Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 30
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 ^50 Afmæli Björn Jóhannsson Björn Jóhannesson kaupmaður, Elli- og hjúkrunarheimUinu Grund, áður Laugavegi 85, Reykjavlk, er áttræður í dag. Starfsferill Björn fæddist í Flatey á Breiða- firði en ólst upp í Kálfadal á Barða- strönd og í Bolungarvík. Eftir hefð- bundið barnaskólanám stundaði Björn nám við Héraðsskólann á Núpi í tvo vetur til 1939 og lauk meira mótorvélstjóraprófi í • * Reykjavík 1947. Bjöm vann lengst af við sjó- mennsku. Hann var aðstoðarvél- stjóri í vél hjá Eimskipafélagi ís- lands hf. 1948-68. Björn hefur verið kaupmaður með eigin verslun frá 1965 og rekið heildverslunina og síðar smásöl- una B. Jóhannesson að Laugavegi 85 en hann lét af störfum sl. ára- mót sökum heilsubrests. Bjöm lagði mikið upp úr því að hafa á boðstólum fyrsta flokks hnífa og skæri á góðu verði, einnig tók hann að sér brýningar. Fyrstu árin bjó Björn í Kálfadal í Gufudalssveit en þegar hann var þriggja ára fluttu foreldrar hans til Bolungarvíkur þar sem hann bjó þar til hann flutti til Reykjavíkur 1939. Und- anskilin eru þó árin 1935-36 en þá bjó hann að Látmm í Aðalvík þar sem faðir hans var kaup- maður. Fjölskylda Bjöm kvæntist 26.6. 1943 Oddnýju Ólafsdótt- ur, f. að Látrum í Aðal- vík 26.6.1921, kjólameist- ara. Foreldrar hennar voru Ólafur Helgi Hjálmarsson, f. í Stakkadal í Aðalvík, 14.11. 1895, d. 17.6. 1974, vélvirki, og Sigríður Jóna Þorbergsdóttir, f. í Efri-Mið- vík í Aðalvík 2.12. 1899, d. 20.3. 1983, húsfreyja. Ólafur og Sigríður bjuggu í Aðal- vík til 1928 í Point-Roberts á vest- urströnd Bandaríkjanna til 1932, í Aðalvík til 1946 og síðan í Reykja- vík. Bjöm og Oddný skildu 1964. Börn Bjöms og Oddnýjar em Guðbjörg Björnsdóttir, f. 14.4. 1944, snyrtifræðingur, var fyrst gift Pétri Valbergssyni, f. 4.4.1942, flug- manni og er dóttir þeirra Oddný, f. 5.3. 1961, en annar maður Guð- bjargar var Sigurjón Gíslason, f. 17.1. 1937, vélfræðingur, og er sonur þeirra Ingi Þór, f. 3.10. 1965, en þriðji maður Guðbjargar er James D. Flint, f. 26.10. 1945, jarðfræðing- ur, og er sonur þeirra Bjöm Dana, f. 10.3. 1977; Arndís H. Björnsdóttir, f. 27.5. 1945, kennari og á hún þrjú börn; Jóhanna Bjömsdóttir, f. 27.9. 1947, kennari, en maður henn- ar er Tryggvi Eyvinds- son, f. 5.12. 1943, og eiga þau þrjú börn og tvö barnabarnabörn; Hild- ur Björnsdóttir, f. 7.11. 1950, flug- freyja, og á hún eina dóttur; Ólöf S. Bjömsdóttir, f. 28.1. 1953, prent- smiður, en maður hennar er Magn- ús Kristmannsson, f. 6.9. 1953, húsasmíðameistari, og eiga þau þrjú böm; Arinbjörn Björnsson, f. 16.5. 1963, tölvunarfræðingur. Systkini Bjöms eru Magnús, f. 9.12. 1920, d. 1.10. 1983, húsasmíöa- meistari, var kvæntur Bertu Karls- dóttur, f. 16.5. 1921; Pétur, f. 4.6. 1923, húsasmíðameistari, en kona hans er Elínborg Þuríður Magnús- dóttir, f. 20.4. 1930; Baldvin f. 16.12. 1928, símvirkjameistari, en kona hans er Ragnheiður Indriðadóttir, f. 30.1. 1930. Fóstursystir Bjöms er Guðlaug Árnadóttir, f. 22.9. 1930, að Látmm í Aðalvík. Foreldrar Björns vora Jóhannes Teitsson, f. á Skarði á Vatnsnesi 2.6. 1893, d. 1.11. 1977, húsasmíðameist- ari, og Guðrún Magnúsdóttir, f. að Klukkufelli í Reykhólasveit 15.9. 1884, d. 2.7. 1963, kennari og skáld- kona. Jóhannes og Guðrún gengu í hjónaband árið 1919. Fyrstu árin bjuggu þau í Kálfadal í Gufudals- sveit. Árið 1922 fluttu þau til Bol- ungarvíkur og bjuggu þar til 1941 er þau fluttu til Reykjavíkur. Jóhann- es var kaupmaður að Látram í Að- alvík árin 1935-36. Ætt Faðir Guðrúnar var Magnús Pét- ursson Gestsson en faðir Gests var Einar ÓMsson, móðurafi séra Matthíasar Jochumssonar. Pétur afi Guðrúnar og Ragnheiður móðir Gests Pálssonar voru systkin. Guð- rún og þær Herdís og Ólína Andrés- dætur voru skyldar að þriðja og fjórða. Björn Jóhannsson. Hallgrímur Hreinsson Hallgrímur Hreinsson fram- kvæmdastjóri, Dalbraut 7, Dalvík, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Hallgrímur fæddist í Klaufa- brekkum og ólst upp í Svarfaðar- dalnum. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum 1972 og meiraprófi bifreiðarstjóra 1970. Hallgrímur er stofnandi og fram- kvæmdastjóri Jarðverks hf. sem annast flutninga og verktakastarf- semi víða um land. Hallgrímur hefur verið gangna- foringi í Teignum í mörg ár. Hann er félagi í Gömlu dansa klúbbi Dal- víkur og stofnandi Linndasklúbbs- ins. Þá er hann faglegur ráðgjafi í veiðifélaginu Afglöpum og hvata- maður að dúfnaræktarfélagi Hrisa- höfða. Fjölskylda Hallgrímur kvæntist 13.10. 1973 Herdísi Geirsdóttur, f. 20.9. 1951, sölumanni. Hún er dóttir Geirs Ax- elssonar, bónda í Brekkukoti í Blönduhlið og víðar og síðar bíl- stjóra á Sauðárkróki, og Ingunnar Björnsdóttur húsmóður. Hallgrímur og Herdís slitu samvistum. Böm Hallgríms og Herdísar era Ingunn Margrét, f. 3.4. 1973, í sam- búð með Helga Bjamasyni; Einar Bjarki, f. 29.8. 1975. Systkini Hallgríms eru Jón Sig- valdi, f. 14.4. 1948, vörubifreiðar- stjóri á Dalvík, kvæntur Vilborgu Friðriksdóttur; Sigurður Helgi, f. 27.1. 1958, búsettur að Klaufabrekk- um; Soffia Sigurnanna, f. 19.2. 1961, húsfreyja að Klaufabrekkum, en maður hennar er Gunnlaugur Sig- urðsson. Foreldrar Hallgríms: Hreinn Jónsson, f. 27.3. 1918, d. 24.8. 1996, bóndi að Klaufabrekkum, og k.h., Jónína Hallgrímsdóttir, f. 10.4. 1918, húsfreyja. Ætt Hreinn var sonur Jóns, sjómanris á Dalvík, Valdi- marssonar, b. á Syðri- Másstöðum og síðar á Dal- vík, Jónssonar. Móðir Jóns var Rósa Guðrún Sig- urðardóttir frá Syðra-Holti í Svarfaðardal. Móðir Hreins var Júlíana Sigur- veig Sigurðardóttir. Jónína er dóttir Hallgríms, b. á Þorsteinsstöðum og að Klaufa- brekkukoti, Einarssonar, b. i Koti, Hallgrímssonar, b. á Skeiði, Jónsson- ar, b. í Göngustaðakoti, Jónssonar. Móðir Einars var Sólveig Jónsdóttir, b. í Syðra-Garðshorni, Sigfússonar. Móðir Hall- gríms var Lilja Jónsdótt- ir, b. á Skeggsstöðum, Sigurðssonar, á Þverá í Skíðadal, Hallgrimssonar. Móðir Jónínu var Soffia Jóhannesdóttir, smiðs og b. á Göngustöðum og á Hæringsstöðum, Sigurðs- sonar, ættfoður Hreiða- staðakotsættar, Sigurðs- sonar. Móðir Jóhannesar var Sigríður Jóhannes- dóttir. Móðir Soffiu var Jónína Jónsdóttir, b. á Auðnum og bróður Sigurðar í Hreiðarstaðakoti, Sigurðssonar. Móðir Jónínu var Þur- íður Hallgrímsdóttir. Hallgrímur heldur afmælishóf að Rimum í Svarfaðardal 16.10. frá kl. 20.00. Hann vonast til að sjá sem flesta. Hallgrímur Hreinsson. Fréttir Danskir grunnskólanemar í heimsókn á Króknum: Danahatur ekki lengur á námskrá „Það er gaman að vinabæjasam- skiptin geti verið á þessum nótum. Þetta fellur í mjög góðan jarðveg hjá nemendum og við verðum vör ^ við meiri námsáhuga, sérstaklega er það danskan sem þau era dug- legri við, en dönskukennslan hefur nú oft átt undir högg að sækja,“ segir Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla á Sauðárkróki. í liðinni viku voru 12 nemendur ásamt kennara úr Hastrupskóla í Koge í heimsókn í skólanum. Þetta vora jafnaldrar 10. bekkinga í Árskóla og héldu þeir til á heimilum þeirra'. Má segja að Danimir hafi verið að endurgjalda heimsókn 10. bekkjar Árskóla sem fór í skóla- ferðalag til Koge á liðnu vori. • Dönsku nemendumir sóttu tíma í Árskóla í síðustu viku auk þess sem þeir fóru í alla bekki skólans til aö kynna land og þjóð. Þá fóra þeir í kynnisferö um Skagafjörð og heimsóttu fyrirtæki á Sauðár- króki. Sl. fimmtudagskvöld snæddi hópurinn síðan kvöldverð ásamt 10. bekkingum Árskóla i félagsmið- stöðinni Friði, þar sem nemendur höfðu útbúið glæsilegt kvöldverð- arborð, og að sjálfsögðu var það skreytt með dönskum og íslensk- um fánum. Að sögn Óskars Björnssonar, skólastjóra Árskóla, hefur verið ræddur sá möguleiki að 10. bekk- ingar Árskóla feti í fótspor síðasta brautskráningarárgangs og fari í skólaferðalag til Koge næsta vor. „Þetta er mjög dýrt ferðalag og á fundi með foreldram ákváðum við að sjá til. Þetta fer allt eftir því hvað krakkarnir verða duglegir að safna í vetur,“ sagði Óskar. Aðspurður hvort enn þá væri verið að kenna í ís- landssögunni hvað Danir hafi verið vondir við okkur fyrr á öldum, t.d. að senda okkur maðkað mjöl á ein- okunartímanum, sagðist Óskar ekki kannast við það en hafi það verið í þeirri bók væri það sjálfsagt þar enn þá. „En við kennum allavega ekki Dana- hatur héma í skól- anum,“ sagði skóla- stjórinn í gaman- sömum tón. -ÞÁ Tll hamingju með afmælið 14. október 80 ára Engilbert Valdimarsson, Garðsstöðum 46, Reykjavík. Margrét St. Sigurðardóttir, Réttarholtsvegi 57, Reykjavík. 70 ára Ásta Kristjánsdóttir, Birkigrund 19, Kópavogi. Ingimar Guðmundsson, Hraunbæ 4, Reykjavík. María Björgvinsdóttir, Búðagerði 3, Reykjavík. 60 ára Björgúlfur Lúðvíksson, Hafnarbraut 10, Dalvík. Fjóla Hjartardóttir, Bræðratungu 5, Kópavogi. Guðmundur A. Hólmgeirsson, Baughóli 56, Húsavík. Hallfríður Ragnarsdóttir, Túngötu 7, Húsavík. Jóhanna Björk Hlöðversdóttir, Hátúni 4, Reykjavík. Kristrún Björt Helgadóttir, Hellulandi 11, Reykjavík. Lovísa Aðalsteinsdóttir, Hverfisgötu 23, Hafnarfirði. 50 ára Dagný Svavarsdóttir, Ásbúð 75, Garðabæ. Gísli Pálsson, Norðurbyggð 7a, Akureyri. Guðbjörg Sveinsdóttir, Hátröð 8, Kópavogi. Helga Jónsdóttir, Skipasundi 47, Reykjavík. Jónas Ágústsson, Einibergi 5, Hafnarfirði. Jónfríður Loftsdóttir, Eyrarholti 5, Hafnarfiröi. Jiilía Bergrós Bjömsdóttir, Dalsgerði lf, Akureyri. Rósa María Tómasdóttir, Grundargerði 7d, Akureyri. Sveinbjörg Einarsdóttir, Fitjasmára 3, Kópavogi. 40 ára Guðmundur Kristinn Ingvarsson, Hnjúkaseli 14, Reykjavík. Guðni Þór Jónsson, Neðstcdeiti 20, Reykjavík. Helgi Jakob Jakobsson, Vindási 2, Reykjavík. Hjálmar Steinþór Bjömsson, Pólgötu 8, ísafirði. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Háaleitisbraut 22, Reykjavik. Karl Lúðvíksson, Njálsgerði 11, Hvolsvelli. Ragnheiður Sigursteinsdóttir, Útgarði 7, Egilsstöðum. Sigrún Bima Jakobsdóttir, Víkurási 2, Reykjavík. Svala Ágústsdóttir, Dverghömrum 8, Reykjavík. Góður árangur ís- lenskra danspara Intemational danskeppnin í Brentwood á Englandi hófst á þriðjudag- inn. Keppendur frá íslandi voru 14. Bestum árangri náðu þau Jónatan Am- ar Örlygsson og Hólmfríður Bjömsdótt- ir, dansfélaginu Gulltoppi. Þau keppa í aldursflokknum 11 ára og yngri. 21 danspar hóf keppnina, þar af 3 íslensk pör. Öll íslensku danspörin komust í undanúrslit og Jónatan og Hólmfríður gerðu sér lítð fyrir, komust í úrslit og höfhuðu í þriðja sætinu. Þau em eitt sterkasta dansparið okkar á íslandi í dag í sínum aldursflokki. Um siðustu helgi náðu Baldur Kári Eyjólfsson og Ema Halldórsdóttir, Gulltoppi. Þau náðu 4. sætinu í sígildum samkvæmis- dönsum og 5. sætinu í suður-amerískum dönsum í flokki 11 ára og yngri. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.