Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 4
Helldsöludreiflng: Agúst flrmann Utsölustadir: Hxal O Vestmannaeyjum • Markid Hrmú/a • Maraþan Kringlunni Katra Dalvík • Vinnufatabúdin Laugavegi • Kaupfélag Skagfirdinga • Hustfirsku Hlpamir Egilsstödum • Biglóspart Siglufirdi • Kaupfelag Húnvetninga MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 Sport - skoraði 13 mörk í yfirburðasigri KA á Fram, 32-18 Þaö var aldrei spurning hver mundi enda sem sigur- vegari í leik KA og Fram í 1. deild karla á laugardaginn. KA-menn voru einfaldlega miklu betri allan leikinn og gjörsigruðu Framara, 32-18. Safamýrarliðið beið þar með sinn fýrsta ósigur á tímabil- inu. Þegar 15 mín. voru búnar af leiknum var staðan 7-5. Þá fóru KA-menn aö auka forskotið og skoruðu 10 mörk á síðustu 15 mínútun- um meðan Framarar skor- uðu 3 mörk. Á þessum kafla kom fyrir að KA-menn voru tveimur mönnum færri en Frömurum tókst ekki að færa sér það í nyt heldur bættu KA-menn við. Níu marka forysta í hálfleik var of stór biti fyrir Framara aö kyngja. KA-menn héldu svo Frömurum í þessari Qarlægð og á síðustu mínútum lét Atli Hilmarsson yngri spil- ara inn á völlinn og var mjög gaman að sjá þá spreyta sig. Undir lokin ráku KA-menn svo smiðshöggið á verkið og unnu Framara með fjórtán marka mun. Hans tími er kominn Enginn maður var öðrum fremri hjá Fram nema þá kannski Sebastian Alexand- erson markvörður sem forð- aði Frömurum frá meiri skömm. Hjá KA var Bo Stage sá öflugasti og besti maðurinn á vellinum. Bo skoraði 13 mörk og gat ein- faldlega haft þau fleiri. „Þetta var frábært. Ég bjóst við mjög erfiðum leik en okkur tókst ætlunarverk- ið og við héldum vörninni allan timann. Bo var að spila mjög vel í leiknum en það hafa heyrst gagnrýnis- raddir um hann. Éghefsagt mönnum að gefa honum tíma og hans tími er kom- inn,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA manna, í leiks- lok. -JJ Stjarnan 26(10) - HK28(12) 1-0, 2-2, 3-5, 3-7, 5-8, 7-9, 8-11, (10-12), 11-13, 13-14, 14-17, 15-18, 17-18, 18-20, 20-20, 20-22, 21-23, 23-23, 24-24, 24-26, 25-27, 26-28. Stjarnan: Hilmar Þórlindsson 6/2, Björgvin Rúnarsson 5, Arnar Pétursson 5, Eduard Moskalenko 4, Konráð Olavson 3, Sæ- þór Ólafsson 2, Jón Þórðarson 1. Varin skot: Birkir í. Guðmundsson 21. Brottvísanir: 2 mínútur. Raud spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 2 af 2. Áhorfmdur: 200. Gœöi leiks (1-10): 8. Dómarar (1-10): Stefán Amaldsson og Gunnar Viðarsson (6) HK: Óskar Elvar Óskarsson 10, Sverrir Bjömsson 8, Hjálmar Vilhjálmsson 4, Helgi Arason 3, Alexander Arnarsson 2, Samúel Ámason 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 18. Brottvísanir: 6 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Maður leiksins: Óskar Elvar Óskarsson, HK. < w KA 32(17) - Fram 18(8) 0-2, 3-3, 6-3, 7-5,11-5,14-6, (17-8), 19-10, 22-13, 26-14, 28-16,, 31-17, 32-18. KA: Bo Stage 13/4, Jóhann G. Jóhannsson 5, Magnús Agnar Magnússon 4, Guðjón V. Guðjónsson 3, Lars Walther 2, Halldór Sigfússon 2, Geir K. Aðalsteinsson 2, Heimir Ámason 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 11, Hörður Flóki Ólafsson 1 Brottvisanir: 14 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 4 af 4. Ahorfendur: 450. Gœði leiks (1-10): 8. Dómarar (1-10): Anton Gylfl Pálsson og Hlynur Pálsson (7). Björgvin Björgvinssson 4, Guðmundur H. Pálsson 3, Gunnar B. Viktorsson 3/1, Robertas Pauzuolis 2, Róbert Gunnarsson 2, Kenneth Ellertsen 2/1, Kristján Þorsteinsson 1, Njörður Ámason 1. Varin skot: Sebastian Alexanderson 9, Magnús Erlendsson 1. Brottvísanir: 12 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 2 af 3. Maður leiksins: Bo Stage, KA. Enn vinnur HK Stjörnuna HK vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í vetur á fostudagskvöld með því að leggja Stjömuna enn einu sinni að velli, 26-28, í Garða- bæ. Barátta HK-manna var til fyrir- myndar, þeir héldu fullri einbeit- ingu í leiknum þó að nokkrir af dómum Stefáns og Gunnars hefðu hæglega getað sett þá úr jafnvægi. Óskar Elvar og Hlynur vora bestu menn HK ásamt Sverri Bjömssyni sem var frábær í síðari hálfleik og skoraði þá 8 mörk. HK-liðið er greinilega orðið vel slípað og er lík- legt til enn frekari afreka í vetur nái það að leika svona áfram. Stjaman náði ekki að fylgja eftir fyrsta sigri sínum í deildinni í vet- ur og náði ekki að stilla saman strengi sína í þessum leik. Áhuga- leysi og skortur á einbeitingu stóð leikmönnum liðsins fyrir þrifum og aðeins frábær markvarsla Birkis ívars Guðmundssonar kom í veg fyrir stærra tap. -ih n 5 1. DEILD KVENNA Keflavík 4 4 0 311-209 8 ÍS 3 3 0 167-143 6 KR 4 3 1 289-181 6 KFÍ 2 0 2 118-176 0 Grindavík 3 0 3 90-198 0 Tindastóll 4 0 4 208-276 0 Lars Walther, örvhenta skyttan frá Danmörku, hefur reynst KA mikill styrkur eins og landi hans, Bo Stage. Tveir sigrar KR - á Tindastóli en stúdínur rétt höfðu Grindavík 1. DEILD KARLA Þór, Þ. - ÍR...................68-66 Valur - Höttur ................77-48 Breiðablik - ÍV................69-72 Stafholtstungur - Höttur......74-67 Valur 2 2 0 165-101 4 Þór, Þ. 2 2 0 131-123 4 Stjaman 1 1 0 94-78 2 ÍV 2 1 1 150-163 2 ÍR 2 1 1 159-136 2 Breiöablik 2 1 1 136-123 2 Selfoss 2 1 1 148-163 2 Stafholtst. 3 1 2 195-214 2 ÍS 1 0 1 53-88 0 Höttur 3 0 3 172-214 0 ÍS og Stjaman leika í íþróttahúsi Kennaraháskólans í kvöld kl. 20. Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna um helgina. Grindavík var nálægt því að ná í fyrsta sigur liðsins í vetur gegn ÍS á heimavelli. Grinda- vík leiddi 20-19 í hálfleik en missti dampinn í lokin og ÍS skoraði 4 síð- ustu stigin og vann leikinn, 33-40. ÍS er því eina liðið ásamt Keflavík sem er ósigrað í deildinni og þau mæt- ast næst. Hjá Grindavík var Sólveig Gunnlaugsdóttir áfram ■ burðarás, skoraði 20 af 33 stigum liðsins. Auk hennar stóð Svanhildur Káradóttir sig mjög vel, hún hætti við að hætta og hóf leik á ný ásamt þeim Mörtu Guðmundsdóttur og Alexöndru Sinya- kovu. Best hjá ÍS var Jófríður Hall- dórsdóttir en Þórunn Bjamadóttir og Hafdís Helgadóttir stóðu fyrir sínu. Stig Grindavíkur: Sólveig 20, Ólöf Helga Pálsdóttir 5, Svanhildur 2, Sinya- kova 2, Marta Guðmundsdóttir 2, Þuríður Gísladóttir 1, Petrúnella Skúladóttir 1. Stig ÍS: Þórunn 9, Hafdís 6 (4 varin), María B. Leifsdóttir 6, Jófríður 5 (7 stoln- ir), Signý Hermannsdóttir 5, Georgia Kristiansen 5, Kristjana Magnúsdóttir 4. KR vann Tindastól, 54-76, í fyrri leik liðanna á Sauðárkróki á laugar- dag en varð samt fyrir miklu áfalli strax í upphafi leiks er Linda Stef- ánsdóttir meiddist og gat ekki spilað meira með. Tindastóll hélt í viö KR í byrjun þrátt fyrir að Jill Wilson ætti i erfiðleikum og hitti aðeins 2 af 13 skotum sínum. Hjá KR fór aftur á móti hin danska Emilie Ramberg í gang í fyrsta sinn. Stig Tlndastóls: Bima Eiriksdóttir 14, Jill Wilson 11, Sólborg Hermundsdóttir 8, Dúfa Ásbjömsdóttir 8, Halldóra Andrés- dóttir 8, Hrafnhildur Kristjánsdóttir 3, Efemia Sigurbjömsdóttir 2. Stig KR: Em- ilie Ramberg 16, Kristín B. Jónsdóttir 16, Guðbjörg Norðfjörð 14, Guðrún Ama Sig- urðardóttir 8, Gréta María Grétarsdóttir 7, Sigrún Skarphéðinsdóttir 5, Hildur Sigurð- ardóttir 4, Þóra Bjamadóttir 4, Hanna Kjartansdóttir 2. KR vann seinni leikinn, 44-73, eft- ir að staðan hafði verið 19-40 í hálf- leik. Stig Tindastóls: Wilson 29, Sólborg 4, Efemía 4, Dúfa 3, Halldóra 2, Hrafnhildur 2. Stig KR: Guðbjörg 17, Hanna 15, Hildur 9,'Kristín 9, Ramberg 8, Sigrún 5, Þóra 4, Guðrún 3, Gréta 3. -ÓÓJ Bland í polca Selfoss sigraði Þór frá Akureyri, 26-21, í 2. deild karla í handknattleik á föstu- dagskvöld en reiknað er með að þessi lið berjist um sæti í 1. deild. Fjölnir sigraði ÍH í Hafnarfirði, 33-28. Páll Ólafsson stýrði HK til sigurs gegn Stjörnunni í 1. deildinni i hand- bolta á fóstudags- kvöldið. Sigurður Valur Sveinsson, þjálfari HK, tók út leikbann en var ekki langt undan. Hann sat á áhorf- endabekkjum beint fyrir aftan varamannabekkina og þurfti engan farsíma til að ná sambandi við sina menn inni á vellinum eða Pál. Davið Grissom, þjálfari og leikmaður ÍV, nýliðanna í 1. deildinni í körfubolta, stýrði sínum mönnum til síns fyrsta sigurs á laugardagskvöldiö þegar Eyja- menn unnu Breiðablik í Kópavogi, 69-72. Davið lék á sínum tíma með Keflavík, KR, Val, Breiðabliki og Reyni í úrvalsdeildinni. Sampdoria, sem nú leikur í ítölsku B- deildinni i knattspymu, hefur fengiö sex leikja heimaleikjabann vegna óláta áhorfenda á bikarleik liðsins við Bol- ogna í síðustu viku. Patrick Kluivert, miðherji Barcelona, hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann i spænsku knattspymunni vegna brottreksturs síns í leiknum við Real Madrid á miðvikudaginn. Katrin Jónsdóttir og stöllur hennar i Kolbotn gerðu jafntefli, 2-2, við Bjömar i norsku A-deildinni i knattspymu á laugardag. Katrin náði ekki að skora en hún hefur gert 9 mörk í deildinni i ár. Mario Basler hefur verið settur í bann hjá þýska knattspymufélaginu Bayem Múnchen út þetta tímabil. Franz Bec- kenbauer, forseti Bayem, segir að Basler hafl itrekaö brotið þær reglur sem gildi í atvinnuknattspymu. Basler segist sem betur fer ekki þurfa að lúta lögum Beckenbauers og félaga framar og hann sé farinn að líta í kringum sig eftir nýju liði. -ih/VS Ekkl eru allar verslanirnar med öll vörunúmer

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.