Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 >nn * Ummæli Ávallt á vinstri kanti „Ég er örvhentur, örvfætt- ur og frá því að ég komst til vits og ára hef ég alltaf verið vinstri sinnaður. Þannig að til fótar, hugar og handar hef ég haldið mig á vinstri kantin- um.“ Ögmundur Jónasson alþingismaður, í Viðskipta- blaðinu. Spurt en ekki svarað „Ég hef áður spurt opinber- lega og ítreka hér þá spum- ingu: Hvenær ætlar forstöðu- maöur (Vinnueftirlitsins) að sýna launamönnum þá kurteisi að segja starfí sínu lausu?“ Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsam- bands Islands, i Morgun- blaðinu. Vinnustaður eða gullgröftur „Á meðan forstjórar ríkis- stofnana eru að kaupa og selja hluti í vinnustað sínum á kvöldin er óljóst hvort þeir líta á stofn- unina sem vinnustað eða skóflu til að grafa upp gull.“ Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi. Sóun á tíma og peningum „Það er sóun á tíma og pen- ingum að fara út í langskóla- nám ef markmiðið er að kom- ast í góða stöðu á vegum rik- isins. Einfaldari leið virðist vera að taka virkan þátt í starfi rótgróins stjórnmála- flokks, t.d. Framsóknarflokks- ins og skiptir menntun og fyrri afrek þá litlu máli.“ Sigurður Sigurðsson, í Morgunblaðinu. Umræðan og stjórnvöldin „Stórorð umræða skapar sjaldan raunveru- legt aðhald. Þvert á móti gefúr hún stjórnvöldum gullið tækifæri til að fara sínu fram óháð al- menningsálti." Hjalti Hugason pró- fessor, í DV. Guðmundur Valur Stefánsson, fiskifræðingur og tónlistarmaðiir: Mikil skemmtun og upplifun að gefa út plötu „Ég hef lengi hrærst í tónlistinni, hef haft hana sem hobbi frá því ég var unglingur og verið að semja og spila einn og með hljómsveitum. Ég hafði komið mér upp töluverðu safni af lög- um og ég hef haft áhuga á að gefa eitt- hvað út af þeim á plötu og þegar vinir og kunn- ingjar fóru að hvetja mig til gefa lögin út þá stóðst ég ekki mátið og lagði út í þetta ævin- týri,“ segir Guðmundur Valur Stefáns- son, sem nýlega hefur sent frá sér hljómplötuna Valur þar sem er að finna tólf lög sem hann hefur samið. Sjö textanna hefur hann einnig samið en fimm eru eftir aðra. Hann syngur einnig öll lögin nema eitt sem Ari Jónsson syngur. Guðmundur Valur segir það dýrt fyrirtæki að gefa út plötu: „Það eru margir angar á þessu en þegar á heild- ina er litið þá hefur þetta verið mjög skemmtOeg vinna og mikil upplifun að fara i gegnum þetta ferli. Ég vann með miklu fagfólki, fékk með mér þann þekkta tónlistarmann Vilhjálm Guð- jónsson tO að útsetja og stjórna upptök- um og var með góða hljóðfæraleikara." Lögin á plötunni hafa orðið tO á löngum tíma. „Það elsta var samið 1978 og það yngsta samdi ég á þessu ári. Það tók mig tíma að fara í gegnum þau fimmtíu lög sem ég hafði úr að spOa en þessi tólf urðu fyrir valinu og er ég ákaflega ánægður með útkomuna." Guðmundur Valur er þessa dagana að fylgja plötunni eftir með tónleika- ferð um landið. í gærkvöld var hann í Deiglunni á Akureyri og í kvöld skemmtir hann á Hafnarbarnum í Þórshöfn: „Ég er ættaður að norðan og alinn upp í Hörgárdal í Eyjafjarðar- sýslu og ég upplifi það að mér er betur tekið á landsbyggð- inni, sérstaklega á mínum æskustöðv- um, þar sem litið er á mig sem „lokalboy". Þess vegna hef ég einbeitt mér meira að því að skemmta og kynna plötuna mina á landsbyggðinni. Tónleikarnir á Þórs- höfn í kvöld eru þeir síðustu í bOi þar sem ég er á fórum til útlanda á vegum vinnunnar en þegar ég kem aftur þá verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Með mér á tónleikunum er sá ágæti kontrabassaleikari Gunn- ar Hrafnsson. Eins og gefur að skOja eru útsetningamar á lög- unum frábrugðnar útsetning- um á plötunni en tónleikarn- ir hingað tO hafa tekist mjög vel þótt vissulega hefði ég viljað sjá fleiri áheyrendur." Guðmundur Valur, sem er menntaður fiskifræðingur, með fiskeldi sem sérgrein, bjó um þrettán ára skeið í Noregi: „Þar var ég í mörg ár formaður íslendingafélagsins í Bergen og skemmtanalífið var fjörugt hjá okkur. Ég var ávaUt mættur með gítarinn og hélt þannig við spOa- mennskunni." Guðmundur Valur segist hiklaust ætla að halda áfram í tónlistinni og gefa út aðra plötu ef þessi gengur vel: „Það fer aOt eftir undirtektunum. Ef ég fer ekki Ola út úr þessu þá held ég áfram, annars verður settur enda- punktur á þetta og tónlistin verður að- eins áhugamál. -HK Maður dagsins , Andrea Gylfadóttir syngur í Kaffileikhúsinu í kvöld. Djass, blús og íslensk dæg- urlög Á tónleikum í KafFOeik- húsinu í kvöld mun Andrea Gylfadóttir flytja blöndu af djassi, blús og islenskum dægurlögum. Meðreiðar- sveinar Andrea Gylfadóttur eru tveir af okkar betri gít- arleikurum, Eðvarð Lárus- son og Guðmundur Péturs- son. Auk fyrrnefndrar tón- listar megum við búast við að tríóið taki nokkur lög af Blúsmannadiskinum sem kom út um síðustu jól. Þeir Eðvarð og Guðmundur munu spOa fyrri part tón- leikanna á klassíska gítara en seinni hlutinn verður fluttur á rafmagnsgítara. Tónleikamir hefjast kl. 23. Skemmtanir Fantasía í kvöld mun hinn kunni píanóleikari Árni ísleifs leika af fingrum fram á Kaffisetrinu Fantasíu, Laugavegi 103. Hefur hann leik kl. 22.30. Óbreyttir borgarar Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Tveir leikir verða í bikarkeppninni í körfubolta í kvöid. Eggjabikar í körfunni og handbolti Það verður mikið um að vera í handboltanum og körfuboltanum í kvöld og fjölmargir leikir á dagskrá. í körfuboltanum er það Bikarkeppni KSÍ, sem nú gengur undir nafninu Eggjabikarinn, sem ber hæst og eru þrir leikir í kvöld, á ísafirði leika heimamenn í KFÍ gegn Tindastóli, í Njarðvík leika Njarðvíkingar gegn Þór og í Hafnarfirði leika Haukar og íþróttir Keflavík og það er sjálfsagt sá leik- ur sem verður í sviðsljósinu. Leik- irnir hefjast kl. 20. Einn leikur er í 1. deild karla í Borgarnesi, þar leika Stafholtstungur og Þór, Þorláks- höfn. í handboltanum eru þrír leikir á dagskrá í 1. deOd karla. ÍR tekur á móti íslandsmeisturum Afturelding- ar í Austurbergi, í ValsheimOinu leika Valur og FH og í Vestmanna- eyjum leika ÍBV og KA. Einn leikur er í 1. deild kvenna, í Framhúsinu tekur Fram á móti KA. Allir leikirn- ir hefjast kl. 20 nema viðureign ÍR og Aftureldingar sem hefst kl. 20.30. Bridge Nú er lokið fyrri hluta haust- tvímennings Bridgefélags Reykja- víkur. í fyrri hlutanum var spOaður hip-hop-tvímenningur og að lokinni þeirri keppni spOa 22 efstu pörin (af 48) í a-riðli. Siglfirðingarnir Jóhann Stefánsson og Birkir Jónsson náðu hæsta skorinu, 1593 stigum, en á hæla þeirra komu Guðlaugur R. Jó- hannsson-Örn Arnþórsson (1564) og bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjalta- synir (1556). Á síðasta spOakvöldi fé- lagsins kom þetta spil fyrir. Það þykir yfirleitt vera ávísun á laka skor að fara tvo niður á hættunni í gamesamningi en þó er það ekki með öllu algOt. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, norður gjafari og NS á hættu: * 9 «* G9432 * K9763 * 52 4 ÁDG5 V ÁKD ♦ ÁG42 ♦ D9 * K1032 V 85 ♦ 8 * ÁKG1087 ♦ 8764 •* 1076 ♦ D105 ♦ 643 Norður Austur Suður Vestur 2 * 4 * pass pass dobl pass 4 * p/h Þessi samningur var andvana fæddur í þessari legu. Vömin byrj- aði á því aö taka tvo slagi á lauf og þegar þriðja laufinu var spOað tromp- aði vestur með spaðaníu. Sagnhafi varð að sætta sig við að fara tvo niður. Talan 200 í AV gaf hins vegar NS nokkuð yfir meðalskor. í sæti austurs var unglingalandsliðs- maðurinn Guðmundur Gunnarsson og honum fannst það eðlilega súrt í broti að þurfa að dobla lokasamn- inginn tO þess að fá góða skor í spO- ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.