Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 27 Sport Hremmingar - Auðuns Kristjánssonar á heimsmeistaramótinu í Rieden Auðunn Kristjánsson, næstyngsti knapi íslenska hestaíþróttalandsliðsins, lenti í hremmingum eftir að fyrstu keppnisgreininni var lokið á heimsmeistaramót- inu í Rieden í Þýskalandi en náði að vinna úr þeim vandamálum sem þcir komu upp. Auðunn keppti á stóð- hestinum Baldri frá Bakka í slaktaumatölti og eftir for- keppni voru þeir langefstir en voru dæmdir úr leik vegna ólöglegs beislabúnað- ar. Heimsmeistaratitill í fimmgangi græddi þó sárin. Vissi að hann myndi bæta sig „Ég fékk Baldur í nóvem- ber á síðasta ári og stefndi með hann frá upphafi á heimsmeistaramótið," segir Auðunn. „Sá þekkti hrossa- ræktandi Höskuldur Hildi- brandsson keypti Baldur með mér og við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum með hann. Ég meðhöndlaði og þjálfaði Baidur sem gelding en þó fékk hann nokkrar hryssur til sín í vor. Ég byrjaði í desember að trimma hann upp og kynn- ast honum. Ég var búinn að skoða hann vel og kynnast honum, meðal annars gegn um afkvæmin, og það kom ekkert á óvart, ég vissi á hverju var von. Ég vissi að ef ég myndi hreyfa hann á hverjum degi myndi hann bæta sig smám saman. Að- alatriðið var að hafa hann í góðu líkamlegu ástandi og ánægðan." Var með heildarmynd- ina á hreinu „Baldur er orðinn 15 vetra og ég meðhöndlaði hann sem slíkan. Ég keppti á nokkrum mótum og var aldrei óviss né smeykur þó ekki gengju hlutirnir upp þar. Ég var með heildar- myndina á hreinu. Það þýð- ir ekki að toppa á röngu augnabliki. Góðir knapar geta ekki réttlætt það ef hestar þeirra eru að toppa of fljótt því þeir eiga að vera í topplagi þegar hæst stend- ur.“ Var ekkert stressaður fyrir mótið „Ég var ekkert stressaður fyrir mótið. Það var helst í nokkra daga þegar ég var ekki með Baldur undir höndum að ég var óöruggur. Það var þegar hann var á leiðinni og kominn út en hest- ar geta átt í erfið- leikum með hit- ann úti. En þegar ég hitti hann aft- ur var allt kom- ið í lag og ég var tilbúinn þremur dögum fyrir mót og beið eftir að keppni hæf- ist.“ Fannst þetta algjör tittlingaskítur „Ég var ákveðinn í að sýna hvað í mér og Baldri bjó og það var frábær til- finning að vera efstur eftir að forkeppni lauk í slaktaumatöltinu. Það var auðvitað mikið áfall að vera dæmdur úr leik. Mér fannst þetta vera algjör tittlinga- skítur. Ég var búinn að mæla beislabúnaðinn og aðrir einnig en svona fór þetta. Ég var reiður í fimm til tíu mínútur en ákvað svo að láta þetta ekki skemma fyrir mér. Mórallinn var góður í íslenska landsliðinu og því engin ástæða til að hugsa of mikið um þetta.“ Gekk þokkalega gæðingaskeiði „I næstu grein, gæðinga- skeiði, gekk mér þokkalega. Ég lenti þar í fimmta sæti en fannst niðurtökudómar- inn ekki taka nógu vel á vel útfærðum sýningum. Sér- staklega fannst mér Sigurð- ur Sigurðarson fara illa út úr því. Hann hefði átt að fá hærra fyrir þann þátt og ég hugsanlega líka.“ Ákvað að ríða af öryggi „Þegar kom að fimmgang- inum var ég með * ákveðna áætlun í huga en þegar ég frétti að Sig- urður Sig- urðarson hefði lent í óhappi og helst úr lestinni ákvað ég að breyta um og ríða af ör- yggi til að gull- tryggja sæti í úrslit- um. Ég byrjaði á brokkinu og áhorfendanna hjálpaði einnig tfi. Nú er þetta ævintýri að baki og stefiit á landsmótið í Reykjavík í sumar. Ég er með ungan fola, Tomba frá Stóra-Hofi, sem ég á með kærust- unni minni, Krist- ínu Þórðardóttur, I og ég geri mér miklar vænt- ingar um í A- flokki. Það er ólíklegt að ég finni betri hest fram að þeim tíma,“ segir Auð- unn. -EJ Persónuleg ráðgjöf segir Helga Thoroddsen Sífellt eykst sókn is- lenskra hestamanna á ókunna markaði i Bandaríkjunum. Ný- lega fór vestur um haf Helga Thoroddsen á Þingeyrum í Húna- vatnssýslu en hún mun verja tveimur mánuð- um í kynningu á ís- lenska hestinum og fara víða. „Ég fékk þessa hug- mynd í kjölfar mark- aðsráðstefnu í Hrafna- gilsskóla eftir lands- mótið á Melgerðismel- um í fyrrasumar," seg- ir Helga. „Anne Elwell, sem er framarlega í íslands- hestafélaginu í Banda- ríkjunum, fór fram á að íslendingar sendu fleira fólk þangað að kynna hestinn og markaðssetja. Ég var nemandi í Bandaríkj- unum fyrir tíu árum og fannst því tilvalið að slá til og fara að kynn- ast þvi hvemig hestum Bandaríkjamenn sækj- ast eftir og um leið kynna fyrir þeim eigin- leika íslenska hestsins. Ég sótti um styrk hjá markaðs- og útflutn- ingsnefnd íslenska hestins og fékk 200.000 króna ferðastyrk. Það hefur tekið töluverðan Fyrirhugaóir eru fundir Fagráðs og kynbótanefndar Fagráðs. Þar verður meðal annars rætt um útkomu nýj- unga í dómum svo sem inn- töku fets og hægs tölts. Ágúst Sigurðs- son landsráðu- nautur er ánægður með hvort tveggja. „Við erum mjög ánægðir með hæga töltið og eins tel ég víst að fetið muni halda sér,“ segir Ágúst. Ekki hefur verið ákveðið hvort tamningastöð verður rekin í Gunnarsholti í vetur. Jón Finnur Hansson, fram- kvæmdastjóri Stóðhestastöðv- arinnar, segir að tekin verði ákvörðun um það um mán- aðamótin en verið sé að leita lausnar á því máli. Sam- kvæmt reglum ESB er erfitt að reka tamningastöð sam- hliða sæðingastöð en þó er það leyfilegt. Uppskeruhátið hesta- manna hefur verið haldin í nóvember á Hótel Sögu undanfarin ár. Nú er hátíð- in orðin svo vinsæl að hús- næðið er ekki lengur hent- ugt fyrir þann fjölda sem kemur. Nú verður upp- skeruhátíðin haldin í íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 20. nóvem- ber. Þar verða kynntir hrossaræktandi ársins og knapi ársins. Stóðhesturinn Baldur frá Bakka er að öllum likindum að fara til Vals Blomsterberg í Bandaríkjunum. „Þaö er frá- bær auglýsing fyrir íslenska hestakynið," segir Auðunn Kristjánsson sem varð heimsmeistarai í fimmgangi á Baldri á Heimsmeistaramót- inu i Þýskalandi í sumar. Þó svo að ekki verði rek- in tamningastöð í Gunn- arsholti í vetur verður vorsýning haldin á stóðhestum á Suð- urlandi fyrstu helgina i mai eins og und- anfam ár. „Það er ekki vist að dóm- amir fari fram í Gunnars- holti," seg- ir Jón Finnur Hansson, fram- kvæmda- stjóri Stóð- hesta- stöðvar- tíma að gera kynningarefni og skipuleggja ferðir. Það hef ég gert að mestu leyti í gegnum Netið og rafpóst. TengOiðir í Bandaríkj- unum sjá um að skipu- leggja ferðirnar en ég fer til Nýja-Mexíkó, Colorado, Michigan, Minnesota, Vermount, Connecticut og New York og verð frá viku til tíu daga á hverjum stað. Fyrirlestrarnir verða í um það bil þrjá tíma en auk þess mun ég fara og skoða hesta hjá fólki og það getur Helga Thoroddsen er farin til Banda- ríkjanna að kynna íslenska hestinn. DV-mynd GVA mun- um skoða þá staði sem koma tO greina og era með aðstöðu fyrir hest- ana, en þessi sýning verður haldin á sama tíma á Suður- landi sem fyrr.“ 12. og 13. nóvember næst- komandi verður haldinn hér á landi fundur um miðlægan hrossagagnagrunn. Þar koma saman hestamenn frá öllum löndum FEIF (Félags og eig- enda íslenska hestsins) tO að ræða samræmda dóma á kyn- bótahrossum. Flestallir aðO- arnir vilja að sama kerfi verði notað en Þjóðverjar em enn örlítið utan hringsins en eru væntanlegir í samstarfið bráðlega. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.