Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 33
ÍEKÍfflbAGUR 14. OKTÓBER 1999 Rómönsutón- leikar í Nor- ræna húsinu Rómönsutónleikar verða haldnir í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Þar koma fram Björn Blomquist, bassasöngvari frá Álandseyjum, og Magnus Svensson píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru sönglög eftir Sibelius, Merikanto og þrír söngvar eftir álenska tónskáldið Jack Mattsson sem hann samdi með Björn Blomquist í huga. Að- gangseyrir er kr. 1000. Bjöm Blomquist bassasöngvari er fæddur í Finnlandi 1964. Hann stundaði söngnám við Síbeli- usarakademíuna og við Óperu- skóla Finnsku óperunnar. Björn Blomquist hefur verið fastráðinn einsöngvari hjá Konunglegu óper- unni síðan 1996, Tónleikar Magnus Svensson er fæddur í Gautaborg og hóf píanónám 15 ára gamall. Hann var nemandi i Tón- listarskólanum í Gautaborg og við Chopinstofnunina í Varsjá og lauk diplómaprófi í píanóleik frá Kon- unglega tónlistarskólanum í Stokk- hólmi. Háskólinn í Stokkhólmi veitti honum gullverðlaun sem besti stúdent ársins 1998. Magnus hefur komið fram sem einleikari með mörgum hljómsveitum og haldið einleikstónleika víða á Vest- urlöndum. Rannveig Fríða Bragadóttir, messósópran. Óperutónleikar í íslensku óperunni Óperutónleikar verða í íslensku óperunni í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Fram koma söngvaramir Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, Rannveig Fríða Bragadóttir, messósópran, og Kolbeinn Jón Ketilsson tenór. Þá Tónleikar stjómar Garðar Cortes kór íslensku óperannar og Gerrit Schuil leikur undir á píanó. Á efnisskránni eru aríur, dúettar og kórar úr ópenun eftir tónskáldin Gluck, Mozart, Verdi, Bizet, Rossini, Puccini, C.M. von Weber og Mascani. Ættu óperu- unnendur ekki að láta þessa tón- leika fram hjá sér fara. Munúð miðalda á Súfistanum í kvöld verður bókakaffi á Súfistanum, í verslun Máls og menningar. Dagskráin hefst kl. 20 og er helguð Tídægm eða Decameron eftir Giovanni Boccaccio sem var uppi 1313-1375. Samkomur Fjallað verður um Boccaccio og miðaldir á Ítalíu. Erlingur E. Hall- dórsson les úr nýútkominni þýð- ingu sinni á Tídægru og Camilla Söderberg og Snorri Snorrason leika á blokkflautu og lútu fyrir gesti. Tídægra telst til öndvegisrita bókmenntanna. Þar segir frá því þegar tíu ungmenni flýja út í sveitir undan svartadauða. Að- gangur er ókeypis og öllum heim- ill meðan húsrúm leyfir. Keppnin Fyndnasti maður íslands í fullum gangi: Fullt út úr dyrum á Astró Talkvöld verður á Astró í kvöld. Þetta er annað kvöldið af fjórum alls þar sem fyndnustu menn ís- lands stiga á stokk, leika listir sínar og kitla hláturtaugar viðstaddra. Aðgangseyrir er 500 kr. og er einn Miller innifalinn. Húsið verður opn- að kl. 21 og er gestum ráðlagt að mæta snemma til að fá sæti þar sem síðasta kvöld komust færri að en vildu. Kynnir á Talkvöldunum er Skari skrípó. Til að komast að í keppninni þarf að hringja í X-ið eða koma með ábendingar á heimasíðu Tals. Fjöldi fyndinna hefur þó farið fram úr öll- um vonum þannig að ekki er víst að Skemmtanir allir spéfuglar komist að. Vinnings- hafi hvers Talkvölds er leystur út með 10.000 kr. ávísun og þátttöku- rétti í úrslitakeppninni. Hann mæt- ir siðan í næsta þátt Með hausverk um helgar á Sýn. Þar verða einnig sýnd brot úr liðnum Talkvöldum. Sá sem sigrar í úrslitakeppninni hlýtur 50.000. kr. i peningaverðlaun, Nokia gemsa og að sjálfsögðu titil- inn Fyndnasti maður Islands. Kynnir í kvöld eins og önnur Tal- kvöld er Skari skrípó en hann nýtur aðstoðar Raddar guðs á X-inu. Vegna mikillar aðsóknar á síðasta Talkvöld hefur verið ákveðið að hafa báðar hæðir Astrós opnar og verður dagskránni varpað á risa- skjá á annarri hæðinni. Næsta Tal- kvöld verður eftir rétta viku og úr- slitakvöldið síðan 28. október nk. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri heiöskírt Bergstaöir skýjaó Bolungarvík rigning Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. rigning og súld Keflavíkurflv. rigning og súld Raufarhöfn léttskýjaö Reykjavík rigning Stórhöföi alskýjaó Bergen léttskýjaó Helsinki léttskýjaö Kaupmhöfn rign. á síö. kls. Ósló léttskýjaö Stokkhólmur Þórshöfn súld Þrándheimur skýjaö Algarve þokumóöa Amsterdam þokumóöa Barcelona þokumóóa Berlín alskýjaö Chicago hálfskýjaó Dublin þoka Halifax skýjaö Frankfurt léttskýjað Hamborg rign. á síö. kls. Jan Mayen skýjaö London þokumóöa Lúxemborg þokumóöa Mallorca þokumóöa Montreal þoka Narssarssuaq New York rigning Orlando skýjaó París þokumóóa Róm þokuruöningur Vín skýjaó Washington heiðskírt Winnipeg alskýjað 11 12 13 9 10 10 8 11 10 8 4 9 2 4 9 4 19 10 16 10 7 5 13 4 12 4 5 6 15 7 17 23 5 9 7 15 9 Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 TT" 16 18 1ö Í0 21 22 23 Veðrið í dag Súld eða rigning Suðlæg átt, víða 10-15 m/s en hægari vestantil er kemur fram á daginn. Skýjað með köflum norðaustan- lans, en súld eða rigning í öðram landshlutum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaust- antil. Höfuðborgarsvæðið: Sunnan 10-15 m/s, en lægir talsvert er kemur fram á daginn. Súld eða rign- ing og hiti 8 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.13 Sólarupprás á morgun: 08.16 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.12 Árdegisflóð á morgun: 09.34 American Pie Kvikmyndin American Pie snýst um nokkra unglinga í Bandaríkjunum. Líf þeirra snýst aðeins um eitt: að missa mey- eða sveindóminn til að komast inn í samfélag fulloröinna. Þessi hópur er þekktur fyrir að vera ákaf- lega aðgerðalítill í kynlífsmálum en ///////// Kvikmyndir einn góðan veðurdag ákveða krakkarnir að sýna um- heiminum að þeir geti líka gert annað í rúminu en að sofa þar. Strákarnir líta á bólfarir með stúlkum sem kappleik og gera allt mögulegt til að komast í bólið með þeim, með misjöfnum árangri. Stelpumar eru heillaðar af drengj- unum en eiga erfitt með að stíga fyrsta skrefíð. Hormónaólgan er drifkraftur lífsins í þessum hópi en reynsluleysið er krökkunum fjötur um fót. Þetta er mynd sem hendir gaman að þessum fyrstu skrefum á veginum til fullorðins- áranna. Færð víðast hvar góð Þjóðvegir eru yfirleitt í góðu ásigkomulagi, þó má búast við hálku í morgunsárið. Víða eru vega- vinnuflokkar að störfum. Þar sem lokið hefur verið við að setja á nýtt slitlag myndast yfirleitt steinkast og era þær leiðir sérstaklega merktar. Færð á há- lendisvegum hefur spillst að einhverju leyti og era flestar leiðir aðeins færar fjallabílum og einstaka leiðir orðnar ófærar, þó era leiðir opnar öllum bíl- Færð á vegum um, má þar nefna leiðina í Landmannalaugar, Djúpavatnsleið og Uxahryggi. Amarvatnsheiði er ófær og einnig Loðmundarfjörður. Þungfært er á Axarfjarðarheiði og Hellisheiði-eystri. Ástand vega ^-Skafrenningur m Steinkast 0 Hálka S Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkar Q-) ófært [H Þungfært © Fært gallabílum Bjarki fæddur Þessi myndarlegi drengur fæddist á Land- spítalanum í fyrradag, 12. október, kl. 7.18. Við fæð- ingu var hann 4070 g að þyngd og 52 sm langur. Barn dagsins Foreldrar hans heita Halla Jónsdóttir og Ragn- ar Torfi Geirsson. Þau hafa nefnt son sinn Bjarka. Fyrir eiga þau tvö börn. Þau heita Kristín Lilja, 13 ára, og Hafsteinn, 6 ára. Lárétt: 1 blóð, 8 skekkja, 9 féll, 10 klaki, 11 menn, 13 gabbaöi, 16 fugl, 17 lögun, 18 næði, 20 viðburðarás, 22 blekking, 23 forfeður. Lóðrétt: 1 minnkar, 2 tröll, 3 krap, 4 hlýja, 5 sterkan, 6 gangflötur, 7 krot, 12 þátttakendur, 14 glufa, 15 hreyfist, 17 bekkur, 19 belti, 21 slá. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 afglöp, 7 fær, 8 úrgi, 10 blót, 11 vel, 12 raftar, 14 oki, 16 ósið, 17 torf, 19 asi, 20 snúast. Lóðrétt: 1 afbrot, 2 fæla, 3 grófi, 4 lút, 5 £ örvasa, 6 bilaðir, 9 gerist, 13 tófa, 15 kon, 18 rú. Gengið Almennt gengi LÍ kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,450 70,810 73,680 Pund 116,510 117,100 117,050 Kan. dollar 47,480 47,770 49,480 Dönsk kr. 10,2180 10,2740 10,3640 Norsk kr 9,1150 9,1650 9,2800 Sænsk kr. 8,6790 8,7260 8,8410 Fi. mark 12,7698 12,8465 12,9603 Fra. franki 11,5748 11,6443 11,7475 Belg. franki 1,8821 1,8935 1,9102 Sviss. franki 47,7200 47,9900 48,0900 Holl. gyllini 34,4535 34,6605 34,9676 Þýskt mark 38,8201 39,0534 39,3993 it. líra 0,039210 0,039450 0,039790 Aust. sch. 5,5177 5,5509 5,6000 Port. escudo 0,3787 0,3810 0,3844 Spá. peseti 0,4563 0,4591 0,4631 Jap. yen 0,659000 0,663000 0,663600 írskt pund 96,405 96,984 97,844 SDR 97,860000 98,450000 100,360000 ECU 75,9300 76,3800 77,0600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.