Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 29 } DV Sport Formúla eitt í Malasíu í gær: '•** * ' S í4',- * 'T-^œg^lpH * :« Ferrarl-menn niðurbrotnir eftir úrskurð dómaranefndar FIA en hún komst að þeirri niðurstöðu að yfirbygging Ferrari-bílanna hefði verlð óiögleg. Hákkinen var því dæmdur slgurlnn og er orðinn heimsmeistari. Símamynd-Reuter K - heimsmeistari eftir að Ferrari-liðið var dæmt úr leik McLaren Mercedes ökumaðurinn Mika Hákkinen er orðinn heims- meistari Formúla 1 ökumanna árið 1999 samkvæmt úrskurði dómnefnd- ar FIA (alþjóða akstursíþróttasam- bandsins). Þetta er niðurstaða tæknidómara sem dæmdu tvöfaldan sigur Ferrari á Sepang-brautinni í Malasíu í gær ógildan. Hákkinen, sem kom þriðji í mark, hefur verið dæmdur sigurinn og hefur því 12 stiga forystu á Irvine og er krýndur meistari annað árið í röð. Samkvæmt þessu er McLaren lið- ið einnig búið að tryggja sér meist- aratitil keppnisliða annað árið í röð með 120 stig. Þetta er áfall fyrir Ferrariliðið sem átti frábæra daga yfir keppnishelgina og átti fremstu menn bæði í tímatökum og keppni. Strax eftir keppnina þar sem Schumacher var potturinn og pann- an í leiktilþrifum Ferrari voru Ferr- ari-hílamir teknir til reglulegrar skoðunar þar sem í ljós kom að hvorugur bílanna samræmdist regl- um FIA. Ný útfærsla á framvængj- um bílanna með bognum hliöar- spjöldum er ólögleg. Ferrari-menn segast hafa notað sama framvæng á Núrburgring fyr- ir þremur vikum og ekki hafi verið gerðar neinar athugasemdir þá. Einnig voru engar athugasemdir gerðar eftir tímatökurnar á laugar- dag þar sem Ferr- ari-ökumennirnir voru báðir á fremstu rásröð. Dómarar FLA segja að þetta sé aðeins minni háttar brot en óvíst er hversu mikið þetta bætir árangur bílanna. Ólíklegt þykir að þessun dómi verði breytt þrátt fyrir kröftug mótmæli Ferrari. Einnig hafa hjólbarðar Michaels Schumachers ver- ið dæmdir ógildir þar sem engar raufar voru í þeim Úrslitin í Malasíu 1. Hakkinen McLaren 2. Herbert .... Stewart Ford 3. Barrichello .... Stewart Ford 4. Frentzen Jordan 5. Alesi .. . Sauber Petronas Staða ökumanna 1. Hakkmen ... .72 stig 2. Irvine 60 stig 3. Frentzen 53 stig 4. Coulthard 48 stig 5. R.Schumacher Staða ökuliðanna 1. McLaren-Mercedes 120 2. Scuderia Ferrari . . 102 3. Jordan-Mugen Honda 60 4. Stewart-Ford 41 5. Williams-Supertec . . 33 eftir að Schumacher hafði ekið 27 hringi á mýkri gerð Bridgestone hjólbarðanna. Raufarnar voru í upphafi settar til að minnka grip bifreiðanna. í framhaldi af þessu hefur árang- ur beggja ökumanna Ferrari verið dæmdur ógildur og Hákkinen færður upp í fyrsta sæti. Sömuleiðis voru aðrir ökumenn færðir upp sem því nemur. Ferrari áfrýjar Ferrari-keppn- isliðið hefur áfrýjað dómnum og er niðurstöðu að vænta í næstu viku. Verður því heimsmeistarinn Hákkinen að bíða um sinn með að fagna nýfengnum sigri og tign. Þessi dómur setur svartan skugga á glæsilega endurkomu Michaels Schumachers sem ók glæsilega alla helgina og færði félaga sínum „sig- ur“ með mikilli fyrirhöfn og stýrði hraða keppninnar eftir þörfum Ir- vines og gat haldið aftur af Hákkinen sem átti hvergi mögu- leika á að komast fram hjá Schumacher sem hleypti Irvine fram fyrir sig í upphafi keppninnar og skýldi svo íranum fyrir núver- andi heimsmeistara, Mika Hákk- inen. „Ég var verulega reiður. Það var hræðilegt að vera fastur þarna fyrir aftan Schumacher. Ég er alls ekki ánægður með þetta útspil Ferrari en þetta er löglegt," sagði Hákkinen áður en hann vissi um dóminn." Stewart Ford átti mjög góðan dag og skilaði báðum bílum í stig sem urðu mun fleiri eftir dóm FIA. Ann- að og þriðja sætið varð þeirra og er Stewart því búið að gulltryggja sér fjórða sætið á stigalista keppnisliða. -ÓSG Mika Hákkinen ræðir við sína liðsmenn á meðan dómararnir ráða ráðum sínum eftir keppnina í gærmorgun. Reuter Bifreið Michaels Schumachers dregin í burt og færð til skoðunar. Reuter Iropar Ron /Dennis, keppnisstjóri Mcl Meréedes, sagði í gær að herkænsl Ferrari væri lögleg en siðlaus oj vildk meina að svona ættu menn ekki1 að Ijúka keppni. Átti hann þá við) aðgerðir Schumachers gei Hakkmen sem aldrei sá sér færi á komast\fram fyrir þjóðverjann. Keppnisstjo vildi em Ótenda á að fyrra settið af mýkri gerð hjól- barða Michaels Schumachers hefði verið orðið svo slitiðað aUt munstur (sem er tU aö minykii gripið) hefði verið farið og atvikið ýerði kært. í ljós hefur komið’ að hjóíb;iröarnir voru ólöglegir efflr of mikia rnttkun. Engar skýfér reglur eru tU þetta en talið hefur verið hingað að svo.mikið slitinn hjólbarði sé verri eii nýr með raufum og því ekki talið þörf á aðgerðum. Nýkrýndur heimsmeistari, Mika Hákkinen, var útkeyrður eftir 56 hrmgiu steikjandi hitann í Malasíu. „Þetta er erfiðasta keppni sem ég ht tekiö þátlj aUt mitt líf, þessir (Fe arij-strákaKvoru með fyábæra keppn i sáæ tl un Ég- get—ekkf áfellst þá,“ sagði hann eftir keppnina í gær. Þaó kom á óvartÁ|hve góðu formi Michael Schumachei\er. Hann blés varla úr nös eftír þenním erfiða akst- ur á meðarplrvine og Hakkinen voru báþir mjög þreytulegir. Það sannaðiSt enn í hve góöu líkamlegu formi/Schuamcher er þráttlýrir mikla Qarveru. Johnny Herbert, sem sigraði á\ Nurburgring í siðustu keppni, hefur héldur betur fengið sjálfstraustið í lag og ók mjög vel í gær og var nærri kóminn á verðlaunapaU en varð að/ lát^t þriðja sætið (fyrsta sætið) hendur Hakkinen og sætta sig yíð það iwöa. „Ég er örlitió-vonsvtkínn að hafa ekki hangið á þriðja sætinu, Ég var að reyna aö halda aftur af Hákkinen en ég held að nýju hjólbarðarnir sem hann fékk í snöggu inn-út hléi hafi gert gæfumuninn. Þetta voru einu mistök mín alla helgina." Schumacher segist ekki hafa átt neitt erfltt með að hleypa Irvine fram fyrir sig. „Allt frá því ég kom til liðs við Ferrari hefur liðið unnið fyrir mig svo það var auðvitað réttlátt að gefa eitthvað til baka. Auðvitað var það mitt hlutskipti að aka örlítið hægar til að mynda bil fyrir Irvme en ég gerði þetta á rétt- látan hátt.“ Danski F3000 ökumaðurinn, sem var líklegur til að komast í Formúla 1 eftir tvö ár, lenti í alvarlegu mótor- hjólaslysi í síðustu viku. Hann er lamaöur og meðvitundarlaus. Hann var í myndatöku fyrir danskt tímarit þegar hann missti stjórn á hjóli sínu og féll í götuna með fy^-greindum af- leiðingum. Ef allt heföi veriö eðlflegt er ekki spurning aö Schumacher lieföi unn- ið auöveldaá sigur. Yfirburðir hans strax í upphafi keppninnar sýndu að hann hafði gott vald á bilnum á nýju Sepangmrautinni i Malasíu. Mikd Hákkinen veröur sjötti hei meistarinn til aö veija titil sinn. síðasti til að gera það var sjálfur) Miciael Schumacher þegar hann varqi titil sinn frá ‘94 til ‘95. Ein i machðr sigurini kappaks plata var Ross Brawn, tæknistjóri Ferrari, segir að liðið hafi ekki hagnast á þessari minni háttgr breytingu á framvængnum semlyarð þess vald- andi að Schumachel- og h’vine voru dæmdir úr leily eftir\Malasíu- kappaksturinn í gær. Báöir Ferrari-bilarnir voru hieð hliðarplötur/sent eru víð lúiðína\á ökumannsyyminu og stóðu minna eiýsentimetra lengra frá bíln-\ um en l/yfilegt er. Þetta I var notaö á bílunum á Núrburgring alla þá keppnishelgi og voru þá engar athugasemdir gerðar en ítrekað að enginn ávinningur var af þes^um hlutum. Veröi áfrýjun Ferrari hafnað verðu Hákkinei\sjálfkrafa heimsmeis^aí-i og Irvine á'ekki lengur mögujeika á titli fyrir Ferrafí^———-ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.