Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 13 Barátta góðs og ills „íslenski meðaljóninn vill síst af öllu láta það á sig sannast að hann sé nískur og tími ekki að borga hikstalaust fyrir það sem hann langar í.“ Eilíf barátta góðs og ills tekur sífellt á sig nýjar myndir. Mér sýnist af fjölmiðlum að hér á landi hafl þessi glíma nú um skeið staðið um gott og lágt verð og hátt og illt verð á varningi. Með hinu góða standa allir sannir kaupmenn og flárfestar sem leggja sig alla fram um að beita hinum hvíta galdri sam- keppninnar til að lækka verð meira í dag en í gær svo neyt- endum líði betur. Hin- ir góðu eiga svo í höggi við marghöfða skrímsli sem heitir aftm’hald, fá- keppni og stjórnvöld. Það er fá- keppni eða einokun sem heldur uppi því illa (háu verðlagi) - og það er þægilegt samkomulag um að það sé stjómvöldum að kenna ef fákeppnin fær að spilla neyslu- gleði okkar. Stundum finnst manni af mál- flutningi að ef hægt væri að losna við ríkisstjórnir og stjómmála- menn yfirleitt þá mundi upp frá því stiginn glaður fagnaðardans sem mundi annars vegar tryggja okkur að minnsta kosti sænsk laun og hins vegar verðlag eins og það er lægst í Grikklandi og Portú- gal. Svo margt annað Vitanlega hafa stjórnvöld áhrif á verðlag með skattapólitík og toll- um, það liggur í aug- um uppi og óþarft að flasa mikið um það. En samt hvergi nærri eins mikil áhrif og látið er í veðri vaka. Ég sé til dæmis fróðlega frétt um gremju breskra neytenda sem em hundfúlir yfir því að alls konar vörur era miklu dýrari í Bret- landi en t.d. í Banda- .ríkjunum. Líka hlut- ir sem framleiddir era í Bretlandi sjálfu. En Bretar fara þá hvorki að kenna um fyrri íhaldsstjóm né stjóm Tony Bla- irs. Sérfræðingar segja að það ríki í Bretlandi „rótgróin menning gegn samkeppni í verslun" og að auki séu „slæmir viðskiptahættir manna í milli.“Með öðram orðum: hærra verðlag í Bretlandi er kaup- mönnum sjálfum að kenna! Þeir eru ekki nógu grimmir hver við annan. Þeir kunna ekki sitt fag. Eitthvað svipað var íslenskur sérfræðingur í samkeppnismálum að segja: samkeppni er léleg hér vegna fámennis, allir þekkja alla, það er auðvelt að hafa samráð. En það er vissulega ótalmargt annað en fámenni sem skrúfar upp vöruverð á ís- landi. Eitt er lygilega bjartsýn offlárfesting í verslunarhús- næði: við vitum öll að það er verið að stækka Kringluna að miklum mun og byggja stærstu búðir heims í Smáranum um leið. Verslanir era opnar mun lengur hér en í mörg- um nálægum löndum - það er auð- vitað þægilegt, en það kostar sitt. I þriðja lagi hækkar það verðlag hve gifurlega mikið af viðskiptum er hér upp á krít: við eigum heimsmet í að nota greiðslukort. Og í flórða lagi: það er auðveldara að bjóða íslendingum upp á hærra verð en mörgum öðrum hópum vegna gróinnar vanmetakenndar: íslenski meðaljóninn vill síst af öllu láta það á sig sannast að hann sé nískur og tími ekki að borga hikstalaust fyrir það sem hann langar í. Hann vill ekki dragnast með smásálarlega „kostnaðarvit- und“ á bakinu öllum stundum. Hann vill slappa af. Eins hátt og komist verður Það sem nú síðast var nefnt snýr athygli að einföldu lögmáli viðskipta sem of sjaldan er um get- ið: Markaðurinn hagar sér ekki eftir samkeppni einni saman - hann tekur mun meira mið af því hvað er hægt að komast upp með á hverjum stað. Og fer auðvitað eins hátt og hver kemst. Lítið dæmi: sá sem ferðast um grannríkin Austurríki og Ung- verjaland tekur fljótt eftir því að sömu vörur eru mun ódýrari í Búdapest en Vín. Af þeirri ein- földu ástæðu að sá ungverski neyt- andi með miðstéttarkjör sem er nú að fóta sig í neyslutilveranni hef- ur mun minna fé handa á milli en sá austurríski. Verðlagið fer ekki eftir því hvort samkeppnin í Aust- urríki er harðari eða vægari en hjá næstu grönnum - það er lagað að væntingum og möguleikum kaupenda og það ræður úrslitum. Ámi Bergmann Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur „Markaöurinn hagar sér ekki eft- ir samkeppni einni saman - hann tekur mun meira mið af því hvað er hægt að komast upp með á hverjum stað. Og fer auðvitað eins hátt og hver kemst.“ Með og á móti Réttur samkynhneigöra til að ættleiða börn Umræður hafa veriö undanfariö í þjóð> félaginu, og ekki síst á Alþingi, um rétt samkynhneigðra til aö ættleiða börn. Jafngóðir ef ekki betri uppalendur Arni Steinar Jó- hannsson alþingis- maður. „Otal kann- anir hafa sýnt að samkyn- hneigt sambúð- arfólk er síst verri og jafnvel betri uppalend- ur en gagnkyn- hneigðir. Þær hafa sýnt okk- ur fram á að engin ástæða sé til að óttast velferð barna sem alin era upp af samkyn- hneigðum. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað að hún muni tryggja réttindi fólks í staðfestri sambúð með því að breyta lögum um staðfesta sambúð en ekki með því að setja ný ákvæði um slíkt í nýju ætt- leiðingarlögin. Varðandi fram- varp sem er til meðferðar á Al- þingi teljum við að það myndi frekar hýggja full mannréttindi alls fólks í staðfestri sambúð að setja ný ákvæði í ættleiðingar- frumvarpið sjálft. Það er margbúiö að fara í gegnum þetta mál sem snýr að velferð þeirra barna þar sem samkynhneigðir era uppalendur, í ótal könnunum. Ef við höfum ættleiðingarfrumvarpið til hlið- sjónar er ekkert sem bendir til að við getum ekki stigið þetta skref til fulls. Ég geri mér grein fyrir að enn er verið að kljást við fordóma. Þeir verða ekki brotnir niður nema atrenna sé gerð að þeim og eins með því að upplýst fólk sem beitir sér með lagasetn- ingu og leikreglum tryggi rétt- indi þeirra sem brotið er á.“ Trú og boðun Enn hvet ég Guðmund G. Þór- arinsson til að halda áfram með ágæta þanka sína um kristna trú en biðst þó undan allri vorkunn- semi í garð presta vegna erflðs hlutverks þeirra. - Víst er það þrautin þyngri að túlka eilíf gildi í veröld tímans og hverfúlleikans. En við prestar eram í þeim efnum ekki eins og munaðarlaus böm heldur höfum við í höndum hald- góðan leiðarvísi, ágæta menntun í guðfræði og loks trúum við á að lifandi Guð sé með okkur í verki, Guð sem tjáir sig við manninn, á samfélag við hann i gegnum bæn og tilbeiðslu. Leiðarvísirinn er bók bókanna Biblían og rauði þráðurinn í henni er Kristur og boðskapur hans. Allt sem í þeirri bók er skráð á að skoða í ljósi þess sem Kristur sagði. Þannig nálgast hin lúterska hefð Biblíima, en Biblían var ekki skráð á einum degi. Hún varð til á mörgum öldum. Hún samanstend- ur af 66 bókum og er því bókasafn - bibliotek. í henni eru flölmargir ritningar- staðir sem við fyrstu sýn virðast stangast á en sé framangreindri að- ferð beitt sem Lúter lagði áherslu á verður túlkunin auðveldari en ella. Það er rétt hjá Guðmundi að trúin á í vök að verjast í samkeppni við áþreifanlega hluti og veraldargæði. Þannig hefur það ávallt verið. í Fjall- ræðunni segir Jesús að fáir finni mjóa veginn en margir hinn breiða. Og hann segir líka að sann- leikurinn sem hann boðaði væri hulinn spekingum og hyggindamönn- um en opinberaður smælingjmn. í starfl sínu ávarp- aði Jesús oft ffæðimenn og valda- stéttir þess tíma. Orð hans era því töluð inn í ákveðnar aðstæður á til- teknum tíma og ekki ástæða til að alhæfa út frá þeim og halda því t.d. fram að fræðimenn samtímans geti alls ekki skilið fagnaðarerindið. Hins vegar blasir það við í orðum hans víða í Nýja testamentinu að afstaðan til orða hans, hugarfarið, hjartaþelið, skipti mestu. Lúterska kirkjan hefur mótast mjög af rökhyggju. Trúin er m.ö.o. meira í höföinu en í hjart- anu. Þetta kemur t.d. fram í því að prestar flyfla gjarnan afleidd- ar prédikanir eða abstrakt. - í stað þess að vera í frásagnarstíl (narratífar) era þær oft í formi fyrirlesturs þar sem lagt er út af ákveðnmn texta í Biblíunni, oftast guð- spjalli dagsins, og „fQósóferað" um lífið og tilveruna. Líkami, sál og andi Ef til vill hefur okkur lúterskum prestum mistekist að kenna fólki að trúa. Ætli við séum nógu miklir trúmenn sjálfir? Kannski erum við meiri fræðimenn en trúmenn? Nú er það svo með okkur mannfólkið að við eram meira en höfuðið. Við erum líkami, sál og andi, segir Páll postuli. Líkaminn þarf hollan mat og hreyfingu, sálin (vitsmunalífið) menntun og menningu og loks þarf andinn sina næringu: orð Guðs, bæn og tilbeiðslu. Hlutverk prédik- arans er að flytja himnesk sann- indi niður i veröld tímans. Vand- inn er m.a. fólginn í því að ná þess- um boðskap niður, finna jarðsamband. En það þarf að koma boðskapnum niður í öðram skilningi, en þó aðeins um 40 cm, nefnilega frá höföi til hjarta eða vitsmunum til innsta kjarna mannsins. Þjóðkirkjan hefur tek- ið miklum breyting- um á þeim 20 áram sem ég hef verið starfsmaður hennar. Fjölbreyhiin í safnað- arstarfi er margföld miðað við áður. Og al- menningur er opnari fyrir umræðu um trú- mál en áður þegar trú- in var algjört einka- og feimnismál. Gengið rís og hnígur á andlega sviðinu eins og hinu veraldlega. Trúin er ekki gefin stærð, kon- stant, heldur er hún lifandi og ögrandi í samtali sínu við síbreyti- legar aðstæður. Sé trúin skil- greind sem lifsafstaða, lífsgrund- völlur, traust á tiltekinni lífssýn, þá er trúlaus maður ekki til. Trú- leysinginn trúir m.ö.o. á trúleysið sem er ákveðin lifsafstaða. Trúin varðar okkur því öll og lætur eng- an ósnortinn. Spumingin er hins vegar sú hvort við vinnum eitt- hvað með trúna, lífsafstöðuna, hinstu rök og gildi? Örn Bárður Jónsson „Trúin er ekki gefin stærð, kon- stant, heldur er hún lifandi og ögrandi í samtali sínu við síbreyti- legar aðstæður. Sé trúin skil- greind sem lífsafstaða, lífsgrund- völlur, traust á tiltekinni lífssýn, þá er trúlaus maður ekki til.“ Kjallarinn Örn Bárður Jónsson prestur Aðkast hugsanlegt „Ég hef und- anfarið fyrst og fremst skrifað um samkyn- hneigða gagn- vart vígslu kirkjunnar. Þar finnst mér ekki geta geng- ið að tveir sam- kynhneigðir giftist. Ég vil hins vegar að samkynhneigðir njóti réttinda, eins og löggiltrar sambúðar - það er eðlilegt - og því fylgja trygg- ingar og annað, s.s. sjálfsagt arf- gengi, enda ganga erfðir til Ragnar Fjalar Lar- usson prestur. þeirra sem hafa fengið löggilta sambúð. Þetta er meira og minna eðlilegt. En ættleiðing er dálítið annars eðlis. Mér fmnst sumt mæla með ættleiðíngu samkynhneigðra en annað mælir á móti því. Ég veit ekki nema böm sem eru ættleidd af samkynhneigðum gætu orðið fyrir aðkasti. Ef það væru tveir karlménn sem ættleiddu gætu önnur börn spurt: „Hvernig er hún móðir þín?“ Börn gætu því orðið fyrir óþægindum. Þetta mál hefur ýmsar hliðar. Engu að síður get ég vel skilið löngun samkynhneigðra til að öðlast þennan rétt sem í raun er ekki fráleitur, siður en svo. Spurning- in er aðallega hinn félagslegi þáttur. Þetta er bæði jákvætt og neikvætt." -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.