Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 Messur Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Altarisganga. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjömsson. Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis með þátttöku AA-manna. Sönghópurinn „Einn dagur í einu“ syngur. Guðrún Gunn- arsdóttir syngur einsöng. Ritningarlestrar í höndum AA-manna. Kórstjóri er Valgeir Skagfjörð. Bamaguðsþjónusta kl. 13. Foreld- ar - afar - ömmur em boðin velkomin meö börnunum. Prestamir. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa á sama tíma. Altarisganga. Yngri bamakórinn syngur. Organisti: Daníel Jón- asson. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi bamanna. Tónlistarmessa kl. 14 með þátttöku Cleakheaton flute orchestra frá Huddersfield í Englandi, sem em hér í boði bama- og stúlknakóra kirkjunnar sem síðan endurgjalda heimsókn þeirra með ferð til Huddersfield. Allir velkomnir. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Kl. 11. Messa. Prestur sr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson. Organisti: Kjartan Sigurjónsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttur málsveröur eftir messu. Dómkirkjan: Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar. Dómkórinn syngur undir stjóm Marteins H. Friðriks- sonar. Allir velkomnir. Æðruleysismessa kl. 2 tileinkuð fólki í leit aö bata eftir tólfspora- kerfinu. Sr. Karl V. Matthíasson prédikar. Anna Sigríöur Helgadóttir syngur viö undir- leik Bræðrabandsins. Allir velkomnir. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Prestur sr. Magnús Bjömsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Karlmenn leiöa söng. Ein- söngi'r Bjöm Björnsson, barítón. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Bamakór Fella- og Hóla- kirkju syngur. Stjómandi er Þórdís Þórhalls- dóttir. Nýr hökull veröur tekinn í notkun sem hannaður er af Sigríöi Jóhannsdóttur og Leifi Breiðfíörð. Bamaguðsþjónusta á sama tíma. Umsjón Margrét Ólöf Magnús- dóttir. Prestamir. Fríkirkjan: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Bam borið til skimar. Tón- leikar í kirkjunni kl. 16. Kór Skálholtskirkju syngur ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Grafarvogskirkja: Sunnudagaskóli í Graf- arvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Sigurður Amarson. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Org- anisti: Hörður Bragason. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Signý, Guðrún og Guö- laugur. Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14. Sr. Sigurður Amarson þjónar fyrir altari. Þórður Guðmundsson guðfræðingur prédik- ar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Prestamir. Grensáskirkja: Barnastarf kl. 11. Ferð kirkjukórs, organista og sóknarprests í Skál- holt. Messa í Skálholtsdómkirkju kl. 14. Tón- leikar kl. 17. Sr. Ólafur Jóhannsson. HallgrímskirKja: Fræðslumorgunn kl. 10. Biskup hinna fátæku. Guðmundur biskup góði: Gunnar F. Gunnarsson sagnfræðingur. Messa og bamastarf kl. 11. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Höröur Áskels- son. Sr. Sigurður Pálsson. Háteigskirkja: Bama- og fjölskylduguös- þjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffia Konráðsdótt- ir Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráösdóttir Hjallakirkja: Fjölskylduguösþjónusta kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Kór Hjalla- skóla kemur í heimsókn. Stjómandi er Guð- rún Magnúsdóttir. Organisti: Jón Ólafur Sig- urösson. Bamaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestamir. Kópavogskirkja: Bamaguðsþjónusta í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðni Þór ólafsson. Org- anisti: Hrönn Helgadóttir. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands bisk- ups: Messa kl. 11. Bragi Bergsveinsson flytur hugvekju og kynnir starf Gideonfélagsins sem gefur Biblíur og Nýja testamenti. Tekið viö samskotum til félagsins. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. Þar verður frásögn úr starfi Gideonfélagsins hér á landi og því sem er að gerast úti i heimi. Bamastarf í safnað- arheimilinu kl. 11:00. Umsjón Lena Rós Matthíasdóttir og Bryndís Baldvinsdóttir. Tónleikar í kirkjunni kl. 20:00. Margrét Bó- asdóttir og Bjöm Steinar Sólbergsson flytja íslenska kirkjutónlist. Laugarneskirkja: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laugameskirkju syngur, org- anisti Gunnar Gunnarsson. Hrund Þórarins- dóttir stýrir sunnudagaskólanum meö sínu fólki. Leifur Ragnar Jónsson guðfræöingur prédikar. Prestur sr. Bjami Karlsson. Messukaffi og djús fyrir bömin á eftir. Vinnudagur í kirkju og safnaðarheimili kl. 17:45. Lágafellskirkja: Messa kl. 14. Bamastarf í safhaöarheimilinu kl. 11. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Sunnudagaskólinn kl. 11. Átta til níu ára starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Magnús Bjömsson. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna kl. 17. Stjómandi Gunnsteinn Ólafsson. Einleikari Siguröur Halldórsson. Njarövíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 sem fram fer í Ytri-Njarövíkurkirkju. Bíll fer frá Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík kl. 10.45. Ytri-Njarövikurkirkja: Sunnudagaskólinn kl. 11. Foreldrar hvattir til að mæta með bömum sínum og taka þátt í starfmu. Bald- ur Rafn Sigurðsson. Óháöi söfnuöurinn: Guösþjónusta kl. 14. Bamastarf á sama tíma. Maul eftir messu. Selfosskirkja: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Seljakirkja: Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Mikill söngur og fræðsla fyrir krakka. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédik- ar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sóknar- prestur. Seltjarnameskirkja: Messa kl. 11. Bama- starf á sama tíma. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Skálholtsdómkirkja: Messa verður sunnu- dag kl. 14. Sr. Ólafur Jóhannsson prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Sóknar- prestur. Stokkseyrarkirkja:Bamaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. Afmæli Jóhanna Gunnlaugsdóttir íslensk og erlend blöð og tímarit um upplýsinga- mál. Hún er meðlimur í íslenskum, erlendum og aðþjóðlegum félögum og samtökum á sviði upplýs- ingamála og hefur starf- að i stjórnum og nefnd- um allmargra þeirra. Jó- hanna er stofnfélagi í Fé- lagi kvenna í atvinnu- rekstri, FKA og félagi í Rótarýklúbbi Reykjavík- ur, Miðborg. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. ur á bama- og unglinga- geðdeild Landsspítalans, gift Brjáni Árna Bjama- syni geðlækni. Foreldrar Jóhönnu eru Gunnlaugur Jónsson, f. 20.3. 1928, landfræðingur og kerfisfræðingur, og k.h., Bergþóra Jensen, f. 3.2. 1927, húsmóðir og fyrrv. leiðbeinandi á leik- skólanum Garðaborg. Ætt Jóhanna Gunnlaugsdóttir, lektor í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ og ráðgjafi hjá Gangskör sf., Fífumýri 13, Garðabæ, er fimmtug í dag. Starfsferill Jóhanna fæddist í Skeiðháholti á Skeiðum og ólst upp með fjölskyldu sinni í Skeiðháholti og á höfuðborg- arsvæðinu. Hún lauk verzlunar- prófi frá VÍ 1968, stúdentsprófi það- an 1970, BA-prófl í bókasafns- og upplýsingafræði og sagnfræði frá HÍ 1985 og MSc(Econ)-prófi frá háskól- anum í Wales, í stjórnun og rekstri fyrirtækja, með áherslu á upplýs- ingastofnanir og upplýsingakerfi innan fyrirtækja. Eftir stúdentspróf vann Jóhanna skrifstofustörf fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir í Reykjavik og í Minnesota í Bandaríkjunum, vann síðar á eigin vegum fyrir ýmsa aðila við bréfaskriftir, prófarkalestur og þýðingar. Á námsámm við HÍ og eftir að námi lauk vann Jóhanna á Bókasafni Garðabæjar og kenndi við Garðaskóla um skeið en frá 1986 hefur hún rekið og starfað sem ráð- gjafi hjá Gangskör sf., ráðgjafafyrir- tæki á sviði upplýsingamála, ásamt Kristínu Ólafsdóttur, bókasafns- og upplýsingafræðingi. Jóhanna hefur haldið námskeið um upplýsingamál fyrir ýmsa aðila m.a. Stjórnunarfélag íslands og Endurmenntunarstofnun Háskól- ans. Hún var stundakennari við HÍ um árabil og er nú stundakennari við Viðskiptaháskólann í Reykjavík og gegnir jafnframt lektorsstöðu við HÍ. Jóhanna hefur skrifað greinar í Fjölskylda Jóhanna giftist 21.8. 1971 Áma Árnasyni Guðmundssyni, f. 26.4. 1949, rekstrarhagfræðingi og fram- kvæmdastjóra Árvíkur hf. Foreldr- ar hans: Guðmundur Árnason, f. 17.8. 1921, fyrrv. forstjóri í Reykja- vík og k.h., Halla Aðalsteinsdóttir, f. 24.1. 1923, húsmóðir. Börn Jóhönnu og Árna eru Gunn- laugur, f. 1.3.1974, fjölmiðlafræðing- ur og starfar við dagblaðið Napa Valley Register í Kalifomíu en kona hans er Svava Kristjánsdóttir, f. 13.3. 1974, nemi í viðskiptafræði við Kaliforníuháskóla; Halla, f. 22.9. 1977, nemi í Viðskiptaháskólanum í Reykjavík en maður hennar er Sveinn Kristinn Ögmundsson, f. 8.2. 1975, viðskiptafræðingur og starfar hjá Landssímanum. Systkini Jóhönnu: Ólafur Árni Sigurðsson, sammæðra, f. 29.10. 1947, lést af völdum vinnuslyss 3.4. 1968, sjómaður; Sigríður Anný, f. 15.12. 1951, fasteignasali, gift Ægi Breiðfjörð fasteignasala og reka þau fasteignasöluna Borgir ehf.; Stein- unn, f. 8.10. 1959 hjúkrunarfræðing- Gunnlaugur er sonur Jóns Eiríks- sonar, bónda og hreppstjóra í Skeið- háholti og k.h. Jóhönnu Ólafsdótt- ur, húsfreyju. Jón var sonur Eiríks Magnússonar bónda á Votumýri, Skeiðum og k.h. Hallbera Vilhelms- dóttur Bernhöft húsfreyju. Jón ólst upp hjá Bjama Jónssyni, bónda og hreppstjóra í Skeiðháholti og k.h. Guðlaugu Lýðsdóttur. Foreldrar Jó- hönnu voru: Ólafur Ólafsson söðla- smiður á Eyrarbakka og k.h. Sigríð- ur Jónsdóttir, húsfreyja. Bergþóra er dóttir Péturs Vil- helms Jensens, útgerðarmanns og kaupmanns á Eskifirði og í Reykjá- vík. Pétur Vilhelm var sonur Jens P. Jensens, beykis og veitinga- manns á Eskifirði og k.h. Jóhönnu Pétursdóttur, húsfreyju. Móðir Bergþóru var Sigríður Guðmunds- dóttir, kaupmaður á Raufarhöfn, gift Ólafi Ágústssyni vélstjóra hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Rauf- arhöfn. Móðir Sigríðar var Stein- unn ÓMsdóttir, húsfreyja, gift Ágústi Nikulássyni útgerðarmanni á Eskifirði og á Raufarhöfn. Guðrún Þorleifsdóttir Guðrún Þorleifsdóttir, húsfreyja og bóndi, Felli í Breiðdal er sjötug i dag. Starfsferill Guðrún fæddist á Gilsávöllum I í Borgar- firði eystra og ólst þar upp. Hún og maður hennar bjuggu á nokkrum stöðum á Bakkagerði þar til hún hóf búskap í Felli í Guðrún Þorleifsdóttir. ár, situr í stjórn Kaupfé- lags Stöðfirðinga og hefur setið í stjórn Alþyðu- bandalagsfélagsins í Breiðdal um árabO. Fjölskylda Guðrún giftist 3.11. 1952 Einari Árnasyni, f. 30.11. 1924. Foreldrar Einars voru Ámi Einarsson, bóndi á Hólalandi í Borg- arfirði og Þórdís Sigur- björg Hannesdóttir hús- Breiðdal 1960. Guðrún rak m.a. Gistiheimilið Borg á Borgarfirði í nokkur ár. Eft- ir að hún flutti í Breiðdal var hún ráðskona við Staðarborgarskóla í nokkur ár og við mötuneyti slátur- húss á Breiðdalsvík, stundaði auk þess fiskvinnu, hafði börn í fóstri um árabil, auk þess sem þau hjónin hafa rekið ferðaþjónustu i FeOi sl. þrettán ár. Guðrún var stofnfélagi Kven- félagsins Hlífar í Breiðdal, sat í stjórn þess í nokkur ár, situr í stjóm Sambands austfirskra kvenna, var stofnfélagi Hesta- mannafélagsins Geisla í Breiðdal og sat í stjóm þess í tíu ár, hefur lengi setið í landbúnaðarnefnd fyrir Breiðdalshrepp, verið fulltrúi fyrir Búnaðarfélag Breiðdælinga á aðal- fundum Búnaðarsambands Austur- lands frá 1984, hefur setið í atvinnu- málanefnd sambandsins, hefur ver- ið félagskjörinn endurskoðandi fyr- ir Sláturfélag Suðurfjarða í seytján freyja. Börn Guðrúnar og Einars eru Árni, f. 3.8. 1955, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í fiknivömum, búsettur á Seltjamarnesi, kvæntur Svölu Guðjónsdóttur og eru börn þeirra Eygló, f. 6.9. 1983 og Einar, f. 5.10. 1989 en dóttir Svölu er ísold Grétarsdóttir; Guðleif Sigurjóna, f. 23.9. 1956, starfsmaður íslands- banka, búsett á Seltjamamesi, gift Ómari Valþóri Gunnarssyni og er sonur þeirra Einar Ingi, f. 14.9.1984; Þórdís Sigríður, f. 25.6. 1959, leið- beinandi við leikskólann á Breið- dalsvík, gift Jóni Elvari Þórðarsyni og eru böm þeirra Katrín Heiða, f. 24.4. 1979, í sambúð með Bergþóri Ólafssyni, búsett í Reykjavík og Birkir Þór, f. 15.9. 1991; Þorleifur Ingi, f. 30.12.1961, starfsmaður Sólar hf., búsettur í Reykjavík, kvæntur Huldu Lindu Stefánsdóttur og era böm þeirra Arna Rut, f. 7.7.1981 og Heiðar Orri, f. 14.7. 1986. Guðrún og Einar eignuðust auk þeirra tvo staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur aW mll# Nrr)inSo . S*** <rT)S og stighœkkandi ^ ^ Smáauglysingar birtingarafsláttur OV| 550 5000 drengi sem báðir létust á bams- aldri. Sonur Einars er Stefán Scheving, f. 19.5. 1960, búsettur á Egilsstöðum. Hálfsystkini Guðrúnar, sam- mæðra: Laufey Soffia Jónsdóttir, f. 12.12. 1920, búsett í Borgarfirði eystra; Björn Jónsson, f. 20.6. 1917, áður bóndi á Gilsárvöllum í Borgar- firði en nú búsettur á Egilsstöðum. Foreldrar Guðrúnar vom Þorleif- ur Jónsson, f. 17.7. 1898, d. 3.7. 1972, bóndi á Gilsárvöllum og k.h., Guð- björg Ásgrímsdóttir, f. 14.5. 1894, d. 21.8. 1974, húsfreyja. Ætt Þorleifur var sonur Jóns, b. á Hvoli, hálfbróður Jórunnar, ömmu Sveins Guðjónssonar, blaðamanns á Morgunblaðinu. Jón var sonur Jóns, b. í Nesi Þorleifssonar, og Fuðrúnar Jónsdóttur frá Jórvik i Breiðdal, systur Maríu, langömmu Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráðherra, Önnur systir Guðrúnar var Jómnn, langamma Magnúsar Vers aflraunamanns. Móðir Þorleifs v£ir Guðrún Stefánsdóttir, b. á Ær- lækjaseli Gunnlaugssonar. Móðir Stefáns var Sigurveig Sigurðardótt- ir, b. í Skógum í Öxarfirði Þor- grímssonar og Rannveigar Gunn- arsdóttur, ættfoður Skíðastaðaættar Þorsteinssonar. Guðbjörg var systir Halldórs alþm., afa Halldórs Ásgrimssonar utanríkisráðherra. Guðbjörg var dóttir Ásgrims, b. á Grand Guð- mundssonar, b. í Nesi Ásgrímsson- ar. Móðir Guðmundar var Helga Þorsteinsdóttir, b. á Litlu-Laugum Andréssonar, og Ólafar Jónsdóttur, systur Friðriks, langafa Ólafs Hjart- ar, afa Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Systir Ólafar var Helga, langamma Jóhannesar, langafa Val- gerðar Sverrisdóttur alþm.. Móðir Ásgrims á Grund var Ingibjörg Sveinsdóttir, b. í Snotmnesi Snjólfs- sonar, og Gunnhildar Jónsdóttur. Móðir Guðbjargar var Katrín Bjömsdóttir, frá Kleppsjámsstöðum Hallssonar, og Jóhönnu Bjömsdótt- Tll hamingju með afmælið 22. október 90 ára Margrét Richter, Lambastekk 5, Reykjavik. 80 ára Gunnar Björnsson, Hornbrekku, Ólafsfirði. 75 ára Hilmar Brynjólfsson, Þykkvabæjarklaustri, Skaftárhreppi. Sesselja Bergsteinsdóttir, Laugarnesvegi 38, Reykjavík. Þórdís Oddsdóttir, Ketilsstöðum, Hörðudalshreppi. 70 ára Anne Marie Steinsson, Meltröð 6, Kópavogi. Guðbjörg Kristín Hannesdóttir, Tröllaborgum 23, Reykjavík. Gunnar Halldór Lórenzson, Viðilundi 3, Akureyri. Margrét Magnúsdóttir, Þverholti 6, Keflavík. Pálína R Guðlaugsdóttir, Kríuhólum 2, Reykjavík. Stefán Kristjánsson, Tungunesi, Hálshreppi. 60 ára Gylfi Felixson, Glæsibæ 8, Reykjavík. Þórdís Númadóttir, Grensásvegi 56, Reykjavík. 50 ára Ásta Jónsdóttir, Fagrahjalla 11, Kópavogi. Guðrún Hólm Snorradóttir, Reykjabyggð 6, Mosfellsbæ. Jóhanna Þórisdóttir, Stuðlaseli 3, Reykjavík. Jón Gíslason, Borgarási 12, Garðabæ. Kristín Thorarensen, Lindarflöt 39, Garðabæ. Sigríðui- Magnúsdóttir, Svinafelli, Hofshreppi. Sigurður Guðmundsson, Vatnaseli 3, Reykjavík. Sveinbjörg Eyvindsdóttir, Brekkustíg 3, Ólafsvík. Vilborg Elísdóttir, Eyrarvegi 35, Akureyri. 40 ára Bjamey Olsen Richardsdóttir, Hagamel 31, Reykjavík. Egill Rafn Sigurgeirsson, Fagrabergi 26, Hafnarfirði. Elin Guðmimdardóttir, Gullengi 27, Reykjavík. Emma Tryggvadóttir, Fagrahjalla 3, Vopnafirði. Eva Hildur Kristjánsdóttir, Fannafold 131, Reykjavík. Jóna Björk Birgisdóttir, Suðurvöllum 20, Keflavík. Kristinn Guðnason, Lindarbyggð 7, Mosfellsbæ. Ólafur Guðmundsson, Tjaldanesi, Mosfellsbæ. Ómar Benediktsson, Hofgörðum 21, Seltjarnarnesi. Piyaporn Homnan, Hverfisgötu 9, Hafnarfirði. Sigþór Smári Borgarsson, Goðdölum, Lýtingsstaðahreppi. Sólveig S Hafsteinsdóttir, Bragagötu 25, Reykjavík. Valgarður Júlíusson, Meistaravöllum 25, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.