Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 12
30 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 Sport 1, IMEfM) KARtA Nettelstedt - Gummersbach . . 27-26 Schutterwald - Minden........25-28 Dormagen - Magdeburg ........21-26 Flensburg - Nordhorn ........30-22 Lemgo - Wetzlar..............28-19 Kiel - Bad Schwartau.........27-23 Frankfurt - Eisenach ........19-15 Wuppertal - Essen ...........25-28 Grosswallstadt - Willstatt .... 31-22 Kiel 8 7 1 0 233-185 15 Flensburg 8 7 0 1 225-187 14 Lemgo 8 6 1 1 207-171 13 Nordhorn 8 5 2 1 214-176 12 Magdeburg 8 5 2 1 194-157 12 Minden 8 5 1 2 211-196 11 Grosswallst. 8 5 0 3 195-186 10 Nettelstedt 8 4 1 3 206-204 9 Essen 7 4 0 3 184-187 8 Frankfurt 7 3 1 3 156-151 7 Wetzlar 8 3 0 5 ,182-201 6 Wuppertal 8 2 1 5 186-207 5 Gummersb. 7 2 0 5 165-178 4 Eisenach 8 2 0 6 185-206 4 B.Schwartau 7 2 0 5 142-173 4 Dormagen 8 1 1 6 168-189 3 Schutterw. 6 0 1 5 127-160 1 Willstatt 8 0 0 8 164-230 0 Magnús þjálfar KR Magnús Pálsson var um helgina ráðinn þjálfari ís- lands- og bikarmeistara KR í knattspyrnu kvenna. Hann tekur við af Vöndu Sigurgeirs- dóttur sem hætti með liðið eft- ir tímabilið. Ljóst er að allir leikmenn KRhalda áfram og jafnvel bætast einhverjar í hópinn. Magnús þjáifaði karlalið FH í 1. deildinni í sumar og hefur á undan verið með Leikni R., Fylki og Ægi. -VS Logi tekinn viö hjá FH Logi Ólafsson, fyrrum þjálf- ari ÍA, landsliða karla og kvenna og Víkings, var á föstudag formlega ráðinn þjálf- ari 1. deildar liðs FH í knatt- spymu. Það hafði þó legið í loftinu í nokkurn tíma eins og áður kom fram í DV. -VS Brynjar sýndi sig Brynjar Bjöm Gunnarsson fór á kostum með Örgryte á laugar- dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við AIK í sænsku A-deildinni. Brynjar lék í vöminni framan af en síðasta hálftímann á miðjunni. Hann var útnefndur maður leiksins, og valdi réttan tíma til þess. Á leiknum var nefnilega krökkt af útsendurum erlendra fé- laga, frá Italíu, Englandi og Hollandi, og hafa þeir eflaust skrifað nafn hans hjá sér. Haraldur Ingólfsson lét verja frá sér vítaspyrnu þegar Elfsborg tapaði, 3-0, fyrir Halmstad. Hann gat þá jafnað metin í 1-1. Helsingborg er efst með 48 stig, AIK er með 47, Halmstad 46 og Örgryte 39 stig. -EH/VS Gísli vann HM-rimmuna Gísli Jón Magnússon úr Ár- manni sigraði Bjama Skúlason frá Selfossi í úrslitaviðureign í opnum flokki á haustmótinu í júdó á laugardaginn. Þetta var aðalglíma mótsins því þarna átt- ust við HM-faramir tveir. Gísli sigraði að vonum, enda 30 kiló- um þyngri, en glíman var þó líf- leg og stóð í hálfa aðra mínútu. Bjarni sigraði síðan í -81 kg flokki, Jón Gunnar Björgvins- son, Ármanni, í -90 kg flokki, Hinrik S. Jóhannesson, Ár- manni, í -73 kg flokki, Höskuld- ur Einarsson, JR, í -66 kg flokki og Aron Sigurbjörnsson, Vogum, í unglingaflokki. Óvæntustu úrslit mótsins urðu í -90 kg flokknum þar sem Óskar Valgarðsson skellti Ingi- bergi Jóni Sigurðssyni glímu- kóngi. Óskar tapaði síðan í úr- slitum gegn Jóni Gunnari en stóð sig mjög vel. -VS - í íslendingaslagnum í Dormagen Ólafur Stefánsson skoraði 8 mörk, 4 þeirra úr vítaköstum, þegar Magdeburg lagði Dor- magen, 21-26, í sannkölluðum íslendingaslag í þýsku A-deildinni á laugardaginn. Alfreð Gíslason fagnaði sínum fyrsta útisigri sem þjálfari Magdeburg en vinur hans Guðmund- ur Guðmundsson situr áfram með Dormagen við botninn. Héðinn Gilsson skoraði 3 mörk fyrir Dormagen og þeir Róbert Sighvatsson og Daði Hafþórsson eitt hvor. Magdeburg er í námunda við efstu lið en Alfreð sagði eftir leikinn að lið Kiel og Flensburg væru of sterk til að hægt væri að veita þeim keppni um meistaratitilinn. Patrekur Jóhannesson skoraði 6 mörk fyr- ir Essen í góðum útisigri á Wuppertal í gær, 25-28. Heiðmar Felixson gerði eitt mark fyr- ir Wuppertal. Róbert Julian Duranona gerði 3 mörk fyrir Eisenach sem tapaði, 19-15, í Frankfurt. Nýliðar Nordhorn töpuðu sínum fyrsta leik en Guðmundur Hrafnkelsson missti af honum vegna meiðsla. Sigurður Bjarnason og félagar í Wetzlar voru lengi yfir í Lemgo en töpuðu að lokum stórt, 28-19. Gústaf Bjamason skoraði 5 mörk fyrir Will- státt sem tapaði enn, nú fyrir Grosswallstatt, og virðist ætla beint niður á ný. -VS Holukeppni í golfi: Montgomerie sterkurá heimavelli Skotinn Colin Montgomerie sigraði á boðs- mótinu í holukeppni sem lauk á Wentworth-golf- vellinum í Skotlandi í gær. Montgomerie sigraði Mark O’Meara frá Bandaríkjunum í úrslitum. í undanúrslitum vann O’Meara Nick Price og Montgomerie lagði Padraig Harington. Þetta var sjötti sigur Skotans í röð á evrópsku mótaröðinni á þessu ári. Tólf bestu kylfingum heims var boðið til mótsins. -JKS verðlaun til Islendinga - á opna Norðurlandamótinu í karate í Laugardalshöll íslendingar unnu til átta verðlauna á Norðurlandamótinu í Karate sem fram fór í Laugardalshöllinni. Eitt silfur vannst á mótinu og sjö brons- verðlaun og er þetta árangur sem una má vel við. Edda Blöndal vann eina silfrið þeg- ar hún lenti i öðru sæti í kata og í þessum sama flokki vann Ragna Kjartansdóttir til bronsverðlauna. Daníel Axelsson vann brons í -60 kg flokki í kumite. Edda Blöndal vann brons í opnum flokki og í +60 kg flokki. í liðakeppninni unnu bæði karlarn- ir og konumar til bronsverðlauna. Svíar unnu fimm gull Svíar stóðu sig best allra keppenda á mótinu en alls unnu þeir til fimm gullverðlauna og tvennra silfurverð- launa. Eistar stóðu sig vel einnig en uppskera þeirra varð flögur gull og tvö silfrn. Skotar eru á uppleið í karate en alls unnu þeir til níu verðlauna, þar af fimm silfurverðlauna. -JKS HOREGUR Stabaek - Rosenborg...........2-0 Kongsvinger - Bodö/Glimt......2-1 Lilleström - Strömsgodset.....4-2 Moss - Molde..................0-1 Odd Grenland - Brann..........3-1 Skeid - Viking................3-2 Tromsö - Válerenga............2-2 Staðan fyrir lokaumferðina: Rosenborg 25 18 2 5 72-28 56 Lilleström 25 15 3 7 60-39 48 Molde 25 15 2 8 47-37 47 Brann 25 15 1 9 Í4-A0 46 Stabæk 25 13 4 8 55-47 43 Tromsö 25 12 5 8 64-43 41 Viking 25 11 3 11 49-45 36 Odd Grenl. 25 11 3 11 37-45 36 Bodö 25 9 4 12 48-52 31 Moss 25 9 2 14 39-45 29 Válerenga 25 7 4 14 38-52 25 Strömsg. 25 7 3 15 43-62 24 Skeid 25 7 2 16 34-71 23 Kongsving. 25 6 2 17 33-57 20 Haugesund og Bryne eru komin í A- deildina og Start mætir þriðja neðsta liöi A-deildar i aukaleikjum. frá Ólafi i röð hjá Ríkharði sem skoraði gegn Skeid Ríkharður Daðason skoraði í gær í átt- unda leik sínum í röð með Viking Stavanger í norsku A-deildinni í knattspymu. Markið dugði þó ekki því Viking tapaði óvænt fyrir Skeid, 3-2, í Osló. Auðun Helgason lék einnig með Viking. Rikharður hefur gert 9 mörk í þessum 8 leikjum og samtals 16 í deildinni í ár. Hann er í 4.-6. sæti yfir markaskorara deildarinn- ar ásamt Heiðari Helgusyni hjá Lilleström og John Carew hjá Rosenborg. Heiðar lék vel með Lilleström sem vann Strömsgodset, 4-2, og lagði hann upp eitt mark. Rúnar Kristinsson lék ekki með Lille- ström þar sem hann tók út leikbann. Stefán Gíslason var í byrjunarliðinu og Valur Fannar bróðir hans kom inn á hjá Ströms- godset sem er í mikilli fallhættu fyrir loka- umferðina. Lilleström komst í 2. sætið með sigrinum og tryggði sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil. Tryggvi Guðmundsson var með betri mönnum Tromsö sem gerði 2-2 jafntefli við Válerenga. Stabæk skellti Rosenborg, 2-0. Pétur Mar- teinsson og Árni Gautur Arason léku ekki með liðunum. -VS Jens með Leiftur? - Færeyingurinn og Einar Einarsson saman með liðið? Jens Martin Knudsen, markvörðurinn snjalli frá Færeyjum sem hefur leikið með Leiftri frá Ólafsfirði í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu undanfarin tvö ár, er talinn líklegur til að taka við þjálfun liðsins. Leiftur á eftir að ráða þjálfara, eitt liða í úrvals- deildinni, en Páll Guðlaugs- son hætti með liðið i haust eftir tveggja ára starf og er tekinn við Keflavík. Óskar Ingimundarson þótti líkleg- ur til að taka við starfinu en hann gat það ekki þegar á reyndi vegna atvinnu sinnar. Samkvæmt heim- ildum DV þykir það einn vænlegasti kosturinn að Jens þjálfi Leiftur ásamt Einari Einarssyni, fyrrum leikmanni Leifturs, sem stýrði liði KA í fyrra og Sigurður Lárusson. Líka rætt við Sigurð Ólafsflrðingar hafa auk þess rætt við Sigurð Lárus- son, fyrrum þjálfara hjá Þór, Völsungi, ÍA og KA, og hann mun einnig vera ennþá inni í mynd- inni hjá þeim. Sig- urður hefur ekkert þjálfað undanfarin tvö ár en hann var fram eftir nýliðnu tímabili. með lið KA árið 1997. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.