Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 ^Sviðsljós % > V % t Friðrik Danaprins og Bettina 0dum: Aðskilin fram á mitt næsta ár Guðaveigw4- Skandínavíska loðfeldafyrirtækið Saga Furs ætlar að reyna að koma kín- verskum konum upp á bragðið með að vefja sig loðfeldum af ýmsu tagi. Þessi mynd var tekin á tískusýningu sem Saga Furs efndi til í Peking. Enn meiri vandræðagangur: Thandie vill ekki vera Kalla-engill Vandræðagangurinn með að fmna þriðja engilinn hans Kalla heldur áfram. Nú hefur leikkonan Thandie Newton, sem varð fræg í myndinni Beloved, afþakkað gott boð. Fyrir eru þær Cameron Diaz og Drew Barrymore Fróðir menn vestur í Hollywood eru nú famir að efast um að kvik- myndin, sem byggð er á vinsælum gömlum sjónvarpsþáttum, verði nokkurn tíma gerð, svo löng er leit- in orðin að þriðja englinum. Fyrirhugað er að hefja tökur á Englunum hans Kalla í desember- byrjun. Leikstjórinn hefur því ekki mikinn tíma til stefhu. Annars er það að frétta af Thandie að hún lék á móti Tom Cruise í Mission: Impossible 2 og hún lék einnig í mynd undir stjóm Bernardos Bertoluccis. Marla hótar að segja sannleik- ann um Donald Marla Maples hefur hótað að segja sannleikann um stórgróss- erinn og fyrrum eiginmann sinn Donald Trump, láti hann verða af því að bjóða sig fram til for- seta Bandaríkjanna á næsta ári. „Ef honum er alvara með að verða forseti og ef hann býður sig fram í næstu kosningum, mun ég ekki sitja þegjandi hjá,“ segir Marla í viðtali við breska blaðið Telegraph. „Það væri skylda mín sem bandarísks borg- ara að segja þjóðinni hvemig hann er inn við beinið." Donald varð ekki kátur þegar hann heyrði af ummælum Mörlu og hótaði að halda eftir 1,5 millj- óna dollara greiðslu til hennar. Dómari kvað upp þann úrskurð að hún hefði ekki samkomulag um að greina ekki frá neinu er varðar hjónaband þeirra og því verður Donald að borga. Veitinga- og skenimtistaðurinn Klaustrið Kutpparstig 26 • Sími 552 6022 ©GiAcommi Hitastýrður ofnloki • Lofthitastýrður • Með innri stillingu • Vökvanemi • Læsing á rofastilli HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Af húsakaupum fallega fólksins Bandarískt blað hefur dregið til baka fréttir sínar um að kærustuparið Matt Damon og Winona Ryder séu að kaupa saman íbúð á Manhattan. Staðreyndin er sú að Matt stendur einn að kaup- unum, hvað sem það þýðir. Friðrik Danaprins og kærastan hans, Bettina 0dum, sjá ekki fram á margar samverustundir þar til um mitt næsta ár. Því má búast við að þau fáu augnablik sem gefast verði þeim mun betur nýtt. „Við höfum rætt um það. Við vit- um hver staðan er. Við fáum ekki að sjá mikið hvort af öðru fram í júní á næsta ári,“ segir Bettina í viðtali við danska tímaritið Billed Bladet. Ástæða þessa langa aðskilnaðar er fyrirhuguð ævintýraferð krón- prinsins og íleiri manna yfir Græn- landsjökul á hundasleða. Friðrik heldur til Grænlands á næstunni til að æfa sig fyrir leið- angurinn mikla. Prinsinn og leið- angursmenn verða heima í Dan- mörku yfir jól og áramót en halda aftur til Grænlands í upphafi nýs Fruðrik Danaprins verður fjarri kærustunni í nokkra mánuði á þessu ári og næsta. árs. Upp frá því verður aðskilnaður skötuhjúanna algjör í nærri hálft ár. Nema hann geti rætt við hana fyrir tilstilli tækninnar þvi leiðang- urinn verður vel búinn fjarskipta- tækjum. Bettina og Friðrik eru þegar farin að ræða um hvað þau ætla að gera af sér í jólaleyfinu en hún vill ekk- ert hlaupa með það í blöðin, sem vonlegt er. „Ég er heldur ekkert hrifm að veita viðtöl um samband mitt við Friðrik. Ég veit að það er enn til- tölulega mikið nýnæmi fyrir fjöl- miðla. Það er jú ekki svo langt síð- an að greint var frá því. En við er- um þó búin að vera, ja kærustupar, í allnokkum tíma,“ segir Bettina, sem starfar í almannatengsladeild tískufyrirtækis Giorgios Armanis í London. KLAUSTRÍÐ AWNO MCMXCIX Perry hefur breytt um stíl Sjónarpshjartaknúsarinn Matthew Perry segist vera öllu rólegri nú en áður í viðurvist fal- legra kvenna. í den gerði hann hvað hann gat til að vera fynd- inn, rembdist reyndar svo mikið á stundum að hausinn á honum var að því kominn að springa. Nú er öldin önnur. „Ég hef róast. Ég er stiginn ofan af stallinum sem ég reisti fyrir sjálfan mig,“ segir Perry sem leikur i nýrri mynd í bíóum í Ameríku, Three to Tango. Það virðist virka því hann hefur átt sömu kærustuna í níu mánuði. Nýr kærasti dýrlingastúlku Breska poppstjarnan Nicole Appleton, sem er ein af All Saints-stúlkunum, er nú loks bú- in að jafna sig eftir sambands- slitin við sóðakjaftinn og ís- landsvininn Robbie Williams. Nicole er nefnilega komin með nýjan kærasta og ástin blómstr- ar sem aldrei fyrr. Lukkunnar pamfíllinn heitir Gavin Ross- dale, 31 árs gamall söngvari í rokksveitinni Bush. Gavin mun víst vera mest spennandi gæinn sem Nicole hefur fyrir hitt. norska vinkonu Felipe krónprins á Spáni á norska vinkonu, Evu Sannum, sem gerir garðinn frægan þessa dagana með því að leika létt- klædda steinaldarkonu með kjöt- bein i hárinu i sjónvarpsauglýs- ingu. Spænskir fjölmiðlar hafa í bráðum tvö ár skrifað um krón- prinsinn og Evu sem kærustu- par. Prinsinn er 31 árs en Eva er 24 ára og nemur auglýsinga- fræði, auk þess sem hún er fyrir- sæta. Prinsinn var í Ósló fyrir stuttu og gisti á hóteli í borginni. Þau Eva voru þó saman öllum stundum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.