Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 15 Orvitar í umferðinni Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur Þegar hugmyndin að þessum pistli kviknaði komu þrjú heiti til greina. í fyrsta lagi fá- vitar á ferðinni, í ann- an stað vanvitar á veg- um og að lokum það heiti er varð fyrir val- inu af hreinni tillitsemi við þá einstaklinga og skjólstæðinga þeirra sem einhverju sinni hefðu flokkast sem fá- vitar eða vanvitar vegna andlegs van- þroska meðan orðin höfðu eingöngu læknis- fræðilega merkingu en voru ekki notuð sem skammarheiti. Glóru- laus akstur sem engum tilgangi þjónar öðrum en að skjóta vamm- lausum og vítalausum vegfarend- um skelk í bringu, ber vart vott um annað en siðferðilegan ör- þroska og dómgreindarleysi. Kostnaður lendir á þjóðinni Hver einstaklingur með greind- arvísitölu fyrir ofan hálfan þriðja tug skilur og sér hver háski er fólginn í því að reyna að trana sér framar í bifreiðalest sem liðast áfram í átt að höfuðborgarsvæð- inu eða jafnvel innan marka þess, steinsnar frá fyrstu ljósum á hraða sem er vel yfir þeim löglega, einkum og sér í lagi er þung um- ferð kemur úr gagnstæðri átt. Með slíku framferði stefna þeir öku- menn sem slíkt gera ekki aöeins lífi og limum sínum og sinna í hættu, heldur einnig samborgara sinna auk gríðarlegra fjármuna. Er mat hinna fróðustu manna að árlegur kostnaður umferða- slysa nemi tugum milljarða króna. Þessi kostnaður lendir á allri þjóð- inni, jafna háum sem lágum, í mynd útgjalda til heilbrigðismála og iðgjalda bifreiðatrygginga. Flestir sem um vegi landsins aka hafa eflaust þá reynslu að þurfa að nauðhemla, annað hvort vegna bif- reiðar sem kemur úr gagnstæðri átt á öfugum vegarhelmingi eða c ' 555 RK. dtMí ííSö vegna ökumanns sem er að taka fram úr öðru farartæki og sér sitt óvænna að forða sér inn í bil á milli bifreiða sem er samkvæmt reglunni að sérhver ökumaður eigi að geta numið staðar á þriðjungi þeirrar vegalengdar sem auð sé og hindrun- arlaus framundan. Ölvaðir af hraða og spennuvímu Sú regla er fljót að fjúka út í veður og vind ef til hlið- ar kemur aðskotahlutur í líki öku- tækis með örvita innanborðs sem virðist hafa sérstaka nautn cif að kitla pinnann meira en góðu hófi gegnir án nokkurs einasta tillits til aðstæðna og annarra vegfara- enda, ölvaðir af hraða- og spennu- ' Sumir sleppa lífs úr háskanum. Því miður alltof margir ekki, eins og tölur um banaslys í umferðinni bera vott um. Enn minnna er fjallað um þá sem lenda í slíkri vá ... en komast úr hættu með varanleg örkuml. vímu. Þegar illa fer og eklinum upp- trekktum í æði sínu mistekst ætl- unarverk sitt með hörmulegum af- leiðingum, eru fregnir af atburð- um yfirleitt stuttorðar og greina aðeins í megindráttum frá aðdrag- anda atburðarásar af nærgætni við hlutaðeigendur. Sumir sleppa lífs úr háskanum. Því miður alltof margir ekki, eins og tölur um banaslys í umferðinni bera vott um. Enn minna er fjallað um þá sem lenda í slíkri vá án þess að glata tórunni en komast úr hættu með varanleg örkuml. Þeirra bíður iðu- lega vist á hinum ýmsu sjúkra- stofnunum, langa hríð eða skamma, þar sem reynt er eft- ir bestu getu af frábæru fagfólki og með öllum til- tækum ráðum að gera fómarlömb- um háskaleiks- ins kleift að taka aftur þátt í hinu daglega lífi sem hverjir aðrir borgarar. Leitt er að sumir þeirra verða ávallt stofn- anamatur og öðram háðir um ókomin ár þótt hærurnar kembi. Kristjón Kolbeins „Þegar illa fer og eklinum upptrekktum I æði sínu mistekst ætlunarverk sitt með hörmuiegum afleiðingum, eru fregnir af atburö- um yfirleitt stuttorðar og greina aðeins í megindráttum frá aðdrag■ anda atburðarásar af nærgætni við hlutaðeigendur Væntanlegir kjarasamningar Með og á móti Brugðust stjórnvöld? Enn á ný berast um þaö fréttir frá erlendum vísinda- og fræöimónnum aö bandaríski her- inn hafi geymt kjarnorkuvopn í herstóöinni á Keflavíkurflugvelli, í trássi viö yfirlýsta stefnu íslenskra stjórnvalda um aö kjarna- vopn skuli aldrei vera hér. Sitt sýnist hverj- um um þær staöhæfingar og hafa bandarísk stjómvöld vísaö þeim á bug. Þar sem um- ræöa af þessu tagi viröist koma rcglulega upp á íslandi er ekki laust viö aö maöur spyrji sig hvort íslensk stjómvöld hafi ekki brugöist meö því aö vera ekki búin aö eyöa óvissunni í oitt skipti fyrír öll. Þarf rann- sóknarnefnd „Það má segja að þau hafi brugðist, í þeim skilningi að hafa ekki tekið alvarlega þær vísbend- ingar sem hafa komið upp, bæði nú og áður, að sú stefna hafi ver- ið brotin að ekki væru kjarnorkuvopn á íslensku landi, í islenskri lofthelgi og yflrráða- svæði. Ég er þeirrar skoðunar að taka hefði átt þetta mál miklu alvarlegar og gera allt sem hægt var til að fá botn í það með óháðri og traustri rann- sókn þar sem bandarisk stjórn- völd væru krafin allra sagna, í staðinn fyrir að láta sér alltaf nægja þá munnlegu fullyrðingu að allt sé í lagi. Ég held að menn hefðu sætt sig miklu betur við málið ef óháðri rannsóknar- nefnd hefði verið veitt aðstaða til að kanna það til hlítar og fengið stuðning yfirvalda til að krefjast allra gagna og að aflétt yrði trúnaði af öllum skjölum sem vörðuðu ísland vestra. Gagnvart svona málum virð- umst við skera okkur úr. Þegar sambærilegir hlutir gerast í ná- grannalöndunum taka menn þá yfirleitt alvarlega og oftast hafa þjóðþingin forystu um að standa fyrir rannsókn á málinu eða að skýrsla sé gerð.“ Steingrímur J. Sig- fússon alþingis- maöur. Ámælisvert 1.-2. október sl. var Rafiðnaðar- sambandið með kjaramálaráðstefnu. Niðurstaða ráðstefnunnar var sú að rafiðnaðarmenn vildu vinna áfram eftir hinni svokölluðu kaupmáttar- leið sem þeir mörkuðu sér fyrir síð- ustu kjarasamninga, eða „stígandi lukku“ eins og við kölluðum hana. Þá var stefnt að því að kaupmáttur gæti vaxið um 3,5% - 5% á ári á samningstímanum, við höfnuðum gömlu kollsteypuleiðinni. Þetta hef- ur tekist fyllilega og vel það. í viðtali við mig eftir ráðstefnuna kom m.a. fram að ég teldi, ef litið væri til stjóraar efnahagsmála, að við mættum lík- lega þakka fyrir ef við héldum þeim góða kaupmáttar- auka sem okkur hefði tekist að ná. Við værum þeirrar skoðunar að við gætum ekki reikn- að með því að kaupmáttur myndi vaxa nú eins mikið og síðast. Við teld- um þó að líklegt væri að með sameiginlegu átaki væri hægt að auka kaupmátt um 2%-4% á komandi samningstima. Kaupmáttur - launahækkanir Nokkrir forystumenn í Verka- mannasambandinu hafa túlkað þessi orð mín á þann veg að rafiðn- aðarmenn vilji semja um 0% launa- hækkun eða i mesta lagi um 2%. Eru hér á ferð hinir venjulegu útúr- snúningar. Eða er það svo, sem hlýt- ur að vera skelfilegt ef staðan er sú, að forystumenn launþegasamtaka eru svo illa að sér í kjaramálum að þeir geri ekki greinarmun á launa- hækkun og kaupmætti? Það er hrikalegt fyrir okkur ef menn sem eru svona illa að sér komi því til leiðar að þeirri leið sem hef- ur gefist okkur mjög vel verði hafn- að en teknar upp aðferðir sem gáfust okkur mjög illa. Mismumu launahækkunar og kaupmáttar kom vel fram í viðtali við hagfræðing ASÍ fyrir nokkru þar sem hún taldi að sú 5% launahækk- un, sem gert væri ráð fyrir í fjárlög- um næsta árs, dygði ekki til þess að viðhalda þeim kaupmætti sem við búum við í dag. Á árunum 1980-1996 hækkuðu laun um 3.570% en kaup- máttur einungis um 12%. Sú kaup- máttarleið, sem unnið hefur verið eftir á yfirstandandi samningstíma- bili, leiddi til kauphækkunar upp á 28% en kaupmáttur óx um 21%. Ef við semdum í byrjun næsta árs og ætluðum að halda óbreyttum kaupmætti, og ástand efnahagsum- hverfis væri óbreytt og ekkert annað yrði gert, þá þyrftum við líklega að hækka laun um 7-8%. Ef verðbólgan heldur áfram út næsta ár.með þeim hraða sem hún er á í dag og ekk- ert yrði gert þyrftum við aðra eins hækkun eftir ár. Ef við rafiðn- aðarmenn ætluðum að auka kaupmátt um 2%-4% og ekkert ann- að yrði gert þá þyrftmn við að semja mn launa- hækkun upp á 20% næsta ár. Gerð kjarasamn- inga Við gerð kjarasamn- inga er miklu fremur rætt um launa- kostnaðarbreytingar fyrirtækja en launahækkanir, vegna þess að verið er semja um margs konar breyting- ar á kjarasamningum aðrar en launahækkanir. 1 síðustu samning- um var launakerfúm breytt mikið, ýmsir kostnaðarliðir voru færðir inn í launataxta og neðstu taxtar hækkaðir umtalsvert. Við samn- ingaborð vitum við hversu margir eru í hverju launaþrepi þannig að allar tilfærslur í launakerfmu sjást. 1 síðustu kjarasamningum var samið um 5% upphafshækkun launakerfa en lægstu laun í okkar launakerfum hækkuðu i upphafi um 30%. Launakostnaðarauki jókst við það um brot úr prósenti, einfaldlega sakir þess að mjög fáir voru í þeim launaflokkum. Forystumenn VMSÍ hafa upp á síðkastið margoft lýst því yfir að þeir vilji ekki vera fyrstir við samninga- borðið. Rafiðnaðar- menn voru fyrstir til þess að ganga frá sín- um kjarasamningum síðast. Alvöru samn- ingaviðræður fóru ekkert í gang fyrr en við samþykktum einir félaga aðgerðaáætlun með röð verkfalla. Þá var ausið yfir okkur svívirðingum af nokkrum innan VMSÍ, sakir þess að við sömdum fyrstir hefðum við ákvarðað hvað þeir ættu að fá. Ef við semjum á eftir þá erum við skammaöir fyrir að klifra upp bakið á þeim og hirða það sem þeir hafa náð. Reyndar kemst maður ekki hjá því að velta því fyrir sér við hverja sumir verkalýðsleiðtogar innan VMSÍ eru eiginlega að semja, ef litið er til yfirlýsinga þeirra fyrir og eftir kjarasamninga. Atvinnurekenda- samtökin og stjómvöld eru alveg stikkfrí. Þessir menn lofa öllu í full- komnu óraunsæi og svo þegar þeir geta ekki staðið við það er öllu afli er beitt gegn öðrum stéttarfélögum og leiðtogum þar sem þeim er kennt um allt. Með leyfi, 85% eignaraðilar ASÍ hafna tilvist okkar í ASÍ - meg- um við semja? Guðmundur Gunnarsson „Eða er það svo, sem hlýtur að vera skeifíiegt efstaðan er sú, að forystumenn launþegasamtaka eru svo illa að sér í kjaramálum að þeir geri ekki greinarmun á launahækkun og kaupmætti?“ Kjallarinn Guðmundur Gunnarsson, form. Rafiðnaðar- sambands íslands Hjálmar Arnason alþingismaöur. „Mér finnst ekki hægt að saka stjóm- völd um að hafa brugðist þegar málinu er haldið leyndu fyrir þeim. Það sem bregst hins vegar er upp- lýsinga- streymið milli hernaðaryfir- valda og íslenskra stjómvalda og það er ámælisvert. Hafa ber líka í huga aö á þessum tima stendur kalda stríðiö hvað hsest og ég ímynda mér að það hafi haft sín áhrif á hörku hernaðar- yfirvalda í þessu máli þótt það afsaki aldrei það að leyna ís- lensk stjórnvöld svona stóru máli, enda er það, og hefur alltaf veríð, grundvallaratriði í utanríkisstefnu Islendinga að halda landinu kjamorkuvopna- lausu. Og það gerir málið alvar- legt. Það er kannski erfitt að þrýsta á. Nú hefur það meira að segja gerst innan Bandaríkj- anna að upp hafa komið mál sem leyniþjónusta Bandaríkja- hers hefur haldið leyndum fyrir stjómvöldum þar. Hernaðar- leyndin fer stundum út fyrir eðlileg mörk eins og virðist ger- ast í þessu titfelli. Og skerpist enn frekar við heimsástand eins og var á dögum kalda stríðsins. En ég ítreka að það afsakar aldrei gjörninginn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.