Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 EV-Egill Vilhjálmsson ehf. Smiðjuvegi 'l sími 564-5000 Námskeið Forvarna- og fræösludeild Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna starfar allt áriö. Hún fer meö stutt bókleg og verkleg námskeið til fyrirtækja og félagasamtaka og einnig er í bígerð að halda námskeið fyrir húsfélög og stigaganga í fjölbýlis- húsum. Á fimmta þúsund manns fer árlega í gegnum þessi nám- skeið sem kosta um 20 þúsund krónur fyrir allt að 20 manna hóp. Jónískir og optískir Tvenns konar reykskynjarar eru á markaðnum, jónískir og op- tískir. Jónískir eru mun algeng- ari. Þeir bregðast skjótar við eldi sem brennur hratt, t.d. frá eldun- artækjum. Optískir skynjarar bregðast hins vegar fyrr við glóð- areldi, t.d. glóð í sófasettum eða ef einangrun í raftækjum bráðn- ar. Fljótar þýðir hér sekúndur en ekki mínútur. 10 ára rafhlaða Á markaðinn era komnir jón- ískir reykskynjarar með „lithi- um“ rafhlöðu sem dugar i 10 ár. Þeir era dýrari en hefðbundnir reykskynjarar, kosta 3-4 þúsund krónur. Áð 10 árum liðnum fer reykskynjarinn að gefa frá sér stutt hljóðmerki sem þýða að raf- hlöðurnar séu að tæmast. Ekki í kverkina Reykskynari á ekki að vera al- veg í kverkinni milli lofts og veggjar en þar vill oft myndast loftrúm sem heldur reyk frá. Ræðið eldvarnir Góð regla er að ræða eldvamir á heimilinu og hvernig skuli bregðast við, t.d. vera sammála um útgönguleiðir, staðsetningu slökkvitækja og að mikilvægt sé að að skríða en ekki ganga ef hiti og reykur er mikill. Fyrstu viðbrögð Fyrstu viðbrögð við eldsvoða eru einföld og í þessari röð: Bjargaðu sjálfum þér og öðrum. Hringdu í slökkvilið. Reyndu aö slökkva ef hægt er. Ryðlitað neysluvatn: Tæring sem kallar á endur nýjun lagna Eigandi gamallar íbúðar í aust- urbænum spyr: Af hverju verður kranavatnið ryðlitað og hvernig má losna við ryðlitinn? Kostar það miklar og dýrar framkvæmdir eða era til einfaldari lausnir? Hvemig skiptist kostnaður ef ryðlitaðs vatns verður einungis vart í tveimur íbúð- um af sex? Ragnar Gunnarsson hjá Verk- vangi svarar: Ástæða þess að kranavatn verður ryðlitað er að rör neysluvatnslagna hafa tærst að innan. Neysluvatnslagnir eru með galvaniseraðri húð sem á að verja rörin gegn tæringu. Ástæð- ur tæringarinnar geta verið margar en ekki verður farið nán- ar út í þær hér. Þar sem ryðlitur er á neysluvatni má reikna með að galvanhúðin sé búin að hluta til eða öll. Áætluð ending röra er 40-50 ár en til eru dæmi um rör sem aðeins hafa enst í 5 ár og önnur dæmi um rör sem hafa enst í allt að 70 ár. Algengasta lausnin þegar rör gefa sig er að endurnýja vatns- lagnir og nota plaströr eða ryðfrí rör í stað þeirra sem ónýt eru. Getur kostnaður við endurnýjun lagna hæglega farið i 2-300 þús- und. Síðastliðin tvö ár hefur Bygg- ingavöruverslun ísleifs Jónsson- ar selt tæki undir nafninu „Vatnsbætir“ sem hefur gefið mjög góða raun í svona tilfellum. Er tækinu komið fyrir í vatns- lögninni við inntak. Tækið kost- w ar um 15-16 þúsund. Líklegt er að kostnaður við uppsetningu sé svipaður þannig að heildar- kostnaður er um 30 þúsund. Trú ísleifsmanna á tækinu er það mikil að þeir hafa sagst munu endurgreiða tækið ef það skilar ekki árangri. Ekki er vitað um slík tilfelli enn sem komið er. Vísitöluhækkun: Verðlækkun á fötum B í L A R Eldvarnavika Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna gengst ár- lega fyrir eld- yflr- leitt í lok nóv- em- ber. Heim- sækja slökkvi- liðsmenn þá grunn- skóla og veita sam- ræmda eldvarna- fræðslu. Börnin fá þá verkefni sem þau fara með heim og ræða með foreldrum sínum. Þess- ar eldvarnavikur hafa skilað góðum árangri sem mælist i breyttu hugarfari til eldvama. -hlh Hagstofan birti í fyrradag vísitölu neysluverðs miðað við verðlag i byij- un október. Mældist hún 193,3 stig, hækkaði um 0,8% frá fyrra mánuði. Þetta er nær tvö- falt meiri hækkun en spár gerðu ráð fyrir. Helstu hðir sem höfðu áhrif til hækk- unar voru fót og skór sem hækkuðu um 4,0% (0,22%), markaðsverð hús- næðis sem hækkaði um 2,0% (0,19%), verð á mat og drykkjarvörum sem hækkaði um 0,9% (0,14%). Verð á bensíni og olíum hækkaði um 1,0% (0,05%). Það sem af er þessu ári hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5.0%. í fréttum F&M kemur fram að verð á matvöru og fatnaði hafi lækkað í nóvember og desember undanfarin tvö ár. Er það vegna aukinnar sam- keppni í kringum jól og áramót. Aftur á móti er ekki útlit fyrir frekari hækkun bensínverðs í bili. Hækkun húsnæðisverðs skapar þó þrýsting á vísitöluna. -hlh Grand Cherokee LTD árg. '97, ek. 39 þús. km, grænn/gullsans. 4,0, 6 cyl., topplúga, CD og kassetta. Einn með öllu. Verð 2.980.000, einnig 8 cyl. Plymouth Voyager árg. '97, rauður, ek. 47 þús. km, 5 dyra, ssk., central o.fl. Verð 1.640.000. Sýninganbílan á staðnum. Húsráð og DV: Sérfræð- ingar svara lesend- um Ráðgjafaþjónustan Húsráð hef- ur boðist tU að svara spumingum lesenda DV varðandi rekstur og viðhald húseigna og ýmislegt sem upp kann að koma vegna þeirra. Þeir sem svara spumingum les- enda era Theodór S. Sigurbergs- son og Eyjólfur Brynjólfsson, báð- ir löggiltir endurskoöendur hjá Þema ehf., hæstaréttarlögmaður- inn Sigurður Helgi Guðjónsson og héraðsdómslögmaðurinn Sandra Baldvinsdóttir hjá Húseigendafé- laginu, héraðsdómslögmennirnir Halla Bergþóra Björnsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson hjá GÁJ, lögfræðistofu, og Ragnar Gunn- arsson, verkfræðingur hjá verk- fræðistofunni Verkvangi. Þegar tilefni er til verða fleiri sérfróðir aðilar kallaðir til svara. Lesendur geta sent stuttar og gagnorðar spurningar á netfangið dvritst@ff.is og merkt þær hagsyni ,-hlh Utvegum nýja og notaða bíla á mjög góðu veröi Vanskil afborgana af íbúð send í innheimtu: Seljandi ber engan innheimtukostnad Seljandi íbúðar i Arbæ spyr: Eg seldi íbúðina mína í vor. Þriðja greiðsla af fjórum, 1.000.000 krónur, var umsamin 15. september en 1. október höfðu ekki verið greidd nema 500 þúsund. Hvenær hefst álagning dráttarvaxta? Ef ég sendi eftirstöðvar þessa gjalddaga í lög- fræðiinnheimtu þarf ég þá að bera einhvern kostnað? Halla Bergþóra Björnsdóttir héraðsdómslögmaður svarar: Ef vanskil verða á greiðslu kaupsamn- ingsgreiðslna er al- menna reglan sú að dráttarvextir reikn- ist frá þeim degi er inna átti greiðslu af Halla Bergþóra Björnsdóttir héraðsdómslög- maður hendi. Slíkt má m.a. sjá í stöðluðum skilmálum kaupsamninga hjá fast- eignasölum. Ef greiddur er hluti greiðslu dregst hún frá á innborgunar- degi. Ef krafa er sett í lög- fræðiinnheimtu vegna vanskila greiðir skuldari kröfunnar allan kostnað af innheimtu hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.