Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 Sport r>v Hvað finnst þér? Hvern vilt þú fá í starf landsliðsþjálfara í knattspyrnu? (spurt á leik Hauka og Víkings í Nissandeildinni) Tryggvi Sverrisson: Fáum Atla Eðvaldsson í starfið. Jón Einarsson: Ég mynd vilja fá Atla Eðvaldsson. Helena Björk Jónasóttir: Alla vega ekki Atla Eðvaldsson. Hildur Ásgeirsdóttir: Ég vil ekki þjálfara KR. Barkley hættir Keppnistímabilið í bandarísku NBA-deildinni hefst í næsta mánuði og það verður það síðasta sem Charles Barkley leikur. Barkley, sem er orðinn 36 ára gamall, tilkynnti þetta fyrir æfingaleik með Houston gegn Detroit í gær en tímabilið sem í hönd fer verður sextánda tímabil hans. „Það er bara kominn tími til að hætta en ég veit ekki hvað tekur við hjá mér,“ sagði Barkley viö fréttamenn. Barkley á mjög litríkan feril að baki í NBA-deildinni. Hann á marga vini og einnig óvini og einn þeirra er Scottie Pippen sem nýlega yfirgaf herbúðir Houston, aðaUega vegna Barkleys. Pippen sagði Barkley vera bæði feitan og eigingjaman og hann gæti ekki leikið með honum. -GH Tyson i rugli Bandaríski hnefaleikakappinn Mike Tyson er alvarlega að hugleiða að leggja hoxhanskana á hilluna eftir uppákomuna sem varð í bardaga hans gegn Orlin Norris í fyrrinótt. Tyson, sem var að keppa í fyrsta sinn í tvö ár, eða frá því hann beit í eyraö á Evander Holyfield, eins og frægt er, sló andstæðing sinn í gólfið eftir að bjallan glumdi í fyrstu lotunni og við það sneri Norris sig á hnénu. Norris neitaði að halda bardaganum áfram og dómaramir ákváðu því að flauta hann af. Tyson átti að fá 700 milljónir króna fyrir bardagann en óvíst er hvort hann fær þá peninga. Tyson brást illur við þegar bardaginn var flautaður af og sagðist engan áhuga hafa á að berjast oftar. -GH Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar: Hef lært mikiö Skúli Gunnsteinsson og læri- sveinar hans í liði Aftureldingar em í toppsæti Nissandeildarinnar í handknattleik. Þetta em tíðindi sem koma engum á óvart enda lið Mos- fellinga geysisterkt, líkt og á síðustu leiktið þegar liðið vann þrefalt und- ir stjóm Skúla. Skúli er yngsti þjálf- arinn í deildinni, 33 ára gamall. Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá Fylki fyrir nokkram árum þegar hann stýrði karlaliði félagsins í 2. deildinni. Þaðan lá leiðin til Vals þar sem hann var aðstoöarmaður Jóns Kristjánssonar i tvö ár en það var svo fyrir síðustu leiktíð að hann var ráðinn til Aftureldingar. En er nokkurt mál að þjálfa lið eins Aftureldingu þar sem valinn maður er í hverju rúmi? „Ég lít fyrst og fremst á sem mitt hlutverk að leiða hóp góðra sérfræð- inga, líkt og ég geri í atvinnu minni á Gallup alla daga. Hjá mér em 65 manns og þar af era 40 einstakling- ar sem em langskólagengnir og með masterspróf. Þeir era allir miklu klárari en ég á sínu sviði og það sama er í handboltanum. Til dæmis þarf ég ekki að kenna Bjarka að skjóta og að kenna Bergsveini grundvallaratriði í markvörslu. Ég veit ekki hvort Tobbi Aðalsteins treystir sér til að þjálfa mitt lið i gegnum GSM-síma eins og Stjöm- una í fyrra en þetta er krefjandi og um leið mjög gefandi starf. Blundar í þér að komast lengra í þjálfuninni og starfa er- lendis? „Nei það geri það ekki. Ég er mjög bundinn í því sem ég er að gera. Ég lít bæði á vinnuna og þjálfunina sem mitt áhugamál. Ég er búinn að lifa og hrærast í hand- boltanum frá 10 ára aldrei. Maður hefur kannki ílenst í handboltan- um lengur heldur en maður ætlaði sér, kannski af því að manni fannst maður eiga eitthvað óklárað.“ Skúli var lengi i fremstu röð handknattleiksmanna hér á landi. Hann lék um árabil með Stjömunni og síðan Val en á sínum yngri árum lék hann i búningi Vals. Handbolt- inn hefur mikið kom við sögu í hans lífi. Faðir hans, Gunnsteinn Skúlason, var í hinu fræga liði Vals á ámm áður og landsliðsmaður og Guðný systir hans hefúr um árabil verið meðal bestu handboltakonum þjóðarinnar. Kom þér á óvart þegar Aftur- elding leitaði til þín? „Ég verð að viðurkenna að þetta boð kom svolítið flatt upp á mig. Mér fannst það óþægilegt fyrir þær séikir að ég þyrfti að gera þetta upp við mig því vegna þess að á þessum tímapunkti var ég nánast búinn að ákveða að hverfa burt frá íþróttinni. Ég tók hins vegar smá vinkilbeygju enda fannst mér mjög erfitt að hafna þessu tilboði. Þetta er búið að vera gríðarlega góður skóli og ég sem stjómandi í mínu starfi finnst ég hafa lært mikið á þjálfarastarf- inu. Þegar vel gengur gefur þetta orku til fjölskyldunnar og fyrirtæks- ins. Skúli er viðskiptafræðingur að mennt og er framkvæmdastjóri Gallups á íslandi. Eiginkona hans er Nína Björk sem er ljósmyndari og rekur ljósmyndastofu í Reykja- vík. Saman eiga þau tvo drengi, Gunnstein Aron og Darra Loga, sem em 6 og 4 ára. Hvemig gengur að sameina vinnuna, þjálfunina og fjölskyld- una? „Þetta er eitt púsluspil og byggist auðvitað á frábærum samningi við fjölskylduna. Ég fæ mikinn stuðn- ing þaðan og á komandi árum eig- um við eftir að eiga meiri tíma sam- an.“ Hvers vegna taka íslensk lið ekki þátt í Evrópukeppninni? „Auðvitað yrði frábært að fá að taka þátt í Evrópukeppninni en hins vegar hefur þetta verið mjög erfitt mál frá mörgum vinklum. Þetta er gríðarlegt dýrt og við hjá Aftureldingu emm einn að spartla í gat sem myndaðist eftir að við vor- um með fyrir tveimur áram. Ef við hefðum ákveðið að vera meö í ár væram við í meistaradeildinni sem KA reyndi á sínum tíma. íþeirri keppni hefði maður þurft að vera fjarverandi fjóra daga í viku, sex vikur í röð. Það hefði verið mjög erfitt að framkvæma slíkt enda menn að stnna öðmm störfum. Við \ vorum að vona að þetta Norður- landamót hefði orðið að veruleika. Það datt út í fyrra þar sem stuðn- ingsaðilinn hætti við en vonandi verður það sett á laggimar aftur. Það væri raunhæft fyrir okkur að ná árangri á þeim vígstöðvum. Hver er að þínu mati besti handboltamaðurinn hér heima í dag? „Það er enginn vafi að Bjarki er besti sóknarmaður landsins, Berg- sveinn besti markvörðurinn og hinn 40 ára gamli Trufan er besti vamarmaðurinn," sagði Skúli. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.