Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 TIV > \j ■ > > * * > klámvæðing- arinnar „Klámvæðingin hefur vað- ið yfir ísland með allri sinni viðurstyggð. Það er ekki aðeins atlaga gegn virðingu manneskjunnar heldur einnig gegn lífinu og sjálfri lífsham- ingjunni. Það er skelfilegt hvaða starfsemi getur þrifist í skjóli frjálsræð- is sem er angi af alheims- verslun með konur og vamar- laus böm.“ Biskup íslands í ræðu á kirkjuþingi. Eyjabakkar lítið perlubrot „Ég gef lítið fyrir það þegar fólk fyrir sunnan talar um að vemda austfirskar nátt- úruperlur sem það þekkir ekki. Af hverju flytur fólkið ekki hingað austur til að sinna þessu ef þetta stendur hjarta þess næst? Það eru náttúruperlur um allt Austur- land og Eyjabakkar aðeins lít- ið perlubrot." Davíð Baldursson, prófastur á Eskifirði, í Mogganum um áhyggjur sunnanmanna af Eyjabökkum. Fyrsta komplexa- lausa kynslóðin „Almennt tel ég að sú kyn- slóð sem þeir tilheyra, krakk- fæddir um 1970, ! mjög gæfuleg og :erk. Ég hef verið ð velta því fyrir nér hvort þetta sé I ekki fyrsta „komplexa“lausa I kynslóðin á is- landi síðan um söguöld." Sigurður Valgeirsson, í Mogganum. Ríku skjólstæðing- arnir græða Davíð Oddsson lætur sem sér komi ekki við að vegna stefnu hans er fólk af landsbyggðinni að flosna upp og hverfa frá eignum sínum sem hann hefur gert verðlausar en nýjasta dæmið er Hrisey, þar sem líf íbúanna er rústað, en við það græða ríku skjólstæðingarnir hans, auðmennirnir, sem gef- inn hefur verið allur réttur til fiskveiða.“ Albert Jensen um starfs- hætti forsætisráðherra í Degi. Bretar koma og skjóta rjúpu DV, Egilsstöðum: Einn af þúsundum veiðimanna sem nú bíða spenntir með fingur á gikk eftir að rjúpnaveiðin heQist er Þórhallur Borgarsson á Egilsstöðum. Á morgun, 15. október, hefst rjúpna- veiðitímabilið. --------------------- Þórhallur starfar IVIððlir sem smiður í hús- ___________________ einingaverksmiðju á Egilsstöðum og rekur auk þess með nokkrum öðrum versl unina Veiðikofann. DV hitti Þórhall að máli. Hann á von á fjórum gestum frá Bretlandi, blaðamönnum og veiðimönnum. Rjúpna- veiði eystra gæti orðið til að örva ferðamennsku að vetri til. - Það er þokkaleg veður- spá fyrir helgina, ætlar þú í rjúpu, Þórhallur? „Auðvitað," svarar Þór- hallur snöggt og ákveðið. - Áttu von á miklum fugli? „Nokkuð svo, karrataln- ingar á síðasta vori bentu til fjölgunar í rjúpnastofn- inum á Austurlandi og hafa hreindýraveiðimenn og smalar séð töluvert af rjúpu. Þannig að ég er bjartsýnn á vertíðina." - Heldurðu að þessi frið- un fyrir sunnan auki ásóknina hér eystra? „Það má búast við því og þá sérstaklega fyrst á veiðitímanum. En með þessa friðun þá er hún ekki byggð á rannsóknum heldur einhverju allt öðru.“ - Hvert farið þið félagar í leit að rjúpu? „Við fórum inn á Fljótsdalsheiði, inn á Öxi og inn í Dali sem eru milli Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Hér- aðs. Þetta er skemmtilegt og Qöl- breytt svæði, hægt að fara i skóg eða -------------------- veiða á opnu dagsins svæði. Eitthvað °______________ er farið að plana að fara í Loð- mundarfjörð." - Ertu sáttur við þær rannsóknir á rjúpum sem stundaðar eru nú? „Nei, ekki get ég sagt það. Fljóts- dalsvirkjun hefur verið til umræðu að undanfornu og þá sérstaklega lón- in fyrirhuguðu. Nú eru áætlanir um að jafnvel stærri svæði fari undir skóga hér á Héraði en virkjunarlón- in verða. Það hafa engar rannsóknir farið fram og eru heldur ekki fyrir- hugaðar á áhrifum skógræktar á rjúpur og rjúpnavarp. Hvað gerist eru orðin tuttugu metra Ýmsar fuglategundir erfa við þessa breytingu." - En Þórhallur, hvað um virkjunaráformin sjálf? „Það er mín skoðun að ef ekki á að nýta ork- una á Austurlandi vil ég ekki virkjun. Við vorum hins vegar að fóma minni hagsmun- um fyrir meiri með þvi að virkja með sem minnstum skaða á nátt- úrunni og nýta alla ork- una fyrir Qórðunginn. Ef við gerum það ekki get- um við sennilega gleymt Austurlandi sem byggðu svæði, það endar sem leikvöllur nokkurra sér- vitringa á gönguskóm," sagði Þórhallur Borg- arsson að lokum. -SM Þórhallur Borgarsson, veiðimaður og smiður á Egilsstöðum - fer í rjúpuna á morgun á fyrsta degi. Listasafn Árnesinga: Grafík í 20 ár Listakonan Sigrid Valtin- gojer sýnir nú verk eftir sig i Listasafni Árnesinga á Sel- fossi. Sýningin ber nafnið Grafik í tvo áratugi og eins og nafnið gefur til kynna eru grafíkverk listakonunnar frá síðustu tuttugu árum þar til sýnis. Sigrid Valtingojer er fædd í Tékklandi árið 1935 en ólst upp í Þýskalandi. Hún fluttist til íslands árið 1961 og hefur búið hér síðan. Sigrid segir að íslensk náttúra sé sterkasti áhrifavaldurinn í list sinni og sterk form úr ís- lenskri náttúru koma fram í verkum hennar. Þegar Sigrid fluttist til íslands hóf hún að vinna við auglýsingateiknun en nú kennir hún grafík í Listaháskóla íslands. Hún hefur hlotið margs konar er- lendar viðurkenningar fyrir list sína en hún notar aðal- lega ætingu, akvatintu og tré- ristur í grafikverkum sínum. Hin síðari ár hefur hún hall- að sér meira að tréristum, enda segir listakonan að þær gefi meiri möguleika í lita- notkun en akvatintan. Blessuð veröld Listasafn Árnesinga er opið frá fimmtudegi til sunnudags milli 14 og 17 og eru allir velkomnir. Sýningu Sigridar Valtingojer lýkur 1. nóvember nk. Er í góðu formi Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Möguleikhúsið frumsýnir: Barnaleikritið Langafi prakkari Möguleikhúsið frumsýnir í dag kl. 5 barnaleikritið Langafi prakk- ari eftir Pétur Eggerz. Leikritið byggist á sögum Sigrúnar Eldjárn, „Langafi drullumallar" og „Langafi prakkari". Leikritið segir frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa hennar. Þó langafi sé blindur og gamall er hann alltaf til i að bralla eitthvað með Önnu litlu. Hann passar hana á daginn þegar pabbi og mamma eru í vinnunni. Þá hafa þau nægan tíma til að skoða mannlífið, baka drullukökur og gera margt fleira skemmtilegt. Þetta er sko enginn venjulegur langafi. íþróttir Bjarni Ingvarsson leikur langafa og Hrefna Hallgrímsdóttir fer með hlutverk Önnu. Leikstjóri er Pétur Eggerz, búninga gerir Katrín Þor- valdsdóttir og tónlist er í höndum Vilhjálms Guðjónssonar. Upplestur í Gerðarsafni Upplestur verður á vegum Rit- listarhóps Kópavogs í dag kl. 17 í Gerðarsafni. Steinunn Sigurðar- dóttir, rithöfundur og ljóðskáld, les úr nýrri ljóðabók sinni, Hugástum, og einnig úr eldri verk- um. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Bridge Þetta skemmtilega spil kom fyrir í innbyrðis viðureign ítala og Bandaríkjamanna í keppni sex þjóða sem fram fór í Lauzanne í Sviss í septembermánuði síðastliðn- um. í opna salnum enduðu Banda- ríkjamennimir Robinson og Boyd í 6 tíglum á hendur NS. Robinson fékk út spaðatíu og hefði átt aö vinna þann samning, þrátt fyrir 5-0 trompleguna. En hann hitti illa í spilið og fór einn niður. ítalarnir gátu því grætt á spilinu með því að gera vel í lokaða salnum. Lauria og Versace sögðu ágætlega á spilin og komust alla leið i 7 tígla. Norður gjafari og NS á hættu: * 109 •* G2 * G6432 * G974 Norður Austur Suður Vestur Lauria Stewart Versace Woolsey 1 <* pass 2 * 4 4 pass pass dobl pass 4 grönd 7 ♦ pass p/h 5 grönd pass Útspilið var spaðatía og útlitið ekki bjart. Hins vegar er hægt að ráða við þessa slæmu tromplegu jafnvel í alslemmu. Sagnhafi leggur niður tígulkóng í öðrum slag og sér hina slæmu legu. Hann þarf 4 slagi á lauf og því nauðsynlegt að leggja niður laufkóng, svína lauftíu, þamæst er hjartadrottningu svínað, spaða kastað í hjartaás, tígli spilað á áttuna, tveir slagir á lauf teknir, spaði trompaður með tigultíu og þrír síðustu slagimir koma á víxl- tromp. En Lauria fann ekki þessa skemmtilegu vinningsleið, fór 2 nið- ur og Bandaríkjamenn græddu 3 impa á spilinu. ísak Örn Sigurðsson é KG86542 K863 ♦ - * 32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.