Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Side 4
Hvar va - sunnud. 27. 1968 kl. 6 árdegls Ólafur Gunnarsson rithöfundur. Ég var í bíltúr með unnustunni „Ég reif mig nú ekkert sérstak- lega upp kl. 6 um morguninn til þess aö fylgjast með umferðar- breytingunni en aftur á móti fór ég í bíltúr þegar nær dró hádeg- inu. Á þessum tíma átti ég bláan Chevrolet station, árgerð ‘57. sem var afskaplega glæsilegur bill og ég sé mikið eftir. Ég man ég fór og náði í þáverandi unnustu mína og núverandi konu mína í Heiðar- gerði og við hringsóluðum um bæinn. Það var eitthvert átak í gangi þennan dag þar sem öku- menn voru hvattir til að brosa sem mest. Umferðin gekk mjög vel en ég man þó að mér fipaðist einu sinni í akstrinum en þá kom lögregluþjónn aðvífandi og benti mér á að fara á aðra akgrein. Áður en breytingarnar gengu í gegn var ég ekkert sérstaklega hlynntur hægri umferð og skildi ekki af hverju verið var að breyta þessu. Nokkrum mánuðum seinna fannst manni þetta hins vegar bara vera hið besta mál og ég er náttúrlega alveg orðinn van- vu- þessu í dag.“ Hægri umferö tök gildi á íslandi 27. maí 1968 klukkan 6 um morguninn. Skoöanir María Ellingsen á einn fjölbreyttasta feril íslenskra leikara. Hún hefur verið í sápu- óperu, Hollywood-myndum, metnaðarfullum leikhúsverkum og auðvitað rammíslenskum kvikmyndum. í kvöld umbreytist hún svo í Sölku Völku í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Fókus tók púlsinn á henni og fékk hana auk þess til að rifja ferilinn upp. Kona á buxu María Ellingsen stendur í ströngu þessa dagana. í kvöld frumsýnir Hafnarfjarðarleikhúsið í samvinnu við Annað svið Sölku Völku eftir Halldór Laxness i leikgerð Hilmars Jónssonar og Finns Arnar. En Maria leikur einmitt Sölku og á frumkvæðið að þessari sýningu sem hún hefur gengið með í maganum í mörg ár. „Salka hefur verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég var lítil stúlka því ég sá alltaf svolítið af sjálfri mér í henni,“ segir María og bætir því við að Salka hafi upphaflega verið hugsuð sem kvikmyndahand- rit sem Laxness skrifaði í Hollywood og hét þá Women in Pants - Kona á buxum. „Svo er ég líka hálfur Færeyingur, ólst upp að hluta til, á sumrin, hjá afa mínum sem var sjómaður í Færeyjum. Þess vegna er þessi heimur sem lýst er í Sölku Völku mér mjög hugleikinn ...“ En þetta er einmitt ástæðan fyr- ir því að María vippaði litla leik- húsinu sínu, Annað svið, upp úr vasanum. En Annað svið hefur m.a. sett upp Svaninn sem sýndur var í Borgarleikhúsinu 1997. Útgerðarfólk og fyrirtæki Nú eru Annaö sviö og Hafnar- fjaröarleikhúsiö ekki stórfyrirtœki og viö uppsetningu svona stórrar sýningar þarf auövitaö fjármagn og sagan segir að þú hafir fariö í þaö mál? „Já,“ segir María og kímir. „Það var mikið ævintýr. Ég fór og hitti útgerðarmenn og -konur á Suður- nesjum og víðar. Og þau ásamt öðr- um góðum fyrirtækjum tóku hönd- um saman og standa bak við þessa sýningu ásamt menntamála- ráðuneytinu.“ Salka er því ekki bara hlutverk fyrir Maríu heldur eitthvað sem hún hefur lagt á sig ómælda vinnu til að koma á fjalimar. Þetta byrj- aði þannig að hún fékk Hilmar Jónsson leikstjóra til liðs við sig og hann ákvað að skrifa leikgerðina. Fékk Finn Amar leikmyndahönn- uð strax til liðs við sig hvað hug- myndavinnu varðar. Og nú er verkið tilbúið og auk Maríu leika þau Benedikt Erlingsson, Gunn- ar Helgason, Þrúður Vilhjálms- dóttir, Magnea Björk Þorvalds- dóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Jóhanna Jónas, Dofri Her- mannsson og Jón Stefán Krist- jánsson í verkinu. Heima er best Ferillinn hér á síðunni er vægast sagt stórmerkilegur og fjölbreyttur ferill leikkonu. „Ég hef verið mjög heppin," seg- ir María um ferilinn, „og er þakk- lát fyrir öll þessi tækifæri sem ég hef fengið." En séröu ekkert eftir þvi aö hafa aldrei hellt þér út í meikiö? „Hlutverkin sem standa konum, hvað þá útlenskum konum, til boða eru frekar ófullnægjandi og þegar ég sá stórar kvenstjömur vera líka að leika ófullnægjandi hlutverk fannst mér þetta ekki efnilegt. Ég er allavega ekki í leiklist til að eignast sundlaug með marmara- botni en um það snemst samræð- urnar í búningsherbergi leikar- anna í Santa Barbara." Er mikill munur á bíóleik og leik- húsleik? „Leikhúsið er heimili leikarans. Þar þroskast hann og vex á æfinga- tímanum en í kvikmyndum er sama og enginn æfingatími. En bæði formin hafa sína töfra.“ Svo það er engin eftirsjá í aö vera alkomin heim? „Ég er nú það mikill íslending- ur í mér að það skiptir mig miklu máli að vera héma. Maður fer líka til útlanda til að koma aftur heim, reynslunni ríkari. En auk þess er ég enn þá með umboðs- menn úti og mjög gott að loka glugganum ekki alveg,“ segir Mar- ía og bætir því við, svona að lok- um, aö henni finnist samt lífið vera meira en leiklist. „Maður á sína fjölskyldu og vini og það skiptir mig mjög miklu máli. Mér finnst leiðinlegt að fá fax um að vinkonur mína séu búnar að eign- ast böm. Ég vil vera héma.“ manna um nauösyn breytingar frá vinstri til hægri höföu veriö skiptar en eftir aö endan- leg ákvöröun var tekin lögöu flestir sig fram til aö tryggja aö breytingin mætti takast sem best. Gekk breytingin áfallalaust fyrir sig um land allt og mjög lítiö var um um- feröaróhöpp. Margir Reykvíkingar vöknuöu snemma og voru komnir út á götu til þess að fylgjast meö umferöarbreytingunum. GRI Ferill 1988 Útskrifaðist sem leikari frá New Vork University Ef ég væri þú - Þjóöleik- húsiö Óvitar - Þjóöleikhúsiö Ofviöriö - Þjóölelkhúsiö Foxtrott - Frostfilm 1989 Hættuleg kynni - Þjóö- leikhúsiö Sjúk I ást - Annaö sviö Magnús - Nýtt líf 1990 Endurbyggingin - Þjóö- leikhúsiö Vlkivaki - RÚV 1991-1992 170 Santa Barbara- þættir - NBC 1993 Curucao - Showtime The Mighty Ducks II - Disney 1994 Vasaleikhúsið - RÚV The New Age - Warner Bros. Laggó - RÚV 1995 Trójudætur - Hvunn- dagsleikhúsiö Agnes - Pegasus 1996 Fagra veröld - LR Largo Desolato - LR Konur skelfa - Ajheims- leikhúsiö 1997 Svanurinn - Annaö sviö OgLR Bein útsending - Loft- kastalinn 1998 Stikkfrí - íslenska kvik- myndasamsteypan Hjartans mál - RÚV Síðasti bærinn í dalnum - Hafnarfjaröarleikhúsiö 1999 Virtuoso - Maksla Prod- uctions Beöiö eftir Becket - Annaö sviö og RÚV Dómsdagur - RÚV Salka Valka - Hafnar- flaröarleikhúsiö og Ann- aö sviö EN Efc EKKl SAMT oXUílO KKEYTAkíÞI AO VERA öv/OWA ©►6KK.TUR ? JÁ, VAR KAÐHANN? £G SA KÁTTINN... ÞÚ ER.T BAR.A DÁlDIO LÍKUR HONUM EG ER E.KKI OKEKKTUR - DISCOVERY, S'ÍNDURÍ PABBl VAR A ■?2 LÖNDUM f Ó k U S 22. október 1999 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.