Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Page 15
< Heather Graham og Eddie Murphy í hlutverkum smástirnisins og kvikmyndastjörn- unnar. Kennedy, Robert Downey jr. (sem sjálfsagt hefur ekki séð myndina þar sem hann situr í fangelsi) og Terence Stamp. Leikstjóri Bowfinger er Frank Oz sem fyrst varð frægur sem meðreiðarsveinn Jims Hensons i sköpun Prúðu leikaranna þar sem hann skapaði raddir á bak við sumar af vinsælustu persón- unum. Fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði var brúðumyndin The Dark Crystal. í kjölfarið kom The Muppets Take Manhattan. Aðrar kvikmyndir sem hann hef- ur leikstýrt eru Litlle Shop of Horrors, Dirty Rotten Scoundrels, What About Bob?, Housesitter, The Indian In the Cupboard og In & Out. Bowfinger er fimmta kvik- myndin sem þeir Frank Oz og Steve Martin starfa saman við. Steve Martin fékk hugmyndina að Bowfmger fyrir tíu árum og hafði lengi gælt við að skrifa hand- ritið en lét loks verða af því í fyrra. Upprunalega hafði hann í huga hvítan leikara í hlutverk kvik- myndastjörnunnar en þegar fram- leiðandinn Brian Glazer, sem hafði framleitt The Nutty Professor með Eddie Murphy, stakk upp á Murphy í hlutverkið leist honum vel á hugmyndina og breytti hand- ritinu svo það félli betur að Eddie Murphy. Bowfinger, sem sýnd verður í Háskólabíói, hefur verið sýnd í Bandaríkjunum undanfarn- ar vikur og notið ágætrar aðsókn- ar. -HK Háskólabíó frumsýnir í dag gamanmyndina Bowfinger þar sem þeir mætast í fyrsta sinn grínistarnir Eddie Mutphy og Sfeve Martin í kvikmynd eftir handriti Martins um gjaldþrota kvikmyndaframleiðanda sem sér leið út úr ógöngunum. Bobby Bowfinger er nærri gjald- þrota kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri sem sér fram á að allir draumar hans eru að verða að engu. í örvæntingu sinni ákveður hann að freista gæfunnar einu sinn enn og láta sem hann sé að fara að gera stórmynd. Þar sem hann á enga peninga fær hann til liðs við sig utangarðsfólk í kvikmynda- bransanum sem til er í að látast vera meira en það er og gerir helstu kvikmyndastjörnunni í Hollywood tilboð sem hann getur ekki neitað en auðvitað er það sem er á yfirborðinu, dýr Hollywood- kvikmynd, aðeins yfirklór til að plata stjömuna til að samþykkja hlutverkið. Steve Martin leikur kvikmynd- framleiðandann Bobby Bowfinger og Eddie Murphy kvikmynda- stjömuna Kit Ramsey og hann leik- ur einnig bróður stjörnunnar, Jiff, sem er mun viðkunnanlegri en um leið einfaldari. Fjöldi þekktra leikara er í auka- hlutverkum. Má þar nefna Heather Graham sem leikur smástirnið Daisy, Christine Barinski, Jamie Þýska kvikmyndin Lola Rennt er vinsælasta kvikmyndin sem komið hefur frá Þýskalandi í mörg ár og nýlega var hún frumsýnd í Banda- ríkjunum þar sem hún fékk al- menna dreifingu. Hefur aðsókn á hana verið góð þegar miðað er við að hún er aðeins sýnd í stærstu borgunum. Þetta er athyglisvert þar sem ekki hefur mikið farið fyr- ir þýskum kvikmyndum á alþjóð- legum kvikmyndamarkaði á und- anfomum árum en þýsk kvik- myndagerð hefur verið að rétta úr kútnum eftir lægð og er Lola Rennt dæmi um hina nýju þýsku kvik- mynd sem tekur mið af alþjóðleg- um markaði. Lola Rennt var sýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík og vakti athygli og hefur nú verið tek- in til sýningar aftur. í myndinni byrjum við að fylgj- ast með smákrimmanum Manni sem vinnur fyrir mafiuna. Þótt hann haldi öðru fram þá er Manni aðeins ómerkileg senditík en hann hefur metnað og er ákveðinn í að vinna sig í virðingarstöðu innan mafíunnar. Unnusta hans er hin pönkaða Lola sem er mun meiri harðjaxl en kærastinn, eins og kemur í ljós þegar Manni í stresskasti hendir frá sér tösku með 100 þúsund mörkum í neðan- jarðarlest þegar hann sér tvo lög- reglumenn nálgast. Manni er sem sagt kominn í djúpan skít og í öng- um sínum biður hann Lolu að bjarga sér. Lola hefur aöeins tutt- Ein athyglisverð- asta kvikmyndin á síðustu kvikmynda- hátíð í Reykjavík, Hlauptu Lola, hlauptu, hefur verið tekin til sýningar í Stjörnubíói ugu mínútur til að bjarga kærast- anum því að þeim tíma loknum verður Manni að standa skil á fjár- hæðinni. Lola þarf því að stíga bensínið í botn og fer hún um alla Berlín í björgunaraðgerðum sín- um. Leikstjóri myndarinnar, Tom Tykwer, er í dag einhver eftirsótt- asti leikstjóri Þjóðverja. Áður en hann gat snúið sér alfarið að kvik- myndagerð rak hann kvikmyndhús í Berlín og skrifaði handrit í hjá- verkum. Hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd 1993. Lola Rennt er fjórða kvikmyndin sem hann gerir. Lola Rennt hefur unnið til fjölda verðlauna í Þýskalandi og var til- nefnd til evrópsku kvikmyndaverð- launanna í fyrra sem besta kvik- mynd. Þá þótti áhorfendum á Sund- ance-kvikmyndhátíðinni í ár hún það góð að þeir völdu hana bestu kvikmyndina. -HK Pfeiffer hætt - í bili Nýjasta kvikmynd Michelle Pfeiffer, The Story of Us, þar sem hún leikur á móti Bruce Willis, hefur fengið misjafnar viðtökur, aðsóknin er rétt sæmileg þegar miðað er við hvað þessir leikarar eiga að venjast og gagn- rýnendur eru ekki hrifnir. í nýju við- tali segir Pfeiffer að hún ætli að taka sér langt frí, jafnvel hætta að leika í kvik- myndum. Hún eigi tvö börn sem hún ætli að hugsa um og hafi margt annað á prjónunum: „Ég fer þó ekkert í felur eins og Greta Garbo, ég á frægan eigin- mann (sjónvarpsframleiðand- inn David E. Kelley) og verð því eitthvað áfram í sviðsljósinu." Áður en hún hverfur tímabund- ið af sjónarsviðinu eigum við eftir að sjá Michelle Pfeiffer i What Lies Beneath þar sem hún leikur á móti Harrison Ford, en sú mynd verður frum- sýnd á næsta ári. Norton í Motherless Brooklyn Ekki er hægt að segja að Ed- ward Norton fari auðveldu leið- ina í hlutverkavali, en hann hefur sýnt og sannað að hann ræður við erfið hlutverk. Eftir að hafa aðeins leikið í fimm kvikmyndum á hann að baki tvær óskar- stilnefningar, fyrir besta aukahlutverk í Primal Fear og besta að- alhlutverk í American History X og hann gæti alveg eins bætt þriðju tilnefningunni við fyrir leik sinn í The Fight Club sem frumsýnd var um síðustu helgi. Ekki bíður hans auðveldara hlutverk í Motherless Brook- lyn þar sem hann mun leika lögreglumann sem rannsakar morðmál, en lögreglumaðurinn er með taugasjúkdóminn Tourette Syndrome, sem veldur ósjálfráðum hreyfingum og hljóðum. Norton verður einn framleiðenda myndarinnar sem byggð er á skáldsögu eftir Jon- athan Lethem. Þessa dagana er Norton að leggja síðustu hönd á Faith, sem er fyrsta kvikmynd- in sem hann leikstýrir. Hugh Grant í föður- hlutverki Nick Homby er rithöfundur sem virðist í miklum metum í kvikmyndaheiminum. Þegar er verið að kvikmynda High Fidelity, eftir skáldsögu hans um ungan tónlistarmann sem John Cusack leikur og Steph- en Frears leik- stýrir, og nú hef- ur Robert De Niro tryggt sér réttinn á About a Boy. Sagan fjallar um mann sem kominn er hátt á fertugsaldurinn en hann telur að besta leiðin til að hitta hina fullkomnu konu sé að þykjast vera einstæður faður. De Niro hefur fengið Hugh Gr- ant til að leika aðalhlutverkið, sjálfur mun hann framleiða myndina og Ian Softley (Wings of the Dove) leikstýra. Þessa dagana er Grant að leika í nýj- ustu kvikmynd Woody Allens, sem ekki hefur fengið nafn enn sem komið er. 22. október 1999 f ÓkUS 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.