dollara og fékk um leið mjög góða gagnrýni. Myndin, sem David 0. Russell stjórnar, gerist rétt eftir Persaflóastríðið og voru gagnrýnendur á því að betri hasar- mynd hefði ekki verið gerð lengi. Hefur henni einnig verið líkt við Apocalypse Now hvað varðar’ móral í bandaríska hernum en myndin fjallar um hermenn sem verða eftir i eyðimörkinni þar sem þeir telja sig vita hvar geymt er gull sem Saddam Hussein stal af Kúveit. Þessi örlagaríka leit þeirra á eftir að breyta þeim öllum, við- horfum þeirra til araba, sem og viðhorfum til síns heimalands. Að sumu leyti er Three Kings hefð- bundin hasarmynd en í myndinni er einnig velt upp þeirri spurningu hvort það hafi verið siðferðilega rétt hjá Bandaríkjamönnum að taka þátt í stríðinu. Blaðakona fer á vettvang og spyr hermenn en kemur að tómum kofunum því þeir hafa ekki hugmynd um hverju þeir eiga að svara og vita jafnvel ekki hvað hún er að tala um. í aðalhlutverkum eru George Clooney, Mark Wahlberg, Ice Cube, Nora Dunn og Mykeiti Williamson. Leikstjórinn, David O. Russell, sem einnig skrifar handritið eftir skáld- sögu Johns Riley, hefur leikstýrt þremur kvikmyndum, að Three Kings meðtalinni. Fyrsta kvikmynd hans var Spanking with Monkey, svört unglingakómedía, og fyrir tveimur árum sendi hann frá sér Flirting with Disaster með Ben Still- er og Patricia Arquette í aðalhlut- verkum. -HK George Clooney leikur einn hermannanna sem hefja gullleit í eyðimörkinni. bíódómur Sam-bíóin / Stjörnubíó - American Pie ★ Fyrirmyndarlíf Satt að segja stóð ég í þeirri meiningu að meira en nóg væri af svona efni í sjónvarpi, þetta er svona létt og löðurmannleg sápa um unglinga og kynlíf, vafið inn í huggulegan móral um forgangsat- riðin í lífinu. Ætti ekki að stuða neina nema þá sem gera kröfur um eitthvað bitastætt, en hverjir gera það svo sem á þessum síðustu og verstu? Þeir hinir sömu geta þá farið að sjá Fucking Ámál í Há- skólabiói þar sem fjallað er um nokkurn veginn sama efni af miklu meira innsæi og krafti. En íslenskir bíógestir, sem flestir eru á sama aldri og persónur þessarar myndar, eiga sjálfsagt eftir að fjöl- menna á þessa enda aldir upp á svona fóðri þar sem hinum amer- ísku fjölskyldugildum og velferð er haldið að þeim sem einhvers konar „normi“ í lífinu og allt annað flokkast undir mismunandi stig af barbarisma. Og hvar hefur maður séð þetta allt áður og það oftar en maður kærir sig um? Fjórir drengir eru að útskrifast úr „high school" og gera með sér samning um að „afsveinast“ eigi síðar en á útskriftarkvöldinu. Við fylgjumst siðan með tilburðum þeirra og oft á tíðum hugvitsamleg- um nálgunum en auðvitað gengur allt á afturfótunum þar til smám saman rennur upp fyrir þeim að leiðin til að verða að manni er að sigrast á sjálfum sér en ekki öðrum. Allt svo sem gott og blessað og ósköp sætt, krakkamir allir falleg- ir og öllu í umhverfi þeirra hagan- lega fyrir komið. Um leið fjarska- lega óspennandi og fyrirsjáanlegt; andvana fætt verk fyrir svefn- gengla sem vita það verst að vakna upp af sætum draumum erindis- leysunnar. Leikstjóri: Paul Weitz. Handrit: Adam Herz. Kvikmyndataka: Ric- hard Crudo. Tónlist: David Lawrence. Leikarar: Jason Biggs, Shannon Elizabeth, Thomas lan Nicholas, Alyson Hannigan og Chris Klein. Ásgrímur Sverrisson Alec Baldwin, fyrir miöri mynd, leikur föður aöalpersónunnar, Timothy Dunby. * Út úr kortinu (Outside Providence) sem Regnboginn frum- sýnir í dag fjallar um ungan og ósköp venjulegan ungling, Timothy Dunby, sem lendir í klandri. Þegar útséð er um að ekkert bíði hans nema fangelsið hefur faðir hans samband við vini sina sem eru í tengslum við mafiuna sem hefur tök á dómaranum sem á að dæma f máli drengsins. í stað þess að dæma hann í fangelsi er hann send- ur á einkaskóla til að klára mennta- skólanámið. í menntaskólanum sem hann er sendur til er hann eins og þorskur á þurru landi því þetta er fínn skóli þar sem ríkir foreldr- ar koma börnunum sínum fyrir. Timothy er af fátæku fólki kominn og í stað þess að koma með fót sín og skó í ferðatösku í skólann kem- ur hann með allt sitt í plastpoka. Fljótt fær Timothy að kenna á því að ekki er allt gull sem glóir og þar Timothy (Shawn Hatosy) veröur hrifin Weston (Amy Smart). Nýiiöinn Shawn Hatosy í hlutverki Timothys. sem hann er sæmilega greindur lærir hann fljótt á kerfið og staða hans vænkast heldur betur þegar hann fer að vera með vinsælustu stúlkunni í skólanum. Óþekktur leikari, Shawn Hatosy, leikur aðalhlutverkið, Timothy, en í öðrum hlutverkum eru meðal annars Alec Baldwin, sem leikur föður hans, George Wendt, Richard Jenkins og Amy Smart. Leikstjóri og handritshöf- undur er Michael Corrente en hann skrifar handritið í samvinnu við höfund sam- nefndrar skáldsögu sem myndin er gerð eftir, Peter Farrelly, þess þekkta leik- stjóra sem meðal annars leik- stýrði Dumb and Dumber og There’s Something about Mary. Farrelly skrifaði skáld- söguna löngu áður en hann af Jane lagði fyrir sig kvikmyndagerð en söguna byggir hann á eig- Út úr kortinu (Outside Providence), sem frumsýnd er í Regnboganum í dag, er gerð eftir skáldsögu sem leikstjórinn Peter Farelly (Dumb and Dumber, There’s Something about * Mary) skrifaði fyrir mörgum árum. in reynslu. Corrente og Farrelly hafa lengi verið félagar, ólust báðir upp á Rhode Island og höfðu fyrir nokkrum árum byrjað að skrifa handrit eftir sögunni. Þá voru þeir báðir að hefja feril sinn í kvik- myndaheiminum, Farrelly að skrifa handritið að Dumb and Dumber og Corrente að undirbúa sína fyrstu kvikmynd, Federal Hill. í millitiðinni leikstýrði Corrente svo American Buffalo eftir leikriti Davids Mamets. Þeir félagar tóku r sér svo tak og luku við gerð hand- ritsins og ákváðu í sameiningu að Corrente skyldi leikstýra mynd- inni. -HK 8. október 1999 f ÓkuS 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.