Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 10
10 wnnmS FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 íslensk kirkjutónlist Ritþing Guðrúnar Málverkasýningu Jóhönnu Bogadóttur í Hafnarborg, „Frá Skeiðará til Sahara", lýkur á mánudaginn. Hún hefur verið afar vel sótt enda er Jóhanna meðal kunnustu listmálara okkar. Hún hefur haldiö rúmlega fimmtíu einkasýningar hér heima og erlendis, en síðasta stóra sýn- ing hennar hér á Reykjavík- ursvæðinu var í Norræna húsinu 1996. fsland og Ítalía í Gerðarsafni Þróunin kemur innan frá í Gerðarsafni í Kópavogi eru fjórar sýningar í gangi eins og er, „Árþúsunda arkitektúr" þeirra Steinu Vasulka sem fékk Menningar- verðlaun DV í myndlist 1997, Sissú Pálsdóttur og Anitu Hardy Kaslo, ljósmyndasýning Wil- berts Weigends, „Kyrralífsmyndir“ Margrétar Jóns og loks sýningin „Ég er“ þar sem Örn Ingi myndlistarmaður sem búsettur er á Akureyri sýnir verk af ýmsu tagi, máiverk, ljósmyndir, útskurður, myndband og innsetningar. Örn Ingi sagðist vera síðasti landsbyggðar- maðurinn sem sýndi í reykvísku listasafni á þessari öld og hann hefur verið mörg ár með sýninguna i undirbúningi. Þegar blaðamann bar að garði var hann að jafha sig eftir glæsi- lega opnun daginn áður. Hann mundaði mikla kvikmyndatökuvél sem hann beindi alllengi að Á Heljardaisheiði, eitt málverka Arnar Inga í Gerðarsafni hverju listaverki fyrir sig og sagðist vera að þar sem ítölsk skreytilist tekur sig út hjá lágreistri ís- „skrá“ sýninguna á filmu. Þetta er maður sem lenskri vörðu. hefur tekið tæknina í þjónustu sína. hafir fengið helst til mörg tækifæri til dæmis er- lendis... „Ég býst við að afbrýðisemi komi alltaf upp. En í lokin get ég ekki látið hjá líða að minnast á hve lítið samræmi er milli þess hvað ég fæ mörg til- boð erlendis frá þar sem aðilar mér ókunnir velja listamenn og listaverk og hvað mér mætir hér á íslandi. Þar er mikill munur á og ég skammast min ekki fyrir að segja frá því. Að hluta til stafar það áreiðanlega af því að hér heima eru allir með- vitaðir um að þetta er konan Jóhanna Bogadóttir en þegar menn erlendis eru að velja úr verkum og sýningarskrám þá er eingöngu litið á verkin og ég er bara listamaðurinn „Boga“! Enginn veltir fyrir sér hvort kona eða karl er þar á bak við.“ - Hvað er þá til ráða? „Stundum fallast manni hendur og finnst ráð- legast að reyna að gleyma þessu. Þó held ég - þvert á móti - að eina ráðið sé að hugsa um þetta, taka eftir þessu og tala um það. Gleyma þvi ekki.“ Sýning Jóhönnu í Hafnarborg er opin kl. 12-18 yfir helgina og lýkur á mánudagskvöld. Eitt meginþemað á sýningu Amar Inga er túlkun hans á ólíkri menningarlegri fortíð ís- lands og Ítalíu. Þetta gerir hann á málverkum þar sem þekktum ítölskum högg- myndum er komið fyrir í ís- lenskri náttúm, gjaman upp til heiða. „Ég vil sýna að góð lista- verk lifa,“ segir hann, „þau geta lifað í þúsundir ára og verið jafn fersk i dag og þau vora þegar þau vora sköpuð í öndverðu." Örn Ingi fullyrti að ástæða þess hve fáir myndlistarmenn utan af landi sýndu í Reykjavík væri ótti þeirra við gagnrýnendur. Dæmi Am- ar Inga þarf ekki enn sem komið er að hræða menn frá því að sýna. Hann hefur fengið dúnd- urandirtektir almennings og vinsamleg um- mæli í Morgunblaðinu. Ekki er enn vitað hvemig dómur fellur í DV. Jóhanna Bogadóttir við verk sitt Höfuðskepnur. „Það er ágætt að láta þrjú ár líða milli stórra einkasýn- inga, en samsýningarnar kreQast líka undirbúnings," segir Jóhanna. „Ég tók til dæmis í fyrrasumar þátt í stórri og mjög áhugaverðri sýningu í Charlottenborg í Kaupmannahöfn og ýmsum sýningum hef ég tekið þátt í á síðustu árum, til dæmis var mér boðið að vera með á sýn- ingunni „Nordisk natur" í Svíþjóð þar sem var einn listamaður frá hverju Norðurlandanna, og síðastliðið vor var sýning í Helsinki. Ég hef feng- ið mörg tækifæri til að sýna verk mín erlendis og hef verið mjög heppin." - Hefur list þín verið að þróast undanfarið? „Ég vona að hún sé alltaf að þróast," segir Jó- hanna og hlær að bamalegri spurningunni. „Mér finnst ég sjá breytingar smátt og smátt þótt þær komi ekki í stórum stökkum. Maður velur sér ekki breytingar á stíl eins og ný fót, þær verða að koma innan frá. Á seinni árum hafa verið að koma æ meira fram í verkum mínum áhrif frá dvöl erlendis og ferðalögum á framandi slóðir þar sem ég hef fengið tengsl við þann litaskala sem fylgir heitu loftslagi og menningu framandi þjóða, myndlist, tónlist og bókmenntir, sem mér finnst skipta miklu máli.“ - Viðfangsefni þitt á þessari nýju sýningu er líka heitt og kalt... „Já, það er að togast á í mér. Ég gæti vel hugs- að mér að dvelja meira við vinnu á suölægum slóðum en mig langar líka að vera kyrr i faðmi jökla og hrauns." Ósamræmi - Hvernig er að vera kona í þessari listgrein? „Það er heilmikill munur á að vera kona og karl í listaheiminum. Rannsóknir hafa sýnt að á síðustu áratugum eftir að konur fóru svo sannar- lega á fulla ferð og hafa starfað ekki minna en karlmenn þá hefur miklu miklu meira af fjár- magninu farið i kaup á listaverkum eftir karla. Þá kom fram að opinberar stofnanir eins og listasöfn kaupa fleiri verk eftir karla og fyrir hærri upp- hæðir. Þetta kom meðal annars fram í könnun sem var gerð hér á íslandi fyrir nokkrum árum og vakti því miður afar litla athygli. Ég held að hér séu hlutfallslega jafnmargar góðar listakonur og karlar - og ekki síðri, en á völdum samsýningum og þemasýningum hefur verið áberandi hve kon- ur eru fáar miðað við karla.“ - Nú finnst sjálfsagt mörgum karlinum að þú Guðný og Gerrit Á mánudagskvöldið halda Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar íslands, og Gerrit Schuil, píanóleikari og listrænn stjórnandi ís- lensku óperunn- ar, tónleika í Salnum í Kópa- vogi og heijast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir W.A. Mozart, Arvo Párt, Hallgrím Helgason og Saint Saens. Guðný Guðmundsdóttir er sem stendur í tveggja ára leyfi frá starfi sínu sem konsertmeistari. Á undan- förnum árum hefur hún gert víðreist á erlendri grund og komið fram sem einleikari með hljómsveitum í Mexikó, Hong Kong og Puerto Rico. Hún hefur einnig haldið tónleika í Isr- ael, Japan og Kína og í mörgum Evr- ópulöndum. Guðný hefur hlotið marg- ar viðurkenningar fyrir tónlistarstörf, til dæmis fékk hún Menningarverð- laun DV árið 1990. Á næstu vikum mun hún fara í tónleikaferðir til Bandaríkjanna og Skotlands. Geisla- diskur með fiórum einleiksverkum, m.a. sónötu Hallgríms Helgasonar, er væntanlegur á markaðinn fyrir næstu jól. Damaskdúkar frá Georg Jensen Allir áhugamenn um fagurt lín ættu að sperra eyru og augu því núna um helgina og þá næstu gefst fágætt tækifæri til að skoða, handfiatla og jafnvel fiárfesta í hinum heimsþekktu damaskdúkum frá Georg Jensen í Danmörku. Ætt hins núlifandi Bents Georgs Jensens hefur setið við vefstól- inn í samfleytt fimm hundruð ár enda bera dúkamir þess merki að vera af tignum vefaraættum. Lengi vel var ofið úr ull og hör en damask hefur verið ofið hjá Jensen-fiölskyldunni síðan 1870 og fékk afi Bents Georgs ótal verðlaun heima og erlendis fyrir dýrmætu dúka. Rafknúnir vefstólar voru teknir í gagnið 1908 þegar faðir hins núlifandi var tekinn við starfseminni og um svipað leyti fluttist fyrirtækið til Kolding. Það framleiðir enn þann dag í dag ekki mikið en dúkarnir þaðan eiga ekki sína líka, eins og okkur gefst færi á að sjá. Nýjasti dúkurinn heitir „dúkur Margrétar 1“ og er munstrið byggt á munstr- inu á brúðarkjól Margrétar Valdimarsdóttur Atterdag sem hún klæddist þegar hún staðfesti heit sitt árið 1363, þá tíu ára gömul, við Hákon VI Magnússon Noregskonung. Hún varð síðar þjóðhöfðingi allra Norðurlanda eins og kunnugt er. Munstrið (sjá mynd) er kennt við granatepli eftir ávaxtaforminu sem umlukið er blómakrönsum og drottn- ingarkórónu. Umboðsmaður Georgs Jensen hér á landi, Ragnheiður Thorarensen, ætlar að sýna damaskdúkana að Safamýri 91 laugardag og sunnudag kl. 14-18 bæði um þessa helgi og þá næstu. Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Björn Steinar Sólbergsson organisti halda tónleika í Langholtskirkju á sunnudaginn til að kynna nýja hljómplötu, Gjafir and- ans. Þar flytja þau eingöngu íslenska kirkjutónlist, foma og nýja, og spannar efhisskráin allt frá þjóðlaginu við Lilju Ey- steins Ásgrímssonar munks, í tónbúningi Þorkels Sigurbjömssonar, til verka eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragn- arsson og Jónas Tómasson. „Þetta er eigin- lega þverskurður af því sem samið hefur verið af íslenskri kirkjutónlist fyrir söng- rödd og orgel,“ segir Margrét. Einnig leik- ur Björn Steinar íslensk orgelverk, meðal annars eftir Jón Nordal. Ekki hefur áður verið gefin út plata með verkum og flutn- ingi af þessu tagi hér á landi. Við spurðum Margréti Bóasdóttur hvernig væri að syngja einsöng með orgeli og hún svaraði því til að það væri alveg yndislegt! „Skemmtilegast við að syngja með orgeli er hvað þaö býður upp á mikið raddval og mörg blæbrigði, og þar er Bjöm Steinar auðvitað alger snillingur," segir hún. - Gerir þá orgelið ekki meiri kröfúr til söngvarans en önnur undirleikshljóðfæri? Mar9ret Boasdottir: Orgelið byður upp a mikið raddval. Er ekki hörö samkeppni milli þín og orgels- ins? „Nei, röddin verður bara einn liturinn í litrófi tónverksins,“ segir Margrét. Sérstakan sess á tónleikunum og plötunni skipa verk Jóns Leifs og ber þar hæst verk- ið Faðir vor. Sú stórbrotna tónsmíð hefur afar sjaldan heyrst enda mjög kröfuhörð á söngvara og organista. „Þetta er tígulegt verk en alls ekki eins og maður gæti ímynd- að sér tónsetningu á Faðirvorinu. Þar er allt frá innileik í einum tón upp í þvílík læti að manni detta helst í hug tónverk hans á borð við Heklu og Geysi!“ segir Margrét. - Heyrist þá nokkuð í þér? „Já, ef ég hef nógu hátt! Við reynum að stilla okkur saman þannig að þetta verði ekki bardagi upp á líf og dauða.“ Josef Ognibene homleikari leikur með Margréti og Bimi á þessum tónleikum, því Magnificat eftir Jónas Tómasson er samið fyrir sópran, horn og orgel. Þetta eru fyrstu einsöngstónleikamir sem hljóma með nýja orgelinu í Langholtskirkju. „Kórinn er bú- inn að syngja og orgelið búið að spila og nú er komið að einsöng," segir Margrét og trú- ir því að hljóðfærið henti efnisskránni ein- staklega vel. Þeir sem voru svo óheppnir að missa af Ritþingi Guðrúnar Helgadóttur í Menning- armiðstöðinni Gerðu- bergi í fyrri mánuði geta hlustað á það í út- varpinu, Rás 1, á sunnudaginn kl. 14. Þar sagði Guðrún á sinn óviðjafnanlega hátt frá æsku sinni og uppvexti og rithöfundarferlinum. Stjórnandi þingsins var Illugi Jökuls- son en spyrlar voru Eyþór Amalds framkvæmdastjóri og Hildur Her- móðsdóttir bókmenntafræðingur og ritstjóri. Enn gefst óheppnum tækifæri til að hlusta á ritþingið endurflutt á Rás 1 á miðvikudagskvöldið kemur. Umsjón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.