Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 3
: LAUGARDAGUR 23. OKTOBER 1999 #/ar 37 1 . Jagúar í Formúluna •k Á bOasýningunni í Frankfurt 14. september síðastliðinn tilkynnti Jagú- ar formlega þátttöku í Formúlu 1 á næsta ári. Fyrsta keppnin verður á fyrsta mótinu í Melbourne í Ástralíu í mars. Jagúar á sér langa sögu i mótor- sportinu og hefur unnið sjö sinnum í Le Mans kappakstrinum, auk þess að hafa unnið heimsmeistarakeppni sportbíla tvisvar sinnum. Jagúar hefur einnig unnið Monte Carlo-rallið, auk fjölda annarra keppna, og næsta skref er því einfaldlega Formúla 1. Ákvörðunin kom eftir að Ford keypti Stewart-liðið í júní en áður hafði Ford séð því liði fyrir vélum sem eru einhverjar þær kraftmestu í For- múlu-keppnisbíl. Jagúar er eitt af merkjum Fordrisans og þetta því góð leið til að koma þekktu merki betur á framfæri, auk þess sem hönnuðir Jagúar geta eflaust lagt sitt af mörkum jjil keppninnar. Liðið mun heita Jagu- ar Racing. Vélarnar munu halda áfram að koma frá Cosworfh í Bretlandi sem er i eigú Ford. Jackie Stewart, stofnandi Stewart- Ford-keppnisliðsins, mun halda áfram sem forsrjóri og er, að sögn, mjög ánægður með þessa þróun mála. „Ég hef alltaf vonast eftir þátttöku Jagú- ar í Formúlunni. Fjölskylda mín var með umboðið fyrir Jagúar í Skotlandi, bróðir minn keppti fyrir Jagúar og sjálfur hóf ég ferilinn á E- gerðirfni af Jagúar. Ég er því tengd- ur nafninu sterkum böndum ogj hlakka mikið til að hjálpa Jaguarj Racing að keppa í Formúlunni." Eins og flestir vita sem fylgst hafal eitthvað með Formúlunni keppirj Eddie Irvine, ökumaður Ferrari í ár, fyrir Jagúar á næsta ári ásamt Johnny Herbert sem vann síðustu keppni á Nurbur- gring. Ir- vine hefur skrifað undir 1922 og Ford-merkið verið viðloðandi Formúluna síðan 1967. Ford hefur unnið fleiri kappakstra (174) og unnið fleiri heimsmeistaratitla (13) en nokk- ur annar vélafram- leiðandi. I raun má segja með sanni að Ford Cosworth DFV sé sigur- sælasta vél sem nokkru sinni hef- ur verið fram- leidd fyr- Jagúar D-type kemur fyrstur í mark á Le Mans árið 1956. þriggja ára samning og er yfir sig hrifinn: „Ég er búinn að bíða eftir þessu tækifæri í tvö ár og tel mig heppinn að fá að taka þátt í þessu verkefni. Eftir reynslu mína hjá Ferrari hef ég trú á að ég geti lagt mitt af mörkum rU liðsins." Eddie Irvine er fæddur á Norður-írlandi og byrjaði ferilinn í Formúlu Ford-ír- landsmeistarakeppninni árið 1983. Hann fiuttist yfir til bresku Formúlu 3- keppninnar árið 1988 og varð þar í fimmta sæti það árið. Árið 1989 gekk hann til liðs við Kyrrahafsdeild For- múlu 3000 og árið eftir byrjaði hann hjá Jordan-liðinu í þeirri keppni. Það árið varð hann í þriðja sæti og á árunum 1991-1993 hélt hann áfram að keppa og varð í öðru sæti síðasta árið. I fyrstu keppni sinni í Formúlu 1 á Suzuka-brautinni árið 1993 varð hann sjötti og um leið annar ökumaðurinn i sögunni til að fá stig í sinni fyrstu keppni. Næstu tvö árin var hann hjá Jordan áður en hann gekk til liðs við Ferrari árið 1996. í fyrra varð hann í fjórða sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna sem er besti árangur hans hingað til, en hann verður að öllum líkindum bættur á þessu ári. Jagúar hefur tekið þátt í mótor- sporti frá stofnun fyrirtækisins árið ir For- múlubíl. Nokkrir af frægum ökumönnum Ford í Formúl- unni eru Jackie Stewart, Jim Clark, Michael Schumacher, Graham Hill, Emerson Fittipaldi og James Hunt. -NG Orkugjafinn vetni, unnið úr metanóli Hugmyndabíllinn Ford FC5, sem sýndur var í Frankfurt, á, að sögn hönnunardeildar Ford, að gefa til kynna hvernig raunverulegur efn- arafalsbíll gæti verið eftir fimm ár eða svo. Eins og aðrir bílar með efn- arafal ætti hann að vera afar spar- neytinn og fast að því mengunarfrír en komast álíka langt á orkuhleðsl- unni og ná sambærilegum hámarks- hraða og viðbragðssnerpu og bens- ínbílar nútímans. FC5 er með orkuhleðslu og vél- búnað undir gólfinu þannig að rými fyrir ökumann og fjóra farþega, ásamt nauðsynlegum farangri, á að vera viðlíka og á sambærilegum bíl- um sem nú tíðkast. í þessu tilviki gerir Ford ráð fyrir því að vetni verði orkugjafinn og efnarafallinn leysi orku þess úr læðingi með sam- runa þess við súrefni úr andrúms- loftinu. Vetnið yrði unnið úr met- anólgasi en það ferli er, að sögn, auðvelt í meðfórum og mengar afar lítið. Til dæmis gefur þetta ferli eng- ar sótagnir frá sér, engan kolsýring né níturoxíð, en þetta þrennt á mesta sök á borgarólofti. Þessi hugmyndabill Ford sýnist mjög líklegur til að geta virkað en það er varla hægt að segja að hann sé tiltakanlega „nýaldarlegur" hvað útlitið snertir. Ford sýndi í Frankfurt hugmyndabílinn FC5 sem á að vera með efnarafal og menga næstum ekki neitt. Mynd DV-bílar SHH DaimlerChrysler í viðræðum við Peugeot og Rat Fyrir þremur vikum var frá því sagt hér í DV-bílum að Daim- ler/Chrysler væri á höttunum eftir framleiðanda sem þegar framleiddi góða smábíla, þar sem hvorki Chrysler né Benz eru ýkja vel að sér í þeim flokki bíla. Velt var vöngum yfir ýmsum kostum sem D/C gæti staðið frammi fyrir, en vitað er að Mercedes-Benz hefur þegar stofnað til mikillar sam- vinnu við Peugeot um framleiðslu nýrrar kynslóðar af smábílnum Smart - og falast eftir að kaupa bílaframleiðslu Fiat. Nú er komið í ljós að D/C stend- ur þessa dagana í áköfum viðræð- um við Peugeot annars vegar og Fiat hins vegar. „Það er mjög lfk- legt að niðurstaðan eigi eftir að koma býsna mikið á óvart," er haft eftir ónafngreindum frammámanni Daimler/Chrysler í Dusseldorfer Wirtschaftsblatt um síðustu helgi. Samkvæmt blaðinu hefur þefast að þarna sé verið að tala um nána samvinnu um gerð smábíls eða smábíla og líkur leiddar að því að D/C kaupi verulegan hlut í öðru hvoru fyrirtækinu eða hugsanlega báðum - það sé iíklegra en að til fullkominnar yfirtöku komi eða samruna. Meginmarkmið D/C er að komast af fullum þunga og fljótt inn í framleiðslu og sölu á spar- neytnum bílum og vistmildum, umfram það sem hægt er í þeim lúxusbílum sem verið hafa aðall og einkenni þessara framleiðenda. Samkvæmt þessu eru japanskir smábílaframleiðendur því úti í kuldanum hvað þetta snertir - nú um sinn. S.H.H. y»ag:,:.: .--*;—., tfffi-iiua—rzr=%* P ^^ ~ ' *" l^pB^-r^,. ^_ Wh jíinr' i r^Lv - ¦ ^m?W^ J 1 "^m^^mp^ /\ Audi A41.8, ssk.,'95, dökkblár, ek. 61 þ. Verð: 1.580.000 —' „ * ' ¦ ' ¦¦'Miiiiiiir ..,: ' / C' (íf' ~~~.~æ[ ¦ ¦'WBBAz .....^0^~*~ - ~^.=.^_ ,* - Sne •= -^^^iJSjjÉ ^j^ijlffi Suzuki Vitara JLX, 3 d., 5 g., '97, blár, ek. 17 þ. Verð: 1.280.000 Honda Accotd EXi, ssk„ «d.,'91 10211. 780 p. Honda Ptelude 2,2 vn, 2d.,'B3 115 p. 1.4901). Honda Accotd coupc V6, 2d„ '09 3 0. 540 h. Honna Shullle 2.2 LSi, 5d„ '09 10 p. 2.290 6. Honda Ciilc 1,5 LSI, 3 d., '08 30 li. 1.590 þ. Hnnda Accotd LSI. ssk„ 4d., '05 100 h. 1.250 |i. HondaCiiicSi.ssk., 4d., '07 33 p. 1.150 b. HonCia Cwic LS>, 5 «.. 51, '98 ZZb. HondaCR-VRVi.ssk.. 5d., '08 05 p. 1.950». Hnnda CR-V RVi, 5 g., 5 1, '98 21 p. 2.150 0. BMW316iA,ssk„ 4d., '06 28 p. 1.850 p. Ciltnin Xltl lutho, 5 g., 5d..'93 138 p. 800 p. Raihalsu Ictins 4x4, ssk., 5 d., '90 14 p. 1.300 p. Jeep Gtand Chetokee, ssk.5 d„'93 00 p. 1.550 p. Mazda 323 CLXi. ssk., 4d.,'07 23 p. 1.090 p. MMC Catistna GBI, ssk., 5d.,'98 52 p. 1.500 h. MMC Lancet, 5 o., 4d.,'91 02 p. 499 p. MMCLancet.ssk., 5d., '92 58 p. 040 p. MMC Lancet GL. 5 g., 4«., '03 115 h. 500 p. MMC Lancei sl. 4x4. 51, '03 80 p. 799 h. MMC Spacewagon, ssk.,5d., '93 137p. 900 p. Suzukl Sldeklck. 5 0., 51, '03 105 p. 070 p. Io»ola Cntolla. ssk., 41, '92 117 p. 730 p. Toyota Coralla, ssk., 41, '00 40 p. 950 p. Io»ola Cotolla Cl, 5 g., 41, '92 113 p. 760 p. loyola Coiolla G6, 31, '90 42 p. 1.100 p. loyola louting 4x4.5 g„ 51, '91 130 p. 020 p. Vol»o S40. ssk„ 41, '00 21 p. 1.820 p. Vol«o V40 slallon, ssk„ 51, '07 22 p. 1.950 h. VW Coli Manhallan 2,0, 51, '06 41 p. 1.290 p. VW Venlo CL, ssk., 41, '03 50 p. 000 p. [yjHOBTDA. NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.