Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 9 Utlönd 11 ára drengur hjálpaöi systur sinni að pissa: Handjárnaður og stungið í fangelsi 11 ára svissneskur drengur á nú á hættu að verða ákærður fyrir sifja- spell og dreginn fyrir rétt í Banda- ríkjunum. Drengurinn, Raoul Wútrich, hefur nú setið í gæsluvarð- haldi í Colorado í sjö vikur. Foreldr- ar hans eru flúnir til Sviss af ótta við að yfirvöld taki af þeim þrjú önnur börn þeirra. Reiðir Svisslendingar hringja nú án afláts í svissneska utanríkisráðu- neytið eftir að stjúpfaðir drengsins, Andreas Wútrich, sakað stjórnarer- indreka um aðgerðaleysi. Martröð fjölskyldunnar hófst 30. ágúst síðastliðinn þegar lögreglan stöðvaði bíl sinn fyrir utan heimili fjölskyldunnar i Jeffersonsýslu í Colorado. Raoul iitli var handjárnað- ur og hann dreginn út í lögreglubíl. Handtakan fór fram í kjölfar kæru frá nágrannakonu. Hún kvaðst hafa séð drenginn snerta fimm ára systur sina á ótilhlýði- legan hátt úti í garði auk þess sem telpan hafi verið afklædd að hluta. Félags- ráðgjafar segja að telpan hafi greint frá því að bróð- ir hennar hafi oft snert kynfæri hennar. „Bull og vitleysa," segja foreldrar Raouls. „Hann var bara að hjálpa henni að pissa.“ Andreas Réttarhöld í málinu hefl- ast 8. nóvember næstkom- andi. Barátta til stuðnings flölskyldunni er nú hafin í Sviss. Mörg dagblöð hvetja lesendur sína til að skrifa yf- irvöldum í Bandaríkjunum og mót- mæla. Svissnesk-bandarísk félög hafa efnt til mótmæla fyrir utan dómstólinn í Colorado. „Fyrir 10 árum var litið á hinn hættulausa „læknaleik" sem ósköp eðlilegan. Nú líta yfir- völd á hann sem glæp,“ segir I forystugrein blaðsins Blick. Howard Davidson, i samtökunum Americ- an Bar Association, segir að taka verði gnm um sifjaspell alvar- lega. En Hanspeter Spuhler í svissnesk- bandaríska félaginu telur að nú hafi verið of langt gengið. „Þetta er orðið of stórt mál. Hefði þetta gerst í Sviss hefði einhver tal- að við foreldrana. Það er ótrúlegt að þetta skuli gert að glæpamáli," segir hann. Wutrich. Gæðarúm á góðu vcrði Ragnar Björnsson ehf. Dalshrauni 6, Hafnarflr&i, simi 555 0397, fax 565 1740 _________ Gusmao fagnað við heimkomu Xanana Gusmao, leiðtoga sjálf- stæðissinna á Austur-Tímor, var ákaft fagnað þegar hann sneri heim til höfuðborgarinnar Dili í nótt eftir margra ára vist í indónesískum fangelsum. „í dag er dagur frelsis á Austur- Tírnor," sagði Gusmao við þúsundir landa sinna sem tóku á móti honum frammi fyrir fyrrum höfuðstöðvum indónesísku stjómarherranna í landinu. „Við getum horft á bak þjáning- unni. í dag blasir framtíðin við okk- ur. Þetta er landið okkar. Við verð- um sjálfstæð að eilífu." Gusmao hvatti landa sína til að minnast þeirra hundraða þúsunda sem hafa látið lífið í sjálfstæðisbar- áttunni undanfarin tuttugu og flmm ár. Indónesísk stjórnvöld létu Gusmao lausan fyrir meira en mán- uði, eftir að íbúar Austur-Tímor greiddu sjálfstæði landsins atkvæði með miklum meirihluta. Xanana Gusmao heilsar stuðnings- mönnum sínum við heimkomuna til Austur-Tímor í nótt. Karl Bretaprins vildi ekki hitta forseta Kína Karl Bretaprins sýndi fyrirlitn- ingu sína á framgöngu kínverskra stjómvalda i mannréttindamálum í verki þegar hann neitaði að mæta í veislu sem Jiang Zemin Kínaforseti hélt til heiðurs Elísabetu Englands- drottningu í gær, að sögn blaðsins Daily Telegraph. Opinberri heim- sókn Jiangs til Bretlands lýkur í dag. Að sögn blaðsins neitaði Karl einnig að fylgja Jiang eftir í heim- sókn hans. Blaðið segir að ákvörðun prinsins megi rekja til aðdáunar hans á Dalai Lama, útlægum trúar- leiðtoga Tíbetbúa. Lestu allt um Fjárvörslu og allar nýjungarnar hjá VÍB í nýja verðbréfa- og þjónustulistanum. verðb þjonu! 20 V ÍB Fékkstu hann ekki með Morgunblaðinu? Komdu við í VÍB Kirkjusandi eða í útibúum íslandsbanka og fáðu eintak. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 8900. Myndsendir: 560 8910. Veffang: www.vib.is Rétt rádgjöf skilar milljónum VÍB 2000 er kominn út! Fjárvarsla: Fyrir þá sem eiga yfir 3 milljónir króna í peningalegum eignum • Kaup og sala veröbréfa eftir ósk viðskiptavinar. • Innheimta og varsla verðbréfa og kvittana. • Eftirlit með arðgreiðslum af hlutabréfum og útgáfu jöfnunarhlutabréfa. • Þrjú mjög ítarleg yfirlit á ári. • Árlegt skattayfirlit. • Öll almenn ráðgjöf um eignauppbyggingu. • Árlegur samráðsfundur að ósk viðskiptavinar. • Símaviðskipti. Fjárvarsla með eignastýringu: Fyrirþá sem eiga yfir 20 milljónir ípeningalegum eignum og vilja fá þjónustu við beina stýringu eignanna til að nó sem hœstri ávöxtun. • Kaup og sala verðbréfa. • Innheimta og varsla verðbréfa og kvittana. • Eftirlit með arðgreiðslum af hlutabréfum og útgáfu jöfnunarhlutabréfa. • Þrjú mjög ítarleg yfirlit á ári. • Árlegt skattayfirlit. • Símaviðskipti. • Viðtæk ráðgjöf um eignauppbyggingu, ítarlegt yfirlit um núverandi eignir, yfirferð markmiða og aðstoo vio skynsamlega uppbyggingu heildareigna. • Uppsetning viðmiðunargrunns fyrir eignasamsetninguna og leyfileg frávik frá honum. • Reglulegir samráðsfundir þar sem farið er yfir eignirnar og ávöxtun þeirra og viðmunargrunnur endurskoðaður ef þön krefur. Viltu vita meira? Hafðu samband við ráðgjafa okkar íVÍB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.