Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Side 16
horfnir skemmtistaöir
Trúið því eður ei en
mittislindarnir eru
komnir aftur, að minnsta kosti
ef marka má haust- og vetrar-
tískuna frá Dolce & Gabbana.
Síðast voru mittislindar i tísku
á 9. áratugnum en mittislindar
dagsins í dag hafa þó nokkuð
breyst síðan þá. í fyrsta lagi
eiga lindarnir ekki að bindast
fast utan um mittið heldur
hanga lausir um mjaðmimar.
Lindarnir eiga einnig að vera
mjög skrautlegir, gjaman með
perlum og pallíettum, enda hafa
þeir ekki mikið annað notagildi
en að lífga upp á útlitið. Hugs-
anlega gætu þeir sem vilja tolla
í tískunni tekið fram gamla
mittislinda síðan Duran Duran
var upp á sitt besta og saumað
aðeins út í þá. Það er bara að
gefa ímyndunaraflinu lausan
tauminn og grafa niður í tölu-
boxið hjá mömmu.
H-100
þó
„H-100 var án efa langbesta
diskótek landsins. Það var svo
góður andi þar og fólk skemmti
sér afburðavel," segir Raggi Sót,
söngvari Skriðjöklanna, um
skemmtistaðinn sem opnaður var
árið 1979 í Hafnarstræti 100 á Ak-
ureyri. Eigendur staðarins voru
vinirnir Rúnar Gxmnarsson og
Baldur EUertsson og staðurinn
lifði undir þeirra umsjá i 7 ár. H-
100 var á ijórum hæðum. Neðst
var fatahengi, svo kom ekta diskó-
hæð, þar fyrir ofan var spiluð lif-
andi tónlist og efst var koníaks-
stofa. Sumir myndu reyndar lýsa
H-100 sem einu ailsherjar völund-
arhúsi því staðurinn var allur í
einhverjum dimmum ranghölum
og það var mjög auðvelt að týna
þeim sem maður kom með, því
það var um svo margar leiðir að
ræða til að ganga um staðinn.
„Við breyttum þriðju hæðinni
líka í diskó og hættum með bönd-
in þegar diskóbylgjan tröllreið
yfir,“ segir Rúnar og minnist þess
að meðal annars hafi Mezzoforte
einu sinni spilað á staðnum, ein-
ungis fyrir samloku og kók. „Þetta
var um miðjan vetur og þeir
höfðu verið að spila á einhverju
mislukkuðu sveitaballi sem eng-
inn kom á vegna ófærðar. Ofan á
allt þetta urðu þeir svo veður-
tepptir fyrir norðan og féllust á að
spila í H-100 á sunnudagskvöldi
fyrir samloku og kók og þó ótrú-
legt megi virðast þá var fullt á
- Akureyringar hafa
ekki gieymt H-100
og margir gráta
staöinn enn, Þar
var dansaö diskó
alla daga víkunnar
og hægt að kela í
endalausum
skúmaskotum
tónleikana þó við hefðum varla
náð að auglýsa þá.“
Skólakrakkar látnir
kaupa plötur
H-100 var þekktur fyrir ýmsar
skemmtilegar uppákomur. Þar
voru haldnar danskeppnir, grímu-
böll, hlöðuböll að ógleymdum
spænskum spilavistarkvöldum
sem stjórnað var af Spáinverja.
„Það var opið alla daga en það
var mest að gera frá fimmtudegi
til sunnudags. Sumir krakkarnir
komu þó öll sjö kvöldin í hverri
viku til þess að dansa. Það voru
margir sem sýndu alveg ótrúlega
fimi á dansgólfinu," minnist Rún-
ar og segir að þeir hafl verið með
3-4 plötusnúða að vinna i einu. H-
100 spilaði alltaf það nýjasta og
Skyldi þetta vera tvöfaldur kláravín í Thule? Myndin er tekin í H-100 3. mars
1981 en staðurinn var ekki bara þekktur fyrir góða diskótónlist heldur líka
ýmsar skemmtilegar uppákomur. Ht ® @ >:(:; ®
H-100 var til húsa í göngugötunni á Akureyri. Eftir
að staðnum var lokað voru opnaðir þar skemmti-
staðir eins og Bleiki filinn, Zebra og Dropinn, ailt
staðir sem ekki áttu langa lífdaga. í dag eru leiguí-
búðir í húsnæðinu.
• ••••••
var í sambandi
við íslenska
námsmenn er-
lendis sem
sendu þeim tón-
list að utan.
Einnig var út-
skriftarhópur
Menntaskólans
á Akureyri
alltaf látinn
koma heim með
nýjustu danstón-
listina sem spil-
uð var á diskó-
tekunum þar
sem þau fóru í
útskriftarferð.
„Ég man eftir
því að það var fullt af fólki frá
Reykjavík sem kom reglulega í H-
100. T.d. Valdís Gunnarsdóttir
og vinkonur, það veu: eins og þær
byggju bara fyrir norðan," segir
Raggi Sót og bætir við að staður-
inn hafi ekki eingöngu verið með
góða tónlist heldur var hann fyrir
margar sakir mjög sérstakur.
„Hann er líklega eina diskótekið á
íslandi sem hefur selt eins mikið
af brennivfni. Fólk var náttúru-
lega vant að fara á sveitaböllin og
það var ekkert að breyta drykkjar-
venjunum þó það væri komið á al-
vöru diskótek,“ segir Raggi og
minnist þess að drykkir eins og
kláravín í Thule og Screwdriver
hafi verið vinsælir drykkir þegar
hann stundaði staðinn.
„Já, já, þær voru margar kon-
urnar sem maður duflaði við í H-
100. Við félagarnir áttum meira að
segja okkar fasta borð þarna
inni,“ segir Raggi, með vott af eft-
irsjá.
Dó með diskóæðinu
„Maður reyndi öll ráð til að
komast inn á H-100,“ segir fata-
hönnuðurinn og Akureyringurinn
Björg Ingadóttir en hún var far-
in að dansa diskó á staðnum áður
en hún hafði aldur til að vera þar.
„Það var svo léiðinlegur dyra-
vörður í dyrunum, hann Túri
klúri sem sá alltaf í gegnum öll
triksin hjá manni. Það voru nátt-
úrulega bara um 50 unglingar á
Vcir svo sem ekki erfltt að þekkja
þá alla fyrir dyraverðina, segir
Björg sem reyndi ráð eins og að
klæða sig öðruvísi eða mála sig
meira til að komast inn. „Best var
ef maður gat hangið utan í ein-
hverjum eldri gæja, þá komst
maður oft inn.“ Að hennar sögn
voru fimmtudagskvöldin lang-
bestu kvöldin í H-100.
En af hverju hœtti H-100?
„Við Birgir vorum einfaldlega
orðnir þreyttir á þessu. Við vor-
um búnir að vera á staðnum dag-
inn út og inn í 7 ár þannig að þeg-
ar diskóið dó út ákváðum við að
þetta væri orðið ágætt,“ segir
Rúnar en bætir við að hann sé
hissa á því að það finnist virki-
lega ekkert almennilegt dansgólf á
íslandi í dag, nema á Hótel ís-
landi. „Staðirnir í dag eru allir
með pínulítil dansgólf, eðlunar-
dansgólf eins og ég kalla, þar sem
ekki gefst tækifæri til að sýna
neina almennilega hæfni. Ég
virkilega sakna alvöru diskóteks,"
segir Rúnar en segist ekkert vera
á leiðinni aftur 1 skemmtana-
bransann. -snæ
manns aldri á Akureyri og það
4
og kraftmikil með 2 x 100 W útgangsmagnara, Power Bass
hátalara, funky blá baklysing, einingar sem auðvelt er að taka
i sundur, gegnsætt lok fyrir CD-spilara og allt þaö sem þú vilt
hafa í alvöru hljómtækjastæðu, og meira til!
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
V
16
f Ó k U S 8. október 1999