Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 Fréttir Leikskólakennarar sýknaðir fyrir Félagsdómi af lagabroti vegna fjöldauppsagna: Lög um stéttarfélög gilda ekki um alla - segir Ingunn Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Árborgar DV, Árborg: Ingunn Guð- mundsdóttir, formaður bæjar- ráðs Árborgar. Félagsdómur sýknaði í gær Félag ís- lenskra leikskólakennara af kröfum Launanefndar sveitarfélaga í máli launanefndar f.h. Árborgar gegn Félagi íslenskra leik- skólakennara vegna upp- sagna 11 leikskólakennara í Árborg. Stefnandi fór fram á að uppsagnimar yrðu dæmdar brot á friðarskyldu á gildis- tíma kjarasamnings og því ólögmæt vinnustöðvun. í niðurstöðu dómsms kemur fram að þeir einstaklingar sem um ræðfr í þessu máli séu ekki aðilar kjarasamn- ings, heldur stéttarfélags þefrra. Uppsagnir einstakra félags- manna á ráðningarsamningum einar og sér geti því ekki talist brot á friðar- skyldu. Ekkert sé fram komið sem bendi til þess að stefndi sem stéttarfélag hafl staðið að þeim uppsögnum sem um ræðir, enda ekki byggt á því af hálfu stefnanda í málinu. Þar sem uppsagnir einstaklinga á samningstímabili eru ekki samningsrof í skilningi laga nr. 94/1986 verður ábyrgð ekki felld á stefnanda á grundvelli þess ákvæðis. í 4 gr. laga um stéttarfélög og vinnudeil- ur sem breytt var árið 1996 segir: „Vinnustöðvanir í skilningi laga þessara eru verkbönn atvinnurekanda og verkfóll þegar launamenn leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná sameig- inlegu markmiði. Sama gildi um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu at- Kolmunnaveiðarnar: Hólmaborgin kom með metafla í nótt DV, Akureyri: íslensku skipin sem fást við kolmunnaveiðar norður og norðaustur af Færeyjum hafa verið að fá ágætisafla síðustu 7-10 dagana og landa ýmist í Færeyjum eða hér á landi. Talsvert magn viröist af kolmunna á svæðinu en hann er nokkuð dreifður og þarf yfir- leitt að toga nokkuð lengi i einu. í nótt kom Hólmaborgin frá Eskifirði til heimahafnar með mesta kolmunna- afla sem borist hefur hér á land í einu, en skipið kom þá inn til löndunar með um tvö þúsund tonn. Hólmaborgin hef- ur fengið um 11 þúsund tonn eftir að skipið hóf þessar veiðar í sumar. Aflabrögð Samherjaskipsins Þor- steins EA að undanfómu hafa vakið talsverða athygli. Skipið er með um 3 þúsund hestafla vél, eða um helmingi minna vélarafl en stærstu skipin i flot- anum, en hefur ekki verið að fá minni afla. Þetta er þakkað nýju flottrolli frá Hampiðjunni sem skipið er með, en það er fyrsta trollið af svokölluðu Gloríu „þantrolli". Þorsteinn kom til Neskaupstaðar síðla dags í gær með rúmlega 1000 tonn og hefur þá fengið um 4.500 tonn á tæp- lega mánaðartíma. „Trollið sem við emm með hefur reynst okkur ákaflega vel, þetta er ný útfærsla af Gloríutroll- inu sem hefur þann eiginleika að það heldur lögun sinni mun betur en þau troll sem við höfum reynt áður og er meðfærilegra á allan hátt,“ sagði Hörð- ur Guðjónsson, skipstjóri á Þorsteini, þegar DV ræddi við hann í gærkvöldi. -gk vinnurekenda eða launamanna sem jafna má til vinnustöðvunar." 1 dómnum segir að engin sambæri- leg breyting hafl verið gerð á ákvæð- um laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Að lok- um segir: „Þrátt fyrir að gögn málsins beri með sér að um fjöldaupp- sagnir hafl verið að ræða hjá leikskólakennurum í Árborg verður þeim uppsögnum, án skýrra lagaákvæða, ekki jafn- að til aðgerða sem jafna megi til vinnustöðvunar og brots á friðarskyldu. Með vísan tO þess sem að framan greinir ber að sýkna stefnda af kröfúm stefnanda." Samkvæmt dómn- um er ljóst að lög um stéttarfé- lög og vinnudeilur sem var breytt 1996 ná ekki til aðgerða opinberra starfs- manna og aðeins þeirra sem eru á al- mennum vinnumarkaði. Ingunn Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Árborgar, segist undrandi. Hún segist fyrir fram hafa talið niður- stöðu dómsins augljósa ef hann kæm- ist að því að um fjöldauppsagnir væri að ræða. Félagsdómur sýknaði leikskólakennara á Selfossi. Kennarar hafa nú snúið aftur til vinnu sinnar og börnin kætast. DV-mynd Njörður „Það kemur mér á óvart að lög um stéttarfélög og vinnudeilur skuli ekki gilda um alla, það er augljóst af dómn- um að hann telur þetta fjöldauppsagn- ir og þar með hélt ég að niðurstaða hans yrði að um ólögmætar aðgerðir væri að ræða,“ sagði Ingunn Guð- mundsdóttir, formaður bæjarráðs Ár- borgar, við DV í gærkvöldi. Dóminn kváðu upp Kristjana Jóns- dóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Am- grimur ísberg, Gísli Gíslason og Guðni Á. Haraldsson. -NH . t Ág . i 1 pÉÉl^ji *"-íf Á „1 - iHl bfgfaif f. 1 1 , I Hrannar B. Arnarsson hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í gær til að ræða stöðu mála eftir að niðurstöður yfirskattanefndar í málum hans lágu fyrir. í gærkvöld var Hrannar svo sestur í stólinn sinn í borgarstjórn. DV-mynd E.ÓI. Sérstök stund „Þetta leggst afskaplega vel í mig. Eftir þessa löngu bið var eftir- væntingin vissulega orðin meiri heldur en ella“ sagði Hrannar B. Amarsson, borgarfulltrúi R-list- ans. Hann tók í gærkvöld sæti sitt í borgarstjórn eftir að niðurstaða yfirskattanefndar í hans málum lá fyrir. Itarlegt viðtal birtist við hann í helgarblaði DV á morgun. -JSS Lögreglustjóri hjá fj árveitinganefnd: Vantar 50 milljónir „Samkvæmt tillögu okkar mun rekstur lögreglunnar í Reykjavík kosta 1525 milljónir á næsta ári. í fjárlagafrumvarpinu er sú tala hins vegar lægri og munar þar um 50 milljónum króna,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykja- vík, sem gekk fyrir fjárveitinga- nefnd Alþingis á dögunum ásamt íjármálastjóra sínum og gerði grein fyrir íjárþörf embættisins. „Við svöruðum spurningum nefndar- manna og nú er bara að sjá hvað kemur út úr meðförum þingsins á Böðvar Bragason lögreglustjóri. fjárlagafrum- varpinu, fyrr get ég ekki svarað spurningunni um til hvaða ráða við grípum ef við fáum ekki þær 50 milljónir sem þarna skilur á milli,“ sagöi lögreglustjóri. Ef þingmenn verða ekki við ósk lögreglustjóra um aukið fjár- framlag blasir ekkert annað en nið- urskurður við hjá embættinu og þá helst í mannahaldi: „Lögreglustjóraembættið er mik- ið bákn og ég auglýsi eftir umræðu um hvers konar lögreglu almenn- ingur vill hafa í höfuðborginni. Kannanir hafa sýnt okkur að fólk finnur til öryggis ef það býr við sýnilega löggæslu, svo dæmi sé tek- ið. Ég vildi gjarnan fá umræðu um löggæsluna í heild sirrni og þá frá og meðal almennings," sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri. -EIR Stuttar fréttir i>v Fimm milljarða viðbót í frumvarpi til fláraukalaga fyrir árið 1999 er gert ráð fyrir að einum millj- arði króna verði varið til reksturs sjúkrahúsanna í Reykjavík. Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðu- neytis verði aukin um 992 milljónir króna og sótt er um 610 milljóna króna aukafjárveitingu fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið; þar af 123 milljónir til Lögreglunnar í Reykja- vík. Útgjöld ríkissjóðs aukast sam- kvæmt frumvarpinu um nær 5 millj- arða króna. Mbl. sagði frá. Þýskir vilja pening Þýsk tollayfirvöld hafa boðið inn- flytjendum íslenskra hrossa til Þýskalands að greiða eftirátolla tO að sleppa við málshöfðun. Yfirvöld telja sig eiga að meðaltali 20.000 krónur inni fyrir hvem hest sem fluttur hefur verið inn síðustu tíu ár og er því um gífurlegar fjárhæðir að ræða. Stöð 2 greindi frá. Ekki nekt í Fógetanum Á Fréttasetri SÁÁ fyrr í vikunni sagði að verið væri að breyta elsta húsi borgarinnar í nektarbúllu. FramkvæmdaðOar í húsinu, sem lengi hefur hýst bjórkrána Fóget- ann, segja hins vegar að þar sé ver- ið að innrétta háklassanæturklúbb og það væri af og frá að tO stæði að bjóða þar upp á nektardans. Vísir.is sagði frá. Ekki kjarnavopn Bandaríska sendiráðið segir í fréttatilkynningu að þó stefha Banda- rOqastjómar sé að neita hvorki né játa spurningum um geymslu kjarn- orkuvopna i öðrum löndum, og ekki verði gefin upp nöfn þeirra landa sem strOcuð vora út í skýrslu sem valdið hefur mikiUi umræðu um málið, vOji Bandáríkjastjóm koma því á hreint að ályktanir út frá skýrslunni um að kjamavopn frá Bandaríkjunum hafi verið staðsett á íslandi séu rangar. Vísir.is sagði frá. Leikskólavandinn óleystur Enn vantar 49 starfsmenn tO að leikskólar Reykja- víkur verði fuO- mannaðir að þvi er upplýst var í borg- arstjóm í gær. Kristín Blöndal, R- lista, foimaðm- leikskólaráðs, segir allra leiða leitað og nokkuð miði í rétta átt. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, benti á að ekki væri unnt að nýta um 230 pláss á leOcskól- um borgarinnar vegna manneklu og þurft hefði að senda böm heim af 12 leikskólum í Reykjavik síðasta mán- uðinn. Mbl. sagði frá. Kaupþing hætti viö Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir fyrirtækið hafa horfið frá því að taka þátt í FBA-út- boðinu þar sem ekki hafi náðst hag- kvæm lending í málinu. I vegi vora m.a. óljós ákvæði í útboðsgögnum um hugsanlega skyldu tO að gera öðrum eigendum jdfrtökutOboð, en slíkt tOboð myndi hækka kaupverð- ið um mOljarða. Þá sé erfitt sé að út- vega lánsfé svo stuttu fyrir aldamót. RÚV greindi frá. Bensínlækkun í dag? Lög vora samþykkt í gær um vöra- gjald á bensíni. Markmið laganna er að draga úr áhrifum sveiflna á heims- markaðsverði á útsöluverð bensíns hérlendis og binda sfjómvöld vonir við að bensín lækki þegar í dag. Lækkunin gæti numið 2 krónum og 50 auram. RÚV greindi frá. Orca býður í FBA Þátttökutilkynn- ing í útboði FBA barst frá hópi sem m.a. er myndaður af aðOum sem komu að Orca- hópnum fyrr í sumar við kaup á hlut Kaupþings og sparisjóðanna í FBA samkvæmt heimOdum Við- skiptablaðsins. Sterkir aðOar hafa komið tO liðs við Orca-hópinn en hópurinn á nú um 28% hlut í bank- anum. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.